Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 41
undan okkur þá biðu okkar ný-
bakaðar skonsur eða vöfflur og
annað góðgæti, jafnvel eftir að þú
misstir sjónina hélstu áfram að
henda í skonsur. Ef ég lét ekki
vita að við værum á ferðinni
skammaðir þú mig því þú vildir
alltaf eiga eitthvað handa okkur.
Mig langar til að þakka þér fyr-
ir allar samverustundirnar, um-
hyggjuna, ástúðina og alla gleðina
sem þú hefur veitt mér. Ég á eftir
að sakna þín, elsku besta amma
mín, en minning þín lifir í hjarta
mínu.
Við lífsins stiga ætlum að þramma
og þar með okkur verður þú
okkar elsku besta amma.
Okkur þykir lífið svo skrýtið
og margt er svo flókið í heiminum
nú.
Þá er alltaf gott að vita
að okkur getur hjálpað þú.
Þú alltaf í huga okkar ert.
Þú hjörtu okkar hefur snert
með góðmennsku og hjartavernd.
Hér og nú ertu heimsins besta
amma nefnd.
Þú ert sem af himnum send.
(Katrín Ruth.)
Unnur Sigurlaug Aradóttir.
Elsku besta Búlla amma.
Loksins fékkstu þá hvíld sem
þú hafðir beðið lengi eftir að fá. Þó
að erfitt sé alltaf að kveðja, sér-
staklega jafn yndislega konu og
þú varst, þá getur maður ekki
annað en glaðst yfir því að þú fáir
að hitta afa aftur eftir margra ára
aðskilnað. Það hafa eflaust orðið
miklir fagnaðarfundir þegar þú
hittir Pétur afa og Ara afa enda
ekki amalegt fyrir þá að fá til sín
svona hressa og skemmtilega
konu.
Það var alltaf svo gaman að
koma á Húnabrautina til þín, þú
skelltir ávallt upp veislu þó að inn-
litið væri stutt. Alltaf varst þú í
góðu skapi og það var svo gott að
vera í kringum þig því þú hafðir
svo góða nærveru. Ég gæti skrif-
að endalaust um allar góðu minn-
ingarnar sem ég á um þig og með
þér og þær mun ég varðveita vel í
hjarta mínu. Eitt er þó víst að
þegar ég minnist þín þá er alltaf
stutt í brosið því þannig var það
hjá þér, elsku amma, þú hafðir
hjarta úr gulli.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Hvernig sem á það er litið
sama út frá hvaða hlið.
Lífið hefði verið litlaust
ef þín hefði ekki notið við.
(Stefán Hilmarsson.)
Þín,
Eva Þórunn.
Elsku amma.
Minningar um ljúfar stundir
hafa leitað á hugann undanfarna
daga. Minningin um atorkusama
ömmu sem ýmist var að baka,
þrífa, sinna garðinum eða vinna í
KH er sterk.
En minningin um ömmu sem
alltaf gaf sér tíma mun ylja mér
um ókomin ár. Ég man svo vel eft-
ir því að hafa sem barn setið í
fanginu á þér og fiktað í berinu
eða hálsmeninu þínu, öruggari
staður var ekki til. Þó svo að ég
hafi ekki lengur getað sest í fangið
á þér þá hélstu áfram að vera til
staðar fyrir mig í bæði gleði og
sorg.
Ég held að afi hafi hitt naglann
á höfuðið með þessum línum:
Margra stunda má ég minnast
með þér, vina kær.
Þeir sem góðum konum kynnast
komast guði nær.
(Pétur Pétursson)
Tíminn bak við tjaldið hljótt
taumaslakur rennur.
Lífskvöldvaka líður skjótt,
ljós að stjaka brennur.
(Jón Pétursson, Nautabúi)
Elsku amma, nú eruð þið afi
loksins saman, sæl og glöð en ég á
minningar um yndislega ömmu.
Þorlákur.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
✝ Magnús Jóns-son fæddist á
Geirseyri við Pat-
reksfjörð 26. nóv-
ember 1923. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Ási í
Hveragerði 14. maí
2011. Hann var son-
ur Jóns Guðmunds-
sonar frá Krossa-
dal, f. 19.11. 1880,
d. 8.7. 1967 og og
Ingibjargar Helgu Guðmunds-
dóttur frá Skeiði í Ket-
ildalahrepp, f. 15.12. 1891, d. 9.1.
1977. Alsystkini Magnúsar voru
Klara Backman, f. 1921, d. 1995,
Marteinn tvíburabróðir Magn-
úsar, d. 1995, og Guðrún, f. 1931,
d. 2004. Hálfbróðir sammæðra
var Gunnar Páll Backmann, f.
1914, d. 1945, og samfeðra Guð-
mundur, f. 1901, d. 1964, Helgi, f.
1903, d. 1905, Friðrik, f. 1904, d.
1987, Guðrún, f. 1906, d. 1925,
Jóhanna María, f. 1908, d. 1982,
Snorri, f. 1911, d. 1932 og Guð-
leif, f. 1914, d. 2004.
Magnús hóf búskap með Sig-
ríði Hjartardóttur árið 1949.
Sigríður, f. 1921, d. 1987, var
þeirra eru Ingi Þór, Lára Ósk og
Sóley Dögg.
Magnús byrjaði ungur að
vinna fyrir sér í snúningum m.a.
með bréfburði milli fjarða og við
sveitastörf. Hann fór snemma til
sjós og starfaði lengi vel á togar-
anum Ólafi Jóhannessyni BA 77
oftast sem bátsmaður. Magnús
byggði hús á Stekkum 13, á Pat-
reksfirði 1946 fyrir sig og for-
eldra sína. Þeir tvíburar Magnús
og Marteinn voru framan af með
nokkrar kindur ásamt föður sín-
um og áttu þeir ófá sporin út á
Hlíðar og í Tálknann. Magnús
vann alla tíð mikið og á meðan
hann var að byggja húsið sóttist
hann eftir því að komast í sigl-
ingar með fisk til að geta greitt
byggingarkostnað og framfleytt
fjölskyldunni. Eftir að hann
hætti til sjós vann hann við fisk-
vinnslu og skyld störf. Síðar
fluttust tvíburabræðurnir í íbúð-
ir fyrir aldraða á Kambi á Pat-
reksfirði. Skömmu eftir andlát
Marteins fluttist Magnús í
Hveragerði. Magnús var alla ævi
mikið náttúrubarn og fór hann á
hverjum degi í göngutúra eftir
því sem aðstæður leyfðu.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag, 21.
maí 2011, og hefst athöfnin kl.
13.30.
ekkja og átti þrjú
börn sem Magnús
gekk í föðurstað.
Þau eru: 1) Hjörvar
Þór Jóhannesson, f.
1943, d. 1989, maki
Fríða Elíasdóttir,
dætur þeirra eru
Elín Gyða og Hjör-
dís. Dóttir Hjörvars
og Elnu Þórarins-
dóttur er Bjarklind
Þór. 2) Jóhannes
Þór Jóhannesson, f. 1945, maki
Helga Breiðfjörð. Dætur Jó-
hannesar eru Guðrún Sigríður
og Elísabet Þór. 3) Hrafnhildur
Þór Jóhannesdóttir, f. 1945,
maki Snæbjörn Árnason. Börn
þeirra eru Árni Lindberg, Sig-
ríður Berglind og Magnús Þór.
Magnús og Sigríður eignuðust
saman þrjú börn. Þau eru 1) Þór-
dís, f. 1950, maki Eyvindur
Bjarnason. Dætur þeirra eru
Guðríður Magnea, Katrín Anna
og fósturdóttir Elísabet Þór. 2)
Ármann Ægir, f. 1952, maki
Rakel Móna Bjarnadóttir. Dætur
þeirra eru Tinna Rán og Bjarney
Sif. 3) Hafberg, f. 1957, maki
Freydís Harðardóttir. Börn
Minning um mann. Það eru
liðin rúmlega 40 ár síðan ég
kynntist tengdaföður mínum
Magga á Stekkunum og Siggu
Hjartar konu hans eins og marg-
ir kölluðu þau. Aldrei hefur
skyggt á samskipti okkar Magn-
úsar öll þessi ár og er það fremur
honum að þakka en mér vegna
þeirra mannkosta sem hann
hafði til að bera. Aldrei hef ég
heyrt hnjóðsyrði í hans garð frá
nokkrum manni og ekki talaði
hann miður um annað fólk.
Börnin mín nutu þeirra for-
réttinda að alast upp í nábýli við
afa og ömmu og dvöldu þar
gjarnan ef foreldrar brugðu af
bæ og er það eitthvað einstakt
sem mörg börn missa af í sínu
uppeldi því miður. Magnús varð
þeirrar gæfu njótandi að eignast
3 börn og þrjú fósturbörn, auk
þess ólst upp hjá honum og Sig-
ríði Guðrún Ólína Gunnarsdóttir
frá 12 ára aldri til fullorðinsára.
Magnús og Sigríður voru ein-
staklega gestrisin og greiðvikið
fólk og nutu margir velvildar
þeirra um það get ég borið vitni
sem áhorfandi og þátttakandi.
Ættleggur Magga á Stekkunum
var fjölmennur á Patreksfirði og
í Tálknafirði þaðan sem upprun-
inn var. Tengsl hans við þetta
fólk hafa ávallt verið náin allt
fram á síðasta dag. Eftir að hann
flutti til Hveragerðis var hann í
símasambandi við frændfólk sitt
sem átti uppruna sinn að „vest-
an“ og margt af því heimsótti
hann og leitaði upplýsinga um
ótrúlegustu hluti sem hann
þekkti öðrum fremur.
Magnús bjó yfir þeim einstöku
hæfileikum að kynnast mörgu
fólki hvar sem hann bjó, hvort
heldur var á Patreksfirði eða í
Hveragerði og vinamargur varð
hann fyrir vikið. Við nánasta fólk
hans vorum oft hissa þegar hann
var að segja okkur frá hinum og
þessum sem hann hafði kynnst,
t.d. í Hveragerði eftir að hann
flutti þangað.
Við Þórdís og Elísabet fóst-
urdóttir okkar vorum lánsöm að
fá að búa undir sama þaki á Pat-
reksfirði og Magnús og Marteinn
tvíburabróðir hans í nokkur ár
og var það athyglisvert að fylgj-
ast með sterku sambandi tví-
bura. Oftast þurfti engin samtöl
þeirra á milli, bendingar dugðu
eða augnatillit. Hafðu þökk fyrir
samfylgdina.
Eyvindur.
„Hann bræðir meira að segja
snjóinn fyrir utan,“ sagði afi við
vin sinn á Ási og átti þar við Ísak
Ægi son minn. Svo hélt hann
áfram: „Viltu ekki setjast hérna
hjá okkur og horfa á hann, hann
fær okkur til að brosa. Finnst
þér hann ekki fallegur?“ Vinur-
inn brosti og sagði: „Jú, það er
merkilegt að hann sé svona
skyldur þér“. Afi heyrði ekki
hvað hann sagði og bað mig um
að segja sér það, sem ég og
gerði. Þeir brostu saman fé-
lagarnir. Ég held það hafi verið í
fyrsta sinn á Ási sem afi hafi
fundið kosti við það að heyra illa.
Það var ágætt að geta slökkt á
heyrnatækinu. Það átti þó ekki
við í þessu tilfelli.
Mér finnst þetta samtal vera
lýsandi fyrir afa minn. Hann
hafði stórt hjarta og vildi öllum
vel. Afi hafði líka einstaklega
gaman af börnum og ljómaði
þegar barnabörnin, nú eða
barnabarnabörnin komu í heim-
sókn. Stoltur vildi hann deila
gleðinni með félaga sínum sem
hafði átt erfiða tíma. Afi lofsam-
aði Ísak Ægi og var viss um að
hann yrði mikilmenni. Ég held
reyndar að hann hafi verið viss
um að öll barnabarnabörnin sín
yrðu stórmenni, hvert á sinn
hátt. Verst fannst afa að geta
ekki gefið Ísak Ægi mola í munn-
inn og spurði í hvert sinn sem við
komum, hvort hann mætti nokk-
uð fá.
Við afi töluðum um ýmislegt
þegar að ég kom í heimsókn. Yf-
irleitt byrjaði hann á því að ná í
myndaalbúmið í náttborðinu og
sýna mér myndirnar af barna-
barnabörnum sínum sem hann
hafði fengið sendar. Jólakort,
póstkort eða boðskort, þetta setti
hann allt í albúmið. Þegar við
vorum búin að segja hvort öðru
það helsta sem var að frétta fór-
um við að tala um gamla tíma.
Afi talaði oft um það við mig
þegar hann fór með mig að klifra
í klettunum í Ölfusborgum. Eftir
það var hann viss um að ég yrði
mikil fjallageit. Orðið fjallageit
lýsir þó ekki síður afa því að
hann hafði unun af allri útiveru.
Það má segja að undir það síð-
asta lifði afi fyrir það að fara út
og njóta ferska loftsins. Meðan
afi hafði heilsu til gekk hann
mikið og fór reglulega í sund.
Göngurnar styttust með aldrin-
um en hreyfingu og útiveru varð
hann að fá.
Hugur afa leitaði oft vestur,
þar sem hann var uppalinn og
bjó fram á gamalsaldur. Hann
sagði mér sögur af því þegar
hann var að ganga yfir í Tálkna-
fjörð og þegar hann var að elta
kindur upp um fjöll og firnindi.
Hann sagði mér líka sögur af
sjónum og þegar að hann fékk
skilaboðin um að pabbi væri
fæddur. Þá var afi á Grænlands-
miðum og kom ekki í land fyrr en
nokkrum vikum seinna. Þegar ég
spurði afa hvort að það hafi ekki
verið erfitt, þá sagði hann: „Jú
örugglega, en svona var þetta
bara í gamla daga.“
Afi bað mig um að fara með
sig vestur, við gætum tínt saman
ber eða egg og hoppað á milli
þúfna og hæða. Afi vissi að hann
hefði ekki heilsuna í þetta, en
þangað leitaði hugurinn. Það
kæmi mér ekki á óvart að hann
svifi núna yfir fjöll og firnindi.
Afa verður sárt saknað af öll-
um sem að hann þekktu. Við
munum ylja okkur við minning-
arnar sem við eigum og jafnvel
panta pittu annað slagið honum
til heiðurs.
Bjarney Sif Ægisdóttir.
Elsku afi minn, mikið er
skrýtið að fá ekki að hitta þig aft-
ur eða heyra í þér í síma. Þú
varst ótrúlega duglegur að
hringja í börnin þín og barna-
börn og fylgjast með hvernig
gengi hjá öllum. Hver hefði trúað
því að maður sem aldrei hafði
talað í síma til 63 ára aldurs og
heyrði að auki afar illa, tæki upp
á því á efri árum að hringja
reglulega í fjölskylduna sína, allt
til dauðadags.
Þú varst einstakur og góður
maður, ávallt umhugað um líðan
og velferð annarra. Hreyfing og
útivera gáfu þér lífskraftinn og
þú varst ómögulegur ef þú komst
ekki út í göngutúr eða í tækjasal-
inn á Ási. Mikil voru viðbrigðin
fyrir þig þegar amma féll frá
langt um aldur fram, hún hafði
verið stoð þín og stytta í lífinu og
við fráfall hennar tókstu á við
ýmis ný verkefni.
Mér er minnisstætt náið sam-
band og kærleikur ykkar bræðr-
anna, þín og Matta tvíburabróð-
ur þíns. Þegar amma dó þá
sameinuðust þið um að halda
uppi merki hennar á heimilinu og
skiptuð í bróðerni milli ykkar
húsverkunum, Matti sá um elda-
mennskuna og þú um þrifin.
Aftur máttir þú aðlaga þig
breyttum aðstæðum þegar
Matti, hinn kletturinn í lífi þínu,
lést árið 1995. Þú tókst á við
áföllin af miklu æðruleysi og þeg-
ar mamma og pabbi fluttu frá
Patreksfirði til Hveragerðis
ákvaðst þú einnig að yfirgefa
æskustöðvarnar og færa þig um
set til að vera nær fjölskyldunni.
Í Hveragerði eignaðist þú marga
vini og kunningja, bæði á elli-
heimilinu og síðar á hjúkrunar-
heimilinu Ási. Þar fengu margir
að njóta góðvildar þinnar og vin-
áttu.
Elsku afi, ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera hluti af lífi þínu og njóta
umhyggju þinnar í tæp fjörutíu
ár. Í hjarta mínu er ég einnig
þakklát fyrir að þú fékkst að yf-
irgefa þennan heim eins og þér
var einum lagið. Ég veit fyrir víst
að amma, Matti og systur þínar
Gunna og Klara taka á móti þér
opnum örmum á nýjum stað.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Þín dótturdóttir,
Katrín Anna.
Afi minn.
Mig langar að kveðja þig með
þessu ljóði.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var
mér kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði
svo margt
og því miður get ég ekki nefnt það
allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo
klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég
sakna hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er
klárt.
En alltaf í huga mínum verður
hann,
afi minn góði sem ég ann,
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er
mín trú.
Því þar getur hann vakað yfir
okkur dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt,
hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima,
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth.)
Hvíl í friði, elsku afi minn.
Guðríður Magnea.
Elsku langafi minn, mikið á ég
eftir að sakna þín. Ég á eftir að
sakna þess að heyra í þér í sím-
anum. þú sagðir alltaf að það
væri svo gott að tala við mig í
símann af því þú heyrðir svo vel í
röddinni minni. Mér þótti gaman
að heimsækja þig, þú gafst mér
alltaf nammi.
Einu sinni vildir þú að ég hjól-
aði með þig aftan á hjólinu mínu
til Patreksfjarðar, þá varst þú
frískur og líka fyndinn, langafi.
Langafi minn, þú varst frískur
og fyndinn. Langafi, afi mömmu
minnar, pabbi ömmu minnar. Þú
indæli langafi sem kættir alla í
lífi þínu. Minning þín lifir í hjarta
mínu.
Þín,
Fanndís Kara.
Kveðja.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þín langafabörn,
Þórdís Lilja og Daníel Þór.
Elskulegur afi minn kvaddi
eftir göngu út í sólina og hress-
andi andvarann, hann þráði að
komast út í sína reglulega hress-
ingargöngu, setjast á bekk og
njóta útiveru eins og heilsa og
kraftur leyfðu. Minningabrotin
koma fram í huganum eitt af
öðru. Flestar minningarnar
tengjast húsinu sem afi byggði á
Stekkunum. Háaloftið, þangað
fór ég aðeins að degi til og helst
ekki ein. Þar gerðust ævintýrin,
leikritin og ímyndunaraflið fékk
lausan tauminn. Farið var í ótal
sjóferðir og margar ökuferðirnar
á loftinu. Hádegismatur á Stekk-
unum, afi kemur heim í hádeginu
og heitur matur tilbúinn, afi og
Matti sestir og teknir til við að
borða en amma stendur. Eftir
matinn syngur gamla gufan, út-
varpið og afi liggja á borðstofu-
gólfinu og afi fær sér kríu yfir
fréttunum áður en haldið er til
vinnu á ný. Það er spennandi að
fá að liggja á gólfinu hjá afa, tób-
aks- og fiskiangan fyllir vitin.
Heitt kakó í glerflösku og smurt
nesti, á leið upp í fjall fyrir ofan
Stekkana. Afi fylgir okkur upp
fyrir girðingu. Afi sækir harðfisk
upp í hjall, auðvitað fer ég með,
fæ jafnvel að velja fiskinn og
berja á harðfisksteininum. Afi
stendur við borðið hjá eldhús-
glugganum og rífur roðið af
reykta rauðmaganum og sker að-
eins það besta fyrir mig. Ferða-
lag í Moskvitch um Snæfellsnes-
ið, mamma, pabbi, afi, amma og
við Árni, öll saman í litlum bíl
með farangurinn á þakinu. Sæll
og glaður kemur afi gangandi út
Stekkana með veiðistöngina og
aflann, hann hafði verið að veiða
inni í dal. Það er silungur í mat-
inn. Þolinmæði afa var óendan-
leg, við krakkarnir fengum að
vera með honum í dagsins önn,
litlar hendur fengu að hjálpa til.
Barngæska, einstök góð-
mennska, hjálpsemi og trygg-
lyndi prýddi afa og nutum við
barnabörnin, önnur börn og aldr-
aðir góðs af. Það var alltaf mikil
tilhlökkun að koma til afa og
ömmu, stundum var gist og í
minningunni voru ferðalögin yfir
fjöllin tvö heilmikið ævintýri og
háskaför í vetrarfærðinni. Oft
var gist í stofunni og þá sagði
amma mér sögur frá æsku sinni í
Rauðsdal fyrir svefninn. Kökurn-
ar biðu í búrinu, smurða brauðið
tilbúið í ísskápnum og svo var
auðvitað bakað í frystikistuna.
Ég fékk kaffi í mjólkurglas hjá
ömmu, þvílíkur munaður og svo
var hlustað með athygli á spjallið
þegar Berta kom í heimsókn.
Hjartgæska ömmu og afa var svo
mikil að þau áttu nóg til handa
öllum.
Nú seinni árin hringdi afi og
spjallaði, spurði frétta og var
umhugað um gang okkar allra og
hann hafði yndi af því að fylgjast
með hverju skrefi barna- og
barnabarna sinna. Dýrmætar
voru honum stundirnar þegar afi
fór vestur til mömmu og pabba
og heimsótti æskuslóðirnar.
Hann svaf hvergi betur en ein-
mitt fyrir vestan. Afi var minn-
ugur og hafði gaman af því að
tala um liðnar stundir og þá ein-
att leitaði hugurinn vestur á
æskustöðvarnar. Þessi minning-
arbrot og svo ótal mörg fleiri
varðveiti ég í huga mínum og
gleymi aldrei.
Komið er að leiðarlokum og
kveð ég afa minn með þakklæti
fyrir allt og vona að hlýjar og fal-
legar hugsanir okkar fylgi hon-
um.
Sigríður Berglind
Snæbjörnsdóttir.
Magnús Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi. Þín verð-
ur sárt saknað. Þegar við
heimsóttum þig varstu allt-
af glaður. Þú áttir alltaf
nammi til að gefa okkur. Þú
baðst mig oft um að lesa
fyrir þig. Þú varst alltaf svo
góður við alla. Hvíldu í friði,
elsku langafi minn. Ég mun
alltaf muna eftir þér.
Elísabet Ottesen.