Morgunblaðið - 19.05.2011, Síða 22
Porsche 911 Speedster er einn athyglisverðasti bíllinn á
sýningunni Allt á hjólum í Fífunni í Kópavogi um
helgina. Bílabúð Benna flytur bílinn sérstaklega inn
vegna sýningarinnar. Þetta er eitt af 356 eintökum
sem framleidd eru. Porsche framleiðir bílinn til að
heiðra Porsche 356 sem var fyrsti framleiðslubíll
fyrirtækisins.
Allt á hjólum í Fífunni
Porsche frá Benna
Menn nota auðæfi sín misjafnlega og rapp-
arinn Birdman fetar þar ekki í fótspor annarra.
Sá hefur fest peningana í frumgerð glæsibíls
frá þýska lúxusbílaframleiðandanum May-
bach. Og þar er engin skiptimynt á ferðinni,
heldur átta milljónir dollara sem skiptu um
hendur.
Birdman, sem heitir réttu nafni Bryan Willi-
ams, lýsti löngun sinni til að eignast bílinn á
tístsíðu sinni, Twitter. Um er að ræða Maybach
Exelero sem m.a. er búinn 12 strokka v-vél.
Nokkrum dögum seinna stóð bíllinn fyrir utan
bílskúr hans.
Bíllinn er ekki splunkunýr, heldur var hann
frumsýndur á Tempodrom-brautinni í Berlín
árið 2005. Og hann hefur verið falur allar götur
síðan; Maybach fann aldrei kaupanda að hon-
um. Ekki fyrr en nú.
Þetta er tveggja dyra og sæta bíl sem
byggður er á Maybach 57-límósínunni og við
hönnunina gætir áhrifa frá sportbíl fyrirtæk-
isins frá því á fjórða áratug fyrri aldar. Bíllinn er
óneitanlega afar rennilegur, en hann var smíð-
aður upphaflega til dekkjaprófunar og til kynn-
ingarstarfa. Í vélarhúsinu er að finna V12-vél
sem kemur hinu 2,6 tonna flykki úr kyrrstöðu í
100 km/klst hraða á 4,4 sekúndum, en há-
markshraði bílsins er 350 km/klst.
agas@mbl.is
Rappari eignast glæsibíl
Keypti bíl fyrir átta
milljónir dollara
Þýski bílsmiðurinn BMW hefur hafið sölu á
vara- og íhlutum beint til bíleigenda á upp-
boðsvefnum Ebay. Mun þetta vera í fyrsta
sinn sem bílaframleiðandi fer þessa leið til
móts við neytendur.
BMW segist vilja með þessu mæta vaxandi
eftirspurn á netinu eftir upprunalegum vara-
hlutum. Vara- og íhlutir séu meðal vinsælustu
leitarflokka á Ebay og vefinn noti 96 milljónir
manna að staðaldri um heim allan. Tals-
maður Ebay í Bretlandi segir að í hverjum
mánuði eigi sér stað 600 þúsund leitar-
aðgerðir að BMW á uppboðs- og söluvefnum.
agas@mbl.is
BMW selur varahluti á Ebay
Mæta eftirspurn
í varahlutaleitinni
Eina ferðina enn þykja dagar sænskubílsmiðjunnar Saab vera taldir, núsíðast eftir að samkomulag um inn-spýtingu fjár í reksturinn frá kín-
versku bílafyrirtæki, Hawtai, rann út í sandinn.
Ár er frá því hollenski sportbílaframleiðandinn
Spyker, sem glímt hefur við fjárhagsvanda árum
saman, keypti Saab og „bjargaði“ fyrirtækinu frá
yfirvofandi lokun. Engin starfsemi hefur átt sér
stað í bílsmiðjunni í Trollhätten í Svíþjóð und-
anfarnar vikur. Saab skulda birgjum að minnsta
kosti 100 milljónir evra en vegna ógreiddra
reikninga hættu sumir þeirra í mars sl. að senda
íhluti til framleiðslunnar í Svíþjóð.
„Þeir gætu fengið Saab lýst gjaldþrota í dag
en myndu ekkert hafa upp úr því. Þeir lifa í von-
inni um að kraftaverk gerist,“ segir Lars Holm-
qvist, forstjóri Evrópusamtaka bílíhlutasmiðja
(EAAS), og bætti við að Saab hefði ekki peninga
fyrir launum starfsfólks öllu lengur. „Við erum
einungis að tala um nokkra daga,“ bætti hann við
Framtíð Saab virtist tryggð er Spyker til-
kynnti í byrjun maí, að Hawtai ætlaði að leggja
150 milljónir í fyrirtækið í stað þriðjungs hluta-
fjár í því. Þeir samningar urðu að engu eftir að
Hawtai mistókst að afla sér tilskilinna heimilda.
Vegna þessa beinist athyglin að yfirmanni
Spykers, Victor Muller. „Muller getur ekki
bjargað Saab,“ hljóðaði fyrirsögn dagblaðsins
Dagens Nyheter (DN) og greinin var í samræmi
við það. Dregin var upp dökk mynd af Muller.
Þar sagði að hinn ofurkappsami eigandi væri
þekktur fyrir persónutöfra og sannfæringarkraft
en afrekaskráin væri þyrnum stráð. Fallin fyr-
irtæki, sektir fyrir fjármálaóreiðu og villandi
upplýsingagjöf til kauphallar væri þar á meðal.
Og Spyker, sem þar til nýlega sérsmíðaði sport-
bíla, hefur aldrei skilað hagnaði. „Hann er tví-
mælalaust ekki traustur kaupsýslumaður,“ segir
Holmqvist.
Ríkið bjargar ekki
Þegar Spyker keypti Saab af General Motors í
febrúar í fyrra fyrir 400 milljónir dollara þótti
sem Muller hefði skorið fyrirtækið úr snörunni í
andarslitrum þess. „Veitið okkur tækifæri. Og
gangi það ekki upp munum við loka sjoppunni,“
sagði háttsettur starfsmaður Saab snemma árs í
fyrra. Saab hafði ekki skilað hagnaði í þau 20 ár
sem GM átti það. Og takmark Mullers um sölu á
50 þúsund bílum í fyrra gengu ekki eftir. Saab
seldi aðeins rétt ríflega 30 þúsund bíla. Í ár var
markmiðið 80 þúsund bílar en Spyker hefur þeg-
ar játað að útilokað sé að það gangi eftir.
Það bætti svo á erfiðleikana, að sænska stjórn-
in tilkynnti í síðustu viku, að þaðan fengjust eng-
ir fjármunir til að bjarga Saab. Óþarft væri fyrir
hið gamalgróna tákn ágætis sænsks iðnaðar að
freista þess bónvegar.
agas@mbl.is
Aftur virðist sænski bílaframleiðandinn Saab á síðasta snúningi
Reuters
Bílsmiðja Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Nú er hún Snorrabúð vera stekkur og lítil von um viðreisn.
Beðið eftir kraftaverkinu
Volkswagen-bjalla, sem fræg er
fyrir að hafa komist í eigu leik-
arans Pauls Newmans, er föl, en
ekki fyrir lítið fé. Þeir sem áhuga
kunna hafa á Pöddunni, eins og
Newman kallaði bílinn jafnan,
þurfa að reiða fram að minnsta
kosti fjórðung milljónar dollara,
sem gerir alls 28 milljónir króna.
Newman keypti bjölluna rauðu,
sem er af árgerðinni 1963, beint
úr kassanum og birtist á henni í
ýmsum auglýsingum. Fékk hann
síðar kappakstursbílasmiðinn
Jerry Eisert til að breyta henni. Sá
setti í hana öfluga Ford Windsor-
vél og fimm hraða ZF-skiptingu
og nýja fjöðrun til að auka stöðugleika bílsins á mikilli ferð.
Um síðir gaf Newman blæjubjölluna bíladeild iðnskóla í Alta Loma í Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Er yfirmaður hennar til margra ára fór á eftirlaun fékk hann bílinn að
gjöf. Sá breytti honum enn frekar og hugðist sýna Newman gripinn að því loknu en
leikarinn féll frá í millitíðinni. agas@mbl.is
Bíll stórleikara fæst fyrir 28 milljónir króna
Heimsfræg padda er til sölu
Paddan er óneitanlega ansi glæsilegur bíll.
bílar