Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að aflétta kvöðum sem þinglýstar voru á sláturhúsið á Breiðdalsvík þegar það var úrelt 2003. Eigendur hússins hyggjast hefja þar slátrun á ný. Þeim er ekki gert að endurgreiða 18 milljóna kr. styrk sem þeir fengu úr ríkissjóði til úreldingarinnar. Öðr- um sláturleyfishöfum sem úreltu á sama tíma stendur þetta til boða. Gert var átak til að fækka sauð- fjársláturhúsum á árunum 2003 og 2004. Sláturleyfishafar voru í vand- ræðum vegna samkeppni á kjöt- markaðnum og sláturkostnaður þótti of hár. Sumir áttu erfitt með að gera upp við bændur og Byggðastofnun varð að ábyrgjast afurðalán. Opinber nefnd lagði til að sláturleyfishöfum yrði boðið að úrelda sláturhús og að til þess yrði varið 170 milljónum á ár- unum 2003 og 2004. Ríkisstjórnin samþykkti það og fækkaði sláturhús- unum allmikið. Þinglýst var ótímabundinni kvöð á sláturhúsin um að þau mætti ekki nota til slátrunar. Sláturfélag Austurlands hefur hug á að hefja slátrun í sláturhúsinu á Breiðdalsvík og óskaði eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið að kvöðinni yrði aflétt. Það samþykkti ráðuneytið í gær við lítinn fögnuð samtaka sláturleyfishafa og sauðfjárbænda. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í ráðuneytinu, segir að ráð- herra telji að markmið úreldingar- innar hafi náðst og því hafi verið ákveðið að fella samninginn úr gildi. Jafnframt hafi öðrum eigendum gömlu sláturhúsanna verið gefinn kostur á að sækja um aflýsingu þess- arar kvaðar, til að gæta jafnræðis. „Við teljum þetta arfavitlaust ráðslag,“ segir Sigurður Jó- hannesson, formaður Lands- samtaka sláturleyfishafa. Hann segir að með því að afhenda fyrri eigendum sláturhúsin að nýju, án þess að krefjast endur- greiðslu á úreldingar- styrkjum ásamt vöxtum, sé verið að raska sam- keppni á kjötmarkaðnum. Þá óttist sláturleyfishafar að einnig verði gerðar minni heilbrigðiskröfur í þessum húsum. Kvöðum aflétt án endurgreiðslu  Ráðherra heimilar að úrelt sláturhús séu opnuð á ný Morgunblaðið/Rax Leitir Verkefni hjá þeim sláturhúsum sem fyrir eru minnka ef ný hús taka til starfa. Skiptar skoðanir eru um málið. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Hvorugt stjórnarfrumvarpanna um breytt fyrirkomulag fiskveiðistjórn- unar var tekið fyrir á Alþingi í gær, en reiknað hafði verið með því að „minna“ frumvarpið yrði á dagskrá. Í því eru meðal annars gerðar ráð- stafanir sem hafa áhrif á strandveið- ar í sumar. Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, segir vonir sínar hafa staðið til þess að það frumvarp yrði afgreitt sem fyrst, en engir þingfundir verða í næstu viku. „Þó að minn vilji sé sá að þetta komi sem allra fyrst til fram- kvæmda, þá er það þingið sem ræður þeim hraða,“ segir hann. Frumvörpin hafa verið gagnrýnd víða, til að mynda af hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi og sjómönnum. Einna hörðust er þó gagnrýnin sem fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneyt- isins setur fram í umsögn sinni um frumvörpin tvö. Gagnrýni fjárlagaskrifstofu Fjárlagaskrifstofan finnur meðal annars að fyrirhugaðri dreifingu tekna af veiðigjaldi á byggðir og landshluta og veltir því upp að hugs- anlega sé brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Jón vísar í sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og segir það markmiðið að treysta atvinnu og byggð í landinu. „Þetta er pólitísk stefnumörkun til að treysta enn frekar stöðu sjávarbyggðanna. Núverandi kvótakerfi hefur einmitt verið gagnrýnt fyrir hversu harka- lega það veikir ýmsar sjávarbyggðir, hvort sem það er með réttu eða röngu,“ segir Jón. Hvað hagræn áhrif fyrirliggjandi frumvarpa áhrærir skipaði ráðherra sem kunnugt er sérfræðingahóp til þess að fara yfir þá hlið málsins. Jón segist ekki vita annað en að hópurinn skili af sér á tilsettum tíma, í byrjun júní. Spurður um viðbrögðin fari svo að niðurstöður hópsins verði nei- kvæðar segir Jón mikilvægt að vega hinar mörgu hliðar málsins saman. „Þessi hópur er skipaður til þess að fara yfir þessi mál og verða niður- stöður hans að sjálfsögðu skoðaðar.“ Pólitísk ákvörðun að treysta sjávarbyggðir  Ráðherra hefði viljað afgreiða minna frumvarpið sem fyrst „Þetta er pólitísk stefnumörkun til að treysta enn frekar stöðu sjávarbyggðanna.“ Jón Bjarnason „Við teljum að hag sauð- fjárbænda sé betur borgið með því að sláturhúsin séu frekar færri en fleiri,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. „Með því að auka hagræðingu og lækka sláturkostnað skapast svigrúm til að borga bændum betur fyrir afurðirnar. Við telj- um að sláturhúsin séu nógu mörg og óskynsamlegt að fjölga þeim,“ segir hann en bætir því við að ekki sé við því að búast að mörg af gömlu slát- urhúsunum opni á ný vegna heil- brigðiskrafna sem gerðar eru. Nógu mörg sláturhús SAMTÖK SAUÐFJÁRBÆNDA Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl. 12.00, í Bæjarþingsalnum á skrifstofum Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Akranesi, 3. maí 2011 Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þrír fulltrúar VG á Alþingi hafa nú með afgerandi hætti vegið að þessum grundvallarmannréttindum, lýðræði og rétti kjósenda. Slík framkoma leið- ir til þjóðfélagslegrar upplausnar og vantrúar á möguleika lýðræðis og aft- urhvarfs til andlýðræðislegra stjórn- arhátta. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafnar slíkri öfugþróun og snýst gegn henni af fullum krafti.“ Svo hljóðar inngangur tillögu sem bæjarmálaráð VG í Hafnarfirði vill að flokksráðsfundur VG, sem var settur í gær, samþykki. Undir hana skrifa Birna Ólafsdóttir, Gestur Svavarsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhanna Marín Jónsdóttir, Jóhannes Ágústs- son og Sigurbergur Árnason. Þarf vart að taka fram að tilefnið er brott- hvarf Ásmundar Einars Daðasonar, Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki VG. Telur ráðið málið kalla á breytingu á stjórnarskrá: „Flokksráðsfundur VG … skorar á stjórnlagaráð að taka til endurskoð- unar þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem tryggja alþingis- og sveitar- stjórnarmönnum setu á Alþingi og í sveitarstjórnum án tillits til þess hvort þeir fylgi stefnu þeirra fram- boða sem standa á bak við þá.“ Á rætur í „sannfæringarnauð“ Bæjarmálaráðið heldur áfram: „Kjörnir fulltrúar þessir, ef fulltrúa skyldi kalla, nema ef til vill fulltrúa eigin sannfæringar, geta einnig að eigin vilja snúist gegn þeim flokks- framboðum sem borið hafa þá á hönd- um sér í sæti alþingis- eða sveitar- stjórnarmanns… Með því að kjörnir alþingis- og sveitarstjórnarmenn, í sannfæringarnauð sinni, snúi þetta verkfæri úr höndum flokkanna í beinni andstöðu við vilja þeirra og beiti því gegn þeim, beina þeir spjót- um sínum gegn grundvallar- mannréttindum lýðræðisþjóðfélags,“ segir ráðið sem lagði einnig fram til- lögu að ályktuninni VG harmar hegð- un þremenninganna. Segir þar m.a.: „Við berum því þá einlægu von í brjósti að flokksfélagar okkar þrír sem sæti eiga á Alþingi og brugðist hafa svo herfilega lýðræðislegum leikreglum flokksins sýni auðmýkt, snúi af villu síns vegar, og fylki sér í raðir lýðræðissinna. Lýðræðissinna sem ávallt hljóta að hlíta lýðræðislega teknum ákvörðun- um stofnana flokksins, jafnvel þótt þær gangi gegn persónulegri sann- færingu þeirra um stundarsakir í ein- staka málum – en hverfa af vettvangi að öðrum kosti.“ Í annarri tillögu þess að ályktun, Einarður stuðningur flokksráðs VG við ríkisstjórn vinstriflokkanna, sagði m.a.. „Flokksráðsfundurinn minnir þingmenn, ráðherra sem og aðra kjörna fulltrúa VG á þá ófrávíkjan- legu lýðræðisskyldu þeirra að fylgja í hvívetna stefnu flokksins … Sam- skipti flokksmanna VG skulu ein- kennast af gagnkvæmri virðingu, ást og kærleika …“ Úrsagnir kalli á breytingar á stjórnarskrá  Hvassar tillögur frá VG í Hafnarfirði „Það hefur orðið mikill eigna- bruni, ekki samt hjá venjulegu fólki,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og form. VG, í ávarpi á fund- inum, skv. heim- ildum blaðsins. Hann gaf kost á stuttu viðtali í gærkvöldi og sagð- ist þá hafa rætt jákvæð teikn í efnahagsmálum í ávarpi sínu. „Ég held að við ættum að láta það eftir okkur að gleðjast yfir bata- merkjunum sem við sjáum,“ sagði Steingrímur og bætti því við að flokksmenn væru einhuga í stuðningi við stjórnina. „Eignabruni“ FAGNA BERI BATAMERKJUM Steingrímur J. Sigfússon Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.