Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 49

Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Það verður enginn svikinnaf því að fjárfesta í ann-arri ljóðabók KristínarSvövu Tómasdóttur, Skrælingjasýningunni, sem kom út nýverið. Eftir vel heppnaða frum- raun, Blótgælur sem kom út árið 2007 og vakti mikla athygli, mátti svo sem eiga von á meira góðu frá Kristínu Svövu. Blótgælur sló tón- inn sem ómar áfram í gegnum Skrælingjasýninguna. Það er undarleg stemning í ljóð- unum, svolítið eins og heimsendir sé í nánd og allir ætli að njóta lífs- ins lystisemda áður en það gerist í óreiðukenndu vali. Stemningin í ljóðunum er hröð, þau eru keyrð áfram af hörku og það er erfitt að ætla sér að lesa þau í rólegheitum, maður er kominn í ham áður en við er litið. Nafn bókarinnar vísar til nýlendusýningar sem var haldin í Kaupmannahöfn um aldamótin 1900. Á henni kynntu Danir handverk, menningu og íbúa frá nýlendum sínum en íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn mótmæltu þessu harðlega þar sem þeir töldu sig ekki eiga heima í hópi skrælingja eins og hinir nýlendubúarnir. Orðið skælingi hefur orðið neikvæða merkingu og er oft notað yfir ósið- menntaða menn. Stemningin í bók- inni er líka svolítið í þá átt, hún er hrá og subbuleg. Það er eins og hún kunni ekki að borða með hníf og gafli og þakka fyrir sig. Bókin skiptist eiginlega í þrjá hluta, hún byrjar á ljóðum í einni belg og biðu. Þá koma lengri ljóð sem hafa heiti. Þau eru í svolítið öðrum stíl en fyrrihlutinn, lengri og léttari. Ég hafði áður séð ljóðið „Ég hef mínar efasemdir um Karl Blöndal“ í ljóðasafni frá Nýhil og hreifst þá strax af því. Ljóðið er fullt af forvitni, dulúð og ímynd- unarafli. „Annað bréfið til herra Brown“ er samt í mestu uppáhaldi, uppfullt af háði og húmor. Bókinni lýkur svo á viðauka sem heitir „Lykar að túlkun 22 ljóða – syrpa handa kennurum“. Þar túlkar höf- undurinn eigin ljóð af miklum húm- or. Þetta er skemmtilegur viðauki sem lesandinn á alls ekki að taka mark á. Ég hafði mikla ánægju af því að lesa Skrælingjasýninguna. Mynd- irnar sem ljóðin draga upp eru miklar, óreiðukenndar og undaleg- ar en samt svo kunnuglegar. Stundum skildi ég hana ekki en það var allt í lagi því upplifunin er orðin og hvernig þau raðast saman. Stemningin í ljóðunum er heillandi og sogar mann til sín eins og svart- hol. Kristín Svava er fyndin, kald- hæðin og gagnrýnin og frábært skáld. Háð og húmor Morgunblaðið/Golli Hrá Stemningin í ljóðunum Kristínar Svövu Tómasdóttur er hröð, þau eru keyrð áfram af hörku og það er erfitt að ætla sér að lesa þau í rólegheitum. Skrælingjasýningin bbbmn Eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Bjart- ur gefur út 2011. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Saga Íslandsmótsins í knattspyrnu í 100 ár, fyrra bindi, eftir Sig- mund Ó. Steinarsson kom út á dögunum. Höfundur segir við- tökur hafa verið góðar og talsverð brögð að því að fólk leiti til hans til að fá bókina áritaða, ekki síst fyrir þriðja aðila. Þá erum við ekki að tala um hina hefðbundnu kveðju frá höfundi, heldur biður fólk Sigmund um að senda þeim er bókin er ætluð persónulega kveðju. „Það er sjálfsagt að verða við þessu enda mikilvægt að þjón- usta lesendur, alveg eins og í blaðamennskunni,“ segir Sigmund- ur. „Menn stinga að mér ýmsu fróðlegu um viðkomandi.“ Sigmundur vinnur nú að seinna bindi verksins sem koma mun út 11. nóvember nk. kl. 11.11 árdeg- is. Hann hefur því í nógu að snú- ast, bæði við að rita og árita bæk- ur. Morgunblaðið/Kristinn Þjónusta Sigmundur Ó. Steinarsson áritar bókina fyrir stjórnarmenn í KSÍ á dögunum. Ritar og áritar Nú stendur í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg- arnesi minjasýningin „Séra Magnús“ sem segir frá ævi Magnúsar Andréssonar (1845- 1922) sem bjó á Gils- bakka í Hvítársíðu frá árinu 1881, ásamt konu sinni Sigríði Péturs- dóttur. Heimili þeirra var í senn menntasetur og menningarmiðstöð í héraði. Séra Magnús var fræðari og bjó pilta undir skóla. Hann var alþingismaður Mýra- manna um margra ára skeið og kom þar að mótun sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga um og eftir 1900. Af þessu tilefni er sýningin helguð minningu Jóns Sigurðssonar. Ýmsir gripir eru á sýningunni auk sýn- ishorna af skjölum. Magnús lagði einnig stund á smáskammtalækn- ingar. Sýningin er opin alla virka daga frá 13-18 Sýningin Séra Magnús Fræðari Frá sýningunni Séra Magnús í Safna- húsi Borgarfjarðar. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 28/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Húsmóðirin (Nýja sviðið) Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Lau 11/6 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Mið 15/6 kl. 20:00 Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí og júní Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið) Sun 22/5 kl. 20:00 Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið) Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00 Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 20:00 2.k Mið 8/6 kl. 20:00 4.k Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 3.k Lau 11/6 kl. 20:00 5.k Á Listahátíð - Leikhu�s, dans og to�nlist renna saman i� eina o�rofa heild Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 21/5 kl. 13:00 Lau 28/5 kl. 13:00 Sun 29/5 kl. 13:00 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Les Slovaks – á Stóra sviðinu annað kvöld ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Allt að verða uppselt í maí. Sýningar í júní komnar í sölu. Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11/6 kl. 20:00 Fjórar og hálf stjarna í Mbl. I.Þ og DV J.V.J. Sýningum að ljúka! Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna! Brák (Kúlan) Fös 3/6 kl. 20:00 Aukasýn. Aukasýning í júní komin í sölu! Verði þér að góðu (Kassinn) Lau 21/5 kl. 22:00 Fös 3/6 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Frumsýning 7. maí. Góði dátinn Svejk (Stóra sviðið) Sun 29/5 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins! Haze (Stóra sviðið) Fim 2/6 kl. 20:00 Á Listahátíð. Sýning sem markar tímamót í nútímadansi. Við sáum skrímsli (Stóra sviðið) Lau 21/5 kl. 20:00 Á Listahátíð. Listrænn stjórnandi Erna Ómarsdóttir. Big Wheel Café (Stóra sviðið) Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Á Listahátíð. Listrænn stjórnandi Kristján Igimarsson Subtales - Söngur millistéttarinnar (Kassinn) Þri 24/5 kl. 18:00 Á Listahátíð. Norrænt velferðarsamfélag krufið til mergjar. Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Listahátíð í Reykjavík - Rebbasaga Lau 28/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 17:00 Frönsk barnasýning Listahátíð í Reykjavík - Bændur flugust á Sun 29/5 kl. 20:00 Íslendingasögur í óvæntu ljósi! Listahátíð í Reykjavík - Strengur Mán 30/5 kl. 20:00 Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock Listahátíð í Reykjavík - Sex pör Þri 31/5 kl. 20:00 Frumflutningur sex íslenskra dans- og tónverka Brúðuheimar í Borgarnesi 530 5000 | hildur@bruduheimar.is GILITRUTT Sun 29/5 kl. 14:00 Listahátíð í Reykjavík - Tony Allen og Sammi Mið 1/6 kl. 21:00 Tony Allen og Samúel Jón Samúelsson Big Band Varsjáarbandalagið - Útgáfutónleikar Fim 9/6 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.