Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 13
19. maí 2011 13 fasteignir
Hátt í tutt-ugufulltrúarog starfs-
menn Stjórnlagaráðs
taka þátt í átakinu
Hjólað í vinnuna. Guð-
mundur Gunnarsson
fulltrúi er einn þeirra
og hann segist þessa
dagana hjóla í Stjórn-
lagaráðið frá heimili
sínu, samtals um 20
kílómetra. „Ég hjóla
nú ekki reglulega en
tek skorpur eftir veðri
og vindum. Fyrsta
hjólið fékk ég í ferm-
ingargjöf og ég hef átt
hjól allar götur síðan.
Núna er ég á Mon-
goose-hjóli sem hefur
fylgt mér í um þrjú ár.
Ég vinn þannig vinnu
að það er ágætt að geta
andað að sér fersku
lofti og koma pump-
unni aðeins í gang áður
en sest er á fund. Hjól-
ið er sett í geymslu yfir
vetrarmánuðina, þannig að ég get
varla talið mig alvöruhjólreiðamann.
Þetta er skemmtilegt sport yfir sum-
armánuðina. Guðmundur segir að að-
stæður til hjólreiða hér á landi hafi
tekið framförum á undanförnum ár-
um. „Það mætti samt sem áður gera
mun meira hvað þetta varðar. Annars
hef ég líka talsvert hjólað utan þétt-
býlis. Eitt árið hjólaði ég til dæmis
Laugaveginn og svo hef ég líka hjólað
Leggjabrjót. Hvort ég hjóla ein-
hverja lengri leið í sumar er óákveðið,
það fer eftir stráknum mínum hvort
eitthvað svoleiðis verður að veru-
leika.“
Hjálmur gott öryggistæki
„Nei, ég væri ekki sannleikanum
samkvæmur ef ég segðist alltaf vera
með hjálm. Hins vegar reyni ég að
vera oftast með hjálm, en var latur
við það hér á árum áður. Þegar ég
vann í Straumsvík var alltaf hjálmur
á höfðinu, enda slíkt skylda þar á bæ.
Öryggishjálmur er mikið örygg-
istæki, þannig að það er vissara að
hafa vaðið fyrir neðan sig og venja sig
á að setja á sig hjálm áður en farið er
út í umferðina.“
Mikið rætt um hjól
í Stjórnlagaráði
„Já já, það er helst á morgnana
þegar fólk hittist fyrir utan húsið á
hjólunum sínum. Þá er spjallað um
hjólreiðaferð morgunsins, veðrið og
fleira. Hjólreiðafólk spáir meira í
veðrið en þeir sem koma til dæmis
akandi til vinnu. Að sjálfsögðu finnur
maður fyrir svolitlum metnaði meðal
starfsfólks og fulltrúa Stjórnlagaráðs
í þessum efnum, en ég hef hins vegar
ekki hugmynd um hver er á flottasta
eða besta hjólið, enda aukaatriði.“
Rokið
„Það getur verið erfitt að hjóla á
móti vindinum, en að sama skapi
hressandi. Bensínið er orðið það dýrt,
þannig að þetta er fín leið til að spara
pening. Svo ég tali nú ekki um heils-
una, sem ekki verður metin til fjár.“
karlesp@simnet.is
Hann hjólar í
stjórnlagaráðið
Hátt í tuttugu fulltrúar og starfsmenn
Stjórnlagaráðs taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna.
Guðmundur Gunnarsson fulltrúi er einn þeirra og hann
segist þessa dagana hjóla í Stjórnlagaráðið frá heimili
sínu, samtals um 20 kílómetra.
„Stundum erftitt að hjóla á móti vindinum,“ segir Guð-
mundur, en finnst það að sama skapi hressandi.
Hjólreiðar
Eignarlóðir
undir sumarhús til sölu
Höfum til sölu eignarlóðir í landi Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi í
um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Landið er einkar hentugt til skógræktarog útivistar.
Lóðirnar eru frá 5.000 fm -11.600 fm og kosta frá 1.800.000 kr.
Rafmagn, vatn og sími er komið að lóðarmörkum.
Á vefsíðunni www.kilhraunlodir.is má finna frekari upplýsingar um
skipulag, verð og aðra þætti einnig í síma 824 3040
Festu þér þinn sælureit í dag
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 - Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
Gerið gæða- og verðsamanburð
12 mánaðavaxtalausargreiðslur
Sjá nánar verð og
ný tilboð á www.svefn.is
Úrval af stillanlegra heilsurúma
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is