Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 16
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Lögmaður hótelþernunnar, sem sak- ar Dominique Strauss-Kahn um að hafa beitt hana grófu kynferðisof- beldi, segir að hún hafi ekki þekkt hann þegar hann hafi ráðist á hana á hóteli í New York um helgina. Hann neitar því að ásökunin sé runnin und- an rifjum pólitískra andstæðinga Strauss-Kahn sem hefur sóst eftir því að verða forsetaefni sósíalista í kosningum í Frakklandi á næsta ári. Strauss-Kahn neitar sök og skoð- anakönnun bendir til þess að 57% Frakka telji að ásökunin sé liður í pólitísku samsæri gegn honum. Um 70% stuðningsmanna sósíalista sögðust vera þessarar skoðunar. Lögmaður hótelþernunnar sagði að hún hefði orðið fyrir mjög alvar- legu sálrænu áfalli vegna árásar- innar. Konan er 32 ára, flutti búferl- um til Bandaríkjanna frá Vestur-- Afríkuríkinu Gíneu fyrir sjö árum með dóttur sinni sem er nú fimmtán ára að aldri. „Hún hafði ekki hugmynd um hver þessi maður var þegar hún fór inn í hótelherbergið,“ sagði lögmaðurinn. „Sú tilhugsun að einhver skuli væna hana um að vera þátttakandi í ein- hvers konar samsæri er fáránleg.“ Hvattur til afsagnar Strauss-Kahn er undir stöðugu eftirliti varða í fangelsi á Rikers-eyju því óttast er að hann reyni að fyrir- fara sér. Hann verður leiddur fyrir dómara í New York á morgun. Franski heimspekingurinn Bern- ard-Henri Lévy, gamall vinur Strauss-Kahn, kom honum til varnar í gær og sagði að hann væri ekkert skrímsli. „Ekkert réttlætir hvernig þessum manni hefur verið kastað fyrir hundana,“ sagði hann. „Ég veit ekki … hvernig herbergisþerna gat farið ein inn í herbergi eins af þeim mönnum, sem mest er fylgst með á jörðinni, þvert gegn venjulegum starfsháttum í flestum stóru hótel- unum í New York sem sjá gestum fyrir að minnsta kosti tveggja manna hreingerningarliði.“ Fast er nú lagt að Strauss-Kahn að láta af störfum, að minnsta kosti tímabundið, sem forstjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á meðan málið er rannsakað. „Hann er augljóslega ekki í að- stöðu til að stjórna Alþjóðagjald- eyrissjóðnum,“ sagði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, í gær. Hann sagði að mikil- vægt væri að framkvæmdastjórn AGS skipaði nýjan forstjóra til bráðabirgða. bogi@mbl.is Neitar ásökun um pólitískt samsæri  57% Frakka telja Strauss-Kahn hafðan fyrir rangri sök Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Reuters AGS HEFUR VERIÐ UNDIR STJÓRN EVRÓPUMANNA Frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, var stofnaður hefur hann verið undir stjórn Evrópumanns. Stór þróunarlönd beita sér nú fyrir því að næsti forstjóri AGS komi frá einhverju þeirra til að endurspegla vaxandi efnahagsmátt þeirra 1950-59 1960-69 791970- 1980-89 1990-90 2000-09 Dominique Strauss- Kahn Frakklandi Nóv. 2007 – Camille Gutt Belgíu Maí 1946 – maí 1951 Ivar Rooth Svíþjóð Ágúst 1951 – okt. 1956 Per Jacobsson Svíþjóð Nóv. 1956 – maí 1963 Pierre-Paul Schweitzer Frakklandi Sept. 1963 – ágúst1973 H. Johannes Witteveen Hollandi Sept. 1973 – júní 1978 Jacques de Larosiere Frakklandi Júní 1978 – Jan. 1987 FORSTJÓRAR AGS —FRÁ ÞVÍ AÐ SJÓÐURINN VAR STOFNAÐUR ÁRIÐ 1945 24 manna framkvæmdaráð AGS velur forstjórann og hann þarf að fá atkvæði meirihluta ráðsins Michel Camdessus Frakklandi Jan. 1987 – Febr. 2000 Horst Köhler Þýskalandi Maí 2000 – mars 2004 Rodrigo de Rato Spáni Júní 2004 – okt. 2007 Stanley Fischer Sept. 1994 – ágúst 2001 FYRSTI AÐSTOÐAR- FORSTJÓRI John Lipsky Sept. 2006 – Anne O. Krueger Sept. 2001 – ágúst 2006 Venja er að Bandaríkjamaður gegni embættinu. Síðustu þrír: HUGSANLEGIR FRAMBJÓÐENDUR Í FORSTJÓRASTÖÐUNA Christine Lagarde – Frakklandi Frá júní 2007: Efnahags-, viðskipta- og iðnaðarráðherra Fyrri embætti: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra; ráðherra utanríkisviðskipta; yfirmaður lögmannastofunnar Baker & McKenzie Kemal Dervis – Tyrklandi Frá mars 2009: Yfirmaður efnahags- og þróunarsviðs Brookings-stofnunarinnar Fyrri embætti: efnahagsmálaráðherra í Tyrklandi; Yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna Agustin Carstens – Mexíkó Frá desember 2009: Seðlabankastjóri Mexíkó Fyrri embætti: Aðstoðarforstjóri AGS; aðstoðar- fjármálaráðherra Mexíkó; framkvæmdastjóri hjá AGS Tekist á um stólinn » Búist er við að stór þróunar- lönd, sem eru í mestum vexti, beiti sér fyrir því að næsti for- stjóri AGS komi frá Asíu eða Rómönsku Ameríku. » Kínverjar og Brasilíumenn segja að tímabært sé að segja skilið við þá hefð að forstjóri AGS komi frá Evrópu og for- stjóri Alþjóðabankans sé Bandaríkjamaður. Elísabet Bretadrottning lagði í gær blómsveig að minnismerki um 49.000 Íra sem börðust í breska hern- um í fyrri heimsstyrjöldinni á árunum 1914-1918. Eftir athöfnina ræddi hún við nokkra gamla hermenn í al- menningsgarði í Dyflinni ásamt Mary McAleese, for- seta Írlands, sem er hér með henni. Síðar um daginn fór drottning í Croke Park, íþróttaleikvang í Dyflinni þar sem breskir hermenn urðu fjórtán óbreyttum borg- urum að bana fyrir 91 ári í árás sem markaði tímamót í sjálfstæðisbaráttu Íra. Þetta er í fyrsta skipti sem breskur þjóðhöfðingi heimsækir Írland frá því að það fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1922. Reuters Bretadrottning minnist írskra hermanna NÆLONVÖÐLUR DAM NEOPREN- VÖÐLUR RON TOMPSON NEOPRENVÖÐLUR. RON THOMPSON HYDROWAVE ÖNDUNARVÖÐLUR OG SKÓR SCIERRA CC3 ÖNDUNAR- VÖÐLUR OG SKÓR MAD NEOPREN- VÖÐLUR Í FELULITUM VORTILBOÐ AÐEINS 6.995,- PAKKATILBOÐ AÐEINS 24.900,- VORTILBOÐ AÐEINS 13.995,- PAKKATILBOÐ AÐEINS 29.900,- VORTILBOÐ AÐEINS 11.995,- KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 9 TIL 16 Í leiðinni úr bænum VORTILBOÐ AÐEINS 16.995,- + OKUMA KASTVEIÐIPAKKI SCIERRA EMERGER FLUGUVEIÐIPAKKI REDINGTON CROSSWATER FLUGUVEIÐIPAKKI RON THOMPSON + OKUMA SAFANI KASTVEIÐIPAKKI 3 góðir hnífar, stál og skurðarbretti í tösku Þegar fiskur tekur gef- ur tökuvarinn frá sér hljóð og ljósmerki. AÐEINS 24.900,- AÐEINS 19.990,- AÐEINS 5.995,- AÐEINS 8.895,- TILBOÐSVERÐ 11.895,- VERÐ 16.990,- AÐEINS 1.695,- SILUNGAFLUGUR STRAUMFLUGUR SPÚNAR MAKRÍLL OG ORMARAÐEINS 220,- AÐEINS 290,- AÐEINS FRÁ 299,- Þu færð beituna í veiði- ferðina í Sportbúðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.