Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 39

Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 ✝ Lilja Júl-íusdóttir fæddist að Lang- holtsvegi 44 í Reykjavík 25. des- ember 1951. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 10. maí 2011. Foreldrar hennar voru Júl- íus F. Óskarsson bóndi og verka- maður, f. 13. apríl 1914 á Hellissandi, Snæfellsnesi, d. 30. sept. 1992 og Guðmunda Erlendsdóttir húsmóðir, f. 27. okt. 1920 á Ísafirði, d. 15. maí 1984. Systkini Lilju eru: Hörður Ævar, f. 4. des. 1940, Elín, f. 15. júlí 1944, Gísli, f. 31. mars 1946, Bragi, f. 11. sept. 1953, Erlendur, f. 9. sept. 1957, Gestur, f. 26. Árið 1953 flytur Lilja með fjölskyldu sinni að Norður- Nýjabæ í Þykkvabæ og þar elst hún upp. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór Lilja að vinna að heiman, fyrst við barnapössun og síðar í versl- un, ásamt því að hjálpa til við búskapinn á sumrin og í görðum á haustin. Árið 1973 byrjuðu Lilja og Ólafur að búa, fyrst á Núpi í Fljótshlíð en í mars 1974 flytja þau til Vestmannaeyja og búa þar eftir það. Húsmóðurstarfið og uppeldi barnanna var hennar aðalstarf en með því vann hún einnig utan heimilis, að- allega verslunarstörf. Árið 1994 varð Lilja þó að hætta á vinnumarkaði vegna heilsu- brests. Lilja starfaði um ára- bil í Verslunarmannafélagi Vestmannaeyja og sat þar í stjórn í nokkur ár. Einnig var hún félagi í Sinawik- klúbbnum í Vestmannaeyjum. Útför Lilju fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 21. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. jan. 1959. Hálf- bróðir, samfeðra er Björn, f. 1940, Lilja kvæntist 21. maí 1977 Ólafi Guðmundsyni vél- fræðing, f. 7. nóv. 1952 í Vest- mannaeyjum. For- eldrar hans eru Guðmundur K. Ólafsson, f. 23. ágúst 1918 í Vestm., d. 4. mars 2002 og Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 19. júlí 1925 á Haugnum í Mýr- dal. Börn Lilju og Ólafs eru: 1) Júlía, f. 6. des. 1972, leik- skólastjóri. Fóstursonur hennar er Birgir Rúnar, f. 11. sept. 2008. 2) Guðmundur, f. 14. júlí 1974, rafvirki. 3) Helgi, f. 9. apríl 1981, skrif- stofumaður. Elsku mamma mín Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin. Ég sakna þín svo mikið. Þú varst ekki aðeins mamma mín heldur líka stóra systir og besta vinkona. Við töluðum saman á hverjum degi og yfirleitt oft á dag. Þú hafðir endalausan tíma til þess að hlusta á mig og rökræða hlutina við mig. Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér en þú hafðir alltaf hæfileika til þess að halda mér á jörðinni. Þú og pabbi stóðuð svo sterk með mér þegar ég ákvað að taka að mér litla gullmolann hann Birgi Rúnar og þvílíkt sem hann var heppinn að eiga þig að. Nú finnst mér bara sorglegast hvað hann átti stutta stund með þér. En ég veit að þetta var mikil gæðastund og ömmuknúsin og kossarnir verða okkur alltaf ofar- lega í minni. Honum fannst ómögulegt að fara heim eftir leik- skólann án þess að koma við hjá ömmu og ef hann er að tala í sím- ann þá er hann alltaf að tala við ömmu. Ég mun hjálpa honum að muna eftir þér, elsku mamma mín, og ég veit að þú ert alltaf hjá okkur. Ég skal halda utan um pabba og strákana og passa þá fyrir þig. Þín dóttir, Júlía. Elsku mamma. Það þarf meira skáld en mig til að lýsa með orðum sorginni sem fyllir hjarta mitt. Þó ég hafi vart getað átt betri móður vitum við bæði að ég var þér aldrei sá sonur sem þú áttir skilið. Enda sá sonur vandfundinn sem ætti skilið jafn góða móður og þig. Engar barstu gráðurnar né héngu diplómur á veggjum þín- um. En samt gast þú kennt mér svo margt. Æðruleysi þitt í veik- indum þínum og óbilandi trú á hið góða í öllum mönnum eiga eftir að vera mér leiðarljós um ókomna tíð. Í augum mínum verður þú ávallt holdgervingur manngæsku og réttsýni og markmið mitt að tileinka mér þá eiginleika. Þó ég efist um að ég nái nokkurn tímann að verða svo mikið sem hálfdrætt- ingur þinn. Landafræðilega séð vorum við óþarflega fjarlæg síðustu ár og samskiptin ekki nógu tíð. En strengurinn okkar á milli var ávallt stuttur. Enda get ég vart skilið að heimurinn skuli ekki falla saman inn í það tómarúm sem þú skilur eftir. Því er fátt annað hægt en að fylla tómarúmið með öllum góðu minningunum. Því þótt söknuðurinn sé óheyrilegur og sorgin djúp er gleðin yfir að hafa fengið að vera sonurinn þinn í þessi þrjátíu ár næg til að yfir- vinna það allt. Helgi. Hún Lilja kom svolítið snöggt inn í tilveru okkar, fjölskyldunnar á Brimhólabrautinni, og á svipað- an hátt fór hún frá okkur. Lilja var fædd í „Steingeitinni“. Í gamalli afmælisdagabók segir um 25. desember: „Þú ert prakt- ískur, áreiðanlegur og framsýnn. Gagnvart vinum þínum ert þú hjálpfús og trölltryggur“. Lilja vildi alltaf allt gera fyrir sína nán- ustu og ekki bara þá, heldur alla sem þurftu á aðstoð hennar að halda og vildu þiggja. Fyrir það þökkum við af öllu hjarta. Í fyrrgreindri afmælisdagabók segir líka: „Þú giftist seint“ ja, seint. Júlía og Gummi voru komin í heiminn þegar þau Óli giftu sig 24 og 25 ára gömul, þ. 21. maí 1977. Jú, það þótti frekar seint í þá daga, en börnin sýna það og sanna að þau voru gift þá þegar – þannig séð – og seinna kom svo hann Helgi, blessaður strákurinn, í heiminn. Það eru nokkur ár síðan Lilja hætti á vinnumarkaði, sökum heilsubrests. Hún starfaði lengst við verslunarstörf. Þar komu hennar bestu kostir fram, hlýja, hjálpsemi og húmor. Fyrir tæpum þremur árum kom lítill ljósgeisli inn í líf fjöl- skyldunnar, sonur hennar Júlíu, hann Birgir Rúnar. Hann mun án efa halda áfram að lýsa upp líf Óla og þeirra allra. „Nú eruð þið harmi slegin, en ég mun hitta ykkur á ný og þá munuð þið fagna! Þeirri gleði mun enginn geta rænt ykkur.“ (Jóh. 16, 22) Elsku Óli okkar og krakkarnir. Guð blessi minninguna um hana Lilju. Mamma, Hjálmar og fjöl- skylda, Sigurjón, Guðni og fjölskylda, Sigrún og Heiðar. Hún Lilja, systir móður okkar, var einstök. Það verður ekki hægt að fylla hennar skarð. Hún var yndisleg manneskja og jafnan stutt í brosið þegar við sáumst. Tilhlökkunin þegar von var á Lilju frænku í heimsókn í Kefla- víkina var mikil, því það var alltaf jafn gaman að hitta hana. Faðm- lögin og kossarnir sem við fengum voru ætíð jafn notaleg því þetta var hún Lilja. Nú verða faðmlögin að bíða að sinni en við geymum þau ávallt í hjarta okkar, því minningin um uppáhaldsfrænku okkar lifir áfram. Við eigum svo margar góðar minningar frá ferðum okkar til Vestmannaeyja á sumrin í barn- æsku. Þar brölluðum við margt með börnunum hennar, þeim Júl- íu og Gumma, og alltaf er jafn gaman að hugsa til þessa tíma. Líkt og þegar við stálumst til að fara niður á Stakkagerðistún, eða Stakkó eins og það var alltaf kall- að, snemma á morgnana með nesti. En þá höfðu þær systurnar vakað næturlangt við að spjalla og við börnin redduðum okkur að sjálfsögðu bara sjálf á meðan þær sváfu. Það voru svo misjafnar undirtektirnar sem við fengum þegar hún Lilja okkar vaknaði og uppgötvaði hvað við höfðum verið að bralla. Lilja var mjög barngóð og hafði alltaf gaman af að hitta börnin okkar og fylgdist vel með þeim í gegnum móður okkar. Enda sögð- um við alltaf að ef síminn var á tali heima hjá mömmu þá væri hún að tala við Lilju, því þegar þær töl- uðust við í síma þá tók það yfirleitt dágóða stund. Það er svo margt fleira sem við hefðum viljað segja en það er svo erfitt að koma því í orð. En minn- ingin um góða frænku lifir áfram með okkur og munu minningarn- ar ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Óli, Júlía, Birgir Rúnar, Gummi og Helgi, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur á þessari erf- iðu stund. Guðmunda, Elín og fjölskyldur. Enginn veit hvað morgundag- urinn ber í skauti sér. Þannig var það með hana Lilju okkar sem skyndilega var tekin frá okkur. Það var í júní árið 2001 sem við fjölskyldan fluttum á Ásaveginn. Ekki leið langur tími þar til Lilja bauð okkur í heimsókn til að sjá kettlinginn sem hún átti. Frá og með þessari heimsókn urðu góð samskipti okkar á milli. Alexand- er og Kristófer fóru oft í heimsókn til Lilju að spjalla og líta eftir heimilisvinunum, Fríðu og Skessu. Lilja var þeim kær og hún var áhugasöm um þeirra hagi. Það verður mikill söknuður í því að hafa hana ekki hjá okkur og sjá hana ekki í eldhúsglugganum, því venjan var að veifa til hvert ann- ars. Yndisleg kona er fallin frá, en við munum varðveita minningu hennar í hjörtum okkur. Kæri Óli, Júlíana, Guðmundur og Helgi, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Karl Gauti, Sigurlaug, Alexander og Kristófer. Kveðja frá saumaklúbbnum Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þökkum Lilju samfylgdina á liðnum árum og sendum Óla og fjölskyldu samúðarkveðjur. Guðfinna, Guðbjörg, Margrét, Sigríður, Sig- þóra og Sigurbjörg. Kveðja frá deild VR í Vestmannaeyjum Fallin er frá kjarnakonan Lilja Júlíusdóttir. Lilja lagði verkalýðs- baráttunni í Vestmannaeyjum lið, með setu í stjórn Verslunar- mannafélags Vestmannaeyja frá október 1994 til loka apríl 2000. Eftir að Lilja hætti í stjórn sat hún í trúnaðarráði félagsins þar til Verslunarmannafélag Vest- mannaeyja sameinaðist VR 8. október 2007. Með Lilju var gott að vinna, hún var ráðagóð, hafði sterkar skoðanir á hlutunum, á sama tíma og hún virti skoðanir annarra. Það var stutt í dillandi hláturinn og nærvera hennar þægileg. Minn- ing um samveru á fundum, nám- skeiðum, vinnuferðum og öllu sem fylgir starfi í stéttarfélagi er ljúf eins og Lilja var. Hugurinn dvelur hjá fjölskyldu Lilju og eru henni sendar innilegar samúðarkveðjur. Ég veit, að aldrei dvín ástin og mildin þín, því fel ég mig og mína, minn Guð, í umsjá þína. (Herdís Andrésdóttir.) Lilju eru þökkuð störf í þágu verslunarmanna í Vestmannaeyj- um í rúman áratug. Þökkuð gef- andi samfylgd og samstarf sem aldrei bar skugga á. Guðrún Erlingsdóttir, formaður deildar VRÍ Vestmannaeyjum Lilja Júlíusdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGELLU ÞÓRÐARDÓTTUR, Sóleyjargötu 10, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7 Landspítalanum Fossvogi. Margrét Ármannsdóttir, Þorvaldur Jónasson, Ármann Ármannsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Þóra Emilía Ármannsdóttir, Ásmundur Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR BJÖRNSDÓTTUR, Hulduhlíð, Eskifirði, áður Hjallavegi 1c, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar á Eskifirði fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð. Megi blessun Guðs fylgja ykkur öllum. Ragnar Zophaniasson, Jenný Ólafsdóttir, Birna Zophaniasdóttir, Herbert Árnason, Arnar Gunnlaugsson, Örn Kristinsson, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Helgi Grétar Kristinsson, Svanfríður Gísladóttir, Unnar Kristinsson, Borghildur Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Steinunn G. Kristinsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Eygló H. Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, hlýju og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, MAGNÚSAR BJARNA RAGNARSSONAR, Miðstræti 15, Bolungarvík. Elsa Árnadóttir, Guðjón Magnússon, Auður Magnúsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Ragna J. Magnúsdóttir, Jón Bjarni Geirsson, Valgerður Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Birnustöðum, Skeiðum. Sigrún Kristbjörnsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Haraldur M. Kristjánsson, Kristbjörn Guðmundsson, Sigrún Magnúsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson, Jón G. Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Jóhanna Valgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GÍSLADÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðviku- daginn 25. maí kl. 15.00. Margrét Friðbergsdóttir, Bergþór Halldórsson, Högni Bergþórsson, Sigurbjörg H. Bergþórsdóttir, Karl Sæberg Jónsson, Halldóra Bergþórsdóttir, Gestur Svavarsson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS HAFSTEINS BJARNASONAR, Látraströnd 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði fyrir umhyggju og vinarþel. Magnea Rósa Tómasdóttir, Sigríður Erla Gunnarsdóttir, Áslaug María Gunnarsdóttir, Agnar Darri Gunnarsson, Inga Gottskálksdóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS GUNNARS JÓNSSONAR, Birkivöllum 11, Selfossi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Vinaminni fyrir þeirra umönnun og hlýju. Þór Stefánsson, Sigríður Waage, Jóhanna H. Magnúsdóttir, Kristín B. G. Marx, Erhard Marx, Stefán Þór Gunnarsson, Elísa Rós Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.