Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Landsbyggð tækifæranna
Haldin verður ráðstefna um þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Hjalti Þór Vignisson Umræðustjórar: Steingerður Hreinsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Njörður Sigurjónsson.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á postur@mrn.is
Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni
M E N N TA - O G
M E N N I N G A R M Á L A R Á Ð U N E Y T I Ð
13:00 Setning
Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs.
13:10 Fjölbreytni vísinda og þekkingarstarfs á landsbyggðinni
Þórarinn Sólmundarson, mennta- og menningarmálaráðuneyti.
13:20 Þekkingarsetur sem samnefnari
Valdimar O. Hermannsson, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
13:30 Náttúrustofur – samstarf og sérkenni
Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrstofu Reykjaness.
13:40 Umræður
14:15 Náttúra, samfélag, verðmætasköpun - Jarðvangur á Suðurlandi
Sigurður Sigursveinsson, Háskólafélagi Suðurlands.
14:25 Samþætting akademíu og atvinnulífs
Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga.
14:35 Menntun í þágu samfélagsins
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Rannsóknasetri Háskóla Íslands Austurlandi.
14:45 Kaffihlé og umræður
15:20 Úrvinnsla umræðna
15:50 Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi – samþætting skólastiga
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti.
16:00 Háskólar og þekkingarsetur
Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands.
16:10 Þekkingarsetur og Ísland 2020
Héðinn Unnsteinsson, forsætisráðuneyti.
16:20 Samantekt og almennar umræður
16:40 Lokaorð
Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Mánudaginn 23. m
aí
kl. 13:00 - 17:00
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta eru ólík samfélög. Hér verð
ég meira var við fólksfjöldann í
fleiri athöfnum en samstarfsfólk sér
um afmarkaða þætti, eins og barna-
og unglingastarf. Fyrir norðan hélt
ég sem prestur utan um alla þætti
starfsins, nema kórinn,“ segir Sig-
urður Grétar Sigurðsson, sókn-
arprestur í Útskálaprestakalli.
Hann var í ellefu ár prestur á
Hvammstanga en tók við embætt-
inu í Garði fyrir hálfu öðru ári.
Tveir söfnuðir eru í Út-
skálaprestakalli, Hvalsnessöfnuður
í Sandgerðisbæ og Útskálasöfnuður
í Garði. Í ár eru 150 ár liðin frá því
Útskálakirkja var tekin í notkun og
verður þess minnst með hátíð um
helgina.
Margir snertifletir við fólkið
Sigurður Grétar kemur inn í
samfélagið á Suðurnesjum á erf-
iðum tímum. Mikið atvinnuleysi er
á svæðinu og fólk finnur fyrir öðr-
um afleiðingum hrunsins. Segist
hann vissulega verða var við þetta
en tekur fram að hann hafi ekki
þekkt til þarna fyrir hrun og hafi
því ekki samanburðinn.
Hann tekur undir að doðinn í
samfélaginu bitni á þátttöku fólks í
starfi kirkjunnar, eins og félagslífi
almennt. Aðrir þættir hafi þó eflst.
„Kirkjan hefur marga snertifleti í
samfélaginu. Fólk kemur til kirkj-
unnar á ævihátíðum, eins og til
hjónavíglu og fermingar. Ákveðinn
kjarni sækir messu reglulega, auk
þeirra sem koma af sérstöku tilefni.
Ég legg áherslu á að kirkjan er
fyrst og fremst fólkið í sókninni.
Hún á að vera eins og bensínstöð
þar sem fólk getur fyllt á tankinn
og farið svo og iðkað sína trú í dag-
lega lífinu með því að elska guð og
elska náungann,“ segir Sigurður
Grétar.
Tignarlegasta timburhúsið
Útskálakirkja var tekin í notkun
á árinu 1861 þótt smíði hennar lyki
ekki að fullu fyrr en tveimur árum
síðar. Þá var hún sögð svo fag-
urlega gerð „að varla mun tign-
arlegra hús af timbri gjört að finna
hér á landi“, eins og Ólafur Pálsson
prófastur skráði og sagt er frá í rit-
inu Kirkjum Íslands. Útskálakirkja
þurfti að vera myndarlegt hús enda
þjónaði hún íbúum vesturhluta
Reykjanesskagans fram til ársins
1370 og Útskálaprestakall náði yfir
Keflavík og Njarðvík, auk Garðs og
Sandgerðis, í um eina og hálfa öld,
þar til Keflavík var skilin frá um
miðja síðustu öld. Ráðist var í viða-
miklar endurbætur á kirkjunni fyr-
ir fáeinum árum þannig að hún er í
góðu standi.
Á mörkum sveitar og þéttbýlis
„Mér finnst dýrmætt að þjóna í
kirkju sem á sér langa og merka
sögu,“ segir Sigurður Grétar. Út-
skálar voru mikið menningarsetur
sem sendi strauma um allt byggð-
arlagið. Prestarnir voru í forystu
fyrir mörg framfaramál, eins og
prestar víða um landið.
Unnið hefur verið að uppbygg-
ingu gamla prestsbústaðarins á Út-
skálum og koma þar upp menning-
arsetri með sérstaka áherslu á
íslensku prestssetrin. Húsið er
tilbúið að utan. Þá voru uppi áform
um byggingu hótels og safn-
aðarheimilis á bak við prestssetrið,
grafinn var grunnur og byrjað á
sökklum. Báðar þessar fram-
kvæmdir stöðvuðust í hruninu og
er óljóst um framhaldið.
Útskálar eru í jaðri aðalþéttbýlis-
ins í Garði og Sigurður segir að það
hafi sinn sjarma að kirkjan sé á
mörkum sveitar og þéttbýlis.
Presturinn er áhugamaður um
tónlist og hefur lagt áherslu á al-
mennan söng í kirkjunum en það er
hefð í prestakallinu. Kirkjukórinn
er lítill en kirkjugestir taka þeim
mun meiri þátt og er Sigurður
Grétar ánægður með það.
Hann hefur áhuga á að barna- og
unglingastarfið verði eflt. „Við vilj-
um byggja upp innviði safn-
aðarstarfsins, þannig að fleiri finni
sig heima á vettvangi kirkjunnar,“
segir Sigurður Grétar.
Fólk á að geta fyllt á tankinn í kirkjunni
150 ár liðin frá því Útskálakirkja var tekin í notkun Var tignarlegasta timburhús landsins
Dýrmætt að þjóna í kirkju sem á sér langa og merka sögu, segir sóknarpresturinn í Garði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Síðasta kvöldmáltíðin Síðustu dagar Jesú sem fjórðubekkingar sýna á afmælishátíð Útskálakirkju er gott dæmi
um farsælt samstarf kirkju og skóla, að mati sóknarprestsins. Kraftmikill hópur barna tekur þátt í söngleiknum.
Prestur Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskála-
prestakalli, segir dýrmætt að þjóna í kirkju sem á langa og merka sögu.
Nemendur úr fjórða bekk
Gerðaskóla sýna söngleikinn
„Síðustu dagar Jesú“ í fjöl-
skylduvænni hátíðardagskrá
sem fram fer í Gerðaskóla á
sunnudaginn eftir messu. Há-
tíðin er haldin í tilefni af 150
ára afmæli Útskálakirkju.
Á ýmsu gekk þegar börnin
komu saman til að æfa söng-
leikinn, undir stjórn kenn-
aranna Önnu Elísabetar Gests-
dóttur og Erlu Ásmundsdóttur.
Hópurinn sýndi söngleikinn
fyrr í vor á árshátíð skólans.
Sóknarpresturinn, Sigurður
Grétar Sigurðsson, sem leikur
undir segir, að þetta sé
skemmtilegt dæmi um farsælt
samstarf kirkju og skóla. Oft
hafi verið líf og fjör á æfing-
unum og einbeitingin mismikil
en á árshátíðinni hafi flutning-
urinn verið óaðfinnanlegur hjá
börnunum.
Á fjölskylduhátíðinni verða
fleiri tónlistaratriði og Karl
Sigurbjörnsson, biskup Íslands,
og Gunnar Kristjánsson pró-
fastur ávarpa samkomuna.
Á sunnudag verður útvarps-
messa í Útskálakirkju klukkan
11.
Árdegis í dag verða skipu-
lagðar gönguferðir frá Hvals-
neskirkju og Keflavíkurkirkju
til Útskála. Það er gert til að
minna á tengsl þessara vina-
sókna í gegnum aldirnar.
Myndasýning verður í Útskála-
húsinu báða dagana.
„Síðustu
dagar Jesú“
HÁTÍÐ UM HELGINA