Morgunblaðið - 21.05.2011, Síða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Hinn heimsfrægi þýski tenór Jonas
Kaufmann mun syngja á tónleikum í
Eldborg í Hörpu í kvöld í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík. Uppselt
var á tónleikana fyrir alllöngu en
Kaufmann er gríðarlega vinsæll ten-
ór og hafa hundruð manna lagt leið
sína hingað til landsins einungis til
þess að berja hann augum enda
margra ára biðlistar erlendis til að fá
að komast á tónleika með honum.
Kaufmann er fæddur í München í
Þýskalandi árið 1969 og ólst þar upp.
Hann útskrifaðist frá tónlistarhá-
skóla í München árið 1994 og sama
ár hóf hann feril sinn sem atvinnu-
söngvari í Staats-leikhúsinu í Saar-
brücken í Þýskalandi. Fljótlega eftir
það var honum boðið að syngja í
stærri leikhúsum á borð við Stutt-
gart-óperuna og Hamborgar-
óperuna, einnig í óperunni í Chicago,
Parísaróperunni og La Scala, óp-
erunni í Mílanó Ítalíu. Hann hefur
hrifið áhorfendur með fallegum söng
sínum í yfir fimmtíu óperuhlut-
verkum við öll helstu óperuhús
heims.
Finnst Harpan vera glæsileg
Blaðamaður hitti Kaufmann í
Hörpunni í gær.
-Hvað finnst þér um Hörpu?
„Hún er stórkostleg. Byggingin er
ekki alveg tilbúin enn en salurinn
sjálfur er tilbúinn og ég verð að
segja að þetta er glæsilegt. Bæði
arkitektúr og hljómburður er ótrú-
legur. Hljóðið er alveg magnað. Ég
hef þó ekki heyrt hljóðið í salnum
með áhorfendur, en þeir geta gert
einhverjar brellur með það, þeir
setja eitthvað í salinn svo að maður
fær það á tilfinninguna að áhorfend-
urnir séu í salnum. Venjulega taka
áhorfendur í sig hluta af hljóðinu,
þeir dempa það. En það er góður
hlutur, það er jákvætt, vegna þess
að það gerir hljóðið skýrara og fín-
legra.
Auk þess er staðsetningin á þess-
ari byggingu óaðfinnanleg, burtséð
frá vindinum,“ segir Kaufmann og
hlær. „Ég hef aldrei haft svo fallegt
útsýni út um gluggann á búnings-
herbergi mínu áður, með sjóinn al-
veg upp við og fjöllin í bakgrunni.
Þetta er ótrúlegt og ég er bara örlít-
ið afbrýðisamur. Ég vil óska ykkur
til hamingju með þetta.“
-Hvernig finnst þér að syngja með
Sinfóníuhljómsveit Íslands?
„Þau eru frábær. Peter Schrottn-
er, stjórnandi, hefur augljóslega
staðið sig með prýði. Ég er viss um
að sumir hlutar söngdagskrárinnar
hafa verið þeim óþekktir og það er
alltaf erfitt. Ég myndi segja að al-
mennt séu dagskrár óperu mjög
slungnar og erfiðar fremur en þegar
sinfónían spilar ein og sér, þegar þau
tengjast betur hvort öðru og eiga
samleið. Í óperunni þarf að stökkva
frá einni tilfinningu til annarar og
ákvarða á nokkrum töktum allt aðr-
ar aðstæður, en það þarf að gerast
svo fullkomlega að áhorfendur fylg-
ist með og skilji hvað sé að gerast og
hverjar aðstæðurnar séu. Þetta er
því fremur vandasamt. Í raun þarftu
að skipta um 10 búninga og vera 10
manneskjur í sama hlutverki.
En ég má til með að segja að þau
eru alveg frábær og ég hef unnið
með mörgum sinfóníum. Það er líka
gaman að sjá hvað þau eru ánægð
með nýja tónlistarhúsið sitt.“
Stórstjarna
í Hörpunni
Hundruð til landsins að hlusta
Morgunblaðið/Kristinn
Öflugur Jonas Kaufmann tenór á æfingu með Sinfóníunni. Hann mun efalaust syngja sig inn í hjörtu margra Frónverja í kvöld.
Jonas Kaufmann er einn fremsti
óperusöngvari samtímans og er
nú á hátindi ferils síns.
Á tónleikunum í Hörpunni
mun hann meðal annars syngja
þekktar aríur úr óperunum Car-
men, Lohengrin og Cavalleria
rusticana. Einnig mun Sinfóníu-
hljómsveit Íslands leika vinsæla
óperuforleiki.
Uppselt er á tónleika hans í
kvöld sem og fleiri óperuupp-
færslur víða um heim.
Í tilefni af tónleikunum mun
Endurmenntun Háskóla Íslands
standa fyrir námskeiðinu Jonas
Kaufmann í litrófi raddanna en
umsjón með námskeiðinu hefur
Bergþór Pálsson. Þar verða
kynntar mismunandi raddgerðir
karla með ýmsum tóndæmum.
Rödd Jonasar Kaufmanns verð-
ur greind með tóndæmum, rýnt
verður í feril hans og þróun
raddar hans.
Rýna í rödd
Kaufmanns
NÁMSKEIÐ
Rómantískar slóðir á Englandi
Verð kr. 199.800
Netverð á mann í tvíbýli með hálfu fæði. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 39.800.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
15.-23. ágúst
Fararstjóri: Héðinn S. Björnsson
Heimsferðir bjóða nokkur
laus sæti í einstaklega
skemmtilega 9 daga ferð á
rómantískum og
sögulegum slóðum Mið-
og Suður Englands. Alls
staðar gefur að líta
spennandi söguslóðir,
töfrandi náttúrufegurð,
minningarminjar frá
fortíðinni og öfugt listalíf
nútímans. Dvalið í bæjunum Oxford, Bath og Windsor og
þaðan haldið í kynnisferðir á hverjum degi. Dagleiðir eru
stuttar og góður tími að njóta að skoða kastala, herragarða og
lítil vinaleg þorp sem lítið hafa breysts í tímans rás. Allsstaðar
er sagan við hvert fótmál og náttúrufegurðin einstök.
· Oxford
· Coventry
· Stratford upon Avon
· Blenheim Palace
· Waddesdon Manor
· Cotswold
· Tetbury
· Lacock
· Chipping
· Bath
· Wells
· Glastonbury
· Cheddar
· Stonehenge
· Winchester
· Windsor
Innifalið: Flug til og frá London, skattar, gisting á góðum 4* hóteli í
8 nætur með hálfu fæði. Kynnisferðir. Aðgangseyrir að: heimili
Shakespeares og Önnu Hathaways, Blenheim höllinni, Christchurch
stúdentagarðinn í Oxford, hellaskoðun í Cheddar, Gorge gilinu í
Cheddar, Rómversku böðunum í Bath, Winchester kastala og
Windsor kastala. Akstur til og frá flugvelli og milli áfangastaða og
íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 25 manns.
Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir, siglingar eða annað en tilgreint er
að ofan.
Einstök ferð á
frábærum
kjörum!