Morgunblaðið - 19.05.2011, Page 18
atvinna Fimmtán ára byrjaði ég að vinna í þvottahúsi á Reykja-lundi. Lærði að pressa, setja í klór og þvo dúnsængursem kemur sér vel nú þegar maður heldur heimili.Þarna vann ég með yndislegum eldri konum sem ljúftvar að spjalla og spila við í kaffipásunum.
Steinunn Vala Sigfúsdóttir skartgripahönnuður.
Fyrsta starfið
Sett í klór
Það skapar trúverðugleika að auglýsa oftar
eftir stjórnarmönnum í fyrirtæki og þá vantar
ekki áhuga kvenna. Þetta kom fram í máli Liv-
ar Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra NOVA
og stjórnarmanns í Telio, á ráðstefnunni Virkj-
um karla og konur til athafna í sl. viku.
Á fundinum voru kynntar tölur frá Credit-
info þar sem kom fram að á Íslandi eru 60%
stjórna með bæði kyn í stjórn ef varamenn
eru meðtaldir en aðeins 14,5% ef varamenn
eru frátaldir. Alls 44% stjórna 300 stærstu
fyrirtækja landsins eru með bæði kyn í stjórn-
um sínum og 55% 100 stærstu fyrirtækjanna
á landinu.
Stjórnarkonum í fyrirtækjum fjölgar
Auglýst og áhuga
kvenna vantar ekki
Vinnuföt og Íslenska gámafélagið eru fyr-
irtæki ársins 2011 skv. könnun VR sem kann-
aði viðhorf félagsmanna jafnhliða SFR. Sam-
an kynntu félögin niðurstöður. Vinnuföt ehf.
fengu 4,94 í einkum og skoruðu hátt í þáttum
s.s. ánægju og stolti og trúverðugleika stjórn-
enda. „Hér starfar samheldinn hópur og allir
ganga í störf sem sinna þarf, hvort sem það
eru sölustörf eða uppvaskið. Útkoman er því
sú að fólki hér finnst gaman í vinnunni,“ segir
Örn Arnarson sölustjóri Vinnufata þar sem
starfa fimm til átta manns.
VR kynnir fyrirtæki ársins
Morgunblaðið/hag
Samheldinn hópur
og allir ganga í störf
Örn Arnarson, til hægri, og Stefán Einar Stef-
ánsson, formaður VR, með viðurkenninguna.
Auðvitað er þessi viðurkenning fyrstog fremst starfsfólksins. Hér gildirað fólk nálgast verkefni dagsins afauðmýkt og virðingu hvaða stöðu
sem það hefur innan stofnunarinnar. Við
reynum að finna jákvæðar lausnir á hlutunum
og þeim núningsmálum sem upp kunna að
koma. Það er mikilægt því vissulega erum við
hér í erfiðu starfsumhverfi og álagið er mikið.
Fyrir unga stofnun á mótunarskeiði er þetta
mikil viðurkenning,“ segir Ólafur Þór Hauks-
son sérstakur saksóknari.
Ánægðari hjá minni stofnunum
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er
samvinnuverkefni SFR stéttarfélags í al-
mannaþjónustu var kynnt sl. föstudag. Á vett-
vangi SFR varð embætti Sérstaks saksóknara
efst og fékk einkunnina 4,40, af 5 mögulegum.
Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal skoraði hæst í
flokki minni stofnana.
Starfsfólk á minni stofnunum er almennt
ánægðara en á þeim stærri. Staða starfs-
manna hefur einnig áhrif en þeir sem bera
ábyrgð og hafa mannaforráð eru ánægðari í
starfi en aðrir. Niðurstöður könnunarinnar
sýna sömuleiðis vaxandi óánægju með launa-
kjör og í ár eru 60% ósátt með það sem skilar
sér í umslagið um hver mánaðamót. Konur
eru ánægðar með sveigjanleika í vinnu en óá-
nægari en karlarnir með launin sem segja á
hinn bóginn oft ætlast til þess að þeir sinni yf-
irvinnu.
Samheldin í erfiðum verkefnum
„Í starfi okkar gengur hver að sínu vísu og
með líku lagi og gildir í einkafyrirtækjum
fylgjum við hér verkbókhaldi, þar sem við-
fangsefnin eru kortlögð, framvinda þeirra
skráð og staðan metin samkvæmt því. Að-
gerðir sem við förum í, svo sem húsleitir og
yfirheyrslur sem mikil fjölmiðlaathygli fylgir
reyna á starfsfólk okkar og eru streituvald-
andi. Hins vegar þekkjum við að í erfiðum
verkefnum myndast oft samheldni meðal fólks
og sú er raunin hjá okkur,“ segir Ólafur – sem
bætir við að hjá embætti sínu gildi sá góði sið-
ur að bjóða brauð og álegg með kaffinu á
föstudagsmorgnum og þegar starfsfólk komi
frá útlöndum sé nánast skylda að koma með
sælgæti úr Fríhöfninni. Svona smáatriði hafi
mikið að segja fyrir starfsandann.
Í flokki stærri stofnana var embætti Rík-
isskattstjóra í öðru sæti en þess ber að geta
að á undanförnum árum hafa stofnanir skatta-
kerfisins í könnunum mælst starfsmannavæn-
ir vinnustaðir. Í flokki minni vinnustaða komu
Norðurlandsskógar á eftir Sýslumanninum í
Vík og Blindrabókasafn Íslands í 3. sæti.
Metnaðurinn er miklu meiri
„Viðhorf opinberra starfsmanna eru nú
könnuð í fimmta sinn og almennt hafa kann-
anirnar á þessum tíma skilað því að metnaður
stjórnenda ríkisstofnana í mannauðsmálum er
miklu meiri en áður var. Sumar stofnanir, eins
og til dæmis Ríkisskattstjóri, leggja mikið
upp úr því að gera vel við sitt fólk en annars
staðar er minna í þetta lagt. Maður finnur
augljóslega að kannanirnar hafa áhrif í um-
ræðunni og með niðurstöðum er fylgst,“ segir
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. Könn-
unin í ár náði til alls19 þúsund ríkisstarfs-
manna og í það heila talið 44 þúsund manns sé
almenni vinnumarkaðurinn talinn með. Auk
ríkisstarfsmanna innan vébanda SFR tóku fé-
lagar í BHM og ýmsum félögum BRSB einnig
þátt og ætti könnunin að gefa góða mynd af
því hvernig landið liggur.
sbs@mbl.is
Sérstakur saksóknari og Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal bestu vinnustaðir ríkisins
Finnum jákvæðar lausnir
Ljósmynd/hag
„Fyrir unga stofnun er þetta mikil viðurkenning,“ segir Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Fulltrúa Blindabókasafns, Norðurlandsskóga og Sýslumannsins í Vík á
mynd, ásamt Árna Stefáni Jónssyni, formanni SFR.
Aðgerðir, sem við
förum í, eru
streituvaldandi.
Hins vegar þekkj-
um við að í erf-
iðum verkefnum
myndast oft sam-
heldni meðal fólks
Hrein eign lífeyrissjóðanna í landinu
nálgast nú 2.000 milljarða króna,
skv. samantekt Seðlabanka Íslands.
Í lok mars áttu sjóðirnir alls 1.965
milljarða króna og juku í þeim mán-
uði við eign sína 16,2 milljörðum kr.
eða 0,8%. Innlend eign verðbréfa
hækkaði í mars um 19 milljarða
króna og nam rúmlega 1.393 millj-
örðum í lok mánaðarins. Erlend
verðbréfaeign nam um 483 millj-
örðum króna í marslok og lækkaði
um fjóra milljarða milli mánaða.
Sjóður og bankainnstæður jukust
um rúma 1,5 milljarða króna á milli
mánaða.
Í nýrri grein sem birt er á vefsetri
Seðlabankans segir að Hrunið og
gjaldeyrishöftin hafi breytt stöðu líf-
eyrissjóðanna sem nú bindi fé sitt
einkum og helst í ríkistryggðum
eignum eins og verðbréfum, íbúða-
bréfum og með innlánum. Þegar
best lét hafi sjóðirnir átt um 30% af
eignum sínum erlendis en nú sé hlut-
fallið komið í um fjórðung sem sé
svipað og var um aldamótin.
„Þrátt fyrir það sem á undan er
gengið er staða sjóðanna ennþá
sterk þar sem eignir þeirra eru mikl-
ar. Í lok árs 2009 námu eignir lífeyr-
issjóða um 112% af vergri lands-
framleiðslu sem telst mjög hátt í
alþjóðlegum samanburði. Þetta seg-
ir þó ekki til um það hvernig lífeyr-
issjóðirnir eru í stakk búnir til að
takast á við framtíðarskuldbind-
ingar,“ segir Seðlabankinn.
Miklar eignir og
staðan er sterk
Morgunblaðið/Ernir
Lífeyrissjóðirnir eru ein styrkasta stoðin í fjármálakerfi landsins og fjárhagsleg trygging þegar aðstæður breytast.