Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hörð deila er komin upp á Spáni vegna þess að yfirvöld hafa látið taka 15 mánaða barn af konu sem þau saka m.a. um að hafa gefið stúlkubarninu allt of oft brjóst og án tillits til svefnþarfa, einnig að hún hafi látið barnið sofa hjá sér á nóttunni, að sögn breska blaðsins Guardian. Konan er 21 árs gömul og mun heita Habiba. „Hún notar brjósta- gjöfina eins og snuð og leikfang, gefur henni brjóst í hvert skipti sem stúlkan grætur og hvar sem er, tímapunkturinn og aðstæður skipta engu máli,“ er fullyrt að standi í skýrslu um málið frá félagsmálayfirvöldum. Að sögn heimildarmanna hjá félagsmála- yfirvöldum er Habiba þjökuð af sálrænum vanda- málum, hún hafi verið árásargjörn, hafi fleygt hlutum í aðrar ungar mæður, sleppt því vikum saman að baða barnið og farið út með stúlkuna illa klædda. Hún hafi auk þess átt erfið samskipti við föðurinn sem hafi verið fangelsaður fyrir að ráð- ast á hana. En samt vilji Habiba búa með honum og ekki á heimili fyrir fórnarlömb heimilis- ofbeldis. Barnið, Alma, hafi verið tekið af Habibu til að tryggja öryggi þess. Alma var færð á barnaheimili snemma í mánuðinum og Habibu sagt að fara þótt yf- irvöld viðurkenni að sögn að samband henn- ar við barnið sé afar ástúðlegt. „Barnið reynir stöðugt að koma auga á móður sína og nokkur uggur kom upp þegar skilnaður þeirra nálgaðist,“ segir í skýrsl- unni umræddu. Spænskir barnalæknar hafa brugðist ókvæða við ummælunum um brjóstagjöfina í skýrslu yfir- valda og mæðrafélög í Bretlandi og Bandaríkj- unum og víðar berjast nú einnig fyrir því að Ha- biba fái barnið sitt aftur. „Það er brýnt að afhenda móðurinni strax þetta barn og [Alma] ætti að fá að sjúga hvenær sem hún vill,“ sagði Sheila Kitz- inger, bresk baráttukona fyrir góðu barnauppeldi. Hart deilt um brjóstagjöf  Yfirvöld á Spáni tóku 15 mánaða barn af ungri konu og sökuðu hana meðal annars um að gefa barninu allt of oft brjóst og láta það sofa hjá sér á nóttunni Brjóstamjólkin sögð hollust » Fyrr á öldum fengu heldri konur gjarn- an barnfóstrur til að gefa nýfæddum börn- um sínum brjóst. » Nútímafólk hefur yfirleitt sannfærst um að móðurmjólkin sé besta fæðan fyrir ungbörn og betri en mjólkurduft í vatni. » Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna mæla með henni, a.m.k. fyrsta hálfa árið, síðan megi bæta við öðrum fæðutegundum. Brjóstagjöf Algjör veisla! Andófs- maður laus úr haldi Kínverski and- ófsmaðurinn Ai Weiwei var í gær látinn laus gegn tryggingu en hann var fangels- aður fyrir tveim mánuðum, sak- aður um skatt- svik og eyðingu gagna. Að sögn ríkisfréttastofunnar kínversku, Xin- hua, gekkst Ai við broti sínu. Gagn- rýni hans á mannréttindabrot stjórnvalda í Peking vakti á sínum tíma heimsathygli. Stuðningsmenn hans segja að um hafi verið að ræða upplognar sakir, raunverulega ástæðan fyrir hand- tökunni hafi verið gagnrýni hans á mannréttindastefnu stjórnvalda. Ai var í haldi á leynilegum stað og fékk ekki að ræða við lögfræðing sinn á meðan hann var fangi. Hann sagðist í samtali við fréttamann BBC vera kominn heim til sín og vera við góða heilsu. Hann mætti ekki tjá sig við fjölmiðla en vildi þakka þeim fyrir að sýna máli sínu áhuga. Ai varð þekktur myndlistarmaður þegar á níunda áratugnum og tók mikinn þátt í að hanna Fuglahreiðr- ið, aðalvettvang Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. kjon@mbl.is Ai Weiwei Ai sagður hafa játað á sig skattsvik Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikill ágreiningur er nú kominn upp meðal ríkjanna sem standa að loft- árásunum á Líbíu og ástæðan er mannfall í röðum óbreyttra borgara. Egyptinn Amr Moussa, fráfarandi framkvæmdastjóri Arababandalags- ins, hvatti í vikunni til vopnahlés og friðsamlegrar lausnar. Hann fékk í vor bandalagið til að styðja aðgerðir gegn Muammar Gaddafi. Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, hvatti einnig til vopna- hlés í gær en Frakkar sögðu brýnt að halda árásunum áfram, hlé myndi gefa Gaddafi tíma til að endurskipu- leggja varnir sínar. „Þegar upp er staðið munu það verða óbreyttir borgarar sem munu þjást ef við sýn- um minnsta veikleikamerki,“ sagði Bernard Valero, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, NATO, harmaði fall nokkurra vopnlausra borgara í árásunum. En hann sagði að árásunum yrði haldið áfram, ella myndi fjöldi fólks týna lífi. Átti hann þá við að hermenn Gaddaf- is myndu geta hert enn sóknina gegn illa búnum og nær óþjálfuðum upp- reisnarmönnunum. Moussa, sem hyggst bjóða sig fram í forsetakosningum í Egypta- landi í haust, segir nú að myndir af barnslíkum eftir loftárásir NATO á sunnudag og mánudag hafi reynst sér ofraun. Og hann sagðist í viðtali við breska blaðið Guardian ekki sjá fyrir sér að hrein og klár niðurstaða myndi nást með áframhaldandi hern- aði sem sumir eru farnir að líkja við pattstöðu. Koma yrði á vopnahléi undir alþjóðlegu eftirliti. „Gaddafi myndi vera áfram við völd meðan vopnahlé stæði yfir … Síðan yrðu tekin skref í átt að um- skiptaskeiði … til að ná samkomulagi um framtíð Líbíu,“ sagði Moussa. Vilja að samið verði um vopnahlé  Ítalir taka undir tillögu Amr Moussa um vopnahlé af mannúðarástæðum  Nokkrir óbreyttir borgarar féllu í loftárásum NATO um síðustu helgi Reuters Léttvopn Uppreisnarmaður býr sig undir árás í borginni Kikla. Gaddafi gefst ekki upp » Mistök og bilanir geta ávallt haft í för með sér mann- fall í röðum óbreyttra borgara. » Fátt bendir til þess að Gaddafi sé að gefast upp. » Kostnaðurinn við loft- hernaðinn er svo gríðarlegur að þingmenn í ýmsum NATO- ríkjum segja útilokað að halda honum áfram. Litlu stúlkurnar tvær, sem rænt var í Noregi á þriðjudag, fundust heilar á húfi í Hönefoss í gær. Sex menn eru í haldi vegna málsins. Faðir stúlknanna er einn þeirra en ránið mun tengjast hörðum deilum hans við móðurina um ýmis mál. Börnin eru eins og þriggja ára og voru með móður sinni á skrifstofu barnaverndaryfirvalda í Brandbu þegar tveir menn réðust þar inn og tóku börnin með sér. Beitt var raf- byssu við ránið til að deyfa móð- urina og aðra konu. Lögreglan hóf þegar mikla leit og skýrði frá því í gær að upplýsingar frá almenningi hefðu loks leitt hana á rétt spor. Umrætt fólk mun allt vera Kúrd- ar frá Írak. Faðirinn hefur búið í Noregi í nokkur ár og hefur að sögn Aftenposten tvisvar hlotið dóm fyrir hótanir. kjon@mbl.is Fundust heilar á húfi í Hønefoss Þúsundir manna héldu áfram að mótmæla fyrirhug- uðum niðurskurði útgjalda og einkavæðingu ríkisfyrir- tækja við þinghúsið í Aþenu í gær. Hér sparkar lög- reglumaður í einn mótmælendanna. Ríkisstjórn Georgs Papandreou fékk stuðning 155 þingmanna af 300 við traustsyfirlýsingu á miðnætti á þriðjudag en eftir er önnur og mikilvægari atkvæðagreiðsla í næstu viku. Þá verður tekist á um tillögur um enn frekari niðurskurð sem er meðal skilyrða evruríkjanna og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins fyrir auknum lánveitingum. Ýmsir hagfræðingar segja að aðstoðin muni aðeins fresta óumflýjanlegu greiðslufalli ríkisins. Margir Grikkir taka nú út bankainnistæður sínar af ótta við að aðstoðin muni ekki hindra ríkisgjaldþrot og þá um leið bankahrun. Sumir kaupa gull en margir leggja pening- ana inn á reikninga erlendis. Reuters Lög og regla í Aþenuborg Ef marka má nýja könnun í Bret- landi vill meirihluti breskra kjós- enda nú að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 48% yfirgefa sambandið en rúmur þriðjungur, eða 35%, að Bretar verði áfram að- ilar að því. Fyrirtækið YouGov sá um könn- unina. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti eru tæp 58% Breta á því að yfirgefa ESB en 42% vilja vera áfram í sam- bandinu. Meirihlutinn vill þjóðar- atkvæði um aðildina. kjon@mbl.is Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB Glastonbury-tónlistarhátíðin hófst í Somerset í Englandi í gær og ekki er hægt að segja að veðrið hafi leik- ið við gestina. En sumir létu rign- ingu og leðju á svæðinu ekki á sig fá og ösluðu kátir áfram með pinkla sína. Botnleðja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.