Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 ✝ BergþóraKristjánsdóttir var fædd í Köldu- kinn á Ásum 14. maí 1918. Hún lést Heilbrigðisstofnun Blönduóss 9. maí 2011. Foreldrar hennar voru Guð- rún Jónsdóttir Es- pólín, kennari og húsfreyja frá Mjóa- dal, og Kristján Kristófersson, bóndi Köldukinn. Bergþóra á tvo yngri bræður þá Jón, f. 1923, og Kristófer, f. 1929. Árið 1941 giftist Bergþóra, Pétri Péturssyni frá Bollastöð- um í Blöndudal, f. 23.3. 1920, d. 13.1. 1979. Foreldrar hans voru Þórunn Sigurhjartardóttir frá Urðum í Svarfaðardal og Pétur Jónsson frá Nautabúi í Skaga- firði. Bergþóra og Pétur hófu búskap á Bollastöðum í sambýli við fóstru Péturs, Unni Péturs- dóttur. Frá Bollastöðum fluttu þau að Brandstöðum í sömu sveit og þaðan til Blönduóss vorið 1949. Börn Bergþóru og Péturs eru. 1) Þórunn, f. 1942, gift Ara Hermannsyni, f. 1941, d. 1973. Þeirra börn eru a) Þuríður Guð- rún, f. 1963, maki Hjálmtýr Ingi Hjálmtýsson. Börn Þuríðar eru Guðrún Magnea faðir Árni 1988. Þá ólst upp hjá þeim hjón- um frá þriggja ára aldri Pétur Jónsson, f. 1942, maki Anna Andreasdóttir, þau skildu. Þeirra börn eru a) Kristín Björg, f. 1964, Andrea Bergþóra, f. 1966, maki Ársæll Magnússon, þeirra börn eru Magnús og Heið- ar Ingi. c) Jón, f. 1967, hans barn er Hjálmar Helgi, móðir Valdís Steinarsdóttir. d) Jón Davíð, f. 1977, móðir Sigurrós Jónsdóttir. Bergþóra ólst upp hjá for- eldrum sínum í Köldukinn og stundaði almenna skólagöngu eins og tíðkaðist í farskóla fjóra vetrarparta. Veturinn 33 til 34 var hún til frekara náms hjá séra Þorsteini B. Gíslasyni í Steinnesi. Bergþóra lauk námi frá Kvenna- skólanum á Blönduósi vorið 1935. Árið 1953 fluttu Bergþóra og Pétur í nýbyggt hús sitt á Húnabraut 7 og bjó hún í því húsi alla tíð eða í rúm 50 ár. Berg- þóra vann ávallt mikið utan heimilis, mest við verslunarstörf og lengst af hjá Kaupfélagi Hún- vetninga en einnig við versl- unina Húnakjör og hjá Mjólk- ursamlagi Austur-Húnvetninga. Bergþóra starfaði mikið með Kvenfélaginu Vöku og sat í stjórn, meðal annars sem ritari og var gerð að heiðursfélaga þess árið 1993. Bergþóra rækt- aði alla tíð garðinn sinn í tvenn- um skilningi og gerði hvort- tveggja vel. Útför Bergþóru verður gerð frá Blönduósskirkju í dag, 21. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Magnússon og Magna Ýr faðir Steen Johansson. b) Unnur Sigurlaug, f. 1965, maki Árni Stefánsson. Börn Unnar eru Eva Þór- unn, faðir Vignir Arnarson og Sævar Ari faðir Júlíus Sævarsson. c) Her- mann, f. 1966, maki Astrid Boysen, þeirra börn eru Sigrún Lind, Elma Rún og Ari. d) Pétur Berg- þór, f. 1970, maki Katrín Guð- jónsdóttir, þeirra börn eru Sunn- eva Rán, Þórunn Salka og Pétur Ari. 2) Kristján Rúnar, f. 1947. 3) Pétur Arnar, f. 1950, maki Helga Lóa Pétursdóttir, þeirra börn eru a) Sara Dögg, f. 1976, maki Sævar Helgason, þeirra börn eru Andri Snær, Arna Sól, Áslaug Ýr og Ingibjörg Lóa. b) Unnur María, f. 1979. c) Petra Sólveig, f. 1987, sambýlismaður Gísli Dúa Hjörleifsson. 4) Guðrún Soffía, f. 1956, maki Guðjón Guðjónsson, þeirra börn eru a) Þorlákur Óm- ar, f. 1977, maki Svanhildur Sig- urjónsdóttir, þeirra barn er Kristófer Snæbjörn. b) Bergþóra Hrönn, f. 1978, hennar barn er Guðjón Dunbar. c) Guðjón Ebbi, f. 1983. d) Kristján Pétur, f. Í nokkrum orðum vil ég þakka samfylgdina, mamma mín. Á þessari rúmlega 60 ára samleið hafa á vegi mínum orðið bæði blindsker og boðar, en þú varst alla tíð áttavitinn í lífi mínu, sem stöðugt passaðir uppá að beina mér inn á rétta braut, sama hversu oft ég villtist. Heiðarleiki, kærleikur, réttsýni og dugnaður eru orð sem lýsa þér vel ásamt þolinmæði og þrautseigju. Það fór enginn nestislaus af þínum fundi, hvorki til hugar né handar. Þú varst alþýðuhetja sem fórnaðir þér fyrir fjölskylduna þar sem all- ir fundu sitt skjól. Ég sé þig fyrir mér taka stefn- una norður Húnabrautina með vindinn í fangið, í svörtu úlpunni þinni og með hvíta stafinn í hend- inni, bein í baki, höfuðið álútt, skrefin ákveðin og gangan rösk- leg. Þú ert lögð á stað til hinstu farar sem þú varst löngu tilbúin til. Ég kveð þig, elsku mamma mín, og hef yfir vísuna hans tengdaföður þíns, Péturs Jóns- sonar frá Nautabúi, sem hann orti á dánarbeði sínum og á svo vel við þig og bið vindinn að bera hana til þín. Fjör og máttur fjarar brátt, feigð í gáttum kvikar. Lyftum hátt við loka þátt lífsins sátta bikar. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, elsku mamma mín. Þinn sonur Pétur Arnar. Elsku mamma. Nú ertu loks komin aftur til pabba eftir 32 ára aðskilnað. Það er margs að minnast frá liðnum árum og mig langar að setja á blað nokkrar þeirra minn- inga sem mér þykir hvað vænst um. Með þeim fyrstu er líklega þið að aðstoða mig við heimanámið, þú eða pabbi allt eftir því hvað ég var að læra hverju sinni. Einnig kemur í hugann fyrsta útilegan sem ég fór í með ykkur fram að Laxárvatni. Ég man það var tjald- að á Kotinu og ég var ekki í nein- um svefnpoka, en það gerði ekk- ert til þar sem ég var með þykkt lag af teppum og úlpum bæði ofan á mér og undir. Svo voru það allar verslunar- mannahelgarnar sem við fórum í Húsafell og einu sinni austur að Laugum í Reykjadal. Ég man líka eftir ferðinni til Reykjavíkur með Dússa á flutningabílnum. Þú varst með saumavélina þína meðferðis, til að láta gera við hana, og mér fannst við þurfa að ganga um all- an bæinn með blessaða vélina í fanginu. En það eru ekki bara ferðalög- in sem eru eftirminnileg, heldur einnig hversdagurinn. Þú, eins og hvítur stormsveipur um húsið, að þrífa, þvo þvotta og baka, allt á sama tíma. Alltaf á fullu. Sambandið og samverustund- irnar breyttust með árunum og rétt eins og þú hafðir stutt mig reyndi ég að styðja þig þegar elli kerling fór að sækja á. Óteljandi bíltúrar um Blönduós og sveitirn- ar í kring, spjall, í símann og heima á Húnabrautinni, ferðir til Akureyrar fyrir jólin, þar sem þú varst með fullt veski af peningum, engin kort, bara beinharða pen- inga. Við áttum líka margar góðar stundir síðustu árin uppi á sjúkra- húsi þar sem við sátum, spjölluð- um og rifjuðum upp gamla tíma. Og minningin um síðustu jól er og verður mér einkar kær. Þú varst með okkur á aðfangadags- kvöld og ég held við höfum öll vit- að, þú og við, að þetta yrðu síðustu jólin okkar saman. Þú varst til staðar fyrir mig og svo þegar börnin mín komu varstu alltaf til staðar fyrir þau, og fyrir það er ég þér hjartanlega þakklát. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín dóttir, Guðrún Soffía (Obba.) Ég geng inn um dyrnar og inn í eldhús. Amma kemur á móti mér, brún og sælleg. Hafði setið úti í sólinni eins og hún gerði svo oft. Við setjumst í stofuna og spjöllum um heima og geima. Eftir dágott spjall ýja ég að því að nú þurfi ég að fara. „Fara“, hún tekur það nú ekki í mál, hún er ekki búin að gefa mér neitt að borða. Inn í eld- hús förum við og amma tekur til við vöfflubakstur, engin uppskrift, hin og þessi skúffa opnuð og hrært í deiginu. Þrjár vöfflur með rjóma renna auðveldlega niður í maga og ég orðin alveg pakksödd. „Ætlarðu ekki að borða meira?“ segir amma, „Þú ert ekkert búin að borða.“ Það er ekki hægt að neita ömmu svo ég borða aðeins meira, sem var svo sem ekkert svo erfitt þar sem þetta eru heimsins bestu vöfflur. Áður en ég veit af hef ég eytt lunganum úr deginum hjá ömmu minni. Þetta var lýsingin á ansi mörg- um dögum sem ég eyddi hjá ömmu. Alltaf var jafn gott að koma til hennar og alltaf var mað- ur jafn velkominn. Ég man aldrei eftir að amma hafi skammað mig eða sett út á neitt hjá mér. Tók öllu með jafnaðargeði. Mér er sagt að hún hafi verið skapstór en aldrei sá ég hana skipta skapi. Fyrir mér var hún kletturinn sem aldrei haggaðist. Elsku amma mín, takk fyrir mig. Sara. Elsku besta amma Búlla, það var ótrúlega sárt að taka við frétt- inni að þú værir farin frá okkur. Ég fann hvernig dofinn og sökn- uðurinn helltust yfir mig. Aðeins nokkrum dögum áður hafði ég spjallað við þig í síma og ekki langt síðan við héldumst í hendur og létum hugann reika um liðna tíð. Ég kyssti þig þá og sagði þér hve heitt ég elskaði þig og bað Guð að geyma þig, vitandi að það gæti verið í síðasta skiptið sem ég hitti þig. Þau voru þung sporin þegar ég gekk í burtu frá þér þá. Mér er svo minnisstætt sem barn, þegar ég vaknaði á morgn- ana, þá voru öll tæki og tól komin í gang, þú í morgunsloppnum, í stígvélum og á fullu, að undirbúa hádegismatinn, þvo þvott og í garðvinnu, allt áður en þú fórst til vinnu í Kaupfélaginu. Hér er þér best lýst, elsku amma, allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vel gert, með mikilli alúð og atorku. Það var ekki að ástæðulausu að þú fékkst oftar en einu sinni verðlaun fyrir garðinn þinn og tala ég ekki um þessar yndislegu ömmupönns- ur og bakkelsi sem þú varst alltaf með á boðstólum. Þú varst ótrúlega kærleiks- og skilningsrík kona. Viskubrunnur þinn var óþrjótandi. Svo margt sem þú kenndir mér um lífið og tilveruna. Það barn sem býr við alúð og vináttu, lærir að elska. Þú kenndir mér að sjá alltaf jákvæð- ar og góðar hliðar á hlutunum. Þegar sálartetrið mitt var í mol- um eftir að pabbi drukknaði, ég aðeins 10 ára gömul, þá hjálpaðir þú mér að komast í gegnum þann sársauka og hafðir alltaf tíma til að hlusta endalaust á mig. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona yndislega ömmu sem var líka mín besta vinkona. Haft þig allan þennan tíma sem er alveg ómet- anlegt. Yndisleg upplifun þegar við systur og börn fórum saman með þér í sólarlandferð, þú þá 75 ára gömul. Þakklát fyrir hvað þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu. Það var alltaf tilhlökkun að koma í heim- sókn á Húnabraut 7, enda eydd- um við allmörgum stundum þar með þér og Kristjáni frænda, en honum er ég óendalega þakklát fyrir að hugsa svona vel um þig, elsku amma mín. Okkar reglu- bundnu ísrúntar um bæinn og heimsóknir okkar í kirkjugarðinn sem okkur báðum var svo mik- ilvægt þ.e. að sinna grafreit þeirra sem farnir eru með blómum og spjalli. Þótt maður hafi verið bú- inn að undirbúa sig undir það and- lega að þurfa að kveðja þig er það samt erfitt. Nú er þinn tími kom- inn og okkar tími saman búinn. Farðu í friði, elsku hjartans amma mín, friður og ró var þinn lífsstíll. Hamingja og gleði fylgi þér yfir á næsta tilverustig. Ég kveð þig nú með þessum orðum en þau eiga eftir að vera fleiri í bænum mínum: Ég man það sem barn að ég marg- sinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína margsinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofni við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson.) Þín, Þuríður. Það er svo afar sárt að kveðja Búllu ömmu. Það er þó söknuður frekar en sorg sem fyllir hjartað, enda hún gömul kona, búin að skila sínu og löngu tilbúin að fara. Myndin af ömmu í huga mínum í dag er hún úti í garði á Húna- brautinni, með gráar krullurnar, sólbrúnt hrukkótt andlitið og fal- legu bláu augun. Hún var yndisleg amma, alltaf til staðar og tilbúin að ræða allt. Þessa síðustu daga hafa fjölmarg- ar minningar komið upp í hugann, enda af nógu að taka, jólin, spjall við eldhúsborðið, leikir inni og í garðinum. Við fjórmenningarnir hennar, eins hún nefndi okkur einu sinni við mig, Sara, Láki, ég og Unnur, fórum ansi oft í feluleik á Húnabrautinni. Felustaðirnir virtust endalausir, skápurinn und- ir stignum, stigaskápurinn uppi, skápurinn uppi í stóraherberginu og auðvitað fataskáparnir hennar ömmu þar sem við tróðum okkur inn í hillurnar. Þó að amma hafi eflaust ekkert verið of hrifin af þessum sið hjá okkur, að skríða inn í fataskápana hennar, man ég ekki til þess að hún hafi nokkru sinni skammað okkur fyrir það, kannski hef ég bara ákveðið að muna það ekki. Ég veit að amma var tilbúin að fara. Það eru eflaust tólf þrettán ár síðan hún opnaði fyrst skápana á Húnabrautinni og sagði mér að taka það sem ég vildi. Það væri allt eins gott að koma þessu út meðan hún væri enn lifandi, við þyrftum þá ekki að rífast um þessa hluti þegar hún væri farin. Í hennar huga var þetta eðlilegur gangur lífsins og ekkert óeðlilegt að ræða um dauð- ann. Ég man hún sagði mér einu sinni að ég ætti að fá kassa, sem hún geymdi alltaf uppi í skáp í svefnherberginu sínu. Hann var sérstaklega smíðaður fyrir hana og hún geymdi í honum ýmis bréf og persónulega muni. Hún tók fram að þó að ég ætti að fá kass- ann þá ætti ég ekkert að vera að hnýsast í bréfin, þau væru hennar einkamál. Þetta sagði hún og glotti og bætti við að hún vissi vel að ég myndi lesa þau. Í dag veit ég að ég mun alltaf geyma bæði bréf- in og kassann. Á sama hátt og ég mun alltaf varðveita minninguna um Búll’ömmu mína. Bergþóra Hrönn. Við amma sitjum við eldhús- borðið á Húnabraut 7. Í loftinu er ilmur af nýbökuðum vöfflum sem við höfum rétt í þessu verið að baka. Hjá ömmu má nefnilega hjálpa til við baksturinn, þó svo að maður sé bara fimm ára. Framan úr forstofu inni á gangi berst hljóð sem gefur til kynna að pósturinn hafi verið að berast. Ég stekk á fætur og næ í póstinn fyrir ömmu. Þegar ég kem til baka rétti ég ömmu bréf og segi „Trygginga- miðstöðin“. Amma fer að hlæja og spyr ef- ins hvort ég þekki merkið á bréf- inu. „Nei amma, ég kann að lesa,“ svara ég. Þá réttir amma mér Gluggann og biður mig að lesa af forsíðunni. Ég geri það og allt í einu sé ég að amma er í algjöru hláturskasti! Hún er svo ótrúlega glöð og stolt af mér að ég kunni að lesa. Svona varst þú elsku amma mín. Alltaf svo sæt og góð og stolt af þínu fólki. Þú sást einungis það besta í öllum. Eftir að ég lærði að lesa byrj- aðir þú að gefa mér bækurnar um Fríðu framhleypnu. Ég var alltaf jafnglöð að fá nýja Fríðubók og stundum fékk ég bók frá þér þó svo að það væru hvorki jól né af- mæli. Þá fórst þú í skápinn bak við eldhúshurðina og galdraðir fram enn eina bókina um Fríðu og gafst litla lestrarhestinum þínum. Ég var svo mikið hjá þér sem barn og á svo ótalmargar minn- ingar um okkur tvær saman. Allir göngutúrarnir í kirkjugarðinn að leiðinu hans afa þar sem við tínd- um fífla og sóleyjar á leiðinni og bjuggum til blómakransa, þegar við keyptum nýtt sófasett og sögðum engum frá því og þegar ég gisti hjá þér og þú færðir mér klementínur fylltar með sykur- molum. Þú nenntir alltaf að spila við mig Ólsen og enginn nema þú nennti að horfa á sömu spóluna með Hemma Gunn aftur og aftur með mér. Hjá þér var alltaf svo gott að vera og ég gæti talið endalaust áfram, svo margar eru minning- arnar. Pabbi segir alltaf að ég hafi erft það frá þér að geta munað svo margt og svo vel. Ég ætla að passa vel upp á allar þær góðu og skemmtilegu minningar sem ég á um þig elsku amma. Síðan seinna þegar ég eignast börn mun ég segja þeim sögur af þér og þeirri ótrúlegu ofurkonu sem þú varst. Góða ferð amma mín. Við sjáumst síðar og þá mun ég hafa svo margt að segja þér. Þín Petra. Elsku amma Búlla, Í stað þess að skrifa langan texta ákváðum við systurnar að semja til þín lítið ljóð. Komin er hinsta kveðjustund hlýjar minningar streyma. Nú afi þig leiðir á frelsarans fund, þig ég bið Guð að geyma. Ég þakklát þér er fyrir öll árin, minningar varðveiti í hjarta mér. Þó get ég brosað og þerrað burt tárin, því hvíldar þú óskaðir þér. Hjarta mitt ástúð og kærleika vafðir í því nú lifir minning þín. Jákvæðni og gleði ætíð þú hafðir, Guð blessi þig elsku amma mín. Þín verður sárt saknað, elsku amma, Guðrún Magnea og Magna Ýr. Elsku yndislega amma mín, nú ertu búin að fá hvíldina, lang- þráða. Ég veit að afi, pabbi og hinir englarnir hafa tekið vel á móti þér. Ég á svo mikið af ynd- islegum minningum um þig og það sem þú varst mér. Það er svo ljúft að rifja það upp og dýrmætt að eiga. Þú varst amman sem alltaf var hægt að leita til og tala um allt við. Það var ómetanlegt þegar við vorum að alast upp á Blönduósi að eiga athvarf á Húnabrautinni, hvort sem var í hádeginu, eftir skóla eða á öðrum tímum og svo að fá að gista hjá þér. Þú virtist alltaf hafa nægan tíma til að sinna okkur og alltaf var heimilið þitt opið fyrir okkur. Þá man ég hvað var gott að kíkja í skúffuna í eld- húsinu því þar fann maður t.d. partana þína sem voru þeir allra bestu og ástarpungana. Ég minnist þín að verki í fal- lega garðinum þínum sem var þitt líf og yndi. Þar sé ég þig fyrir mér á hnjánum, að gróðursetja litrík blóm. Ekki er hægt að minnast þín nema að nefna Kaupfélagið, en þar vannstu í fjölda mörg ár og held ég að allir hafi vitað hver Búlla í Kaupfélaginu var. Við töluðum saman um alla heima og geima og man ég eftir einu samtali þegar ég var enn ein- hleyp og við ræddum um hlutverk karls og konu í sambandi. Þér fannst ég fullmikil kvenremba og hélst trúlega að ég myndi aldrei ganga út, en þú varst af gamla skólanum þar sem konur sáu um ákveðin hlutverk og karlarnir áttu ekki að gera sumt eins og t.d. þvo þvotta. Svo seinna meir að gista hjá þér á leið norður eða suður, eða að koma við í kaffi. Það klikkaði ekki ef að við hringdum á Bergþóra Kristjánsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ELÍNBORGAR MARÍU EINARSDÓTTUR, Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lerkihlíðar á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Tryggvi Harðarson, Freyja Guðmundsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Svavar Harðarson, Brynhildur Pálsdóttir, Birna Harðardóttir og ömmubörnin öll. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.