Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 32

Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jón GnarrKristinssonborgarstjóri segir að „full ástæða“ sé til að skoða og ræða hvort raunhæft sé að lækka útsvarið í borginni í ljósi góðrar afkomu borgarsjóðs í fyrra. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir á hinn bóginn að hagnaður og bætt afkoma af rekstri borg- arinnar gefi ekki tilefni til að endurskoða útsvarshækkanir. Nú er ekki gott að vita hvort alvara býr að baki orðum borg- arstjóra, en sé svo verður fróð- legt að sjá hvort skattar verða lækkaðir í borginni eða hvort varaformaður Samfylking- arinnar fær að ráða því að út- svarshækkun núverandi meiri- hluta standi. Enginn þarf að efast um hvers vegna Dagur B. Eggertsson og aðrir í Samfylk- ingunni hafa lagt ofuráherslu á að sköttum sé haldið í hámarki í Reykjavík. Hugmyndin á bak við það er augljóslega að láta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur formanns Samfylk- ingarinnar líta betur út, en hún hefur enga aðra „lausn“ séð á efnahagsvanda þjóð- arinnar en að hækka skatta og herða höft. Ef Jón Gnarr meinar það sem hann segir er auðvitað grafalvarlegt ef Samfylkingin í Reykjavík kemst upp með að halda sköttum í hámarki. Það væri fullkomlega óeðlilegt ef sá flokkur, sem verst fór út úr síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum og var í raun hafnað af kjósendum, fengi að ráða úr- slitum í jafn mikilvægu máli ef fyrir liggur að meirihluti er fyrir því að slaka á skatta- klónni. Fari svo verður að líta á það sem enn eina vísbend- ingu þess að Jón Gnarr Kristinsson sé aðeins borg- arstjóri upp á punt, eins og stundum er haldið fram. Þá liggur fyrir að það er í raun Dagur B. Eggertsson sem ræður ferð- inni í borginni. Sé raunin hins vegar sú að Jón Gnarr er með yfirlýsingu sinni eingöngu að blekkja kjós- endur og reyna að slá pólitísk- ar keilur með því að ljá máls á skattalækkunum er staða borgarbúa enn nöturlegri. Þá sitja þeir ekki aðeins uppi með leikaraskap heldur einnig óheilindi, en því verður ekki trúað fyrr en á reynir að svo sé. Staðreyndin er sú að engin ástæða var fyrir núverandi meirihluta í borgarstjórn að hækka útsvar á borgarbúa í hámark. Þetta hlýtur Dagur B. Eggertsson að hafa vitað allan tímann, en óvíst er hvort Jón Gnarr Kristinsson gerði sér grein fyrir þessu eða lét Dag tala sig inn á hækkanir með vafasömum röksemdum. Ný- birtir reikningar borgarinnar fyrir síðasta ár sýna í öllu falli að borgin hafði enga þörf fyrir þessa hækkun. Meira máli skiptir þó og er aðalatriði málsins, að borgarbúar eru ekki aflögufærir. Ríkisstjórn- in, undir forystu Samfylking- arinnar, er þegar búin að auka svo skattbyrðarnar að ekki er á það bætandi að borgarstjórn- armeirihlutinn setji skattana í topp. Borgarstjóri verður nú að sýna að hann er ekki með látalæti í þessu alvarlega máli og að það sé hann en ekki Dag- ur B. Eggertsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, sem ræður för í Reykjavík. Borgarstjóri segist vilja endurskoða skattahækkanir en varaformaður Samfylkingarinnar er á móti} Hver ræður í Reykjavík? Í dag átti jörðinað farast eða fast að því sam- kvæmt spám sem allstór hópur manna virtist hafa lesið út úr helgum textum. Sumir þess- ara túlkenda hafa reynt að koma þessum spám á fram- færi, sem sjálfsagt var ekki óeðlilegt út frá þeirra sjón- armiði. Aðrir hafa útmálað hina sömu sem einfeldninga og hindurvitnaspekinga. En heimsendaspár eru þó algeng- ari en virðist og stundum ná slíkar spár ekki nema til smá- svæðis, eins og Íslands, þrátt fyrir nafnið. Þeir sem ekki hafa viljað taka loftslagsspár með öllu trúanlegar hafa ver- ið taldir öfgamenn andsnúnir vís- indum, þótt vís- indalegur ágrein- ingur ríki um loftslagsspárnar. Þær eru að vísu flestar til áratuga eða jafnvel alda, svo erfitt er að sannreyna þær með 100 pró- sent öryggi. En ein a.m.k. var til skemmri tíma. Hún var frá sjálfri Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem spáði árið 2005 að árið 2010 yrðu 50 milljónir flóttamanna á nánar tilgreindum svæðum í heiminum. Nú vill stofnunin fela þessa spá sína. Og svo var það hinn sérstaki íslenski heimsendir, ef sagt yrði nei við Icesave. Heimsendaspár fá illan endi }Heimsendir dregst Heimurinn endar í dag, ef marka má tæplega níræðan, bandarískan predikara sem lesið hefur biblíuna afturábak og áfram síðastliðin 70 ár, að sögn. Þetta er því síðasti pistillinn; ekki bara lokapistill minn heldur sá síðasti í sögu fjölmiðlunar hér á landi. Kannski í heim- inum; best að fullyrða þó ekkert um það, vegna tímamismunar. Eins gott að nota plássið vel. Harold Camping hefur verið nokkuð í sviðs- ljósinu upp á síðkastið eins og þegar hann birti ámóta spá síðast, árið 1994. Þá var hann þess fullviss að dómsdagur yrði sjötta sept- ember, en þegar heimsbyggðin vaknaði glöð og hress að morgni þess sjöunda kom í ljós að hann hafði misreiknað sig. Nú segir hann hins vegar ekki um að villast. Hann hafi náð að lesa heilmikið í biblíunni síðan 94 og orðið margs vísari. Camping er menntaður verkfræðingur og starfaði lengi á vettvangi þeirrar göfugu greinar, en hóf að beita stærðfræðinni á biblíuna fyrir margt löngu og hefur helgað sig þeim útreikningum og spádómum þar að lút- andi áratugum saman. Ef – ég segi bara ef, því ekki þori ég að lýsa því yfir að ég trúi spánni, vegna þess að þá verður hlegið að mér þegar/ef hún rætist ekki – ef sá gamli hefur rétt fyrir sér, vil ég fara héðan með hreina samvisku, þó ekki sé nema ef ég hitti hugsanlega vini og kunningja einhvers staðar annars í öðrum óravíddum síðar. Því er rétt að lýsa yfir eftirfarandi: Ég laug því einu sinni að stelpu sem ég var skotinn í að mér þætti Smokie góð hljómsveit. Það dugði reyndar ekki til þess að fanga hjarta hennar, en ef hún er áskrifandi og blaðið borið heim til hennar fyrir heimsendi vil ég að hún viti þetta. Ég fór einu sinni yfir á rauðu ljósi. Ég svindlaði einu sinni á stærðfræðiprófi í áttunda bekk. Það fór reyndar svo illa í mig að mér hefur ekki tekist að reikna rétt síðan, svo það er líklega næg refsing. Það skiptir því ekki máli hvort Oddný kennari sér blaðið eða ekki. Nýja bíó er ekki lengur til; þar fékk ég einu sinni of mikið gefið til baka í sjoppunni en lét engan vita. Vonandi fór reksturinn ekki í þrot vegna þessa glæps míns. Það var ég sem sparkaði í Jóa í frímínútunum haustið 1974. Ekki Viddi, eins og ég sagði þá. Svo smyglaði ég viskíflösku til landsins árið 1977, 15 ára gamall. Ekki af því að mig langaði í innihaldið, þetta var löngu áður en ég kynntist skoskum neysluhefðum, heldur vegna þess að flaskan var svo flott. BELL’S Old Scotch Whisky stendur á þessari keramik-bjöllu sem ég á ennþá. Hún er að vísu löngu orðin tóm en samt flott. Ekki man ég einu sinni hvenær tappinn var tekinn úr. Þarna laug ég í síðasta skipti; ég man það víst, en vil ekki segja frá því. Dætur mínar lesa stundum þessa pistla. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Þegar heimurinn endar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is T ímarnir breytast og útfar- arsiðirnir með. Fyrir fimmtán árum var hlut- fall bálfara tæplega níu prósent af heildartölu út- fara en það hafði hækkað upp í 22,3% á síðasta ári – og á höfuðborgasvæð- inu eru bálfarir um 40% af útförum. Og þó svo halda megi því fram að bál- för víki frá eldri kirkjulegri venju virðist fjölgunin ekki helgast af trúarlegri hnignun þjóðarinnar. Fjallað er um málið í nýjasta hefti Bautasteins, fréttablaðs Kirkju- garðasambands Íslands. Spurður um skýringu á þessari fjölgun segir Þór- steinn Ragnarsson, formaður sam- bandsins, hana hugsanlega þríþætta. „Fyrst og fremst er það þróunin á hinum Norðurlöndunum og nánari vitneskja um þessa siði þar og hvern- ig þeir hafa þróast. Eins er það, að þau svæði sem við höfum tekið í notk- un, duftgarðurinn við kirkjuna sem tekinn var í notkun um miðja síðustu öld og síðan Sólland, ýta undir áhuga fólks,“ segir Þórsteinn og bætir við: „Kannski er þriðja ástæðan svo sú, að menn telji þetta einnig hagkvæmt fyrir samfélagið. Það getur blandast inn í þetta, þó svo það vegi kannski minna en hitt.“ Öskudreifing eykst ekki Hvað varðar hagkvæmnina bendir Þórsteinn á að sex til sjö duft- ker rúmist á sama svæði og ein kista, þannig sé hægt að nýta kirkjugarða mun betur. Þá opnar fjölgun bálfara möguleika á að taka aftur grafir í gömlum kirkjugörðum sem fullsettir hafa verið, og jafnvel er hægt að taka aftur í notkun fjölskyldugrafreiti og nýta þá kynslóð eftir kynslóð. Einn þáttur sem menn kannski ímynda sér að spili inn í fjölgunina er kostnaður. Þórsteinn segir það hins vegar ekki vera hagkvæmara fyrir budduna að velja bálför. „En Danir fóru reyndar þá leið. Í kringum árið 1960 ákváðu þeir að nota þetta sem hagstjórnartæki og lækkuðu kostnað við bálfarir þannig að það var mun ódýrara að fara þá leið. Danir tóku aldeilis við sér eftir það og bálförum fjölgaði gríðarlega.“ Þessi möguleiki hefur hins veg- ar ekki verið skoðaður hér á landi né ræddur. „Þannig hefur verið staðið að þessu, að báðar leiðir eru kynntar mjög vel og svo velur fólk bara.“ Þórsteinn tekur einnig fram að í dag er jafnvel verið að jarðsetja þá sem tóku ákvörðun um bálför fyrir áratugum síðan og skrifuðu beiðnir um að verða brenndir. Hægt er að skila inn slíkri beiðni á vef kirkju- garða Reykjavíkurprófastdæma, og liggja fyrir í dag á annað þúsund beiðnir. En þrátt fyrir að mikil fjölgun hafi orðið á bálförum fylgir ekki með að fólk sæki um leyfi til að dreifa ösk- unni, en hægt hefur verið að sækja um slíkt leyfi frá árinu 2003. Þór- steinn segir það mjög lítið hlutfall af bálförum og það hafi ekki aukist að neinu ráði frá því reglugerðin var sett. Til að það komi fram er aðeins heimilt að dreifa ösku látinna manna yfir haf og óbyggðir. Kistulagning að leggjast af Fleira er þó að breytast í útfararsiðunum. Svo virðist nefnilega sem kistulagning sé að leggjast af í þekktri mynd og í auknum mæli sé hún sameinuð útför. Er þá kistulagt í þröngum hópi og útförin haldin í beinu framhaldi. Kistulagning er svo gott sem séríslenskur siður því á öðrum Norð- urlöndum er hún alfarið dott- in upp fyrir. Þórsteinn segir þó hugsanlega eima eftir af siðnum í sveitum Norður- Noregs. Bálfarir að verða heitastar í útförum Sólland Duftgarðurinn á Sóllandi var vígður 2. október 2009. Sex þingmenn úr öllum flokkum utan Sjálfstæðisflokks lögðu fram frumvarp í byrjun mars en í því eru lagðar til breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Helsta breyt- ingin er heimild til þurrfryst- ingar líka við greftrun, sem sé umhverfisvænni greftrun til þess fallin að draga úr mengun af greftrun og líkbrennslu. Þó svo að í hópi flutnings- manna séu þingmenn úr stjórn- arflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, hefur enn ekki verið mælt fyrir frumvarp- inu og útséð um að það verði fyrir sumarfrí, hvað þá á haustþingi. Kom enda í ljós andstaða við þá að- ferð að sökkva líkum í fljótandi köfnunar- efni, og bent var á að mörgu þyrfti að huga að. Má því segja að frumvarpið hafi verið þurrfryst í meðförum þingsins. Þurrfryst frumvarp UMDEILDAR AÐFERÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.