Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Viðskipti Íslands og Kína
Hver er staðan í Kína? Hvar liggja tækifærin?
Hvað gerist þegar Norðursiglingaleiðin opnast?
Í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kína stendur Íslensk
kínverska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um viðskiptatengsl Íslands og Kína,
fimmtudaginn 26. maí, kl. 14-17 á 20. hæð Turninum Smáratorgi.
Opnunarávörp:
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
Dr. Su Ge, Sendiherra Kína á Íslandi
Aðalerindi:
Kjeld Erik Brødsgaard, Prófessor við Copenhagen Business Scool.
"The political and economic consequences of China's integration into the global
economy - background and perspectives."
Húni Heiðar Hallsson, Heimskautalögfræðingur.
,,Ísland í lykilhlutverki í samgönguneti framtíðar.“
Aðrir mælendur:
Vala Valtýsdóttir, Deloitte.
Magnús Oddsson, Össur hf.
Kjartan Pierre Emilsson, CCP.
Magnús Björnsson, sérfræðingur í málefnum Kína.
Fundarstjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir, verkefnastjóri ÍKV.
Skráning með tölvupósti á ift@ift.is eða í síma 588 8910.
Enginn aðgangseyrir!
Samstarfsaðilar:
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Í nýju frumvarpi til breytinga á
áfengislögum eru reglur um áfeng-
isauglýsingar og -kynningar hertar
til muna. Auglýsingar á léttöli verða
bannaðar með öllu og einu áfengis-
auglýsingarnar sem mega sjást hér
á landi eru þær sem koma í gegnum
erlenda fjölmiðla.
Gunnar B. Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs hjá Öl-
gerðinni, segir að frumvarpið feli í
sér mikla mismunun á milli ís-
lenskra og erlendra bjórframleið-
enda. „Einu undantekningarnar frá
fyrirhuguðu auglýsingabanni eru er-
lendar áfengisauglýsingar í erlend-
um dagblöðum, tímaritum og á er-
lendum sjónvarpsstöðvum, til að
mynda í útsendingum frá íþróttavið-
burðum. Erlendir áfengisframleið-
endur munu því hafa greiðan aðgang
að íslenskum neytendum á meðan ís-
lenskir samkeppnisaðilar þeirra
hafa það ekki.“
Full virðing fyrir lögum
„Við berum fulla virðingu fyrir
lögunum og fylgjum þeim og enginn
vill að fólk undir lögaldri neyti
áfengis,“ heldur Gunnar áfram. „En
það hlýtur að vera hægt að finna
raunhæfari leið til að ná þeim mark-
miðum án þess að bregða fæti fyrir
íslenskan iðnað eins og gert er með
frumvarpinu.“
Að mati Gunnars munu lögin
hefta mjög samkeppni á Íslandi taki
þau gildi, fyrst og fremst milli inn-
lendra og erlendra bjórframleið-
enda. „Mikið fé og tími fer í vöruþró-
un, en ef frumvarpið verður að
lögum verður engin leið fyrir bjór-
framleiðendur að kynna nýjar vörur
fyrir neytendum. Það er ekki hægt
að treysta á að fréttamiðlar segi af
því frétt í hvert sinn sem ný bjórteg-
und kemur á markað.“ Þá segir
hann að lögin muni gera þeim mjög
erfitt fyrir sem ætla að stofna ný
brugghús eða fara í aðra áfengis-
framleiðslu. „Þegar ómögulegt verð-
ur að kynna vörur fyrirtækisins er
erfitt að sjá að það geti með nokkru
móti komist almennilega á lappirn-
ar. Það er dapurlegt að verið sé að
hamla samkeppni með þessum
hætti.“
Gunnar segir að verði frumvarpið
að lögum verði Ísland með ströng-
ustu áfengislöggjöf á Vesturlöndum.
„Þegar við tökum saman skattlagn-
ingu, aðgengi almennings að áfengi
og auglýsingar þá verðum við með
ströngustu löggjöfina. Norðmenn
eru vissulega með mjög stranga lög-
gjöf hvað varðar áfengisauglýsingar,
en þeir leyfa þó bjórsölu í matvæla-
verslunum. En aðallega skil ég ekki
hvernig innanríkisráðuneytið hefur
komist að þeirri niðurstöðu að al-
gjört bann við því að Íslendingar
sjái umræðu um íslenskan bjór
dragi úr skaðlegum afleiðingum
áfengisneyslu, á meðan þeir mega á
sama tíma sjá eins mikið og þá lystir
af auglýsingum á erlendum bjór.“
Gunnar ítrekar að hvorki Ölgerð-
in né aðrir áfengisframleiðendur eða
heildsalar séu á móti raunhæfri lög-
gjöf í þessum efnum, en algert bann
við áfengisauglýsingum og -kynn-
ingum gangi einfaldlega ekki upp.
Auglýsingar á vefsíðum
Meðal fárra undantekninga frá
auglýsingabanninu, sem tilgreindar
eru í frumvarpinu, eru verð- og
vöruupplýsingar á vefsíðu ÁTVR.
Lögfræðingar, sem Morgunblaðið
ræddi við, segja að hugsanlega megi
álykta af þessari undantekningu
með hliðsjón af lagagreininni allri að
framleiðendum verði bannað að
birta myndir og upplýsingar um eig-
in framleiðslu á eigin vefsíðum.
Gunnar segist ekki geta sagt til
um hvort þessi túlkun sé rétt, en af-
ar mikilvægt sé að reglurnar séu
skýrar. „Við viljum ekki brjóta lög,
en við verðum þá að fá að vita hver
lögin eru. Með frumvarpinu er
Neytendastofu fært vald til að sekta
fyrirtæki um allt að 10 milljónir
króna fyrir brot á lögunum. En hver
ætlar að veita leiðbeiningar og setja
nánari reglur? Ætlar Neytendastofa
að vara við áður en hún sektar, eða
munu fyrirtæki verða sektuð fyrir-
varalaust og án þess að þau fái tæki-
færi til að laga það sem laga þarf?
En fyrst og fremst sé ég ekki til-
ganginn með þessu auglýsingabanni
og tel því skynsamlegast að frum-
varpið verði dregið til baka og leitað
raunhæfari leiða í þessum efnum.“
Áfengisframleiðendum mismunað
Bann við áfengisauglýsingum verður hert mjög samkvæmt nýju frumvarpi Auglýsingar á léttöli
verða bannaðar nema að uppfylltum skilyrðum Framleiðendur segja að mismunað sé eftir þjóðerni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áfengi Með frumvarpinu er bann við áfengisauglýsingum hert enn.
Árið 2009 skipaði Steingrímur
J. Sigfússon, fjármálaráðherra,
starfshóp sem átti að vinna að
heildarendurskoðun á áfengis-
löggjöfinni. Hópurinn skilaði
niðurstöðum sínum í janúar í
fyrra og meðal tillagna hópsins
var að áfengisauglýsingar yrðu
leyfðar með takmörkunum í
stíl við það sem gerist annars
staðar á Norðurlöndum, enda
hafi sýnt sig að ómögulegt sé
að framfylgja núgildandi lög-
um.
Þessar tillögur mættu harðri
andstöðu hagsmunaaðila, sem
töldu réttara að herða enn
frekar bann við áfengisauglýs-
ingum og er útlit fyrir að and-
mæli þessara aðila hafi vegið
þyngra en álit starfshópsins ef
tekið er mið af því frumvarpi
sem nú liggur fyrir.
Starfshópurinn gerði aðrar
tillögur, til dæmis að áfengis-
verð yrði hækkað enn meira
með frekari skattlagningu til
að stýra neyslu á áfengi í sam-
ræmi við stefnu stjórnvalda.
Gengið gegn
tillögum
starfshóps
ÁFENGISAUGLÝSINGAR
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Verði frumvarp fjármálaráðherra
um ráðstafanir í ríkisfjármálum að
lögum mun heimild ferðamanna til
kaupa á áfengi í fríhöfnum verða
aukin frá því sem nú er. Breyting-
artillagan felur í sér að ferðamönn-
um verði heimilt að kaupa meiri
bjór en þeir hafa mátt hingað til.
Ásta Dís Óladóttir, framkvæmda-
stjóri Fríhafnarinnar, segir að í
raun megi líta á breytinguna sem
nokkurs konar leiðréttingu, því við-
bótin sé ekki svo mikil. „Það sem
gerist þarna líka er að það verður
væntanlega tilfærsla í sölu, fólk
sleppir kannski léttvíni og tekur
meiri bjór,“ segir hún í svari við fyr-
irspurn Morgunblaðsins.
„Hingað til hefur aldrei verið
leyft að taka kassa af bjór, jafnvel
þótt fólk væri ekki að kaupa neitt
annað áfengi, en verði þetta að
veruleika þá munu fleiri væntanlega
fara þá leið, sem er jákvætt fyrir ís-
lenska framleiðendur á öli.“
Ásta segir að mjög gróflega áætl-
að komi Fríhöfnin til með að hafa
kannski um 65 milljónir upp úr
þessu á ársgrundvelli, en mjög erfitt
sé að segja til um það eins og staðan
sé í dag.
„Okkar markmið er að selja
meira af bjór og þá sérstaklega inn-
lendum bjór sem vonandi er þá já-
kvætt fyrir íslenska framleiðendur
og birgja.“
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
ferðamenn megi taka til viðbótar við
núverandi heimild sex til níu lítra af
öli. Þá er lagt til að nýr valmöguleiki
komi til þar sem heimilt verði að
kaupa einungis öl, samtals tólf lítra.
Ennfremur er gerð tillaga um að
flugáhafnir fái samskonar heimildir.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir að gera megi ráð fyrir að sala
ÁTVR muni dragast eitthvað saman
í kjölfarið. Þannig er gert ráð fyrir
að skatttekjur ríkissjóðs í formi
vörugjalda af áfengi lækki og að
heildaráhrifin á afkomu ríkissjóðs
verði neikvæð um 100-150 milljónir
á ársgrundvelli.
Tekjur aukast
um 65 milljónir
Ferðamenn mega kaupa meiri bjór
Morgunblaðið/Golli
Lagafrumvarp Heimild til bjórkaupa í Fríhöfninni verður aukin.