Morgunblaðið - 21.05.2011, Side 44
44 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Sudoku
Frumstig
4 8
2 5 7
9 2 8
5
2 1 7 8 9 6
7 5 9
1 9
7 5 1 4
6 2
3
6 4
4 2 1
2 4 5
1 8
4 5 6
1 5 3
3 1 8 6
5 6 4 7
3 1 8
6 2 7
1 3 2
2 3 8
8 5 4 6
6
4 3 7
2 8 1 5 3
2 6 8 1 4 7 9 5 3
9 7 3 8 2 5 1 6 4
1 5 4 9 3 6 8 7 2
7 3 9 2 5 1 4 8 6
6 8 2 4 9 3 5 1 7
5 4 1 7 6 8 2 3 9
8 9 5 6 7 2 3 4 1
4 1 6 3 8 9 7 2 5
3 2 7 5 1 4 6 9 8
6 5 2 7 1 8 4 9 3
3 1 8 9 4 2 6 7 5
7 9 4 5 3 6 2 8 1
9 2 3 4 6 7 1 5 8
8 7 6 1 2 5 3 4 9
5 4 1 8 9 3 7 2 6
4 3 9 2 8 1 5 6 7
2 6 5 3 7 9 8 1 4
1 8 7 6 5 4 9 3 2
7 8 5 6 9 4 3 2 1
6 1 9 5 3 2 4 7 8
2 4 3 1 8 7 5 6 9
3 9 8 2 4 5 7 1 6
4 2 6 7 1 9 8 3 5
5 7 1 8 6 3 2 9 4
9 5 2 4 7 1 6 8 3
8 3 4 9 2 6 1 5 7
1 6 7 3 5 8 9 4 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 21. maí,
141. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far
þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafn-
skjótt fékk hann sjónina og fylgdi hon-
um á ferðinni. (Mark. 10,52.)
Dómsdagur er í dag. Ef JesúsKristur er ekki þegar snúinn
aftur þegar þessi orð eru lesin má
eiga von á honum hvað úr hverju, að
minnsta kosti ef marka má banda-
ríska predikarann Harold Camping.
Hann boðar að Kristur muni safna
hinum hólpnu til sín en hinna trú-
lausu bíði nöturleg örlög. Yfirvofandi
heimsendir ætti vonandi ekki að hafa
farið fram hjá neinum því fyrirtæki
Campings hefur af einskærri góð-
mennsku tekið að sér að auglýsa
dómsdaginn um allan heim í útvarpi
og dagblöðum, m.a. á Íslandi.
Camping segist nokkuð viss um að
hafa náð að dreifa boðskapnum til
heimsbyggðarinnar allrar, nema
hann er ekki viss um að þetta hafi
skilað sér til „stan-landanna“ eins og
hann kallar þau: Mið-Asíuríkjanna
Afganistans, Úsbekistans, Kasak-
stans o.fl. Því gæti farið svo að íbúar
þeirra missi alveg af heimsendi í ár.
x x x
Sjálfur ætlar Camping samt ekkiað missa af neinu, því síðasta
degi sínum á þessari jörð ætlar hann
að verja við sjónvarpið og útvarpið til
að fylgjast spenntur með því þegar
dómsdagur byrjar í tímabeltum sem
eru á undan Kaliforníu.
Þegar þessi orð eru skrifuð er 21.
maí reyndar þegar runninn upp hin-
um megin á hnettinum en enn hafa
engar fréttir borist af brotthrifn-
ingum frá Japan eða Nýja-Sjálandi.
Það þarf þó ekki að þýða neitt því
auðvitað er það mikil vinna að ætla að
hrífa á brott með sér 200 milljónir
manna og varla hægt að ætlast til að
Kristur hefjist handa fyrr en að lokn-
um staðgóðum morgunverði.
x x x
Víkverji ætlaði sér upphaflega ekkiað taka mikinn þátt í heimsendi í
þetta skiptið, með það í huga að lítið
varð úr heimtum þegar Camping
spáði honum síðast árið 1994. En svo
laust niður hugsuninni „Hvað ef?“ Til
vonar og vara ætlar Víkverji að muna
að bjóða maka sínum góðan dag með
kossi og tjá honum ást sína. En það á
reyndar alltaf að gera, ekki bara á
dómsdegi. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 kleifur, 8 tottar, 9
lélegum, 10 kraftur, 11 vot-
lendi, 13 tré, 15 segl, 18 tafl-
manns, 21 svefn, 22 gras-
flötur, 23 sníkjudýr, 24
borginmennska.
Lóðrétt | 2 ýkjur, 3 ýlfrar, 4
vindhani, 5 snagar, 6 fiskum,
7 litli, 12 umfram, 14 bók-
stafur, 15 hryggdýr, 16 fá
gegn gjaldi, 17 báran, 18 slit-
ur, 19 ómögulegt, 20 hugur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 djörf, 4 hugur, 7 lúkum, 8 ýlfur, 9 mör, 11 aurs, 13
hrun, 14 úrinu, 15 farg, 17 garn, 20 sum, 22 álkan, 23 jökul, 24
annar, 25 runni.
Lóðrétt: 1 della, 2 öskur, 3 fimm, 4 hlýr, 5 gæfur, 6 rýran, 10 öl-
inu, 12 súg, 13 hug, 15 fjáða, 16 rokan, 18 aukin, 19 núlli, 20
snar, 21 mjór.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Zen.
Norður
♠10742
♥Á92
♦K72
♣K74
Vestur Austur
♠5 ♠96
♥K743 ♥DG6
♦DG10654 ♦983
♣102 ♣ÁDG65
Suður
♠ÁKDG83
♥1085
♦Á
♣983
Suður spilar 4♠.
„Hvernig hljómar klapp annarrar
handar?“ spurði Zen-meistarinn og
lagðist til svefns á meðan lærisveinn-
inn velti vöngum. Hann gat sofið lengi,
því einhlítt svar er ekki til. En hvernig
lítur einlita þvingun út? Fáir spilarar
hafa náð því þroskastigi að geta séð
fyrir og byggt upp slíkt bragð við borð-
ið, en oft koma menn auga á mögu-
leikann eftirá. Það gildir um spilið að
ofan, sem er frá Cavendish-mótinu í
Vegas.
Gerum langa sögu stutta: Útspilið er
tígull. Sagnhafi dúkkar hjarta til aust-
urs, hreinsar upp rauðu litina og klárar
trompin. Í fjögurra spila endastöðu á
blindur eitt tromp og ♣K74, en sagn-
hafi hátromp og ♣983. Vestur á tvö
rauð spil og ♣102, en austur ♣ÁDG6.
Hverju á austur að henda í síðasta
trompið? ZZZ …
21. maí 1940
Handritasafn Landsbóka-
safnsins var flutt í hundrað
kössum á tryggan geymslu-
stað utanbæjar. Vegna styrj-
aldarástandsins átti einnig að
flytja íslenskar bækur úr safn-
inu, skjöl úr Þjóðskjalasafninu
og „dýrgripi“ Þjóðminjasafns-
ins.
21. maí 1983
Ásmundarsafn, safn Ásmund-
ar Sveinssonar myndhöggvara
við Sigtún í Reykjavík, var
formlega opnað. Sex árum áð-
ur gaf listamaðurinn Reykja-
víkurborg safnið eftir sinn
dag. Safn Ásmundar við
Freyjugötu hafði verið opnað
almenningi í maí 1934.
21. maí 1994
Sturla Friðriksson lagði til í
grein í Lesbók Morgunblaðs-
ins að Íslendingar veldu holta-
sóley sem þjóðarblóm. Í kjöl-
far þess var ákveðið að velja
hana sem þjóðhátíðarblóm
1994. Áratug síðar var holta-
sóley valin þjóðarblóm í at-
kvæðagreiðslu.
21. maí 1997
Þrír Íslendingar komust á tind
Mount Everest, hæsta fjalls
heims, sem er 8.848 metrar,
kl. 7.15 að íslenskum tíma.
Þetta voru Björn Ólafsson,
Einar K. Stefánsson og Hall-
grímur Magnússon. Tilkynn-
ing þeirra til félaganna sem
biðu í grunnbúðunum var svo-
hljóðandi: „Við komumst ekki
hærra.“ Ferðin á tindinn tók
þrettán klukkustundir og
ferðin niður fimm klukku-
stundir.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Háskólaneminn Auður Friðriksdóttir fagnar
21 árs afmæli sínu í dag. Reyndar fagnar
hún því ekkert sérstaklega mikið, enda seg-
ist hún ekki hafa gaman af því að eldast.
Auður mun ekki halda sérstaka veislu í til-
efni dagsins og ætlar að láta sér nægja að
fara út að skemmta sér í kvöld, annars vegar
í útskriftarveislu og hins vegar í kveðjuhófi
hjá vinum sínum sem flytja brátt til útlanda.
Í dag ætlar Auður að hitta fjölskylduna og
að öllum líkindum kíkja í kaffi til ömmu
sinnar.
Auður kveðst þó eiginlega hafa haldið upp
á afmælið sitt í gær, þegar hún og kærasti hennar, Árni Freyr
Snorrason, fóru saman upp í sumarbústað og höfðu það náðugt.
Auður og Árni Freyr reyna að nýta hverja stund þessa dagana til
að vera saman, en í lok mánaðarins flytur Auður til Danmerkur,
hvar hún mun vinna í allt sumar. Auður fer með vinkonu sinni til
Danmerkur og mun deila íbúð með henni í Kaupmannahöfn. Auð-
ur hlakkar til að fara út en játar að kærastinn sé ekki jafn
spenntur og hún. gislibaldur@mbl.is
Auður Friðriksdóttir er 21 árs í dag
Finnst leiðinlegt að eldast
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Flóðogfjara
21. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 2.59 0,4 9.04 3,5 15.04 0,6 21.28 3,8 3.54 22.55
Ísafjörður 5.06 0,2 10.55 1,8 17.01 0,4 23.16 2,1 3.29 23.31
Siglufjörður 0.48 1,3 7.10 0,1 13.35 1,1 19.16 0,3 3.11 23.15
Djúpivogur 0.04 0,5 5.50 2,0 12.04 0,4 18.30 2,2 3.17 22.32
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú verður hugsanlega valin/n til að
gegna tilteknu hlutverki með mjög áberandi
hætti. Vertu óhrædd/ur að tala á manna-
móti.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert hress, jákvæð/ur og bjartsýn/n
á framtíðina. Frá og með deginum í dag
muntu krefjast meiri gleði og skemmtunar í
lífi þínu.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er alltaf gaman að hitta aðra,
þegar aðstæður leyfa. Er ekki kominn tími til
þess að slaka á? Þú þarft að lyfta þér upp
endrum og sinnum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Einhvern veginn ertu að missa tökin
og verður að taka þig á ef hlutirnir eiga ekki
að renna út í sandinn hjá þér. Ekki ómaka þig
með reiði eða pirringi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú bæði elskar að taka áskorunum og
að gera ekki neitt – og ert því í klípu. Ræddu
við einhvern þér eldri og vitrari því það getur
komið sér vel í dag.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Komdu bara til dyranna eins og þú ert
klædd/ur og þá sérðu hvers þú ert megnug/
ur. Þú átt von á glaðningi.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér finnst of margir sækja að þér í einu
og vilt því leita uppi einveruna. Athugaðu vel
þinn gang og gerðu ekkert nema að vandlega
athuguðu máli í deilumáli.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Rannsóknir þínar leiða margt
ánægjulegt í ljós. Allt sem viðkemur keppn-
isíþróttum, fjármálaviðskiptum og listum
gengur að óskum.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það felur í sér mikla ábyrgð að
leiða starf annarra. Hugsaðu þig vel um áður
en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Grunsemdir eru sjaldnast traustur
grundvöllur til athafna og leiða mann oftar
en ekki í ógöngur. Nú reynir á sjálfsaga þinn
og skipulagningu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Láttu ekki feimnina hindra þig. Þú
færð nýja sýn á lífið eftir vissan atburð.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Allt er á ferð og flugi og því erfitt að
reiða hendur á einstökum hlutum. Láttu ekki
hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að
koma skipulagi á líf þitt.
Stjörnuspá
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Bg5
c6 5. Dd2 b5 6. a3 Bg7 7. f4 0-0 8.
Rf3 Ra6 9. Be2 Rc7 10. 0-0 a6 11.
Had1 Bb7 12. e5 Rfe8 13. Re4 f6 14.
Bh4 c5 15. exf6 exf6 16. Rc3 c4 17.
d5 Dd7 18. Rd4 f5 19. Bf3 Rf6 20.
Re6 Hf7 21. Rxg7 Kxg7 22. Dd4
Rce8 23. Hfe1 Bc8 24. He6 Da7 25.
Bxf6+ Rxf6 26. Hxd6 Dxd4+ 27.
Hxd4 He7
Staðan kom upp í síðari hluta ann-
arrar deildar Íslandsmóts skákfélaga
sem lauk fyrir nokkru í Rimaskóla.
Alþjóðlegi meistarinn Dagur Arn-
grímsson (2.367) hafði hvítt gegn
Pálmari Péturssyni (2.085). 28.
Hxf6! og svartur gafst upp enda liðs-
tap óumflýjanlegt eftir 28. … Kxf6
29. d6.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.