Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 15

Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér. ÍS LE NS KA SI A. IS AR I5 49 16 05 /1 1 Ný íbúðalán Hvað skiptir þig máli? Það skiptir máli að geta fengið íbúðalán á góðum kjörum. Þess vegna bjóðum við hjá Arion banka viðskiptavinum okkar ný íbúðalán. Um er að ræða verðtryggð íbúðalán með föstum 4,3% vöxtum í 25 eða 40 ár. Komdu við í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi á arionbanki.is. Sigríður Dögg Arnardóttir 28 ára „Það skiptir máli að hafa aðgang að íbúðalánum á hagstæðum kjörum.“ 4,3% „Að geta boðið vinum mínum í eftirminnileg matarboð.“ „Að heimilið mitt endur- spegli það hver ég er.“ „Að bankinn minn vinni með mér að markmiðum mínum.“ „Að geta ferðast til framandi landa til að upplifa eitthvað alveg nýtt.“ Flúormælingar í kjálkum sauðfjár í Hvalfirði fyrir árið 2010 sýndu, að öll sýni frá 12 bæjum, sem fé var rannsakað frá, reyndust vera tals- vert yfir viðmiðunarmörkum. Þetta kemur fram á vef Kjósar- hrepps, sem segir að uppsprettu flúors megi fyrst og fremst rekja til álversins á Grundartanga þó aðrir þættir geti haft þar áhrif. Segir hreppurinn, að marktæk hækkun hafi orðið frá því álverið tók til starfa en samkvæmt um- hverfisvöktunarskýrslu fyrir árið 2010 hafi ekki orðið marktækar breytingar frá 2007. Flúor safnast upp í beinum gras- bíta og hefur því tilhneigingu til að aukast með hækkun aldurs. Á sjö bæjum hafi meðalstyrkur flúors í beinösku kinda mælst yfir mörkum þar sem talin sé hætta á tann- skemmdum og að meðaltali reynd- ust öll sýnin frá bæjunum 12 sem rannsakað er frá vera talsvert yfir þessum mörkum. Sýni úr slátur- lömbum hafi hinsvegar verið vel undir mörkum Flúor yfir viðmiðun- armörkum Öll sýni frá 12 bæjum reyndust yfir mörkum Morgunblaðið/Árni Sæberg Grundartangi Álver Norðuráls. Fjöldi umsókna um sumarstörf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæma (KGRP) fækkaði nokkuð frá fyrra ári. Alls sóttu 718 ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára um störf í ár en umsóknir voru 805 á síðasta ári. Líkt og ávallt á sumrin verða 17 til 25 ára ungmenni ráðin til umhirðu- starfa í þeim fimm kirkjugörðum sem eru í umsjón KGRP, þ.e. Foss- vogskirkjugarði, Gufuneskirkju- garði, Kópavogskirkjugarði, Hóla- vallagarði við Suðurgötu og Viðeyjarkirkjugarði. Í ár voru um 150 ungmenni ráðin til starfa en það er 10% færri en á síðasta ári og að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra KGRP, má rekja fækkun starfsfólks til tekju- skerðingar vegna aðhalds í ríkisfjár- málum. Athyglisverð þróun hefur verið í fjölda umsókna frá aldamótum. Til að mynda bárust að meðaltali 687 umsóknir á árunum 2003 til 2005. Þensluárin 2006 til 2008 dró hins vegar verulega úr umsóknum og bárust að meðaltali 333 umsóknir. Aðeins varð vart við aukningu árið 2008 þegar 360 umsóknir bárust en sprenging varð árið 2009 þegar 946 einstaklingar sóttu um sumarstörf. Af einhverjum völdum hefur svo að- eins dregið úr fjölda umsókna þó svo að umsóknarfjöldi sé enn langt yfir meðaltali. andri@mbl.is Umsóknum fækkar milli ára Morgunblaðið/G.Rúnar Umhirða Ásókn í sumarstörf við umhirðu í kirkjugörðum hefur verið mikil.  Heldur færri sækja um umhirðustörf í kirkjugörðum  Fjöldinn þó mun meiri en á þensluárunum 2006-2008 Hundaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu. Talsvert hefur ver- ið kvartað yfir að hundeigendur fari ekki eftir þessum reglum og að óþægindi, hræðsla og jafnvel hætta skapast af þeim sökum. Hundaeftirlitið vill ennfremur minna á að bannað er að vera með hunda á ylströndinni í Nauthólsvík, á hólmunum í Elliðaárdal og við bakka Elliðaánna um laxveiðitím- ann. Þá er óheimilt er að hleypa hundum á sund í Elliðaám á laxveiði- tíma. Kvartað yfir því að hundar séu taumlausir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.