Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 8

Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Forysta ríkisstjórnarinnar villgjarna stilla málum þannig upp að einungis stórútgerðir innan LÍÚ mótmæli sjávarútvegs- frumvörpunum nýju. Þetta er víðs fjarri raunveru- leikanum.    Landsambandsmábátaeig- enda mótmælti nýrri stefnumótun stjórnvalda harð- lega með ályktun í vikunni, þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fyrirhugaða lagasetningu. Í álykt- uninni var til dæmis bent á að „stóra frumvarpið“ gengi gegn stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar, þar sem segði að afar mik- ilvægt væri að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ væri á og treysta þannig rekstr- argrundvöllinn til langs tíma.    Smábátasjómenn benda einnig áað með frumvarpinu blasi við að smábátaútgerðirnar muni eiga enn erfiðara með að glíma við rekstrarumhverfið.    Einyrkjar í sjávarútvegi hafaeinnig mótmælt harðlega. Í Fiskifréttum er talað við Jónas Jó- hannsson, skipstjóra og útgerð- armann á Geir ÞH frá Þórshöfn, sem segir að það verði „svartur dagur ef og þegar frumvarpið verð- ur samþykkt. Bankahrunið var hryllilegt en þetta frumvarp er miklu þyngra högg fyrir okkur.“    Og ekki má gleyma mótmælumsjómanna. Farmanna- og fiski- mannasamband Íslands hefur sam- þykkt ályktun þar sem frumvörp- unum er mótmælt og bent á að þau leiði til verri afkomu þeirra sem hafi fiskveiðar að aðalstarfi. „Efni frumvarpanna er óravegu frá því samkomulagi sem varð niðurstaða svokallaðrar sáttanefndar s.l. sum- ar,“ segir í ályktuninni. Þyngra högg en bankahrunið STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.5., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri 1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Vestmannaeyjar 6 skýjað Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 10 léttskýjað London 17 heiðskírt París 20 skýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 18 léttskýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 25 skýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 23 alskýjað Montreal 21 alskýjað New York 15 skúrir Chicago 20 heiðskírt Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:54 22:55 ÍSAFJÖRÐUR 3:29 23:31 SIGLUFJÖRÐUR 3:11 23:15 DJÚPIVOGUR 3:17 22:32 Tónleikar til styrktar Sigrúnu Láru Kjart- ansdóttur, sjö mánaða stúlku sem berst við sjaldgæft krabbamein, verða haldnir á KEX Hostel, Skúlagötu 28, sunnudaginn 22. maí. Þar koma fram þau Þórir Baldursson, Raggi Bjarna, Bogomil Font, Jóhanna Guðrún, Bloodgroup og Ragnheiður Gröndal. Listamenn- irnir gefa allir vinnu sína. Einnig verða seldar veitingar fyrir börn og fullorðna. Sigrún Lára Kjartansdóttir er ekki nema sjö mánaða gömul og dóttir þeirra Kjartans Páls Sveinssonar og Phoebe Jenkins. Fyrir tveimur mánuðum greindist hún með sjaldgæfa tegund af krabbameini, Ewing’s Sar- coma, og hefur það breiðst út, að því er segir í fréttatilkynningu. Sigrún Lára er í strangri lyfjameðferð á Great Ormond Street Hospital í London. Hún þarf mikla umönnun og hefur fjöl- skylda Sigrúnar Láru orðið fyrir mikilli tekju- skerðingu. Styrktartónleikarnir hefjast klukkan 15.00 og standa til klukkan 17.00 á sunnudag. Aðgang- urinn kostar 1.500 kr. og verða miðar seldir við innganginn. Andvirði miða og seldra veitinga rennur óskipt í styrktarsjóð Sigrúnar Láru. Einnig geta velunnarar styrkt söfnunina með því að leggja frjáls framlög á reikning 0301-13- 193508, kt. 280477-4359. Sungið fyrir Sigrúnu Láru Styrkur Styrktartónleikar fyrir Sigrúnu Láru Kjartansdóttur verða haldnir á morgun.  Er sjö mánaða gömul og glímir við krabbamein Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Fyrstu tvö bindi Sögu Akraness, sem Gunnlaugur Haraldsson ritaði, litu dagsins ljós í vikunni, en vinna við ritun sögunnar hefur staðið yfir í fjölda ára. Þá er kostnaður vegna verkefnisins kominn yfir hundrað milljónir króna og þykir mörgum vel í lagt. Enn er óráðið hvenær síðari bindin tvö verða gefin út. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segir kostnað- inn vissulega mikinn, en lítur á björtu hliðarnar og segir sér skapi næst að lýsa bókinni sem stórvirki. Söguritunin sé eitthvað sem Akra- nes muni búa að. „Ef það er hægt að skrifa svona um eitthvert samfélag hlýtur að vera mikið í það spunnið, djúpar rætur og mikil menning,“ segir Árni. Gríðarleg heimildaöflun búi að baki rituninni og í þann brunn geti fræðimenn sótt í framtíðinni. Fyrstu tvö bindin eru í það heila 1.100 síður í stóru broti. Bókaútgáf- an Uppheimar gefur söguna út, en hvort bindi fyrir sig kostar 12.900 krónur á tilboðs- verði, og hægt að festa kaup á fyrstu tveimur bindunum saman á 21.900 krónur, sem einnig er til- boðsverð. Þá er boðið upp á að kaupa bækurnar með raðgreiðslusamningi. Sjálfur segist Árni hafa fest kaup á bókunum um leið og það stóð til boða. Hann leggur áherslu á að með sögurituninni sé ekki tjaldað til einn- ar nætur og að vonin sé sú að bæk- urnar hafi sem víðasta skírskotun. „Ég kom með bækurnar heim og ætlaði að fletta þeim, en áður en ég vissi af voru krakkarnir mínir komn- ir á axlirnar og ég fékk ekki frið fyrir þeim. Þetta segir mér að ritið muni höfða til fleiri en gamalla Skaga- manna og að það sé áhugavert, sem er kannski mikilvægast fyrir ung- mennin,“ segir Árni. Saga Akraness á raðgreiðslum  Bæjarstjóri kátur þrátt fyrir kostnað Árni Múli Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.