Morgunblaðið - 21.05.2011, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
✝ Debóra Þórð-ardóttir fæddist
á Hvammstanga 24.
nóvember 1910.
Hún andaðist á Elli-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 13. maí
2011. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðrún Karólína
Sveinsdóttir, f. 15.
ágúst 1881 á Svarf-
hóli í Stafholts-
tungum, d. 11. marz 1980, og
Þórður Sæmundsson skósmiður
og síðar símstjóri á Hvamms-
tanga, f. 30. marz 1879 í Hrafna-
dal í Hrútafirði, d. 12. febrúar
1944.
Systkini Debóru voru: Sigríður
Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, f.
1909, d. 1988, átti Karvel Sig-
vörð.
Debóra ólst upp á Hvamms-
tanga. Hún stundaði nám í Hér-
aðsskólanum í Reykholti veturna
1931-1933 og árið 1936 í Hús-
mæðraskólanum á Ísafirði. Hún
dvaldist um eins árs skeið í Borg-
arnesi, en að þessu frátöldu átti
hún heima á Hvammstanga allt
til ársins 1971. Debóra var árin
1932-1934 símastúlka á Hvamms-
tanga, á Borðeyri árið 1936 og
aftur á Hvammstanga árin 1936-
1944. Er Þórður faðir hennar lézt
tók hún við stöðvarstjórastarfinu.
Árið 1962 varð hún stöðvarstjóri
Pósts og síma á Hvammstanga er
þau störf voru sameinuð. Árið
1971 fluttust þau hjón til Reykja-
víkur og störfuðu bæði á skrif-
stofu Pósts- og síma unz starfs-
degi lauk.
Minningarathöfn um Debóru
var í Neskirkju í gær, 20. maí
2011. Debóra verður jarðsungin
frá Hvammstangakirkju í dag,
21. maí 2011, og hefst athöfnin kl.
14. Jarðsett verður í Kirkju-
hvammi.
urgeirsson sjómann
frá Ísafirði, Þuríður
Jórunn, húsmóðir í
Reykjavík, f. 1912,
d. 1988, átti fyrst
Hrólf J. Þor-
steinsson, farmann
frá Gröf á Vatnsnesi
og síðar Sæmund
Eggertsson frá
Leirárgörðum, og
Sveinn Helgi, skatt-
stjóri í Hafnarfirði,
f. 1916, d. 1987.
Árið 1950 giftist Debóra Ás-
valdi Bjarnasyni, verzlunarmanni
við Kaupfélag Vestur-
Húnvetninga, síðar starfsmanni
við póstþjónustuna á Hvamms-
tanga. Þau hjón voru barnlaus,
en Debóra ól upp systurson sinn
Þór Magnússon, síðar þjóðminja-
Móðursystir mín Debóra Þórð-
ardóttir andaðist á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund í Reykjavík
hinn 13. maí síðastliðinn á 101. ald-
ursári. Langlífi er ekki óþekkt í
ætt hennar. Guðrún móðir hennar
varð hartnær 100 ára gömul og
afasystir hennar komst einnig yfir
tírætt. Debóra vann alla sína
starfstíð við Landssíma Íslands,
sem lengst af hét svo, og síðustu
starfsárin við hina sameinuðu
stofnun, Póst og síma. Þórður fað-
ir hennar varð símstjóri þar árið
1917 er sími var lagður þangað.
Debóra tók við starfinu eftir föður
sinn, árið 1944, og gegndi því til
1971 er hún fluttist ásamt manni
sínum til Reykjavíkur. Foreldrar
Debóru fluttust til Hvammstanga
árið 1910. Bráðlega eignuðust þau
þar húsið Sólheima, sem varð
heimili fjölskyldunnar síðan þar
nyrðra. Þórður var skósmiður og
þótti tilvalið að fá honum síma-
vörzluna í hendur. Er tímar liðu
jókst símaafgreiðslan og þegar
dæturnar komust á legg tóku þær
að sinna símavörzlunni, ekki sízt
Debóra. Margir áttu leið þar inn á
heimilið, áttu erindi við skósmið-
inn eða þurftu að tala í símann.
Það var því í þjóðbraut að kalla
má. Á heimilinu voru hinar „fornu
dyggðir“ iðkaðar í hvívetna, traust
guðstrú, trúmennska og reglu-
semi, iðni og nýtni, þrifnaður og
snyrtimennska. Debóra bar alla
tíð vitni þess sem henni og systk-
inum hennar var innrætt í æsku.
Hún var trúuð og kirkjurækin,
skyldurækin og áreiðanleg í öllu.
Árið 1950 giftust hún Ásvaldi
Bjarnasyni, þá starfsmanni við
Kaupfélagið en síðar við Póst og
síma. Hjónaband þeirra varaði í
rúm 60 ár og alla tíð lýsti það af
umhyggju og hlýju. Þeim varð
ekki barna auðið en ég naut hins
vegar umhyggju Debóru í æsku
og var hún í reynd fósturmóðir
mín, þótt vissulega kæmu fleiri í
fjölskyldunni meira og minna að
uppeldi mínu. Þau Ásvaldur voru
samhent í starfi, nutu þess að
ferðast, ekki sízt til útlanda, fóru
um ýmis lönd Mið- og Suður-Evr-
ópu, oft í hópferðum með fólki úr
söfnuði Neskirkju sem þau séra
Frank M. Halldórsson og Jóna
Hansen stóðu fyrir. Debóra var
listfeng, saumaði út og hafði yndi
af fögrum hlutum. Hin síðari ár
var ýmiss konar föndur, postulíns-
málun og útsaumur dægrastytt-
ing hennar.
Síðustu árin var heilsa Debóru
þrotin og varð hún að vistast á
hjúkrunarheimilum, fyrst á
sjúkrahúsi en síðan á Grund. Ás-
valdur maður hennar hefur einnig
átt þar dvöl hin síðari árin er heils-
an þvarr. Þar hafa þau notið góðar
umönnunar í hvívetna og öðlazt
vináttu og hlýju starfsfólks. Hug-
ur Debóru var oft hin síðari árin á
æskuslóðunum fyrir norðan.
Ávallt spurði hún frétta þaðan,
eins eftir að heimur hversdagsins
fjarlægðist smátt og smátt. Hún
óskaði þess að fá að hvíla að lokum
í Kirkjuhvammi, hinum gamla
grafreit sóknarinnar meðal ætt-
fólks síns. Trú hennar á frelsara
sinn og eilíft líf varð henni líkn í
þrautum og í þeirri vissu hefur
hún horfið á vit þess heims, sem
hún hafði fullvissu um að við tæki
að þessu lífi loknu.
Þór Magnússon.
Debóra
Þórðardóttir
✝ Páll Jónssonfæddist að
Hraunfelli í Sunnu-
dal í Vopnafirði 23.
nóvember 1923.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sundabúð í Vopna-
firði 12. maí 2011.
Foreldrar hans
voru Jón Krist-
jánsson bóndi að
Hraunfelli, f. 31.
okt. 1869, d. 17. maí 1947 og
Þórunn Oddný Einarsdóttir frá
Þorbrandsstöðum, f. 11 feb.
1883, d. 18. des. 1961. Þau eign-
uðust 12 börn. Elstur var Gunn-
laugur, þá Kristján, Sigurlaug,
Einar, Guðmundur, Ingólfur,
Þórhallur, Steindór, Kristrún,
Karl, Margrét og Páll yngstur.
Karl er einn eftirlifandi og býr í
Reykjavík. Páll ólst upp á
Hraunfelli þar til hann fór að
heiman 1949. Hann var í lausa-
mennsku í sveitinni fyrst í stað
en frá 1950 var
hann heimilisfastur
á Ásbrandsstöðum.
Starfaði hann víða
um sveitina við
smíðar og fleira
sem til féll. Upp úr
1960 flutti hann í
Kirkjuból og tók
upp sambúð með
Elsu Höjgaard. Þau
giftu sig 1970 og
árið 1973 fluttu þau
í hús sem þau höfðu byggt að
Hamrahlíð 32. Sama ár tóku þau
í fóstur Einar Ólaf Einarsson,
sonarson Elsu. Sambýliskona
Einars Ólafs var Birna Margrét
Björnsdóttir, þau slitu sam-
vistum. Dóttir þeirra er Helga
María, f. 4. jan. 2002. Sonur
Birnu er Daníel Freyr Sveins-
son, f. 7. des. 1999.
Útför Páls fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag, 21.
maí 2011, og hefst athöfnin kl.
14.
Hann Palli hennar ömmu er
fallinn frá. Í minningunni stendur
þessi hvíthærði, hnarreisti og
stælti maður á tröppunum í
Hamrahlíð, aðeins fyrir aftan
ömmu, og bíður jafnspenntur og
hún eftir norðanmönnum í hús.
Upp hleypur skarinn úr Svarfað-
ardalnum í fangið á þeim hjónum,
eftirvænting á báða bóga og til-
hlökkun til dvalarinnar. Vopna-
fjarðardvöl er að hefjast.
Palli var seinni maður ömmu
Elsu. Í barnslegri einfeldni var
Palli alltaf bara Palli hennar
ömmu. En í raun var Palli ennþá
meiri afi en margur slíkur þó að
skyldleikinn væri ekki til staðar.
Palli gaf sér alltaf tíma til að leika
við okkur sem börn, elta um alla
stofu, lyfta hátt til lofts og snúa í
ótal hringi. Þolinmæði hans í
stansleysi okkar barnanna eftir
áframhaldandi leik var tak-
markalaus og líklega meira háð
því hver ending okkar var frekar
en hans. En síðan skyldi haldið til
verka.
Palli var iðinn maður og stans-
laust að sinna garðverkum, gera
við, hlaupa eftir einhverju smot-
teríi í búðina, hita kaffi og ná í
bakkelsi fram í búr. Á Dalhúsum
sló hann linnulítið með orfi og ljá
og kom einungis inn til að setjast
til borðs með okkur hinum á mat-
málstímum. En jafnvel þá gaf
hann sér tíma fyrir smáfólkið. Afi
af guðs náð!
Palli var hæglátur maður sem
hafði sig lítið í frammi. Amma
Elsa talaði líklega fyrir þau bæði.
Saman ólu þau upp barnabarn
ömmu, Einar Ólaf, sem Palli
gekk fullkomlega í föðurstað. Það
lýsir honum kannski best. Hann
var góður maður með hjartað á
réttum stað. Skilyrðislaust.
Við systkinin viljum þakka
Palla fyrir væntumþykju hans og
ástúð, eltingaleikina og hring-
snúningana, móttökurnar á
tröppunum og allt hitt.
Einari Ólafi og Helgu Maríu
sendum við okkur hlýjustu kveðj-
ur.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
Sá einn er skáld, sem skilur fugla-
mál,
Og skærast hljómar það í barnsins
sál.
Hann saurar aldrei söngsins helu
vé,
Hann syngur líf í smiðjumó og tré.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins
perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
Sá einn er skáld, sem skilur það og
fann,
að skaparinn á leikföng eins og
hann,
og safnar þeim í gamalt gullaskrín.
Og gleður með þeim litlu börnin
sín.
Og glæðir nokkur gleði meiri yl,
en gleðin yfir því að vera til.
Og vita alla vængi hvíta fá
sem víðsýnið og eilífð þrá?
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi.)
Sindri Már, Sigrún Vilborg
og Sigurlaug Elsa Heimis-
og Valborgarbörn.
Mér dettur í hug kvæði Davíðs
þegar Palli er genginn. Kvæðið
er raunar um konu „sem kyndir
ofninn minn“. Palli var þeirrar
gerðar sem segir í þessu fallega
kvæði. Hann vann verk sín hljóð-
ur, var öllum mönnum góður,
læddist um er aðrir sváfu og und-
irbjó daginn fyrir sitt fólk.
Ég minnist þess er Palli kom
fyrst í Kirkjuból og fór að búa
með tengdamóður minni, Elsu
Höjgaard. Mér fannst þetta svo-
lítið skrítið að fólk á þessum aldri
væri að rugla saman reytum.
Þetta breyttist fljótt er ég kynnt-
ist Palla. Elsa þurfti á þessum
tíma aðstoð við rekstur sinn, en
hún rak hótel og mötuneyti á
Kirkjubóli á þessum árum. Palli
vann fulla vinnu bæði í síldar-
verksmiðjunni og við önnur störf,
aðallega byggingar, á þessum
tíma.
Páll Jónsson var hagleiksmað-
ur frá náttúrunnar hendi og hon-
um voru gefnir hæfileikar sem
nýttust vel á hans löngu starfs-
ævi. Segja má að allt handverk
hafi leikið í höndum hans.
Það skal þurfa mikið til að taka
að sér ungbarn á fullorðinsárum.
Þetta gerðu Elsa og Palli er þau
tóku í fóstur barnabarn Elsu,
Einar Ólaf. Þá voru þau orðin vel
fullorðin. Þau reyndust Einari
góðir foreldrar og gerðu hvað
þau gátu til að koma honum til
manns og þroska. Enda held ég
að Einar hafi ætíð litið á þau sem
raunverulega foreldra sína. Hann
naut skjóls og hlýju hjá þeim.
Sterkt samband var milli Palla og
Einars, þeir voru hvor öðrum
akkeri í lífinu.
Páll var eins konar sonur af-
dalabyggðar en kom á Tangann
sem var í hraðri uppbyggingu á
síldarárunum. Hann tileinkaði
sér nýjan lífsstíl framfaranna og
tók þátt í uppbyggingunni á
Vopnafirði af heilum hug. Þegar
við vorum saman á Dalhúsum var
alltaf sungið mikið og ég minnist
þess að er við sungum „Fram í
heiðanna ró“ tók Palli alltaf glað-
ur undir og þetta gladdi hann.
Minningarnar hrannast upp.
Við Valborg byggðum hús á Dal-
vík. Þegar kom að múrhúðun var
Palli fenginn norður og var hann
hjá okkur fáeinar vikur og múr-
aði allt húsið, innan og utan. Þar
var ekki kastað til höndunum –
eða jú – hann kastaði sko allri
múrningunni með eigin höndum,
snilld. Ekki get ég látið hjá líða
að nefna allar þær vinnustundir
sem Palli vann á Dalhúsum í
Bakkafirði.
Elsa Höjgaard og systkini
hennar keyptu ásamt okkur Dal-
hús fyrir margt löngu. Palli fór
ótaldar ferðir norður og vann að
viðhaldi og uppbyggingu á staðn-
um. Þar var paradísin hennar
Elsu. Á þessum árum kenndi ég
Elsu á bíl og keypti hún sér lítinn
Escort og ók á honum norður í
Dalhús strax og vegir leyfðu. Mér
segir svo hugur að ekki hafi hún
ekið mikið aðrar slóðir og oft fór
Palli með. Elsa var oft ein í sveit-
inni sinni en Palli var líka oft með
í för. Þau tvö eiga mörg hand-
tökin á Dalhúsum og Páll var allt-
af að lagfæra hluti sem betur
máttu fara. Allt sem hann gerði
var unnið af heilindum og vand-
virkni.
Börnin mín, Sindri, Sigrún og
Elsa, muna Palla sem einstaklega
ljúfan „afa“. Við sendum Einari
Ólafi og öllu fólki Páls samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
hans.
Heimir Kristinsson.
Páll Jónsson
✝
Ástkær eiginkona mín,
ALDA GÍSLADÓTTIR,
Skúlagötu 40,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 17. maí, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. maí
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Ás styrktarfélag, Skipholti 50c.
Brynleifur Sigurjónsson.
✝
Okkar ástkæra
LAUFEY INGIBJARTSDÓTTIR
frá Akranesi,
Hörðalandi 2,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 17. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Stofnaður hefur verið reikningur í Landsbankanum á Akranesi
til styrktar sonum hennar, tvíburunum Júlíusi og Jóel, sem eru
5 ára.
Reikningsnúmerið er: 0186-05-570562. Kt. 050642-4299.
Júlíus og Jóel Duranona,
Ingibjartur Þórjónsson, Kristín Magnúsdóttir,
Ásta Ingibjartsdóttir,
Eva Morgan Maurin,
Þórdís Ingibjartsdóttir,
Vera Kristín Jónasdóttir,
Embla Rún Sigurðardóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Furugrund 32,
Kópavogi,
lést mánudaginn 16. maí.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 25. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð L5 Landakoti,
sími 543 9890.
Elsa Jóhanna Ólafsdóttir, Rúnar Jónsson,
Droplaug Ólafsdóttir,
Þorsteinn Ólafsson, Jóna Fanney Kristjánsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐJÓN JÓNSSON
bifreiðarstjóri,
Víðivöllum 26,
Selfossi,
lést af slysförum þriðjudaginn 17. maí.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 27. maí
kl. 13.30.
Guðmunda Ólafsdóttir,
Jón Viðar Guðjónsson, Carola Ida Köhler,
Steinþór Guðjónsson, Sigríður Garðarsdóttir,
Reynir Guðjónsson, Soffía Stefánsdóttir,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
ÁRMANN SIGVALDASON,
Borgartúni,
Þykkvabæ,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 18. maí.
Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju
miðvikudaginn 25. maí kl. 14.00.
Jóna Katrín Guðnadóttir, Sigvaldi Ármannsson,
Dagný Sigvaldadóttir,
Eyþór Jónsson,
Guðni Sigvaldason, Sigrún Þorsteinsdóttir,
Sigurjóna Sigvaldadóttir, Emil J. Ragnarsson,
Margrét Á. Sigvaldadóttir, Óskar E. Aðalsteinsson,
Guðfinna B. Sigvaldadóttir, Erlendur R. Guðjónsson
og fjölskyldur.