Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Skemmtiferðaskipið Azora er væntanlegt að Skarfa- bakka í Reykjavík klukkan 8.00 árdegis í dag. Þetta er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til lands- ins í sumar. Ísland er vinsæll viðkomustaður skemmtiferða- skipa. Fyrsta skip sumarsins kom til Reykjavíkur 16. maí sl. en til 23. september eru bókaðar 67 kom- ur slíkra skipa með um 70.000 farþega til höfuð- borgarinnar. Mörg skipanna fara hringinn í kring- um landið og koma við á stöðum eins og Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Grundarfirði, Ísa- firði, Akureyri, Seyðisfirði og Djúpavogi auk Reykjavíkur. Azora er eitt helsta stolt P&O-skipafélagsins. Það er 115.055 tonn að stærð með 1.239 manns í áhöfn. Herbergin, sem flest snúa að sjó, taka 3.096 farþega en auk þess geta verið tæplega 500 manns í efri koju. Azora fór í sína fyrstu ferð í apríl í fyrra og fullnægir öllum helstu kröfum sem gerðar eru til skemmtiferðaskipa. 1.117 farþegaklefar snúa út og boðið er upp á margvíslega afþreyingu. Um borð er fullkomin íþróttaaðstaða, þrjár sundlaugar og sex nuddpottar, fjöldi kaffihúsa, bara og veitingastaða. Þarna er listasafn, bókabúð, bókasafn og verslanir. Kvikmyndir eru sýndar á breiðtjaldi utanhúss og boðið upp á leik- og danssýningar. Og svo getur fólk tekið sporið á kvöldin. Skipið lagði af stað frá Southampton í Englandi 18. júní og fór þaðan til Dublin. Skipið fer frá Reykjavík síðdegis til Akureyrar og þaðan til Nor- egs. Í Noregi verður stoppað í Álasundi, Olden, Bergen og Osló og komið aftur til Southampton þann 3. júlí. steinthor@mbl.is Stærsta skemmti- ferðaskip sumarsins Azora til Íslands í fyrsta sinn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aukið samstarf í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi var til umræðu á árlegum fundi dómsmála- ráðherra Norðurlandanna sem fór fram í Finnlandi í fyrradag. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir að á reglulegum fund- um dómsmálaráðherra Norður- landanna skiptist ráðherrarnir á skoðunum og upplýsingum um það sem sé á döfinni í hverju landi fyrir sig. Ríkin glími við svipuð viðfangs- efni og efst á baugi á þessum fundi hafi verið viðbrögð gegn skipulagðri glæpastarfsemi, bæði hvernig brugðist er við í löggjöf og ekki síður í framkvæmd. „Það var mjög gagn- legt að heyra sjónarmiðin,“ segir hann og leggur áherslu á mikilvægi samvinnu Norðurlanda í þessu efni. Forvarnir og glæpir Málefnið verður aftur tekið fyrir á fundi ráðherranna á næsta ári. Ög- mundur segir að farið hafi verið yfir ýmislegt sem lúti að samræmingu í löggjöf og stjórnsýslu landanna. Helstu þættir í skipulagðri glæpa- starfsemi séu svokallaðir harðir eða grimmilegir glæpir eins og mansal, eiturlyfjasala og annað af því tagi. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars um önnur úrræði en gæsluvarðhald þegar um er að ræða erlenda glæpamenn. Farbann og rafrænt eftirlit voru nefnd í því sam- bandi, en Ögmundur nefnir að einnig hafi verið bent á mikilvægi forvarna til að sporna við skipulagðri glæpa- starfsemi. Samvinna gegn glæpastarfsemi  Dómsmálaráðherrar Norðurlanda vilja efla samstarfið gegn vandanum Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, áttu stuttan fund í Finnlandi um rannsóknir Norðmanna á efna- hagsbrotum og ákváðu að halda viðræðunum áfram í Noregi í ágúst. Ögmundur segir að stefnt sé að því að efla rann- sóknir á þessu sviði hérlendis að norskri fyrirmynd og því fari hann til Noregs til þess að kynna sér starfsemina þar. Samstarf EFNAHAGSBROT Samvinna Ögmundur Jónasson segir samstarfið mikilvægt. Eyddu í nýjan sparnað Volvo R-Design Komdu í Brimborg Vo lvo C 30 ,V ol vo S4 0 og Vo lvo V5 0 er hæ gt að fá íR -D es ig n sp or tú tfæ rs lu Brimborg | Bíldshöfða 6 | Sími 515 7000 | volvo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.