Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 24

Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn verður opnað á ný á þriðjudag nk. kl.11. Opið verður alla daga frá kl. 11-19 fram í september, en kaffiterían verður opin til kl. 20. Unnið er að uppsetningu á sýn- ingu um veru franskra sjómanna hér við land. Þá er breytt og betr- umbætt veitingaþjónusta. Boðið verður upp á nestispakka alla daga auk sjávarréttahlaðborðs um helgar og hægt að panta grillveislu fyrir hópa. Minjasafnið á Hnjóti Fjölskyldugarðar Reykjavíkur í Skerjafirði, Laugardal, Fossvogi, Logafold og Árbæ eru tilbúnir til ræktunar ásamt matjurtagörðum í Skammadal sem Reykjavíkurborg leigir í Mosfellsbæ og hafa verið af- hentir leigutökum. Í fréttatilkynningu segir að Reykjavíkurborg vilji með þessum hætti koma til móts við þá borgar- búa sem hafa áhuga á ræktun mat- jurta í sumar og hafi þessi ný- breytni fallið í góðan jarðveg. Borgin mun ekki starfrækja skóla- garða í sumar. Nokkrir garðar eru enn lausir í Árbæ, Breiðholti og Grafarvogi og í görðum á vegum Garðyrkjufélags Reykjavíkur. Áhugasamir garð- ræktendur geta tryggt sér garð með því að senda póst á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is. Garðarnir við Jaðarsel í Breiðholti verða opnaðir eftir helgi. Tæplega 600 matjurtagarðar eru víðs vegar um borgina þar sem Skólagarðar Reykjavíkur voru áður starfræktir og 200 matjurtagarðar eru í Skammadal. Leigugjaldið fyr- ir matjurtagarð sumarið 2011 er 4.600 kr. fyrir garðland í Skamma- dal (ca. 100 m2), 4.200 kr. fyrir garð í Fjölskyldugörðunum (ca. 20 m2). Görðunum er skilað tættum og merktum. Hægt er að komast í vatn á öllum stöðunum. Búið að tæta fjölskyldugarðana í Reykjavík og þeir eru nú tilbúnir til matjurtaræktunar Á þriðjudag gerði Skógræktarfélag Íslands samning við Skeljung um stuðning við verkefnið Opinn skóg. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skelj- ungs, og Magnús Gunnarsson, for- maður Skógræktarfélagsins, und- irrituðu samninginn. Samningurinn lýtur að víðtækum stuðningi við skógrækt vegna upp- byggingar á skógræktarsvæðum um allt land. Markmið samningsins er að auka aðgengi og kynningu í skóglendum með markvissum hætti. Nú þegar hafa 11 svæði verið opnuð undir hatti Opinna skóga og það tólfta verður opnað í sumar að Fossá í Hvalfirði. Með samningnum verður tryggð endurnýjun og viðhald eldri svæða Opinna skóga og unnið að því að opna ný svæði og gera þau að fyr- irmyndar útivistar- og áning- arstöðum. Meðal annars verður unnið að uppbyggingu ýmissa inn- viða, svo sem borða, bekkja, göngu- stíga, bílastæða, uppsetningu merk- inga og upplýsingaskilta og almennri umhirðu. Skeljungur styrkir Skógræktarfélagið Hin árlega vorhátíð Laugarneshverfis verð- ur haldin í og við Laugarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 14-16. Það eru hin óformlegu samtök félaga og stofnana sem bera ábyrgð á hag ungmenna í hverfinu, Laugarnes á ljúf- um nótum, sem standa að hátíðinni. Leikskólabörn hverfisins opna hátíðina með söng ásamt Barnakór Laugarness og Skólahljómsveit Austurbæjar leikur ásamt Rokkbandinu Nýfermda. Þorvaldur Hall- dórsson söngvari flytur dægurperlur á kirkjutröppum, hæfileikasýning ungs fólks verður í safnaðarheimilinu, Jón Páll sér um skákmaraþon, Kór Laugarnes- kirkju syngur í kirkjuskipi, fótboltaþrautir verða í umsjá Þróttar, dr. Bæk sér um reiðhjólaþrautir, töframaðurinn Jón Víðis kemur fram, fimleika- sýning verður á vegum Ármanns, hoppukastali verður í umsjá Blómavals og skátafélagsins Skjöldunga og foreldrafélög grunnskólanna bjóða upp á kaffi og pulsugrill. Vorhátíð Laugarneshverfis Laugarneskirkja Aðalfundur SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, var haldinn á þriðju- dag sl. og urðu mannabreytingar í stjórn félagsins. Úr stjórn gengu Andres Zoran Ivanovic og Þórunn Steindórs- dóttir eftir fjögurra ára samfellda stjórnarsetu og voru þeim þökkuð góð störf. Ný í stjórn voru þá kjörin Björn M. Sigurjónsson, Margrét Valgerður Helgadóttir og Svali Björgvinsson. Aðrir í stjórn eru Guðrún Valdi- marsdóttir formaður, Henríetta Gísladóttir og Þorsteinn Ingi Víg- lundsson. Varamenn eru Andrea Margeirsdóttir og Áslaug Björg- vinsdóttir. Ný stjórn í SAMFOK STUTT Landsbankinn býður Pizza-Pizza ehf. til sölu landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í matvælafyrirtækinu Pizza-Pizza ehf. Pizza-Pizza ehf. er umboðsaðili Domino’s Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino’s. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 300 milljónir króna og hafa þekkingu og reynslu til að takast á við fjárfestingu af þessari stærð og í þessari atvinnugrein. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um söluferlið, stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu og upplýsingaeyðublað fjárfesta á vef Landsbankans, www.landsbankinn.is. Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði rennur út kl. 12:00, fimmtudaginn 9. júní 2011. Nánari upplýsingar er að finna á www.landsbankinn.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Ég hef fyrir satt að nú styttist í að við fáum að sjá nýtt vörumerki í mjólkurafurðum á markaðnum. Vesturmjólk sem er hið nýja mjólkursamlag í Borgarnesi fer bráðum að láta að sér kveða á mjólkurmarkaðnum. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Ekki efast ég um að einhverjir af þeim mjólkurfræðingum sem enn búa í Borgarnesi og hafa fengist í fjölmörg ár við önnur störf, fái smá fiðring í magann. Borgfirðingar áttu jú eitt sinn stórt mjólk- ursamlag, og enn tala menn um að það hafi verið mestu mistök í borg- firsku atvinnulífi að leggja það nið- ur.    Gamla mjólkursamlagshúsið sem deilur stóðu um í góðærinu og þáverandi sveitarstjórn vildi láta rífa, stendur enn, en það var Páll Björgvinsson arkitekt sem barðist fyrir því að friða húsið. Það hefur fengið talsverða yfirhalningu og hefur það hlutverk að hýsa lista- menn og listsýningar. Fyrir skemmstu var þar óvenjuleg sýn- ing á skófatnaði Borgfirðinga og sögunni sem þeim tengdust. Ald- eilis frábær hugmynd sem atvinnu- leitandi konur stóðu fyrir. Skammt frá hefur svo Gallerí Gersemi opn- að með fallega muni til sölu og sýnis.    Töluvert hefur verið um breyt- ingar og flutninga á stofnunum og fyrirtækjum innanbæjar. Íslands- póstur flutti sig um set úr gamla bænum upp að Brúartorgi, og er nú á þeim stað er eitt sinn hýsti Kaupþing banka. Upplýsinga- miðstöð ferðamála flutti af Sól- bakkanum í Hyrnutorg, sem er mikil bragarbót fyrir fótgangandi ferðamenn því eldri staðsetning var einfaldlega of langt frá annarri þjónustu. Og svo hætti Samkaup og í staðinn kom hin fagurbláa Nettó verslun. Þær breytingar virðast hafa tekist vel og fljótt á litið virð- ist verslun þar hafa aukist. Ekki má gleyma opnun Rauða kross verslunarinnar hinum megin við götuna en þar er hlægt að kaupa notuð föt á frábæru verði, og nú um helgina má fylla poka af fötum og greiða einungis einn þúsundkall fyrir pok- ann.    Brákareyjan er merkilegt fyrirbæri, á góðærisárunum 2005- 2007 var hún að mestu til umfjöllunar af arki- tektum sem nýttu sér stórhug og athygli ráðamanna og teiknuðu og endurhönnuðu eyjuna m.t.t. íbúðabyggðar og smábáta- hafnar. Í dag kveður við annan tón, Sláturhúsin hýsa nú gallerí, morg- unkornsframleiðslu, bátasmíði, nytjamarkað gluggaverksmiðju, trésmíðaverkstæði, verktaka, bráð- um fornbílaklúbb svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur er í eyjunni gler- listasmiðja og gallerí Brák, rútu- bílastöð, sprautuverkstæði o.fl. Af ofantöldu er ljóst að það er meira líf í Borgarnesi en mann grunar! Lifnar yfir mjólkurmarkaði Morgunblaðið/ Guðrún Vala Elísdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.