Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 28
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-1.
++0-.1
/+-.20
/3-./,
+0-41/
+43-41
+-,320
+0/-00
+14-.4
++5-+.
+02-+,
++.-4+
//-3,/
/3-.01
+0-,+1
+43-2/
+-,++.
+04-,/
+1,-4.
/+.-1++/
++5-,1
+02-5.
++.-11
//-+31
/+-3,0
+0-,2
+4+-30
+-,+13
+04-.1
+1,-05
28 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Þegar ljóst var að til greina kom að
gömlu bankarnir kynnu að eignast
virkan hlut í nýju bönkunum komst
Fjármálaeftirlitið að þeirri niður-
stöðu að slíkt fyrirkomulag væri
ekki heppilegt og þrotabú gömlu
bankanna gæti ekki talist hæfur
eigandi að ráðandi hlut í bönkun-
um. Þrátt fyrir þetta varð niður-
staðan sú að íslenska ríkið samdi
um að skilanefnd Glitnis eignaðist
95% hlut í Íslandsbanka fyrir hönd
kröfuhafa og að skilanefnd Kaup-
þings eignaðist 87% hlut í Arion
fyrir hönd sinna kröfuhafa.
Fram kemur í skýrslu fjármála-
ráðherra um endurreisn viðskipta-
bankanna að Fjármálaeftirlitið hafi
á sínum tíma komist að þeirri nið-
urstöðu að veigamikil rök væru
gegn því að þrotabú gömlu bank-
anna færu með virkan eignarhlut í
nýju bönkunum. FME dró til að
mynda í efa að markmið starfsemi
þrotabúanna – að hámarka eftir-
standandi virði eignasafns í þágu í
kröfuhafa á sem skemmstum tíma –
færi í öllum tilvikum saman við far-
sælan rekstur fjármálafyrirtækja.
Auk þess var bent á að vafi léki um
fjárhagslegan styrk þrotabúanna,
auk þess sem með öllu óljóst væri
hverjir yrðu svo ráðandi eigendur
bankanna þegar nauðasamningar,
slit og úthlutun úr þrotabúunum
næði fram að ganga.
Í skýrslu fjármálaráðherra segir
að reynt hafi verið að draga úr
mögulegum hagsmunaárekstrum
með því að setja skilyrði fyrir eign-
arhaldi þrotabúanna. Skilyrðin fel-
ast meðal annars í kvöðum á arð-
greiðslur til eigenda, auk þess sem
eigendur verða að halda „til hliðar
lausu fé til að taka þátt í endur-
fjármögnun bankans sé hennar
þörf og kjósi eigandinn að taka þátt
í henni.“ Í þessu samhengi er rétt
að taka fram að íslenska ríkið hefur
skuldbundið sig ítrekað í viljayfir-
lýsingum í tengslum við endurskoð-
un á efnahagsáætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins að leggja bönkunum
til eiginfjárframlag ef það fer undir
lögbundin mörk.
Horfið frá upprunalegu
áætluninni veturinn 2009
Sem kunnugt er þá fólst hin upp-
runalega áætlun um endurreisn
bankanna haustið 2008 í að ríkið
myndi leggja þeim til eigið fé að
loknu uppgjöri milli nýrra og gam-
alla banka. Ljóst má vera að ef
þessi leið hefði verið farin þá hefði
ríkið, sem eigandi stóru viðskipta-
bankanna þriggja, ekki haft neinn
sérstakan hag af því að endurmeta
útlánasöfnin í nýju bönkunum um-
fram það verð sem þau voru keypt
á. Þetta hefði með öðrum orðum
leitt til fremur skjótrar úrvinnslu á
þeim skuldavanda sem hvílir á
einkageiranum og heimilunum og
er einn af helstu dragbítum hag-
vaxtar um þessar mundir.
Í skýrslunni um endurreisn við-
skiptabankanna kemur fram að rík-
isstjórnin hafi í febrúar árið 2009
ákveðið að hverfa frá hinni upp-
runalegu áætlun. Fram kemur að
óánægja kröfuhafa gömlu bank-
anna hafi farið vaxandi veturinn
2009, meðal annars yfir því að áætl-
un stjórnvalda um endurreisn
bankanna væri einhliða og þeir
væru ekki hafðir með í ráðum. Orð-
rétt segir í skýrslunni: „og því yrðu
þeir óhjákvæmilega að leita réttar
síns hjá þar til bærum yfirvöldum.
Þrátt fyrir að þetta sjónarmið væri
ekki réttmætt var orðið ljóst í árs-
byrjun 2009 að gera yrði breyting-
ar á upprunalegum áætlunum um
endurreisn bankanna.“ Hófust í
kjölfarið viðræður milli ríkisins og
nýju bankanna sem eigenda ann-
arsvegar og skilanefnda og kröfu-
hafa gömlu bankanna hinsvegar.
Skilanefndirnar sáu snemma
dulið eigið fé í nýju bönkunum
Ekki er frekar gerð grein fyrir í
skýrslunni hvað olli þessum sinna-
skiptum stjórnvalda varðandi end-
urreisn viðskiptabankanna í febr-
úar 2009. Hinsvegar hefur
Morgunblaðið heimildir fyrir því að
skilanefndir Glitnis og Kaupþings
hafi snemma komist á þá skoðun að
töluvert dulið eigið fé myndi renna
inn í nýju bankana. Endurspeglast
þetta mat í skýrslunni þar sem seg-
ir að kröfuhafar hefðu óttast að
þeir yrðu neyddir til þess að taka
við greiðslum „á grundvelli van-
mats á eignum og yrði neitað um að
fá tækifæri til að fá hlutdeild í
mögulegum framtíðarendurbata
hjá nýju bönkunum og í hagkerf-
inu.“
Þetta myndaði farveg þeirrar
hugmyndar að skilanefndir Glitnis
og Kaupþings myndu eignast ráð-
andi hlut í Íslandsbanka annars-
vegar og Arion hinsvegar. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins mun
umtalsverður munur hafa verið á
mati ríkisins og mati skilanefnd-
anna á verðmæti eignasafns Ís-
landsbanka og Arion. Þessu mun
hinsvegar hafa verið þveröfugt far-
ið þegar kom að mati eigna Lands-
bankans. Sé horft til þess mats sem
ráðgjafafyrirtækið Deloitte skilaði
til FME hinn 22. apríl 2009 þá lá
mat ríkisins á neðri bili verðmats-
ins á sama tíma og mat kröfuhafa
var í efri mörkum.
Í kjölfar þess að mat Deloitte lá
fyrir komst skriður á viðræðurnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins héldu fulltrúar kröfuhafa
því á lofti að enginn friður myndi
ríkja um að ríkið myndi ákvarða
verðmatið einhliða og þar af leið-
andi fóru viðræðurnar að snúast
um hvernig mætti útfæra sam-
komulag þar sem þeir myndu njóta
góðs af mögulegu endurmati á
eignum bankanna. Töldu þeir að
eign í bönkunum tveim í formi
hlutafjár væri hagstæðari leið en
útgáfa skuldabréfs til þrotabúanna,
eins og til að mynda var gert við
skiptingu Landsbankans, þar sem
greiðslur nýju bankanna til
þrotabúanna kynnu að íþyngja
rekstri þeirra verulega. Eins og
margoft hefur komið fram þá taldi
ríkið hag sínum borgið með sölu á
ráðandi hlut til skilanefndanna þar
sem það myndi spara því verulegar
upphæðir sem hefðu ella farið í
endurfjármögnun Íslandsbanka og
Arion.
Taldi eignarhaldið óheppilegt
Í skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna kemur fram að FME hafi talið óheppilegt að skilanefnd-
irnar eignuðust ráðandi hlut í bönkunum Skyndileg stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í febrúar 2009
Morgunblaðið/Eggert
Samkomulag Tilkynnt um samkomulag ríkisins og skilanefndanna 2009.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Kaupþing veitti ábyrgð á lánum
Landsbankans til Fjárfestinga-
félagsins Grettis, sem var eigu
stjórnarformanns Landsbankans,
Björgólfs Guðmundssonar. Lands-
bankinn kallaði aldrei inn tryggingar
Kaupþings. Ábyrgðirnar námu í
heild ríflega 18 milljörðum króna.
Grettir var um skeið eignamikið fé-
lag, og átti meðal annars stóra hluti í
Eimskipi og Icelandic Group. Af
þeim sökum ætlar slitastjórn Lands-
bankans að stefna fyrrverandi
bankastjórum Landsbankans, þeim
Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J.
Kristjánssyni og fyrrverandi for-
stöðumanni fyrirtækjasviðs, Elínu
Sigfúsdóttur. Eftir að þeir Sigurjón
og Halldór hurfu frá störfum í
Landsbankanum og stofnaður var
nýr banki á grunni þess gamla,
gegndi Elín starfi bankastjóra nýja
bankans um skeið.
Lánað til Straums
Greint var frá því í gær að slit-
astjórn Landsbankans hygðist höfða
tvö skaðabótamál á hendur fyrrver-
andi stjórnendum bankans. Hitt
málið snýst um lánveitingu Lands-
bankans til Straums hinn 30. sept-
ember 2008, einum degi eftir að ís-
lenska ríkið hafði tilkynnt um að 75%
hlutur í Glitni yrði tekinn yfir á nið-
ursettu verði, með tilheyrandi afleið-
ingum fyrir hlutabréfaverð Glitnis.
Lánið var veitt til Straums vegna
kaupa á hluta erlendrar starfsemi
Landsbankans. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að slitastjórn telji að
stjórnendur Landsbankans hefðu
mátt vita betur en svo að viturlegt
væri að lána Straumi á þessum tíma,
enda mikil óvissa ríkjandi um afdrif
íslenskra fjármálafyrirtækja.
Skuldir Grettis í ábyrgð
Slitastjórn Landsbankans ætlar að höfða tvö skaðabótamál á hendur fyrrverandi
stjórnendum bankans Kaupþing veitti ábyrgð á skuldum Grettis við bankann
Morgunblaðið/Ómar
Ábyrgð Kaupþing veitti ábyrgð á skuldum félags stjórnarformanns bankans
við Landsbankann. Ekki var ráðist í innheimtu á þeim tryggingum.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Þó svo að ríkið hafi komist hjá
því að leggja miklar fjárhæðir til
endurfjármögnunar Íslandsbanka
og Arion hefur sala bankanna til
þrotabúanna verið gagnrýnd. Er
sú gagnrýni að mörgu leyti sam-
hljóða þeim áhyggjum sem FME
setti fram varðandi mögulegt
eignarhald þeirra á bönkunum.
Það er að segja að núverandi
eignarhald sé óheppilegt sökum
þess að hvati núverandi eigenda
felst fyrst og fremst í því að end-
urmeta lánasöfnin eins mikið og
mögulegt er fram að þeim tíma
að þeir losa um eignarhald sitt.
Einnig hefur ver-
ið bent á að
undir núverandi
kringumstæðum
þá sé mun ríkari
hvati fyrir bank-
ana að viðhalda
mikilli skuld-
setningu á fyr-
irtæki sem eru
með gott sjóðstreymi í þeirra
umsjá til þess að tryggja sér sem
mestar greiðslur í stað þess að
umbreyta þeim til þess að auka
rekstrarhæfi og gera þau sölu-
vænlegri.
Hagur í skuldsetningu
EIGENDUR ÍSLANDSBANKA OG ARION
Íslenskar krónur.
Rakel Sveinsdóttir
er hætt hjá Credit-
info. Rakel leiddi
sameiningu Láns-
trausts og Fjölmiðla-
vaktarinnar áramót-
in 2007/2008 og varð
framkvæmdastjóri
Creditinfo á Íslandi.
Hættir hjá
Creditinfo
Rakel
Sveinsdóttir