Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 11
Hugsi Fjárhundur við Arnkötlustaði með gosið í Eyjafjallajökli í bakgrunni. Myndin er eftir Sigrúnu og er í bókinni. gilinu, því það sá ekki út úr augum á tímabili. Þetta er hættulegt svæði að smala ef fólk er ekki kunnugt.“ Bók með gps-punktum Í vor kom út glæsileg ljós- myndabók, Incredible Iceland, með myndum eftir þau Sigrúnu og Pálma sem og tvo aðra áhugaljós- myndara, þá Skúla Þór Magnússon og Hallstein Magnússon, en þau fjórmenningarnir skipa hópinn Ljósbrot. „Við vorum í tvö ár með bókina í smíðum og ferðuðumst mikið um landið til að taka myndir. Við Pálmi höfum ekki tekið mikið af myndum af algengustu ferða- mannastöðunum, heldur því sem fangaði augað hverju sinni í nátt- úru landsins. Bókin er ætluð til gjafa og ekki síst fyrir ferðamenn og er textinn í henni á ensku og við hverja mynd er gps-staðsetningar- punktur. Í bókinni eru myndir frá öllum landshlutum. Við vorum með mörg hundruð myndir í fyrstu en fengum fagfólk til liðs við okkur til að velja þær tæplega hundrað sem fóru í bókina. Bókin er mjög vönd- uð og er mikið lagt í bókbandið og ljósmyndin á forsíðunni er álímd en ekki prentuð beint á spjaldið.“ Endaði með giftingu Þetta er þriðja bókin sem kem- ur út með myndum eftir fjórmenn- ingana í Ljósbrotshópnum. Fyrsta bókin kom út vorið 2008 (Okkar sýn á Ísland) og hélt hópurinn þá sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Önnur bókin kom svo út vorið 2009. Ljósmyndaáhuginn hefur verið ör- lagavaldur í lífi þeirra Sigrúnar og Pálma. Þau kynntust í gegnum Fókus, félag áhugaljósmyndara, og byrjuðu að vinna saman að ljós- myndun árið 2004. „Við í Ljósbrotshópnum höfðum áhuga á að gera annað og meira en var í boði þar og héldum okkar fyrstu ljósmyndasýningu í Listasal Mos- fellsbæjar veturinn 2006. Í fram- haldi af því kom Eggert Ísólfsson hjá bókaútgáfunni Steinegg að máli við okkur fjögur og bað okkur um að leggja til myndir sem sýndu náttúru landsins. Það varð upphaf- ið að samstarfi Ljósbrots og Egg- erts. Eitt leiddi af öðru og sam- starfið gekk það vel hjá okkur Pálma að það endaði með giftingu okkar,“ segir Sigrún og hlær. „Við erum bæði mikið fyrir að taka myndir og ferðast, en ég hafði ekki farið eins mikið um hálendið og Pálmi en hann hefur kynnt mig rækilega fyrir því. Við opnuðum nýlega vefsíðu, icelandimage.com, en þar er sýnishorn af því sem við höfum verið að gera síðustu árin.“ Af fjalli Fjársafnið rekið til byggða. Mynd eftir Pálma af sýningunni í Heklusetrinu á Leirárbakka. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Börn sem sjá foreldra sína undir áhrifum áfengis eru tvisvar sinnum líklegri til að detta í það sjálf reglu- lega en börn sem sjá foreldra sína ekki drekka. Þetta sýnir ný bresk rannsókn á hegðun unglinga sem er sagt frá á Bbc.co.uk. Lélegt eftirlit foreldra með börnum sínum hækkar einnig líkurnar á ung- lingadrykkju. Hegðun vinahópsins er einnig stór þáttur í að geta spáð fyrir um drykkjuhegðun unglinga. Því meiri tíma sem unglingar eyða með vinunum, því líklegri eru þeir til að drekka áfengi. Könnunin náði til 5700 barna á aldrinum 13 til 16 ára og var gerð fyr- ir Joseph Rowntree-sjóðinn. Einn af hverjum fimm sagðist hafa orðið full- ur áður en hann náði 14 ára aldri. Helmingurinn af þeim sem voru spurðir sagðist hafa orðið drukkinn þegar hann náði 16 ára aldri. Skoðað var hvað hefði áhrif á ung- lingadrykkju og hegðun foreldra virð- ist vera mjög áhrifamikil. Líkurnar á því að unglingar færu á fyllerí eru tvisvar sinnum meiri ef þeir hafa séð foreldra sína drukkna, jafnvel þó það hafi bara verið í örfá skipti. Eftirlit foreldra er einnig mikilvægt. Ef for- eldrarnir vita ekki hvar barnið þeirra er á laugardagskvöldi eða leyfa þeim að horfa á bannaðar kvikmyndir án eftirlits, er líklegra að þau börn hafi smakkað áfengi. Líkurnar á unglinga- drykkju meira en tvöfaldast ef ung- lingarnir eyða meira en tveimur kvöldum á viku með vinum sínum. Að þeir séu með vinum sínum á hverju kvöldi fjórfaldar líkurnar á drykkju. Rannsóknin staðfesti það sem vit- að var að hegðun vina og fjölskyldu hefur mest áhrif á hversu líklegt er og hversu oft ung manneskja drekkur áfengi. Aðgengi að áfengi auðvelt Vandamál er að ákveða hvernig best er að kynna ungt fólk fyrir áfengi. Kom í ljós að unglingar fá misjöfn skilaboð um hvenær má byrja að drekka og mismunandi er hvernig þeir eru kynntir fyrir áfenginu. Þeir sem voru kynntir fyrir áfengi mjög ungir voru líklegri til að detta reglu- lega í það og hafa drukkið mörgum sinnum. En ef þau eru kynnt fyrir áfengi af vinum sínum seint á ung- lingsárum, fjarri umsjón fullorðinna, eru þau einnig líklegri til að drekka illa og of mikið. Rannsóknin leiddi í ljós að foreldr- ara geta haft meiri áhrif á unglingana sína en þeir gera ráð fyrir. Það sem foreldrar segja og hvernig þeir haga sér hefur mikil áhrif á unglingana og drykkjuhegðun þeirra. „Foreldrar verða að skilja og sætta sig við að það er þeirra eigið viðhorf til drykkju og þeirra áfengisneysla sem gefur börnunum merki um að þetta sé við- unandi og eðlileg hegðun. Yfirvöld verða líka að líta á hvers vegna það er svona auðvelt fyrir börn að komast í áfengi, vanalega á heimilunum. Yfir- völd ættu einnig að líta á hvort þau hafi gert allt til að stöðva stóru mat- vöruverslanirnar í að halda áfram að kynna ódýrt áfengi sem verður til þess að meira er keypt af áfengi og meira áfengi geymt á heimilinum“ sagði dr. Don Shenker um rannsókn- ina. Hún þykir sýna að yfirvöld í Bret- landi verði að hækka áfengisverð og draga úr aðgengi að því, auka fræðslu um áfengi og hættuna af neyslu þess. Börn Morgunblaðið/Ernir Beðið Hegðun foreldra og vina hefur mikil áhrif á áfengisdrykkju unglinga. Foreldrar hafa mest áhrif á áfengisdrykkju unglinga ÞÚSUND ÁR – fyrsti áfangi Íslensk myndlist í aldanna rás. Fyrsti áfangi nýrrar yfirlitssýningar um íslenska myndlist í aldanna rás; 19. öldin til nútímans. Í heild mun sýningin fjalla um íslenska myndlist frá miðöldum til samtíðar. NÝ SÝNING Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Sýningar · leiðsögn · verslun Veitingar á virkum dögum. Þjóðmenningarhúsið – The Culture House Hverfisgötu 15 · 101 Reykjavík · Sími 545 1400 www.thjodmenning.is Í hádeginu í dag, fimmtudag, verða djasstónleikar með The Tiny Trio í Gerðubergi. Tríóið mun leika helstu perlur djassins fyrir gesti. The Tiny Trio er skipað Jóhannesi Þorleikssyni á trompet, Leifi Gunn- arssyni á kontrabassa og Hirti Stein- arssyni á gítar. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa allir stundað nám við Tónlistarskóla FÍH. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1000 kr. og standa þeir frá kl. 12.15 til 13.00. Tónleikar Djass Jóhannes, Leifur og Hjörtur. Hádegistónar The Tiny Trio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.