Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Það var skemmtileg tilviljun að fyrsta skemmtiferðaskipið á þessu ári skyldi sigla inn Eyjafjörð í gær- morgun – á fyrsta degi vetrar. Grátt var ofan í miðjar hlíðar Vaðlaheiðar og Hlíðarfjalls.    Túristarnir sem gengu upp Strandgötuna, frá skipinu Aþenu og upp í miðbæ, voru brosmildir þrátt fyrir veðrið. Enda bærinn fallegur að vetrarlagi.    Spáin næstu daga er ekki sum- arleg, en vonir standa til að þessi óvænti vetur verði þó stuttur. En frosti og snjókomu er a.m.k. spáð frá því á morgun og fram yfir helgi!    Það verður því vetrarlegt þegar bikarmeistarar FH sækja nýliða Þórs heim í Pepsí-deild karla í fót- bolta á sunnudaginn. Ef fært verður norður á annað borð...    Hreinn Hringsson þrekþjálfari Þórsara hvatti FH-inga til þess, í Twitter færslu í fyrradag, að pakka niður húfum, vettlingum, föðurlandi og snjóþrúgum fyrir ferðina norður!    Nýr veitingastaður tók til starfa á Akureyri fyrir fáeinum dögum; fisk- réttastaður í Örkinni hans Nóa við Hafnarstræti 22. Ég hef ekki komið þar en traustar heimildir segja stað- inn stórgóðan. Ætli Akureyri eigi heimsmet í góðum veitingastöðum miðað við höfðatölu?    Það eru hjónin Kristján Eldjárn Jóhannesson og Helga Jóhanns- dóttir sem eiga staðinn en þar er eldað upp á gamla mátann, eins og það er orðað, í samstarfi við Tjöru- húsið á Ísafirði. Kokkur er Jón Ein- ar Haraldsson.    Akureyringar voru sigursælir á Landsmótinu í skólaskák sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Í fyrsta skipti í 32 ára sögu keppn- innar voru sigurvegarar beggja flokki úr höfuðstað Norðurlands. Jón Kristinn Þorgeirsson úr Lund- arskóla varð hlutskarpastur í keppni nemenda 1. til 7. bekkja og Mikael Jóhann Karlsson úr Brekkuskóla í eldri flokknum, nemenda 8. til 10. bekkja.    Landsmótið í skólaskák er í raun fjölmennasta skákmót lands- ins. Mótahaldið byrjar í skólum, sig- urvegarar þar keppa á sérstökum kjördæmamótum og efstu menn þar komast á landsmótið.    Gítarhátíð Norðurlands á Ak- ureyri í lok síðustu viku var vel heppnuð. Þar fór framarlega í flokki fjöldi heimamanna, en fremstir voru Björn Thoroddsen og Kazumi Wat- anabe, frægasti gítarleikari Japana.    Áhugamenn um tónlist eiga aft- ur von á góðu um þessa helgi, t.d. verða Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas, sem kalla sig GRM, með tón- leika á Græna hattinum í kvöld.    Eyjólfur Kristjánsson er á tón- leikaferðalagi um landið og fagnar í leiðinni 50 ára afmæli og 30 ára söngafmæli. Hann verður á Græna hattinum annað kvöld ásamt Jóni Ólafssyni píanóleikara og Eiði Arn- arsyni bassaleikara.    Feðginin Lára Rúnarsdóttir og Rúnar Þórisson verða svo með sam- eiginlega tónleika á Græna hattinum á laugardagsvöldið. Með þeim leikur einvalalið tónlistarmanna.    Alls koma skemmtiferðaskip 55 sinnum til Akureyrar í sumar, en Aþena, það fyrsta, kom í vikunni sem fyrr greinir. Ekki munu þó öll verða sýnileg úr Strandgötunni; eitt skipanna, Le Boreal, sem kemur nokkrum sinnum, staðnæmist nefni- lega í öll skiptin nyrst í bænum – í Grímsey!    Talandi um Grímsey; bæjarráð fundaði nýlega í félagsheimilinu Múla í þessu nyrsta hverfi bæjarins. Þar var m.a. ákveðið að Akureyri sendi tvo fulltrúa í kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel í júní og nokkra á tenglamót til vina- bæjarins Västerås í Svíþjóð í ágúst. Þangað fara bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Ak- ureyrarstofu ásamt mökum. Húfurnar og föðurlandið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hátíð Kazumi Watanabe og Björn Thoroddsen galdra fram síðustu tónana á lokatónleikum gítarhátíðarinnar á Græna hattinum um síðustu helgi. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 YFIR 93% foreldra telja að mjög vel eða vel hafi verið staðið að aðlögun barns í leikskóla í Kópavogi og flutningi milli deilda. Um 90% segja að mjög vel eða vel sé tekið á móti barninu þegar það kemur í leik- skólann að morgni og það sama á við þegar barn er hvatt þegar það fer heim síðdegis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri við- horfskönnun meðal foreldra leik- skólabarna í Kópavogi. Um 55% foreldra svöruðu könnuninni. Ánægð með aðlögun Nærri 17.000 Íslendingar eru svo- kallaðir heimsforeldrar hjá UNI- CEF og styrkja þannig starf sam- takanna með föstum mánaðarlegum framlögum. Fram- lögin renna til hjálparstarfs í þágu bágstaddra barna um allan heim. Á Íslandi eru hlutfallslega flestir heimsforeldrar, rúm 5% prósent allra Íslendinga. Þrátt fyrir efnahagskreppu hef- ur almenningur á Íslandi reynst viljugur til að halda áfram að leggja sitt af mörkum til að bæta velferð barna í fátækustu ríkjum heims. Heimsforeldraverkefnið er hjart- að í starfsemi UNICEF á Íslandi og á nýafstöðnum aðalfundi UNICEF sem haldinn var í Bern fékk UNI- CEF á Íslandi viðurkenningu frá UNICEF alþjóðlega fyrir mestu aukningu framlaga árið 2010. Við- urkenningin var veitt í flokki smærri landsnefnda. Á liðnu ári sendi íslenska landsnefndin sem nemur sex Bandaríkjadölum á hvern Íslending til hjálparstarfs UNICEF. Gleði Starfsfólk UNICEF á Íslandi með verðlaunagripinn fyrir mestu aukningu framlaga. UNICEF á Íslandi fær alþjóðlega viðurkenn- ingu fyrir mestu aukningu framlaga Í dag, fimmtudag, verður Íslands- meistaramót barþjóna haldið á Hót- el Sögu. Í ár verður keppt í Long- drink og Flair en einnig verður hin vinsæla keppni milli vinnustaða um besta drykkinn. Þá munu hin ýmsu vínumboð kynna vörur sínar. Húsið verður opnað kl. 19 og keppnin hefst kl. 20 bæði á Íslandsmeist- aramótinu og vinnustaðakeppninni. Keppnin er öllum opin. Íslandsmeistaramót barþjóna hefur unnið sér fastan sess, en Bar- þjónaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 og frá þeim tíma hefur mótið verið haldið árlega. Sigurvegari Íslandsmótsins fer til Póllands og keppir þar á al- þjóðlegu móti í nóvember. Íslend- ingar hafa oft náð ágætisárangri á þeim mótum og einu sinni orðið heimsmeistarar. Keppni Íslenskir barþjónar hafa notið vel- gengni í keppnum erlendis. Íslandsmeistaramót barþjóna á Sögu MIÐVIKUDAGINN 25. maí nk. mun Anthony Coug- hlan, hagfræðingur og prófessor emeritus við Trinity Collega í Dublin, halda fyrirlestur á vegum Heims- sýnar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Fyr- irlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 12. Fundarstjóri verður Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Coughlan er sérfræðingur í málefnum sem tengjast Írlandi og Evrópusambandinu. Hann hefur í ræðu og riti fjallað um efnahagslegar, pólitískar og sögulegar hliðar á aðild Írlands að Evrópusamstarfinu. Couhlan var ábyrgur fyrir Crotty-málinu árið 1987 en þá komst hæstiréttur Írlands að þeirri niðurstöðu að fullveldisframsal til Evrópusambandsins væri óheimilt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sáttmálar Evrópusambandsins frá Maastricht (1992), Nice (2001 og 2002) og Lisbon (2008 og 2009) hafa því verið bornir undir írsku þjóðina, stundum tvisvar. Fyrirlestur um Írland og Evrópusambandið Anthony Coughlan Á sunnudag nk. kl. 14 koma Ísfirð- ingar saman til að fagna sumri og gleðjast saman í sinni árlegu messu og kirkjukaffi Ísfirðingafélagsins, sem að vanda verður haldið í Nes- kirkju. Séra Örn Bárður Jónsson og séra Sveinbjörn Bjarnason sjá um guðsþjónustuna, Steingrímur Þór- hallsson sér um orgelleik og Þór- arinn J. Ólafsson mun syngja ein- söng. Þá mun kór Ísfirðingafélagsins sjá um söng við messuna. Að lokinni messu verður selt kaffi í safnaðarheimili Nes- kirkju. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með enn betra fólki. Ísfirðingamessa STUTT Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 10 93 Aðalfundur ÞFÍ var haldinn í Þjóð- menningarhúsinu 16. maí sl. Á fund- inum var kjörin ný stjórn félagsins en Almar Grímsson lét af störfum sem forseti eftir 8 ár í forsetastóli. Eftirtalin voru kjörin í stjórn til eins árs: Halldór Árnason hagfræð- ingur er forseti og aðrir stjórn- armenn: Alexía Björg Jóhann- esdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Helgi Ágústsson, Svavar Gestsson, Þorvarður Guðlaugsson og Þóra Hrönn Njálsdóttir. Varamenn: Guðrún Jónsdóttir, Kent Lárus Björnsson og Rögnvald- ur Guðmundsson. Stjórnarmenn frá Norður- Ameríku: Eric Stefanson Kanada og Pam Olafson Furstenau Bandaríkj- unum. Nýr forseti tekur við ÞFÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.