Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 16
SVIPMYND Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Á horni Austurstrætis og Lækjar- götu var lengi vel miðpunktur Reykjavíkur þar sem allir stöldruðu við sem áttu leið um smábæinn sem síðar varð borg. Síðustu fjögur ár hefur þessi stað- ur verið brunarústir, girtar af úr augsýn vegfarenda, en hefur nú fengið uppreisn æru. Húsin sem brunnu vorið 2007 voru upphaflega frá tímabilinu 1801 til 1919 og áttu sér merka sögu en máttu muna fífil sinn fegri. Þau hafa nú verið endurreist í upprunalegri mynd en þó með endurbættum brag. Í húsaþyrpingunni verður blönd- uð starfsemi verslunar, veitingahúsa og skrifstofa. Að sögn Kristínar Ein- arsdóttur, aðstoðarsviðsstjóra fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavík- urborgar, hefur allt húsnæðið, fyrir utan tvö skrifstofurými, verið leigt út og rekstraraðilar eru óðum að hefja þar starfsemi. Hæstánægð með útkomuna Verslunin Nordic Store, sem selur íslenskar hönnunar- og útivistar- vörur, hefur þegar verið opnuð og einnig veitingastaðurinn HaPP þar sem má gæða sér á hollusturéttum úr náttúrulegu hráefni. Um eða eftir helgina verða svo opnaðar dyr skart- gripaverslunarinnar Leonard við Lækjargötu 2 og veitingastaðarins Grillmarkaðarins, í kjallara „Nýja bíós“, en þar er verið að leggja loka- hönd á innréttingar. Blaðamaður tók hús á eigendum veitingastaðanna í gær og voru þeir að sögn hæst- ánægðir með uppbygginguna á reitnum. Það sama mátti segja um vegfarendur. Þegar framkvæmdum lýkur endanlega í næstu viku er stefnt að því, að sögn Kristínar, að hafa opið hús svo almenningur geti skoðað þessa nýju, en þó gömlu, við- bót í borgarlandslagið. Morgunblaðið/Ernir Brunareiturinn Endurbyggingu húsanna að Lækjargötu 2 og 2b og Austurstræti 22 er nú nánast lokið og starfsemi að hefjast. Undir húsunum er kjallari sem nær út að lóðamörkum á allar hliðar. Rústir Austurstræti 22 var rúmlega 200 ára gamalt þegar það gjöreyðilagðist í brunanum. Rústirnar voru fljótlega girtar af en voru samt sem áður einkenni í landslagi miðborgarinnar og heldur niðurdrepandi sjón þar til byggt var. Sárið í hjarta Reykjavíkur gróið  Nýtt líf færist í miðborgina með opnun nýrra hús á rústum þeirra sem brunnu fyrir fjórum árum  Enn laust skrifstofurými en annað húsnæði í útleigu  Tvær verslanir og tvö veitingahús opnuð Morgunblaðið/Júlíus 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Það var rétt eftir kl. 14 á síðasta degi vetrar, 18. apríl árið 2007, sem eldur kviknaði í lofti söluturnsins Fröken Reykjavík og breiddist hratt út í tvö af elstu húsum Reykjavíkur, við Lækjargötu 2 og 2b og Austur- stræti 22. Eldsmatur var mikill enda um timburhús að ræða og tóku hátt í 100 manns þátt í slökkvistarfi sem stóð í 17 klukkustundir. Þegar því var lokið voru húsin rústir einar og ljóst að þar yrði engin frekari starf- semi án mikilla framkvæmda. Haft var á orði að þarna hefði gamla Reykjavík brunnið, enda var um sögufræg hús að ræða. Fljótlega varð úr að Reykjavíkurborg keypti húsin og lóðirnar af fasteignafélag- inu Eik fyrir 321 milljón króna. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, sagði það ekki síst gert til þess að tryggja að uppbyggingu yrði hraðað og sá hann fyrir sér að henni mætti ljúka á tveimur árum, en þau urðu á endanum fjögur. Talsvert var deilt um hvað skyldi rísa á reitnum og vildu sumir byggja nýtt og stórt, en endurgerð gömlu götumyndarinnar varð ofan á. Þegar gamla Reykjavík brann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.