Morgunblaðið - 19.05.2011, Síða 4
4 19. maí 2011finnur.is
Það vill loða við kokkanasem standa við eldavélinaallan daginn að þykjamömmumatur góður.
Þeim finnst mörgum gott að láta
aðra elda ofan í sig í fríum sem er
skiljanlegt. „Ég er mikill matgæð-
ingur og miðað við marga kokka er
ég mjög dugleg að elda heima. Mér
finnst svo gaman að prófa eitthvað
nýtt,“ segir Hrefna. „Það er mis-
jafnt hvað ég elda og stundum tek
ég eitthvað eitt fram yfir annað um
tíma. Undanfarið hef ég grillað
mikið en ég fékk æði fyrir pylsu-
búðinni við Laugalæk. Ég held að
ég sé búin að prófa 70% af því sem
þar er í boði. Ég er virkilega
ánægð með þessa nýjung og finnst
frábært að fá svona alvörupylsur á
Íslandi,“ segir Hrefna. „Ég grilla
einnig mismunandi grænmeti og
ber fram með pylsunum, eins og
kúrbít og eggaldin. Fyrst legg ég
grænmetið í hvítlauksolíu og bragð-
bæti það með salti og pipar,“ segir
hún. „Ég hef boðið gestum grillaðar
pylsur með kartöflusalati og græn-
meti og það hefur verið mikil
ánægja með það.“
Barn á leiðinni
Hrefna segist gera öll innkaup á
nauðsynjavöru í lágverðsverslunum.
„Ég kaupi inn fyrir vikuna í ódýr-
um búðum en þegar mig vantar
eitthvað sérstakt fer ég í Melabúð-
ina, sem er hverfisverslunin mín.
Þar er afar góð þjónusta og vel tek-
ið á móti mér. Einnig hef ég farið í
litla bændaverslun á Hálsi í Kjós en
þar hef ég fengið mjög gott kjöt,“
segir Hrefna sem rekur Fiskmark-
aðinn og segist borða mikinn fisk í
vinnunni.
Það er margt að gerast í lífi
Hrefnu um þessar mundir. Hún á
von á barni nú í september og er að
opna nýjan veitingastað um næstu
mánaðamót, Grillmarkaðinn.
„Eldhúsið verður tæknivætt með
öflugu grilli. Þarna ætlum við að
leggja áherslu á íslenskt hráefni
beint frá bónda.“
elal@simnet.is
Hrefna Sætran meistarakokkur er dugleg að elda heima
Ánægð að fá nú al-
vöru pylsur á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Herfna Sætran fyrir utan Melabúðina þar sem hún kaupir gjarnan til heimilis
Hrefna Sætran hefur ólíkt mörgum öðrum kokkum
mikla ánægju af því að elda heima. Hún segist vera
dugleg að bjóða fólki í mat, nú hefur grillið verið tekið
fram og er óspart notað.
Fjarðarkaup
Gildir 19.-21. maí verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.398 998 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.098 1.498 kr. kg
Lúxus svínakótelettur úr kjötborði 1.498 1.898 1.498 kr. kg
KF íslenskt heiðarlamb............... 1.398 1.568 1.398 kr. kg
KF svínakótelettur ...................... 1.298 1.800 1.298 kr. kg
FK grill lambalærissneiðar .......... 1.745 2.245 1.745 kr. kg
Hamborgarar, 2x115 g m/brauði 396 480 396 kr. pk.
Fjallalambs frosið súpukjöt......... 566 629 566 kr. kg
Fk svínakótelettur m/beini krydd. 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Andabringur .............................. 2.924 4.498 2.924 kr. kg
Hagkaup
Gildir 19.-22. maí verð nú áður mælie. verð
Íslandsnaut ungnauta-ribeye ...... 2.924 3.898 2.924 kr. kg
Íslandsnaut ungnauta-entrecote . 2.924 3.898 2.924 kr. kg
Holta buffalóvængir, 800 g ......... 449 699 449 kr. stk.
Holta Bbq-vængir, 800 g ............ 449 699 449 kr. stk.
New Orleans BBQ grísarif ........... 1.275 1.598 1.275 kr. kg
Holta kryddl.kjúkl.lundir í western 1.959 2.798 1.959 kr. kg
Holta kjúkl.læri og leggir í texa-
skr............................................
664 949 664 kr. kg
Rifsberjalegin helgarsteik ........... 2.039 2.718 2.039 kr. kg
Beyglur m/kanil og rús./sesam... 89 149 89 kr. stk.
Amerískir kleinuhringir................ 129 179 129 kr. stk.
Kostur
Gildir 19.-22. maí verð nú áður mælie. verð
Grillborgari m/brauði, 4 stk. ....... 599 765 599 kr. stk.
Ítalskar grillpylsur, 5 stk.............. 319 398 319 kr. stk.
Goði hunangs grísakótelettur ...... 1.798 2.198 1.798 kr. kg
Lorenz Hot&Spicy snakk, 170 g .. 179 259 179 kr. stk.
BKI kaffi fairtrade, 400 g ............ 499 539 499 kr. stk.
BKI kaffi ökologisk, 400 g........... 499 539 499 kr. stk.
Great Value Corn Flakes, 510 g... 398 429 398 kr. stk.
Best Yet maískorn, 432 g............ 109 139 109 kr. stk.
Nettó
Gildir 19.-22. maí verð nú áður mælie. verð
Ferskt lambasnitsel í raspi .......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ferskt lamba ribeye ................... 2.999 3.998 2.999 kr. kg
Bautab.grísakóti. rauðvkrydd ...... 1.079 1.498 1.079 kr. kg
Okkar kjúklingabringur, 3 stk. ...... 1.998 1.998 1.998 kr. kg
Ferskt grísakótelettur.................. 998 2.049 998 kr. kg
Ferskt lambalærissneið., 1.fl. ...... 1.499 2.498 1.499 kr. kg
Ananas ferskur, kg ..................... 148 295 148 kr. kg
Pepsi 33 cl dós ......................... 65 75 65 kr. stk.
Pepsi Max 33 cl dós ................... 65 75 65 kr. stk.
Capri súkkulaðibitar, 200 g ........ 199 239 199 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 19.-22. maí verð nú áður mælie. verð
Ísfugl alifuglahakk frosið, 600 g .. 299 498 299 kr. stk.
Kjötborð/pakk. lambafile m/fitu . 2.519 3.498 2.519 kr. kg
Kjötborð/pakkað lambalæri ........ 998 1.395 998 kr. kg
Kjötborð/pakk lambafrhryggsn.... 1.399 1.749 1.399 kr. kg
Kjötborð/pakkað kindagúllas ...... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Melóna Cantal., kg Charanties .... 245 489 245 kr. kg
Coop bruður grófar, 300 g .......... 239 299 239 kr. pk.
Coop Egg Noodles, 250 g ........... 111 159 111 kr. pk.
Coop poppmaís, 500 g .............. 132 189 132 kr. pk.
Coop sardínur í olíu, 120 g ......... 180 225 180 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 19.-22. maí verð nú áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði ............... 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Lambahryggur úr kjötborði .......... 1.398 1.998 1.398 kr. kg
Lambakótelettur úr kjötborði....... 1.798 2.149 1.798 kr. kg
Korngrísahnakki úr kjötborði ....... 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Myllu skúffuk m/kókos og kremi.. 498 719 498 kr. pk.
Kjörís súperpinnar heim.pakkn.... 598 798 60 kr. stk.
Patak’s Tikk. Mas. Paste, 283 g .. 389 485 1.375 kr. kg
Skittles ávaxtahlaup, 195 g ........ 398 498 2.042 kr. kg
Maryland kexkökur, 150 g .......... 115 135 767 kr. kg
Findus lasagne, 375 g ............... 549 685 1.464 kr. kg
Helgartilboðin
Uppskrift
Hér nota ég annaðhvort sýrðan
rjóma eða mæjónes og svo er líka
hægt að blanda bara saman hvoru
tveggja. Mjög skemmtilegt að
grilla kartöflurnar áður en þær
fara út í dressinguna. Gefur sal-
atinu meiri fyllingu í bragði.
Grillað kartöflusalat
fyrir 4
12 soðnar kartöflur með hýðinu á
6 stk. grænn aspas
1 avocado (lárpera)
1 dós maísbaunir
4 rif hvítlaukur
1 dós sýrður rjómi
smásmjör
salt og pipar
Aðferð: Setjið sýrða rjómann í
skál, saxið hvítlaukinn smátt út í og
blandið saman við. Pakkið maís-
baununum í álpappír með smjör-
klípu. Grillið maísinn, soðnu kart-
öflurnar og aspasinn á grilli. Skerið
kartöflurnar niður í bita sem og
aspasinn og bætið út í sýrða
rjómann ásamt maísnum. Skerið
avocadoið í bita og bætið því einnig
út í. Kryddið með salti og pipar.
Tómat- og vatnsmel-
ónusalat með ristuðum
möndlum fyrir fjóra
Hérna skiptir miklu máli að hafa
melónuna kalda svo salatið sé sem
ferskast.
4 rauðir tómatar
½ vatnsmelóna
½ krukka fetaostur
2 msk. balsamedik
smágraslaukur
80 g heilar ristaðar möndlur
salt og pipar
Aðferð Skerið tómatana í bita sem
og vatnsmelónuna og setjið í skál.
Saxið graslaukinn fínt og bætið út í
ásamt fetaosti og balsamediki. Kæl-
ið í að minnsta kosti klukkustund.
Gott er, ef þið viljið undirbúa salatið
deginum áður, að láta það liggja í
sigti þar sem það kemur mikill safi
af melónunni og tómötunum.
Kryddið með saltið og pipar og
bætið svo ristuðum möndlum út í.
Smið ju veg i 76 Kópavog i S ími 414 1000 w w w.t eng i . i s
Ba ldur snes i 6 Akur ey r i S ími 414 1050 t eng i@ t eng i . i s
MORA Í 25 ÁR Á ÍSLANDI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15
MOra cEra sturtutækI MEð
öMMustöNg
42.900,-
kr.
Godkendelse