Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 John Magnusson jr. heitir hann í Bandaríkjunum en á Íslandi er hann Jón Magnússon, sem fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 26. ágúst 1956 og flutti til Bandaríkj- anna með fjölskyldunni þegar hann var þriggja ára. Foreldrar hans voru Edda Svava Stefánsdóttir og John Swanholm Magnusson, vélaverk- fræðingur hjá bandaríska ríkinu. Afi og amma Jóns í föðurætt voru Margrét Guðmundsdóttir frá Hrís- ey og Gunnar Magnússon úr Svarf- aðardal. „Afi tók sér millinafnið Swanholm þegar hann vann á nor- rænu fraktskipi til þess að falla betur inn í hópinn,“ segir Jón. „Fyr- ir skömmu hitti ég sænska flug- freyju, hún leit á nafnspjaldið mitt og spurði: „Swanholm. Ertu frá Sví- þjóð eða Noregi“?“ Foreldrar Eddu Svövu, sem ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, voru Stefán Ólafur Björnsson, sem ólst upp á Laufási í Eyjafirði, og Kristín María Kristinsdóttir, starfsmaður Landsbankans. „Amma vann í bankanum í um 40 ár og var fyrsta konan til að verða þar deildarstjóri auk þess sem hún var formaður starfsmannafélagsins um tíma. Hún var mikill Reykvíkingur og þegar við fórum hringferð um land- ið 1974 spurði hún stöðugt um veðrið í Reykjavík. Annað skipti ekki máli.“ Veðrið í Reykjavík skiptir öllu JÓN SWANHOLM MAGNÚSSON YNGRI VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í byrjun næsta mánaðar, nánar til- tekið að morgni 2. júní, verður brot- ið blað í flugsögu bandaríska flug- risans Delta með beinu áætlunarflugi milli New York og Keflavíkur. Flugstjóri í fyrstu ferð- inni verður Íslendingurinn og Vest- ur-Íslendingurinn Jón Swanholm Magnússon yngri. „Þetta er stórt skref hjá Delta en enn meiri áfangi hjá mér,“ segir Jón sem segist hafa óskað eftir í tölvu- pósti til Richard Andersons, yf- irmanns Delta, að vera flugstjóri í fyrstu ferðinni. „Ég rakti ferilinn, tengslin við Ísland og klykkti út með því að segja að ég væri góður í íslensku. Það hefur sennilega gert gæfumuninn,“ segir hann og brosir sínu breiðasta. Bætir við að hann hafi líka sent yfirflugstjóranum tölvupóst um málið og svarið hafi verið jákvætt: „Við setjum þig á fyrsta flugið.“ Loftleiðir inni í myndinni Erlendir flugmenn ganga ekki að störfum vísum hjá bandarískum flugfélögum. Eftir að Jón hafði verið flugmaður í bandaríska sjóhernum í sjö ár hvarflaði að honum að sækja um starf hjá Loftleiðum 1985. „Á sama tíma voru mörg störf í boði í Bandaríkjunum og ég fékk starf hjá Northwest Airlines,“ rifjar hann upp. Við sameiningu Delta og Nort- hwest fyrir nokkrum árum hélt Jón stöðu sinni, en af um 12.000 flug- mönnum eru um 10.000 með minni starfsreynslu en Jón. Hann flýgur einkum á milli stórborga í Banda- ríkjunum en einnig til Asíu frá vest- urströndinni og til Amsterdam og Parísar frá Minneapolis. „Mér finnst skemmtilegast að fljúga til Evrópu en það er líka gam- an að fljúga til Alaska, því þar er mjög fallegt og fjöllin og jöklarnir minna á Ísland. Mig hefur alltaf langað að fljúga til Íslands, ekki síst vegna þess að ég lærði að fljúga hjá Flugtaki þegar ég var sendill hjá Landsbankanum. Þá flaug ég með frændfólk í útsýnisflug frá Reykja- vík og 1976 fór Kristín amma með til Keflavíkur þar sem ég snertilenti og sneri svo til baka. Þá kannaði ég hvað þyrfti mikið bensín á eins hreyfils vél til þess að fljúga frá Ís- landi til Bandaríkjanna og til baka með millilendingu á Grænlandi og í Kanada en hafði ekki kjark til þess að fara þessa löngu leið í svona lítilli vél. Þegar ég var í sjóhernum var ég næst Íslandi í Bodö í Noregi en því miður bauðst mér ekki að fljúga herþotu og kafbátaleitarvél til Ís- lands. Samt hét hún Viking eða Vík- ingur! Það verður því mjög spenn- andi að ná því loks að lenda stórri farþegavél í Keflavík.“ Draumurinn á allra vitorði Jón er vararæðismaður Íslands í Minneapolis og hefur um árabil ver- ið mjög virkur í félagsstarfi fólks af íslenskum ættum í borginni. Fyrir um átta árum sátum við Jón í eld- húsi fjölskyldu hans í Apple Valley, um 40 þúsund manna borg í úthverfi Minneapolis, þar sem búa um þrjár milljónir manna, og fórum yfir svið- ið. Þá dreymdi Jón ekki um að hann ætti eftir að vera flugstjóri í flugvél frá Bandaríkjunum til Íslands en huggaði sig við góðar minningar frá Reykjavíkurflugvelli. „Mig hefur oft dreymt um að fljúga til Íslands en innst inni taldi ég að það myndi aldrei gerast,“ segir hann nú. „Hins vegar get ég ekki leynt því að þegar ég flýg yfir Ísland hugsa ég gjarnan um hvað væri gaman að lenda í Keflavík. Keflavík er varaflugvöllur okkar á leiðinni en vélarnar eru svo fullkomnar að nauðlending er nán- ast óþekkt vegna bilana og veikist farþegi um borð eru yfirleitt læknar eða hjúkrunarfólk á meðal farþega og því sjaldan röskun á áætluninni. Þó kemur fyrir að vél frá okkur lendir í Keflavík og þá spyrja vinnu- félagarnir hver annan hvort John Magnusson hafi verið flugstjóri.“ Meira á Íslandi Þegar John Magnusson eldri lést keyptu bræðurnir Jón og Stefán, sem er bankamaður í New York, íbúð á Seltjarnarnesi handa móður þeirra. Hún dó í fyrra en bræðurnir hafa ákveðið að halda íbúðinni. Auk þess eiga þeir hlut í sumarhúsi stór- fjölskyldunnar á Þingvöllum. Jana, kona Jóns, er frá Virginíu og eiga þau tvær dætur, Heidi Kristine og Lauru Suzanne, sem eru á þrítugsaldri. Jón talar góða ís- lensku og Jana skilur töluvert í mál- inu. Jón þakkar það auknum símtöl- um til Íslands. „Hér áður fyrr var nánast aldrei hringt á milli landa enda kostaði 12 dollara að tala í eina til þrjár mínútur þegar gallonið af bensíni kostaði 25 sent. Nú er ég með íslenskt númer í gegnum netið og því kostar símtalið ekki meira en símtal á milli húsa í Reykjavík.“ Þau hafa komið reglulega til Ís- lands undanfarin ár og dvölin á eftir að lengjast. „Ég má fljúga þar til ég verð 65 ára en hef hugsað mér að fara á eftirlaun eitthvað fyrr,“ segir Jón og bætir við að þangað til verði fjölskyldan með íslenskan hund til að minna sig enn betur á tengslin. „Við vorum með tík sem leit út eins og eftirmynd af íslenskum hundi en hún dó í desember. Okkur hefur alltaf langað í íslenskan hund og frændi minn fann einn sem við erum ánægð með og förum með til Banda- ríkjanna eftir helgi. En þegar ég fer á eftirlaun er hugmyndin að eyða meiri tíma á Íslandi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugstjórinn Jón Swanholm Magnússon lærði að fljúga hjá Flugtaki á Reykjavíkurflugvelli á áttunda áratug liðinnar aldar. Síðan hefur draumurinn verið að lenda flugvél á Íslandi. Hefur oft dreymt um að lenda í Keflavík á flugi yfir landinu  Jón Swanholm Magnússon verður flugstjóri í fyrsta áætlunarflugi Delta til Íslands í byrjun júní Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Forvígismenn í Minneapolis Margrét „Maddý“ K. Arnar, Jón S. Magn- ússon ræðismaður, Mary L. Josefson vararæðismaður og Örn Arnar að- alræðismaður hafa mikið látið til sín taka undanfarna áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.