Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Eiginlegar samninga-viðræður við Evrópu-sambandið hefjast í sum-ar, tæpum tveimur árum
eftir að ríkisstjórnin lagði inn aðild-
arumsókn.
Það er við þessi tímamót sem dr.
Eiríkur Bergmann Einarsson Evr-
ópufræðingur gefur út bókina Sjálf-
stæð þjóð: Trylltur skríll og land-
ráðalýður. Með henni fylgir hann
eftir fyrra verki sínu, Frá Evró-
visjón til evru, og er hér gengið út
frá því að báðar séu fyrir almenn-
ing.
Með hinu nýja verki leitast Eirík-
ur Bergmann við að skýra tilurð
þjóðernisvitundar á Íslandi, hvernig
hún hefur haft mótandi áhrif á
stjórnmálaumræðu og deilur um al-
þjóðasamstarf, á borð við aðild að
Atlantshafsbandalaginu og EES-
samninginn. Höfundur vitnar
nokkrum sinnum í Jón Jónsson Að-
ils sagnfræðing og fyrirlestra hans
um sögu lands og þjóðar um alda-
mótin 1900.
Við þá endursögn rifjast upp sú
söguskoðun Jóns Aðils að á fyrstu
öldum Íslandsbyggðar hafi orðið til
samfélag á eyjunni bláu sem hafi
skilið eftir sig slík afrek á bók-
menntasviðinu að leita þurfi til
Forn-Grikkja til
að finna sam-
anburð. Eru til-
vitnanirnar sett-
ar í samhengi við
almenna grein-
ingu á þróun
þjóðernisvit-
undar á Íslandi á
19. öld. Lætur
höfundur hins vegar ógert að geta
þess í hvers kyns þjóðfélagi slíkar
hugmyndir urðu til, líkt og Guðjón
Friðriksson gerir til dæmis í ævi-
sögu Einars Benediktssonar skálds.
Margir bestu synir þjóðarinnar
tóku þá djúpt í árinni til að stappa
stálinu í þjóð sem horft hafði eftir
ástvinum sínum sigla vestur um
haf.
Höfundur setur hugmyndir
Fjölnismanna í samhengi við hrær-
ingar í Evrópu og kemst þar meðal
annars að þeirri niðurstöðu að Jón
Sigurðsson forseti hafi verið al-
þjóðasinni en Íslendingar kosið að
fylkja sér um íhaldssama þjóðern-
isstefnu. Lýkur bókinni svo á um-
fjöllun um það sem höfundur kýs að
kalla umsáturskenningu í kjölfar
efnahagshrunsins og er sú greining
sett í samhengi við Icesave-deiluna
og orðræðu útrásarinnar um það
sem greindi Ísland frá öðrum þjóð-
um.
Tækifærisræður Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, um ís-
lenska „efnahagsundrið“ eru rifj-
aðar upp og bætir sú umfjöllun
engu við það sem áður hefur komið
fram í umræðu um þátt forsetans í
útrásinni. Er skýrsla rannsókn-
arnefndar Alþingis þar ekki undan-
skilin.
Veigamesti kaflinn tengist um-
ræðum þeim sem urðu um EES-
samninginn á Alþingi. Eiríkur
Bergmann hefur skrifað greinar um
þær umræður sem og deilur þær
sem risu vegna EFTA-samstarfs-
ins. Skýrir þetta hvers vegna hann
tekur tvívegis fram í inngangi að
bókin Sjálfstæð þjóð fjalli að þessu
frátöldu um önnur efni og sé því
nýtt og sjálfstætt verk.
Umræður hans um nýliðna at-
burði, þar með talin Icesave-deilan,
rista ekki djúpt. Höfundur ætlar
sér í upphafi að vera hlutlaus sögu-
maður sem tekur dæmi héðan og
þaðan án þess að fella um þau dóm.
Nú skyldi forðast að gera mönnum
upp skoðanir. Á hinn bóginn hlýtur
lesandinn að draga þá ályktun af
uppbyggingu bókarinnar og þeim
dæmum sem notuð eru til að bera
frásögnina uppi að höfundur sé
þeirrar hyggju, að þeir sem grípi til
fullveldisraka í deilum um utanrík-
ismál séu ósjaldan lýðskrumarar
sem horfist ekki í augu við þá stað-
reynd, að flestar þjóðir Evrópu séu
komnar á þá skoðun að deila beri
fullveldinu en fá í staðinn aðgang
að stærri markaði.
Þá rifjar Eiríkur Bergmann upp
að ýmsir stuðningsmenn Evrópu-
samstarfsins hafi í málflutningi sín-
um skírskotað til þeirrar göfugu
hugsjónar að með samstarfi ESB-
ríkja sé stuðlað að friði í Evrópu.
Nú eru nokkrar hliðar á ten-
ingnum. Blind alþjóðahyggja og trú
á yfirburði útlendinga gagnvart
eigin þjóð geta verið merki um
skort á pólitískri siðfágun, rétt eins
og lýðskrum af meiði þjóðern-
ishyggju.
Eiríkur Bergmann kýs að láta
þessa hlið mála ósnerta þótt einnig
megi tína til öfgar í þessa veru sem
og þá staðreynd að í Icesave-
deilunni var gripið til alþjóðaraka
sem reyndust haldlaus þegar á
hólminn var komið. Hvaða afstöðu
sem menn tóku í deilunni er varla
vafamál að ef gáfumannafélagið við
Hallveigarstíg hefði fengið sínu
framgengt í aðdraganda fyrri Ice-
save-kosningarinnar hefðu afleið-
ingarnar getað orðið þvílíkar að
hroll vekur.
Voru þeir ósiðfágaðir sem gripu
til þjóðernisraka í þeirri deilu?
Eiga allir þeir sem töldu íslenskri
þjóð ógnað skilið að verða settir
undir hatt þjóðrembu og lýð-
skrums? Getur verið að túlkun höf-
undar á þjóðernisvitund eigi lítið
skylt við þá samkennd sem kom
fram í blysför andstæðinga Svav-
ars-samningsins? Var sú greining
röng að erlend ríki beittu Ísland
þrýstingi? Svo er það allur
hræðsluáróðurinn. Bar hann póli-
tískri siðfágun vitni? Og hvað með
evruumræðuna eftir hrunið?
Um Sjálfstæða þjóð er það að
segja að þeir starfsmenn Evrópu-
sambandsins sem fengið hafa það
hlutverk að kortleggja Ísland hljóta
að skemmta sér yfir lýsingum á
skrælingjalýðnum sem lifir og
hrærist í eigin heimóttarskap.
Athyglisvert er að bera niður í
kaflanum Höfuðbólið og hjáleigan
en þar er að finna tilvitnanir í um-
ræður um EES-samninginn.
Bregða þær birtu á að margt hefur
farið á annan veg en ætlað var. Er
ágætt að hafa það í huga þegar mál-
flutningur andstæðinga samnings-
ins er gerður upp.
Höfundur skrifar á síðu 137:
„Eins og hér má sjá vöruðu margir
andstæðingar EES við óheftu inn-
streymi vinnufólks frá fátækari
löndum Evrópubandalagsins. Jón
Baldvin Hannibalsson hafði ekki
miklar áhyggjur af því.
Hann benti á að reynsla af EFTA
hefði verið sú að Íslendingar hefðu
nýtt sér réttinn „í miklu meira mæli
heldur en þeir rétt sinn hér“. Hann
sagði að sömu sögu væri að segja
um reynsluna innan Evrópu-
bandalagsins sjálfs, „þar hefur
reynslan orðið öll önnur en menn
áttu von á. Þar hafa ekki orðið þjóð-
flutningar frá suðri til norðurs í leit
að bættum lífskjörum.“
Hann sagði að dönsk stjórnvöld
létu vel af reynslu sinni innan EB
og spurði svo hvort ríkisborgarar
annarra ríkja myndu streyma til Ís-
lands í atvinnuleit. Hann sagði
reynsluna innan Evrópubandalags-
ins ekki benda til þess. „Reynsla Ís-
lendinga fram til þessa hefur sýnt
að tungumálið, fjarlægðin frá öðr-
um Evrópulöndum og loftslagið eru
áhrifaríkari hömlur á verulega
flutninga fólks frá Vestur-Evrópu
hingað en ýmsar þær undanþægu
reglur sem hér gilda í lögum.“
Má augljóst vera að Jón Baldvin
hefur ekki reynst sannspár. Ísland
komst í tísku og í álnir og svo fór að
hlýna. Tungumálið er engin hindrun
á eyju þar sem allir tala ensku.
Sögur af skríl
Evrópufræði Eiríkur Bergmann.
Sjálfstæð þjóð bbnnn
Eftir Eirík Bergmann. Bjartur gefur út.
364 bls., innb.
BALDUR
ARNARSON
BÆKUR
Það er mikill fengur að tvö-földu diskaalbúmi söng-konunnar Cathrine Leg-ardh og Sigurðar
Flosasonar „Land & sky“ sem tek-
inn var upp í Kaupmannahöfn og
kom út hjá Storyville útgáfunni ný-
lega. Cat hefur samið alla textana,
þá á fyrri disknum á ensku, en á
dönsku á þeim síðari og síðan samdi
Siggi lögin. Tuttugu lög á hálfu ári
og afraksturinn besta plata Sigga
með söngvara. Hún er heilsteyptari
en tvöfalda platan „Hvar er tungl-
ið?“ með Kristjönu Stefánsdóttur,
sem innihélt bæði gamla og nýja
ópusa og skera hefði mátt niður um
helming og laus við dramatilgerðina
í „Það sem hverfur“ með Ragnheiði
Gröndal og Agli Ólafssyni.
Það er ekki bara vegna þess að
Cat er besti söngvari sem Siggi hef-
ur unnið með hversu platan er vel
heppnuð, heldur verður blástur
hans æ betri og hrynsveitin er hun-
ang; sólóar Peters Rosendahls frá-
bærir, trommuleikur Anders Fry-
lands léttur og sveifluríkur og
Ginman traustasti bassaleikari
norðurálfu.
Cat er textahöfundur en ekki
skáld einsog Aðalsteinn Ásberg og
því er tónlistin alltaf aðalatriðið þó
textarnir dönsku séu fínir; þeir
ensku síðri. Þó er tónlistin á þeirri
ensku „Land“ betri að mínu viti,
harðari djass og oft ansi grípandi,
en sú danska „Sky“, sem minnir um
margt á það sem hinar bestu nor-
rænu söngkonur hafa verið að gera,
innhverfari.
Sigga vex ásmegin sem blásara
við hvert verkefni og hér hefur hon-
um betur en oftast áður tekist að
beisla fák sinn á hörðu skeiði; fyrr á
dögum kom ansi oft fyrir að hann
hlypi upp en slíkt gerist varla nú-
orðið. Svo þarf ekkert að fjölyrða
um hve tóninn er flottur.
Cat er ekki raddmikil, en röddin
djössuð og sjarmerandi, frasering-
arnar flottar og það er helst að hún
ætli sér um of þegar tónlistin er ei-
lítið blúsuð og örli þá á tildri sem
lýtir margar evrópskar söngkonur
þegar þær vilja tjá sig a la Billie.
Lagasmíðar Sigurðar eru áheyri-
legar og þegar best lætur stór-
góðar. Sérstaklega eru ýmis lög á
fyrri diskinum grípandi einsog
„Courageous“ sem gæti orðið djass-
smellur. „Dancer of the dark“, sem
er kraftmikill ópus með spriklandi
sveiflu og söngur Cat dramatískur á
köflum, sterkur og lifandi. „Indiffe-
rent“ er flott ballaða með mjúkum
blæ. „En bid af natten“ í danska
hlutanum er jafn mjúk en norrænni
í hljóm og flott bit í píanósóló Peter
Rosendals. „Drømmens dis“ er nor-
ræn samba og textinn fínn.
Besta að hætta upptalningunni og
hvetja lesendur til að ná í gripinn.
Góða skemmtun.
Cat & Siggi
Tvöfaldur geisladiskur
Cathrine Legardh og Sigurður Flosa-
son: Land & sky bbbbn
Cathrine Legardh söngur, Sigurður
Flosason altósaxófón, Peter Rosendal
píanó, Lennart Ginman bassa og Anders
Fryland trommur.
Storyville 2011.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Innhverf Cathrine Legarrdh.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika á að nýta opinber
innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn á erindi jafnt til
opinberra aðila sem starfa við innkaup eða móta innkaupastefnur og fyrirtækja sem
gagn hafa af slíku samstarfi við hið opinbera.
Dagskrá
13:30 Opnunarávarp Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís
13:40 European Cooperation on Public Procurement for Innovation
Luke Georghiou, Manchester Institute of Innovation Research, Manchester University
14:25 Opinber innkaup til nýsköpunar á Íslandi
Guðmundur Hannesson, Ríkiskaupum
14:45 Hverjar eru helstu hindranir nýsköpunar í gegnum opinber innkaup á Íslandi?
Svandís Nína Jónsdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Rannís
15:00 Notkun opinberra innkaup til að örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
15:50 SBRI and Innovation Platforms
David Golding, Technology Strategy Board, UK
16:20 Options for EU support for Procurement of Innovation
Abby Semple, Local Governments for Sustainability Europe
Skráning á rannis@rannis.is
Miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17:00 á Hótel Sögu
Public Procurement for Innovation
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is