Morgunblaðið - 21.05.2011, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Hljóp á sig sléttan maga
2. Erfitt að horfa á Krumma líða illa
3. Bifhjólamaður ber brigður á …
4. Afi og móðir myrtu barnið
Ofviðri Borgarleikhússins hefur
fengið frábærar viðtökur í Litháen.
Fyrr á árinu birtist ítarlegur dómur í
stærsta dagblaði Litháens, Lietucos
rytas, og var það helsti gagnrýnandi
Litháens, Helmutas Abaseviius, sem
skrifaði: „Í höndum Oskaras Kor-
šunovas verður heimur Ofviðrisins
töfrum líkastur, heillandi og lifandi.
Leikstjórnarstíll Oskarasar Kor-
šunovas er einstakur; hann einkenn-
ist af sérstakri, margræðri ljóðrænu
hugarflugsins... Í meðförum lista-
mannanna magnast Ofviðrið upp í
nær ólýsanlega fegurð … “
Leikhúsinu hefur einnig verið boð-
ið að sýna Ofviðrið í Þjóðleikhúsi
Litháa í september nk en leikhúsið er
það stærsta í landinu. Sýnt yrði á
stóra sviði leikhússins, í tengslum
við alþjóðlegu leiklistarhátíðina Sir-
enos í Litháen. Jesú litla hefur verið
boðið til Spánar og er verið að vinna í
samningum þar að lútandi.
Borgarleikhúsið
á faraldsfæti
Varsjárbandalagið hefur sent frá
sér nýtt lag, „Vestmannaeyjar“, en
það má nálgast á þjónvarpinu eða
„youtube“. Fyrsta plata sveitarinnar,
Russian Bride, er væntanleg og held-
ur sveitin útgáfutónleika í Tjarnarbíói
þann 9. júní næst-
komandi. Á plöt-
unni má finna
allt frá gyðinga-
músík yfir í balk-
anpopp ásamt
eigin austan-
tjalds-tón-
smíðum.
Nýtt lag með
Varsjárbandalaginu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 og léttir til suðaustantil, en annars svipað veður.
Hiti 1 til 8 stig sunnan heiða, en annars nálægt frostmarki. Búast má við næturfrosti.
Á sunnudag Norðan og norðaustan 8-13 m/s og él á norðanverðu landinu, en annars
þurrt að kalla. Hiti 1 til 8 stig syðra, annars í kringum frostmark. Búist er við næturfrosti.
Á mánudag Ákveðin norðanátt með slyddu eða snjókomu, en yfirleitt björtu sunnan
heiða. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst.
Keflvíkingurinn Guðmundur
Steinarsson hefur byrjað leiktíð-
ina vel í Pepsi-deildinni sem og
lið hans og hann er efstur í ein-
kunnargjöf Morgunblaðsins. Guð-
mundur er í spjalli við Morgun-
blaðið í dag og spáir líka í spilin
fyrir fimmtu umferð Pepsi-
deildarinnar sem leikin verður öll
annað kvöld. »3
Guðmundur spáir í
spilin í Pepsi-deildinni
Sigmundur Einar Másson,
kylfingur úr Golfklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar,
hefur ákveðið að reyna fyrir
sér sem atvinnumaður. Sig-
mundur mun leika í lítilli
mótaröð í Svíþjóð í sumar
og mun hugsanlega reyna
við úrtökumót fyrir Evrópu-
eða PGA-mótaröðina í
haust en mun taka
ákvörðun út frá spila-
mennskunni í sumar. »1
Sigmundur orðinn
atvinnumaður
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í
fyrsta sinn sem hún snerti boltann
í sínum fyrsta A-landsleik, 16 ára
gömul, þegar Ísland
vann Ungverjaland
4:1 árið 2003. Nú er
hún komin með 62
mörk í 73 lands-
leikjum eftir að
hafa gert fjög-
ur af sex
mörkum Ís-
lands gegn
Búlgaríu á
Laugardals-
vellinum í
fyrrakvöld.
»2
Glæsilegur ferill hjá
Margréti Láru
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Tvenn hjón hlaupa hringinn um
landið í júní til að safna áheitum fyr-
ir Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna og leggja þau að baki 100 km
á dag í fimmtán daga.
Signý Gunnarsdóttir og Sveinn
Benedikt Rögnvaldsson hafa fylgt
syni sínum Gunnari Hrafni eða
Krumma í gegnum erfiða meðferð
við hvítblæði og birtist áhrifarík frá-
sögn af því í máli og myndum í
Sunnudagsmogganum í dag.
Þau hlaupa hringinn ásamt systur
Sveins og mági, Ölmu Maríu Rögn-
valdsdóttur og Guðmundi Guðna-
syni.
„Yfirskrift verkefnisins er Meðan
fæturnir bera mig,“ segir Signý.
„Þremur dögum fyrir Reykjavík-
urmaraþon í fyrra ákvað ég að
hlaupa 10 km og safna áheitum. Það
gekk ótrúlega vel, það söfnuðust
miklir fjármunir á skömmum tíma.
Eftir það veltum við framhaldinu
fyrir okkur og þegar ég var í baði
kviknaði þessi hugmynd. Svenni
hélt ég væri biluð!“ segir hún og
hlær.
„Eigum við að hlaupa hringinn?“
rifjar Sveinn upp og hristir höfuðið
brosandi. „Já einmitt!!“
Fyrsta söfnun af þessu tagi
En áður en langt um leið hafði
hann líka tekið ástfóstri við hug-
myndina. „Ég heyrði að aldrei hefði
verið ráðist í söfnun með þessum
hætti áður. Við töluðum við systur
mína og mág minn, sem eru mara-
þonhlauparar, og þá kviknaði hug-
mynd að því að hlaupa hringinn og
skiptast á. Þannig förum við tæpa
100 km á dag eða um 24 km á
mann.“
Og þau átta sig alveg á því, að
þetta er mikil vegalengd. „Sér-
staklega fyrir okkur kannski,“ segir
Signý. „Ég hafði mest hlaupið 10 km
áður, en þarna hlaupum við rúmlega
hálft maraþon á dag í fimmtán daga.
Þegar maður segir fólki það renna á
það tvær grímur. Fólki finnst nóg
um að hlaupa það einu sinni og er
lengi að undirbúa það.“
Sveinn hefur hlaupið mikið í vetur
en Signý hefur átt erfiðara upp-
dráttar, lent í veikindum og
meiðslum. „Ég verð dramadrottn-
ingin,“ segir hún hlæjandi. „Nú
reynir á hvort ég kemst þetta!“
„Þá hlaupum við hin bara meira,“
segir Sveinn ástúðlega og bætir við
brosandi: „Ef súkkulaðið hættir.“
Það verða dagbókarfærslur á vef-
síðunni www.mfbm.is og Facebook
og þar getur fólk fylgst með ferða-
laginu.
Meðan fæturnir bera mig
Tvenn hjón hlaupa hringinn um landið og safna áheitum 100 km á dag í 15
daga Áhrifarík frásögn af krabbameinsmeðferð Krumma í máli og myndum
Morgunblaðið/Golli
Langhlaup Krummi með foreldrum sínum á spítalanum. Þau hlaupa fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Myndband verður frumsýnt skömmu fyrir hlaupið hringinn um landið
til að vekja athygli á söfnuninni, en það hefst 2. júní. Í því eru myndir
Kjartans Þorbjörnssonar eða Golla, ljósmyndara Morgunblaðsins, og
lag sem sungið er af Signýju og Sveini – af mikilli hlýju og alúð.
Signý og Golli sömdu textann við lagið og Þórir Úlfarsson útsetur
það, en sonur hans greindist með hvítblæði um svipað leyti og
Krummi. Lagið er sjálft óskarsverðlaunalagið Falling Slowly eftir Glen
Hansard.
Fólk getur styrkt framtakið með því að senda sms í símanúmerin
904-1001 (1000 kr.), 904-1003 (3.000 kr.) og 904-1005 (5.000 kr.)
eða komið með áheit á vefsíðu söfnunarinnar, www.mfbm.is.
Foreldrarnir syngja lagið
TÓNLISTARMYNDBAND TIL AÐ VEKJA ATHYGLI Á SÖFNUNINNI