Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Sigrún Harðardóttir heldur út- skriftartónleika sína í Fríkirkj- unni á fimmtudaginn kl. 20, en hún útskrifast með BMus- gráðu í fiðluleik frá tónlist- ardeild Listaháskólans í vor. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Beethoven, Fauré, Henryk Wieniawski og Árstíðirnar í Buenos Aires eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla í út- setningu fyrir einleiksfiðlu og strengjasveit. Flytjendur auk Sigrúnar eru Richard Simm pí- anóleikari og strengjasveit undir stjórn Sigrúnar Eðvaldsdóttur, en hún hefur verið aðalkennari Sigrúnar síðastliðin þrjú ár. Tónlist Útskriftartónleikar Í Fríkirkjunni Sigrún Harðardóttir Út er komin bókin Kaup- mannahöfn – í máli og mynd- um, sem ætluð er Íslendingum sem hafa áhuga á að kynnast betur borginni við sundin, sög- unni sem hún hefur að geyma og tengist okkar sögu og nú- tíma Kaupmannahöfn. Fjöldi mynda er í bókinni og innan á bókarkápu eru kort af mið- borginni. Höfundur bókarinnar er Sigrún Gísladóttir sem var búsett í Kaupmannahöfn um árabil og hefur leitt fjölda ferðamanna um borgina. Kaupmannahöfn – í máli og myndum verður kynnt samkomuhúsi Garðbæinga, Garðaholti, við Garðakirkju í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Ferðabók Kaupmannahöfn í máli og myndum Kápa bókarinnar Rúnatýr útgáfa hefur gefið út smásagnasafnið Myrkfælni eft- ir Þorstein Mar. Í bókinni eru ellefu stuttar hrollvekjur, allt frá þjóðsagnakenndum æv- intýrum að fantasíum. Myrkfælni er fyrsta bók Þorsteins, en sögur eftur hann hafa birst í tímaritum á und- anförnum árum og má nefna að hann bar sigur af hólmi í ást- arsagnakeppni Vikunnar síð- asta sumar. Þorsteinn er menntaður íslensku- fræðingur og kennari, en starfar nú sem vefstjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Útgáfan Rúnatýr er nýtekin til starfa, en hyggst helst gefa út hrollvekjur, fantasíur og vísindaskáldsögur. Hrollvekjur Rúnatýr gefur út Myrkfælni Myrkfælni eftir Þorstein Mar Danska skáldkonan Naja Marie Aidt verður gestur á fimmta Höf- undakvöldi Norræna hússins sem haldið er í kvöld kl. 20:00. Smásagna- safn hennar Bavíani, sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2008, kom einmitt út í vikunni og þýðandinn, Ingunn Ásdísardóttir, ræðir við Naja Marie, sem svo les stuttan kafla úr bók sinni. Naja Marie Aidt fæddist árið 1963 og fyrsta bók hennar var ljóðasafnið Så længe jeg er ung. Hún hefur skrifað átta ljóðasöfn, þrjú smá- sagnasöfn, kvikmyndahandrit og nokkur leikrit. Í rökstuðningi vegna Norð- urlandaverðlaunanna sagði dóm- nefndin meðal annars að smásög- urnar í bókinni fjölluðu um veröld sem svipaði til hversdagsleikans. „Naja Marie Aidt skrifar þokka- fullan og ískyggilegan raunsæis- texta, sem dregur fram undirtóna raunveruleikans, svo lesandinn finn- ur að hversdagsleikinn hvílir á neti mögulegra hamfara.“ Í vikunni hlaut Naja Marie Aidt heiðursverðlaun Gyldendal fyrir höf- undarverk sitt til þessa. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1958. Bjartur gefur Bavíana út. Raunsæi Danska skáldkonan og verðlaunahafinn Naja Marie Aidt. Verðlauna- hafi í heimsókn  Naja Marie Aidt gestur á Höfundakvöldi Díana Rós A. Riveradiana@mbl.is Erna Ómarsdóttir og hópurinn Við sáum skrímsli, afhjúpa skrímsli í til- verunni á Listahátíð í Reykjavík. Eins og kemur fram í kynningu er verkið hryllilegt og ljóðrænt og byggt á fjórum listformum; dansi, söng, tónlist og myndlist. „Þetta er danssýning en það blandast inn í mikil tónlist og söngur og texta- vinna. Þetta eru mjög ljóðrænar og fallega myndir sem við erum að setja upp og við notum þetta til að koma því á framfæri,“ segir Erna og bætir við að þetta sé dansleik- húsverk. Gamalt áhugamál Erna segir að hún og Valdimar Jóhannsson hafi byrjað að vinna með hugmyndina að verkinu fyrir nokkru og síðan hafi fleiri listamenn bæst í hópinn. „Við erum búin að fá hóp af frábæru fólki til að vinna með okkur og útfæra hugmyndina og það taka allir þátt í sköpuninni,“ segir hún. Erna segir skrímsli vera gamalt áhugamál og áhrifa frá hryllings- myndum gæti í verkinu, rétt eins og í sumum fyrri verka hennar. „Núna ákváðum við að kafa aðeins dýpra og komast að rót óttans og á sama tíma gera verk um skrímsli þar sem við erum að fjalla um uppruna skrímsla, hvernig þau verða til,“ segir Erna. Hún segir innblásturinn að miklu leyti koma úr raunveru- leikanum en einnig úr goðsögum, trúarbrögðum, þjóðsögum og kvik- myndum. Að sögn Ernu hefur verkið ekki neinn ákveðinn boðskap heldur sé hópurinn að sýna fegurðina í ljót- leikanum og ljótleikann í fegurðinni. „Skrímsli geta oft verið dulbúin og útlitið getur blekkt á báða vegu,“ segir Erna. Verkið er sýnt í Þjóðleikshúsinu og er um tvær sýningar að ræða, 20. maí kl. 19.00 og 21. maí kl. 20.00. Erna Ómarsdóttir er listrænn stjórnandi verksins og hún semur það og flytur með Valdimari Jó- hannssyni, Sigtryggi Berg Sigmars- syni, Ásgeiri Helga Magnússyni, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Sig- ríði Soffíu Níelsdóttur. Gabríela Friðriksdóttir er listrænn ráðgjafi, Karen María Jónsdóttir er drama- túrg. Sýningin er unnin í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Þjóð- leikhúsið með styrk frá mennta- málaráðuneytinu. Morgunblaðið/Sigurgeir S Dansleikhúsverk Frá æfingu á dansverkinu Við sáum skrímsli í Þjóðleikhúsinu. Verkið, sem sýnt verður föstudag og laugardag, er byggt á fjórum listformum, dansi, söng, tónlist og myndlist. Skrímsli geta oft verið dulbúin  Skrímsli í tilverunni af- hjúpuð á Lista- hátíð í Reykjavík Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Seltjarnar- neskirkju næstkomandi sunnudag kl. 17. Á efnisskránni er eingöngu tónlist eftir Mozart; Adagio og fúga fyrir strengjasveit, Píanókonsert nr. 18 í B-dúr og Sinfónía nr. 40 í g- moll. Einleikari á píanó er Elín Arnardóttir og stjórnandi Oliver Kentish. Þetta eru síðustu tón- leikar 21. starfsárs hljómsveit- arinnar. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Hljóðfæraleik- arar hljómsveitarinnar hafa flestir haft atvinnu af öðru, en hún er líka vettvangur nemenda og tónlistar- kennara. Hljómsveitina skipa að jafnaði 40-60 manns, en alls hafa meira en 130 manns leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Fjöldi þekktra, íslenskra einleikara og einsöngvara hefur komið fram með hljómsveitinni. Haldnir hafa verið 5-7 tónleikar á ári, en auk þess hefur hljómsveitin komið fram við ýmis tækifæri. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna spilar Mozart Morgunblaðið/Ómar Mozart Félagar í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á æfingu í Seltjarnar- neskirkju. Það verða tónleikar á sunnudag kl. 17.  Heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á sunnudag Á föstudag kl. 14:00 opna Katrín H. Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson sýningu í félagsheimilinu Þingborg, Flóahreppi. Þau sýna þar myndverk og klæði unnin með batiktækni, vax- teikningu, en þau hafa fengist við slíkt meira og minna í fjörutíu ár. Sýningin, er í boði Hátíðarnefndar Flóahrepps, en um helgina halda Flóamenn menningar og mann- lífshátíð sem þeir kalla Fjör í Flóa. Að sögn Katrínar dvaldi hún í sveit í Flóanum sem barn og þess sér stað í myndum hennar. Hún segir að sýn- ingin sé einkonar yfirlitssýning og á henni myndir frá síðustu áratugum, en einnig eru á henni myndir sem hún og Stefán hafa unnið á síðustu árum og þar á meðal nokkrar frá þessu ári sem eru í svipuðum stíl og eldri myndirnar. Eins og getið er verður sýningin opnuð á morgun 14:00 og stendur til 2. júní. Hátíð þeirra Flóamanna, Fjör í Flóa, stendur þó aðeins þessa einu helgi. Batikverk sýnd á Flóahátíð  Yfirlitssýning í félagsheimilinu Þingborg Vaxteikning Ein myndanna á sýn- ingu Katrínar og Stefáns. Það er vel við hæfi í hitanum að klæðast hvítu og hefur liturinn orðið fyrir valinu hjá mörgum 35 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.