Morgunblaðið - 21.05.2011, Page 45
DAGBÓK 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SJÁÐU
ODDI!
ÞARNA
ER KANÍNA!
ÚT-
SKÝRÐU
ÞETTA!
ÞETTA
VAR BARA OF
FYNDIÐ
VEISTU
HVAÐ ÉG ÞOLI
EKKI?
ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR FÓLK
SEGIR: „FARÐU NÚ Í HÁTTINN”
ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR
EINHVER SEGIR VIÐ MIG:
„ÞÚ ERT OF UNG”
ÞAÐ SEM ÉG ÞOLI EKKI AÐ
HEYRA ER: „KOMDU HINGAÐ
KISA, KISA, KIS”
MÖMMU
LANGAR AÐ
KOMA Í
HEIMSÓKN...
...EN HÚN
SETTI EITT
SKILYRÐI
HVAÐ
ER
ÞAÐ?
AÐ ÞÚ FÆRIR
EITTHVAÐ ANNAÐ Á
MEÐAN
SVONA FÍFÍ MÍN,
ÞÚ ERT ÖLL Í HNÚT. Á ÉG
EKKI AÐ NUDDA ÞIG
AÐEINS OG LOSA UM
ÞESSA HNÚTA?
ÉG
KUNNI BETUR
VIÐ HANA
ÞEGAR HÚN VAR
ÖLL Í HNÚT
GÆTI VERIÐ AÐ ÉG HAFI GLEYMT
HATTINUM MÍNUM HJÁ
YKKUR Í GÆRKVÖLDI?
ÉG SÉ HANN EKKI
HJÁ ÓSKILA-
MUNUNUM
EN VIÐ LÁTUM ÞIG
VITA EF HANN KEMUR
Í LEITIRNAR
ÉG ROTAÐI
VÖRÐINN FYRIR
BIGSHOT
EN HVAÐ GERI
ÉG NÚNA?
ÉG VERÐ Á
FLÓTTA ÞAÐ SEM
EFTIR ER
DRÍFÐU
ÞIG SANDMAN,
ÉG ÞARF Á ÞÉR
AÐ HALDA
Með morg-
unkaffinu
Margir hafa fyrir vana
að lesa blöðin í eldhús-
inu á morgnana yfir
bolla af kaffi áður en
haldið er til vinnu. Þeir
leita eftir nýjustu
fréttum og því sem
efst er á baugi. Allt of
oft eru þetta fréttir af
því sem miður hefur
farið í þjóðfélaginu,
svo sem hrottalegum
glæpum, fjölskyldu-
harmleikjum, líkams-
árásum, þjófnuðum og
öðrum afbrotum. Varla getur slík
lesning verið gott veganesti fyrir dag-
inn og enn síður góð og holl andleg
næring með morgunkaffinu. Þurfa
fréttir endilega að snúast um það sem
aflaga fer í samfélagi manna? Er búið
að gera fólk að slíkum spennufíklum
og ofbeldissjúklingum að ekki þýðir
lengur að bera á borð fyrir það annað
en blóði drifnar fréttir? Þykir orðið of
væmið að greina frá því sem fallegt
er? Mætti ekki t.d. segja fréttir af fal-
legri sólarupprás eða sólarlagi, blóm-
unum í Hljómskálagarðinum og önd-
unum á Tjörninni; ástföngnu pari,
fiskveiðum trillukarlsins eða degi úr
lífi strætóbílstjóra? Hvernig væri að
lesa þessar fréttir til tilbreytingar:
Alkóhólisti heldur upp á árs bindindi.
Handrukkari gerist sjálf-
boðaliði Rauða krossins.
Þjófur gefur fátækum
eigur sínar. Erkifjendur
til margra ára gerast hin-
ir mestu mátar og hittast
vikulega yfir kaffi og
rjómapönnukökum.
Hvernig væri til dæmis
að segja fréttir af fólki
sem byrjað hefur nýtt líf
eftir að hafa misstigið sig
illilega á stigum lífsins,
en unnið sigur? Ýmislegt
mætti læra af slíkum
fréttaflutningi, fólki sem
snúið hefur við blaðinu
og orðið nýtir þjóðfélags-
þegnar, reynslunni ríkara eftir raun-
ir, iðrun og endurreisn. Eru það ekki
þær góðu fréttir, sem segja má frá, sú
upplífgun, sem fólk getur glaðst yfir í
byrjun nýs dags og sem gefur von um
betra og fegurra mannlíf? Svo eru
margir sem kjósa sér einfaldlega að
byrja daginn með lestri guðsorðs, en
fagnaðarerindið um Jesú Krist hefur
um aldir verið kallað hinar góðu frétt-
ir. „Sæll er sá maður, sem hefur yndi
af lögmáli Drottins og hugleiðir lög-
mál hans dag og nótt.“ (Sálmarnir
1:1-2.)
Einar Ingvi Magnússon.
Ást er…
… að finnast þið vera
saman, jafnvel þótt hann
sé í burtu.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Karlinn á Laugaveginum var ídjúpum þönkum, þar sem hann
gekk niður Frakkastíginn. Hann
hafði orð á því, að línurnar í Hall-
grímskirkju vissu allar upp á við og
turninn langleiðina upp til himna, en
daufleg væri vistin hér á landi núna:
Vor alvaldsherra er illa styggur
við okkur héðra,
veit að beina brautin liggur
beint í neðra.
Vigdís Sigurðardóttir í Borgum í
Þistilfirði skrifar mér og segir: „Hér
er kalt í veðri og spáir meiri kulda,
frosti og snjó. Ekki mjög glæsilegt
fyrir fugla og fénað.“ Hún segist
hafa hripað í skræðu gamla:
„Erlendur Gottskálksson (1818-
1894) gisti á Efri-Hólum:
Efri-Hóla eru hús
ötuð skít og fúa.
Þar býr fló og þar býr lús
og þar má fjandinn búa.
Efri-Hólabónda barst vísan og
Vísnahorn
Vor alvaldsherra er illa styggur
svaraði (ekki veit ég hver sat Efri-
Hóla þá):
Erlendur er illskufús,
öldin má því trúa.
Fjandinn geymi honum hús,
herbergi í að búa.
Svo er þessi eftir Sigurbjörn Guð-
mundsson frá Nýja-Hóli á Hóls-
fjöllum. Um lundbágan kvenmann.
Bræðin svellur brunni frá,
bænir hvellt hún þylur.
Reiðin skellur óðar á
eins og fellibylur.“
Ég þakka Vigdísi þetta góða bréf.
Ástæða er til að minnast Erlends síð-
ar, sem var bændahöfðingi, alþing-
ismaður og gott skáld. Og framsýnn
skulum við segja með stöku í huga:
Hrellir tíðarhryðjan mörg,
hryllilega verslun ill,
brellin landsstjórn, álög örg
öllu skella á hausinn vill.
Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is
Flestir Íslendingar höfðu ríkasamúð með Finnum, þegar Stal-
ín réðst inn í land þeirra í desember-
byrjun 1939, í upphafi heimsstyrjald-
arinnar síðari. Dáðust menn að
frækilegri vörn smáþjóðarinnar.
Ekki voru þó allir Íslendingar
sammála. Það mun hafa verið Brynj-
ólfur Bjarnason, sem smíðaði háðs-
yrðið „Finnagaldur“ um stuðning Ís-
lendinga við Finna. Orðið kemur
fyrst fyrir í þeirri merkingu, svo að
ég viti, í fyrirsögn greinar eftir hann í
Þjóðviljanum 7. desember 1939.
Tóku þrír einörðustu stalínistar
landsins, þeir Þórbergur Þórðarson,
Halldór Kiljan Laxness og séra
Gunnar Benediktsson, það óðar upp í
skrifum sínum.
Það jók á áhrifamátt orðsins, að í
fornu máli voru Samar í norðurhluta
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands
nefndir „Finnar“ og þóttu göldróttir.
Þegar Finnar neyddust til þess í
mars 1940 að ganga að flestum kröf-
um Kremlverja í því skyni að ljúka
stríðinu, voru margir Íslendingar
daprir og reiðir fyrir þeirra hönd.
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra var 14. mars 1940 staddur inni
í ráðherraherberginu svonefnda inn
af sal efri deildar, sem var. Fór hann
hörðum orðum um þjónkun íslenskra
stalínista við Moskvumenn. Brynj-
ólfur Bjarnason heyrði til hans og
kallaði til hans, að hann væri lands-
frægur fyrir heimsku. Rak Hermann
Brynjólfi þá löðrung, svo að í small.
Þegar Brynjólfur bar sig upp und-
an þessu við þingforseta, kvaddi
Hermann sér hljóðs og mælti: „Það
er gamall og góður íslenskur siður,
sem hefur verið notaður í mörg
hundruð ár við stráka, sem eru
óprúttnir í orðum, að gefa hinn svo-
kallaða íslenska kinnhest.“
Hafa því fleiri íslenskir stjórn-
málamenn „heilsað að sjómannasið“
en Árni Johnsen.
Raunar var kinnhestur Hermanns
rifjaður upp á þingi níu árum síðar,
31. mars 1949. Stúlka ein, Margrét
Anna Þórðardóttir, hafði slegið til
Stefáns Jóhanns Stefánssonar for-
sætisráðherra, er hann hafði gengið
út úr þinghúsinu daginn áður eftir
óeirðir á Austurvelli. Brynjólfur
Bjarnason sagði af því tilefni: „Hún
hefði átt að fá verðlaun!“ Ólafur
Thors greip þá fram í: „Ekki var
Hermann verðlaunaður, þegar hann
gaf þér á kjaftinn!“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesg@hil.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Finnagaldur að fornu og nýju