Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 30

Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ræðu Baracks Obama Bandaríkjaforseta á fimmtudag um Miðausturlönd og samskipti Bandaríkjanna við heimshlutann var misjafnlega tekið, bæði heima fyrir og erlendis. Mahmoud Ab- bas, forseti Palestínumanna, sagðist fagna tilraun Obama til að ýta undir nýjar friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna. En utanríkisráðherra Hamas-stjórnarinnar á Gaza, Mohamed Awad, var neikvæðari og sagði að meira þyrfti til en slag- orð af hálfu Obama. „Hann reyndi að þóknast öll- um en ekki Palestínumönnum,“ sagði Awad. Miðausturlandaræðu misvel tekið  Fulltrúi Hamas segir Obama vilja þóknast öllum nema Palestínumönnum  Netanyahu gagnrýnir tillögu um landamæri væntanlegs Palestínuríkis Í ræðunni sagði Obama Bandaríkin eiga mikilla hags- muna að gæta í Miðausturlönd- um, þeir væru tengdir þeim órjúfanlegum böndum. En nýr kafli væri hafinn í samskiptun- um í kjölfar uppreisnanna í arabaríkjunum. „Óbreytt ástand getur ekki verið viðvar- andi,“ sagði forsetinn og hét stuðningi við lýðræðiskröfur al- mennings í nokkrum nafngreindum ríkjum þ. á m. Barein. Athygli vakti að hann nefndi ekki olíu- veldið Sádi-Arabíu. Barack Obama Obama gagnrýndi Palestínumenn og Ísraela fyrir óbilgirni, hann mælti með svonefndri tveggja ríkja lausn og landamæri landanna yrðu þau sömu og fyrir stríð araba og Ísraela 1967. Væntanlegir forsetaframbjóðendur repúblik- ana gagnrýndu hart ræðu Obama. Mitt Romney sagði Obama hafa fært Palestínumönnum sigur- inn áður en samningaviðræður hæfust. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, gagnrýndi ræðuna með óvenju hvössu orðalagi og benti á að báðar deildir Bandaríkjaþings hefðu samþykkt ár- ið 2004 að Ísraelar ættu ekki að þurfa að sætta sig við landamærin frá 1967. Obama og Netanyahu áttu fund síðdegis í gær í Hvíta húsinu. Gömul landamæratillaga » Hæpið er að segja að um mikla stefnubreytingu sé að ræða varðandi landamærin. » Fyrri forsetar og ráðamenn í Ísrael hafa einnig rætt lausn sem byggist á því að miðað sé við landamærin frá 1967. » Árið 2000 var næstum búið að semja um að Ísrael léti af hendi svæði en héldi stærstu byggðum landtökumanna. Skraufþurr og sprunginn jarðvegur í grennd við Anjou-Bretagne-brúna yfir Loire í vestanverðu Frakk- landi. Umhverfisráðherra Frakklands, Nathalie Kos- ciusko-Moriset, sagði í vikunni að vandinn vegna þurrka væri mikill í stórum hluta landsins og hefur þegar sett skorður við vatnsnotkun í um þriðjungi hér- aðanna. Landbúnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og notar um 80% af öllu vatni í landinu. Reuters Þurrkur við Loire-fljótið FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Dominique Strauss-Kahn verður nú leystur úr haldi gegn tryggingu en fær ekki að fara úr landi. Margir hafa amast við þeirri hrottalegu venju Bandaríkjamanna að handjárna varð- haldsfanga. Bent er á að þessi siður brjóti beinlínis gegn því helga lögmáli að allir séu saklausir þar til sekt sé sönnuð. En um hvað snýst málið sjálft, er þetta tóm skinhelgi, er Strauss-Kahn bara fjölþreifinn til kvenna og þess vegna þyrnir í augum bandarískra púrítana? Sænski lagaprófessorinn Mårten Schultz er harðorður í garð fjölmiðla í grein í Dagens Nyheter. Oft sé rætt um ákæruna með loðnu orðalagi, tal- að um kynferðisbrot, fjallað í slúðurf- réttastíl um kvennafarið. Hann sé haldinn kynlífsþorsta og alræmd- ur fyrir draga konur á tálar. Grundvallaratriði réttarríkis- ins fari forgörðum í þessari umræðu, segir Schultz þar sem öllu sé blandað saman í einn graut. „Það var ekki kyn- lífshneyksli sem olli því að [fyrrverandi] forstjóri AGS situr bak við lás og slá,“ segir Schultz. „Mik- ilvægi þátturinn er ekki kynlíf eða hneyksli heldur var manneskja ákærð fyrir að beita ofbeldi gegn annarri.“ Fleiri hafa gagnrýnt hvernig reynt hafi verið að útskýra og nánast afsaka meinta hegðun Strauss-Kahn með þjóðerni hans; hann sé nú Frakki og þeir séu bara svona. Verði þá að spyrja hvort það sé eðlileg hegðun hjá frönskum körlum að beita annað fólk líkamlegu ofbeldi. Strauss-Kahn virðist ekki síður eiga vini en leikstjórinn Roman Pol- anski, sem á sínum tíma fyllti 13 ára stúlku af fíkniefnum og nauðgaði henni en flúði réttvísina vestra eftir að hafa játað brotið. Stuðningsmenn hans hafa margir ýjað að því með loðnu orðalagi að barnið hafi sam- þykkt að eiga mök við Polanski. „Manneskja ákærð fyrir að beita ofbeldi“  Sænskur lagaprófessor segir aðalatriði málsins gegn Strauss-Kahn nær drukkna í kynlífsþvaðri í fjölmiðlum Hundruð suður-kóreskra vændiskvenna og dólgar þeirra efndu í gær til mótmæla fyrir utan húsakynni sín í höfuðstaðnum Seoul vegna áhlaupa sem lögreglan hefur gert á starfsemi þeirra. Var þess krafist að afnumin yrðu lög gegn vændi. Gatan hafði verið máluð rauð í öðrum mótmælum. Á móti lögum gegn vændi Bandaríski hornaboltamaðurinn Rob Summers lenti í bílslsysi í Ore- gon fyrir þrem árum og lamaðist, hann fékk að vita að framvegis yrði hann í hjólastól. En nú getur Summ- ers, sem er 25 ára, staðið uppréttur á ný og jafnvel gengið nokkur skref með aðstoð, að sögn Guardians. Í slysinu rofnuðu taugar sem miðla boðum frá heilanum. Læknar græddu 16 rafskaut í hrygginn á Summers og senda þau rafboð í mænuna. Með mikilli þjálfun hefur honum nú tekist að ná verulegri stjórn á fótahreyfingum sínum. Einnig virka nú þvagblaðra og þarmar eðlilega, blóðþrýstingur er aftur í jafnvægi. Taugasérfræð- ingurinn Susan Harkema við Kentucky- háskóla, sem tók þátt í aðgerðinni, segir að um þáttaskil sé að ræða. Nú sé ljóst að heilaboð stýri gangi minna en talið var, þau sendi að vísu „ósk“ um gang en taugakerf- ið og mænan annist sjálfa hreyf- inguna. kjon@mbl.is Lamaður á fætur með hjálp rafskauta Rob Summers Viðbrögð valdastéttarinnar í Frakklandi gagnvart máli sósíalistans Strauss-Kahn hafa vakið furðu margra. Nokkrir þekktir andans menn hafa gengið fram fyr- ir skjöldu og nánast slegið því föstu að hann sé alveg sak- laus eða því sem næst, þótt banda- ríska lögreglan segist hafa öruggar sannanir gegn honum. Sumir hafa lagt áherslu á gott starf sakborningsins hjá AGS sem virðist þá eiga að duga til að fyrirgefa honum meint ofbeldi. Einnig er bent á að margir, þ. á m. hinn þekkti, franski heimspek- ingur og vinstrisinni Bernard- Henry Levy, hafi greinilega ekki neina samúð með meintum þol- anda sem er fátæk blökkukona í New York og einstæð móðir. Sósíalistinn jafnari en aðrir? FRANSKA VALDASTÉTTIN OG TVÖFALDA SIÐGÆÐIÐ Skannaðu kóðann til að lesa um Strauss-Kahn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.