Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Samkvæmt rannsóknarskýrslu sem
kemur út í dag um samanburð á nor-
rænum háskólastofnunum er ljóst að
Íslendingar mega vel við una í þeim
efnum. Þrátt fyrir smæð íslenskra
háskólastofnana á norrænan mæli-
kvarða koma þær vel út úr sam-
anburði við háskólastofnanir á hinum
Norðurlöndunum, það er í Dan-
mörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
Sérstaklega á það við um Landspít-
alann sem stendur, samkvæmt
skýrslunni, öllum öðrum háskóla-
sjúkrahúsum á Norðurlöndum, sem
skýrslan tekur til, framar hvað varð-
ar birtingar á rannsóknarnið-
urstöðum og hversu mikið er vitnað
til þeirra.
Skýrslan er gefin út af Rannsókn-
arráði Norðurlanda (NordForsk)
meðal annars í samstarfi við Rann-
sóknamiðstöð Íslands (Rannís) og
nær til samtals 63 háskólastofnana á
Norðurlöndunum, þar af 40 háskóla
og 23 háskólasjúkrahúsa. Á Íslandi
var horft til þriggja háskólastofnana;
Háskóla Íslands, Háskólans í
Reykjavík og Háskólans á Akureyri
auk Landspítalans.
Aðferðafræðin sem lögð var til
grundvallar samanburðinum byggist
á fjölda birtra rannsóknarnið-
urstaðna og ennfremur hversu mikið
aðrir fræðimenn hafi vitnað til þeirra
í sínum eigin verkum. Miðað var við
fræðasvið önnur en félagsvísindi og
hugvísindi að sálfræði undanskilinni.
Við val á háskólastofnunum sem
bornar voru saman var horft til
þeirra stofnana sem skoruðu hæst á
þeim mælikvarða á árunum 2005-
2009. Þó var gerð undantekning í
þeim efnum í tilfelli Íslands þar sem
miðað var við lægra skor einkum
vegna þess að hérlendar há-
skólastofnanir eru almennt töluvert
minni en helstu háskólastofnanir á
hinum Norðurlöndunum.
Landspítalinn
með forystu
Í skýrslunni segir að Landspít-
alinn hafi hæst hlutfall tilvitnana af
þeim háskólasjúkrahúsum sem
skýrslan taki til. Það sé ekki í sam-
ræmi við dæmigerða frammistöðu
minni háskólastofnana þar sem heild-
arframmistaðan í rannsóknum bygg-
ist yfirleitt einkum á fáum rann-
sóknum sem mjög mikið sé vitnað til.
Í tilfelli Landspítalans sé hins vegar
um að ræða umtalsvert margar birt-
ar rannsóknir sem mikið sé vitnað til.
Á það við um bæði tímabilin sem
skoðuð eru, 2000-2004 og 2005-2009.
Þá kemur einnig fram að veruleg
aukning hafi einnig orðið í birtingu
rannsóknarniðurstaðna á vegum Há-
skóla Íslands á milli þessara tveggja
tímabila. Hins vegar hafi reynst erf-
iðara að meta frammistöðu Háskól-
ans í Reykjavík og Háskólans á Ak-
ureyri þar sem fjöldi birtra
rannsókna og tilvitnana í þær hafi
verið of lítill. Ástæðan fyrir því mun
einkum vera sú að við vinnslu skýrsl-
unnar hafi ekki verið tiltækar nægi-
lega nýjar upplýsingar um þessa
skóla samkvæmt upplýsingum frá
Rannís.
Aukningin mest
á Íslandi
Fram kemur í skýrslunni að þegar
Norðurlöndin fimm eru borin saman
komi í ljós að flestar rannsóknarnið-
urstöður séu birtar af sænskum há-
skólastofnunum eða um 42,5% af
heildarfjöldra birtra niðurstaðna á
tímabilinu 2005-2009. Næst á eftir
komi Danmörk með 22,3% hlutdeild
og Finnland með 19,8% af heild-
arfjöldanum. Noregur sé hins vegar
með 14,4% hlutdeild og Ísland með
langminnsta eða 0,9%. Samtals sé
hlutdeild norrænu háskólastofn-
ananna sem teknar séu til skoðunar í
skýrslunni 2,3% af heildarfjölda
birtra rannsóknaniðurstaðna í heim-
inum á umræddu tímabili 2005-2009.
Hins vegar kemur fram að birtum
rannsóknaniðurstöðum hjá há-
skólastofnunum í Svíþjóð og Finn-
landi hafi lítið fjölgað en á sama tíma
hafi orðið umtalsverð fjölgun í Nor-
egi og á Íslandi. Fram kemur í
skýrslunni að aukningin í þeim efn-
um hafi verið mest hér á landi á milli
þeirra tveggja tímabila sem skoðuð
eru. Þannig hafi aukningin verið um
49% og mun meiri en hjá hinum
Norðurlöndunum.
Næst á eftir Íslandi
kemur Noregur
með 35%, þá Dan-
mörk með 13% og
síðan Finnland
með 6%. Svíþjóð
rekur síðan lestina
þar sem 4% fjölgun
varð á birtum
rannsóknanið-
urstöðum á
milli tímabil-
anna 2000-
2004 og
2005-2009.
Komum vel út í samanburði
á norrænum háskólum
Vísindastarf Landspítalans öflugt í samanburði norrænna háskólasjúkrahúsa
Morgunblaðið/Júlíus
Vísindi Mikið og öflugt vísindastarf er unnið á vegum Landspítalans.
„Þetta endurspeglar að vissu leyti
þróunina í háskólunum. Ísland hef-
ur alltaf verið talið búa við góðan
vísindagrunn. Hann hefur kannski
ekki verið stór en hann er góður,“
segir Þorvaldur Finnbjörnsson,
sviðstjóri greiningarsviðs hjá
Rannís. Hann segir að til að mynda
megi benda á jarðfræði sem dæmi
um svið þar sem íslenskir vís-
indamenn hafi haft sterka stöðu
og í raun verið á meðal þeirra
fremstu.
Þorvaldur segir að aðferða-
fræðin sem notuð sé við gerð
skýrslu NordForsk hafi
verið að ryðja sér
talsvert til rúms
þegar reynt er að
leggja mat á ár-
angur af vísinda-
starfi og áhrif þess á vísindaþróun
og sé sennilega besta aðferðin til
þess sem notuð sé í dag í þeim
efnum. Þar sé litið til þess að birt-
ing rannsóknaniðurstaðna segi
meðal annars til um virkni rann-
sókna og það hversu oft sé vitnað
til þeirra sé vísbending um gæði
þeirra.
Þorsteinn segir ánægjulegt að
sjá hversu vel einkum Landspít-
alinn og Háskóli Íslands komi út úr
samanburðinum. „Ég hefði hins
vegar gjarnan viljað að nýrri tölur
hefðu til að mynda legið fyrir varð-
andi Háskólann í Reykjavík enda er
þar heilmikil gróska.“ Hann segir
þó ljóst að rannsóknahópurinn
sem unnið hafi skýrsluna nú muni
starfa áfram og vafalítið taka
þessi mál aftur til skoðunar.
Gæði og virkni rannsókna
ÞORVALDUR FINNBJÖRNSSON, SVIÐSSTJÓRI HJÁ RANNÍS
Þorvaldur
Finnbjörnsson
Útgáfa á völdum norrænum Háskólastofnunum
Tímabil Tímabil Hlutfall af heildarútgáfu Aukning
2000-2004 2005-2009 í heiminum 2005-2009
Danmörk 22.915 25.973 0,52% 13%
Finnland 21.811 23.135 0,46% 6%
Ísland 721 1.075 0,02% 49%
Noregur 12.485 16.844 0,33% 35%
Svíþjóð 47.766 49.548 0,98% 4%
Samtals 105.699 116.575 0,95% 10%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við höfum verið veðurtepptir í
Höfn í nokkra daga en reiknum
með að ljúka ferðinni í júlílok eða í
ágústbyrjun. Við höfum róið lengra
að meðaltali á hverjum degi en við
áætluðum áður en við ýttum úr vör.
Við reiknuðum með að okkur tækist
að róa um 20 km á dag. Okkur telst
hins vegar til að þetta sé um 31 km
á dag. Þá á ég við dagana þegar
okkur tekst að róa,“ segir suðurafr-
íski ofurhuginn Riaan Manser um
för þeirra félaganna Dans Skinstads
á tvöföldum kajak umhverfis Ísland.
„Veðrið er stærsta vandamálið.
Marga daga höfum við þurft að
koma á land,“ segir Manser en Dan
stríðir við væga CP-heilalömun.
Segir Manser dugnað og harð-
fylgni Skinstads hafa orðið mörgum
að innblæstri en talsverður fjöldi
fólks víða um heim fylgist með róðr-
inum á vefsíðu þess fyrrnefnda.
Félagarnir eiga nú suðurströnd-
ina eftir en hún er erfiðasti hjallinn.
Þar er fátt um góðar lendingar og
brimið óvægið. Brimskaflarnir ná
stundum marga kílómetra á haf út.
Spot-kerfið hætti að virka
Spurður hvort þeir hafi lent í
kröppum sjó rifjar Manser upp
sögu frá Langanesi. „Róður í brim-
inu var eins og í þvottavél,“ segir
Manser og hlær. Hann upplýsir svo
að spot-tæki, kerfi sem gerir kleift
að fylgjast með förinni í rauntíma á
vefnum, hafi ekki virkað sem skyldi.
Nú sé það að lagast við suður-
ströndina.
Brimið við Langanes
„eins og þvottavél“
Suðurafrískir ævintýramenn róa umhverfis landið
Róður Riaan og Dan við Húsavík.
!"
# !
$
%
&"
„Pólitískt vald til að deila og drottna
í atvinnulífinu er eitthvað sem stjórn
VM taldi að væri liðin tíð og fullreynt
með skelfilegum afleiðingum,“ segir
í ályktun stjórnar Félags vélstjóra
og málmtæknimanna vegna fyrir-
hugaðra breytinga á lögum um
stjórn fiskveiða. Ályktunin er harð-
orð og það meðal annars gagnrýnt að
verið sé að breyta sjávarútvegi í „at-
vinnubótavinnu“. Með fyrirhuguðum
breytingum sé verið að taka störf af
félagsmönnum og færa öðrum.
Stjórn Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands sendi einnig frá
sér ályktun þar sem segir að svo
virðist sem markmið stjórnvalda sé
að rýra kjör atvinnusjómanna og
hygla „tómstundafiskimönnum“.
Árni Bjarnason, formaður sam-
bandsins, segir hinn viðvarandi
vanda vera þann að leyfilegt afla-
magn sé ekki nóg til þess að allir sem
vilji hafa lifibrauð af fiskveiðum geti
það. „Við verðum að reyna að hafa
þetta þannig að þjóðarbúið í heild
hafi arð af [sjávarútvegi], sem skilar
sér út í þjóðfélagið sem víðast,“ segir
Árni. Uppgrip hjá smábátaveiði-
mönnum á einum stað geti haft það í
för með sér að áhöfn annars staðar af
landinu, sem hafi fiskveiðar að að-
alstarfi, mæli göturnar.
Kalla á deilur og átök
Samtök atvinnulífsins, Landssam-
band íslenskra útvegsmanna og
Samtök fiskvinnslustöðva sendu frá
sér sameiginlega umsögn um frum-
vörpin. Þar er fundið að fjölmörgum
þáttum hinna fyrirhuguðu breyt-
inga, meðal annars hækkun veiði-
gjalds sem geti í vissum tilvikum
leitt til skattlagningar á taprekstur.
Þá lýsa samtökin í sameiningu yfir
áhyggjum af því að ekkert mat hafi
verið lagt á hugsanlegar afleiðingar
ákvæða frumvarpanna. Þau muni
þvert á móti kalla fram „deilur og
átök á komandi árum“.
Deila hart
á kvóta-
frumvörp
Útvegur verður að
„atvinnubótavinnu“
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Á sjó Atvinnusjómenn eru uggandi.