Morgunblaðið - 19.05.2011, Page 6
H
m
SunnudagsMogginnFréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað
23. janúar 2011
m
SunnudagsMogginnFréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað
13. mars 2011
Tengs
14
Fréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað
SunnudagsMogginn
m
9. janúar 2011
Áhrifarík reynslusaga Krumma og fjölskyldu
hans rakin í máli og myndum, en drengurinn
greindist með hvítblæði í ársbyrjun í fyrra.
Vatnasafnið er á Þingmannahöfða við Bók-
hlöðustíg í Stykkishólmi. Þar er að finna inn-
setningu eftir bandarísku listakonuna Roni
Horn, þar sem lagt er út frá orðum, veðri,
íslenskri náttúru, gleri og vatni.
Víðsýnt er af höfðanum út yfir Breiðafjörð.
Íslensk hús
Vatnasafnið
Alls 87 kaupsamningum vegna fasteigna-
viðskipta á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst
í sl. viku. Þar af voru 68 samningar um fjölbýli
og tólf vegna sérbýlis. Þá var 10 samningum
þinglýst á Suðurnesjum, sjö á Akureyri og
þremur fyrir ustan fjall. Tölur þessar vitna um
meira líf á markaði með fasteignir frá því sem
var, en sömu viku fyrir ári var aðeins 56
samningum þinglýst.
„Það er stígandi í markaðnum og upp-
söfnuð þörf fyrir viðskipti. Nú hendir meira
að segja stundum að nokkrir bítast um sömu
eignir sem hafa verið lengi á söluskrá,“ segir
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags lögg.
fasteignasala
Fjörið eykst í fasteignaviðskiptum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Margir bítast nú um
sömu eignirnar
„Ef allt gengur að óskum verður réttarfært í
haust,“ segir Esther Guðjónsdóttir bóndi í
Hrunamannahreppi. Stuðlaberg er, skv. hug-
mynd Estherar, uppistaðan í nýjum Hruna-
réttum skammt frá Flúðum en framkvæmdir
við byggingu þeirra standa nú yfir. Stuðla-
berg, fengið úr námu í næsta nágrenni, er í
ytri og innri hring – og stöpull með skugga-
varpi í miðjum almenningi kallast á við
merkta steina í réttunum sem þannig verða í
senn sólarúr, eyktamörk og áttaviti.
Nýjar Hrunaréttir í byggingu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stuðlabergið er
sólarúr og áttaviti
„Að undanförnu hafa þinglýstir samningar
hér á höfuðborgarsvæðinu verið allt að því
eitt hundrað í viku hverri og sú tala hefur
hækkað jafnt og þétt síðustu mánuði. Þetta
er allt að lifna. Hins vegar finnast mér sem
sumir sölumenn bókstaflega sofi á verðinum
og nýti ekki þau tækifæri sem til staðar eru.
Ég vildi því bjóða fólki
nýja leið og valkost – það
er að selja fasteignina á
skömmum tíma sem oftast
ætti að vera gerlegt eins
og landið liggur núna,“
segir Lárus Óskarsson,
sölumaður hjá Domus
Nova, sem starfar með
hópi reyndra löggiltra
fasteignasala hjá Domus-
Nova, hefur sinnt sölu
fasteigna síðustu árin.
Hann þekkir því hvernig landið liggur á
markaðnum og hver tækifærin þar eru. Í
krafti þess hefur hann uppi stór loforð, þó
einfalda hugmynd; það er að selja eignina
alltaf á sextíu dögum en taki ferlið lengri
tíma fæst 50% afsláttur af þóknun sem er að
jafnaði 2,95% af söluverði eignar.
Vönduð undirbúningsvinna
„Lykillinn að árangri að kerfi sem þessu er
vönduð og ítarleg undirbúningsvinna, mark-
viss markaðssetning og mikil eftirfylgni við
seljendur sem mögulega kaupendur,“ segir
Lárus. „Í sextíu daga kerfinu, sem ég kýs að
kalla svo, sér sölumaðurinn um allar fyr-
irspurnir hvort sem er í síma eða tölvupósti,
sinnir sýningum á eignunum auk þess að
halda reglulega opin hús. Þá er einnig öll eft-
irfylgni við kaupendur í höndum sölumanns-
ins. Allt þetta auk auglýsinga er fyrirfram
ákveðið til þess að seljandinn hafi góða yf-
irsýn yfir það hvernig ferlið fer fram og til
þess að tryggja hámarksárangur.“
Lárus segir algengt að fólki sem er með
eignir sínar í sölu finnist það oft ekki fá næg-
ar upplýsingar um hver staðan sé og hvort
eign þeirra muni seljast í bráð. Því leggi
hann mikið upp úr jöfnu og stöðugu streymi
upplýsinga til seljenda um stöðu mála frá ein-
um tíma til annars.
„Eigendum er því send vikuskýrsla yfir
hve margir flettu eigninni upp á netinu og
skoðuðu þar, spurðust fyrir eða skoðuðu. Þá
fylgja einnig umsagnir um eignina frá þeim
sem skoðuðu. Þessu er svo fylgt eftir með
tveimur stöðufundum með seljendum þar sem
farið er yfir þessar upplýsingar og framhaldið
ákveðið í samræmi við það. Lagt verður upp
með að hafa að hámarki sextán eignir í þessu
kerfi hverju sinni enda nauðsynlegt að hafa
þær ekki of margar til þess að geta sinnt mál-
um vel og gefið hverri eign alla þá þjónustu
sem hún þarfnast ef vel á að vera,“ segir Lár-
us sem kemur einnig til móts við kaupendur í
umræddu kerfi og veitir þeim afslátt af þing-
lýsingar- og stimpilgjöldum sem renna til
sýslumanns. Rauði þráðurinn í þessu er sá að
sölumenn fasteigna þurfa að sinna málum af
krafti svo salan gangi greitt fyrir sig og eins
og landið liggur núna – þegar markaðurinn er
mjög að taka við sér og efnahagslífið að
braggast – geta eignir í flestum tilvikum selst
á sextíu dögum eða þaðan af skemmri tíma.“
sbs@mbl.is
Markaðurinn að lifna, segir Lárus Óskarsson, sölumaður hjá DomusNova
Selja á skömmum tíma
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eignir hafa selst ágætlega að undanförnu og talsverð hreyfing er á söluskrám fasteignasalanna.
Þegar markaðurinn er mjög að
taka við sér og efnahagslífið að
braggast – geta eignir í flestum
tilvikum selst á sextíu dögum
Lárus
Óskarsson
Á söluskrám fasteignasala eru í dag á
bilinu 13 til 14 þúsund eignir og þá er
landið allt undir. Í einhverjum tilvikum
eru eignir skráðar hjá fleiri en einnig tölu
og því gefur heildartalan alls ekki rétta
mynd. Þá eru inni í summunni hús úti á
landi, sumarhús og fleira og að sam-
anlögðu eru eignir til sölu á Reykjavík-
ursvæðinu varla taldar fleiri en 3.000.
Telja þeir sem höndla með eignir því
nauðsynlegt að fá fleiri á skrá.
Þurfa fleiri eignir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
fasteignir