Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 29
ábyrgð. Hann hafði þó sér til halds og trausts reyndan byggingaverka- mann sem var 20 árum eldri en hann. Síðan hefur Böðvar verið bygg- ingastjóri í ýmsum stórum verkefnum, m.a. fyrir ríki og borg. Má þar nefna sex skóla, íbúðir fyrir aldraða, barnaheimili og byggingu hafnargarðs. Auk þess hefur hann framkvæmt endurbyggingar út um allt land. Sjálfur segist Böðvar hafa tekið þátt í allri flórunni. Hann hafi meira að segja byggt brú fyrir kettlinginn sinn þegar hann var 9 ára gamall í sveit á Skerðings- stöðum í Dalasýslu. Sá hængur var þó á að kötturinn vildi alls ekki nota brúna en hún nýttist hundinum á bænum sem áræddi að fara yfir lækinn eftir brúnni. Það gefur augaleið að í stuttri afmælisgrein verður 60 ára starfsferill ekki rakinn til hlítar. Böðvar kvæntist Guðrúnu Al- freðsdóttur skrifstofumanni 23. júní 1959 og eiga þau þrjú börn. Þau skildu árið 1980. Börn þeirra eru: 1. Alfreð Sturla, heimspekingur og ljósahönnuð- ur, fæddur 27. febrúar 1961. Hann er kvæntur Helgu Rún Pálsdóttur fatahönnuði og klæð- skera. Þau eiga tvo syni. 2. Steinunn, stjórnmálafræðingur, fædd 27. júlí 1963. Hún er gift Gunnari Bjarnasyni, starfs- manni Reykjavíkurborgar. Þau eiga tvö börn. 3. Soffía, spænskukennari og listakona, fædd 16. ágúst 1965. Hún giftist Yngva Arasyni. Þau skildu og eiga tvo syni. Böðvar hefur fimm sinnum haldið upp á merkisafmæli sín með því að ganga Fimmvörðu- háls. Nú hafa máttaröflin gripið í taumana og breytt gönguleið- inni. Við það vill Böðvar ekki sætta sig og þess vegna er allt á huldu um hans ferðir á afmæl- isdaginn. Hafsteinn Einarsson. Böðvar Böðvars- son húsasmíða- meistari er 75 ára í dag. Hann fæddist að Þvervegi 38 í Skerjafirði, en sú gata heitir nú Ein- arsnes. Böðvar er Borgfirðingur að ætt en foreldrar hans voru bæði úr Innri-Akranes- hreppi. Faðir hans var Böðvar Bjarnason húsa- smíðameistari frá Gerði en móð- ir hans, Ragnhildur Jónsdóttir, var frá Rein. Þau voru jafn- aldrar, bæði fædd 1904 og þekktust frá bernskuárum sín- um. Ragnhildur var dóttir Jóns bónda á Rein og Soffíu konu hans. Böðvar eldri var sonur Bjarna bónda í Gerði og Sigríð- ar konu hans. Böðvar var sá fimmti í röð átta systkina og eru sex þeirra enn á lífi. Hann byrjaði ungur að vinna við smíðar. Hóf störf á verk- stæði föður sins 14 ára gamall og fór á samning 16 ára. Tvítug- ur lauk hann sveinsprófi og varð húsasmíðameistari árið 1959, 23 ára. Hann fór þá strax í ný- stofnaðan Meistaraskóla Reykjavíkur til þess að fá bygg- ingaleyfi og lauk þar námi 1960. Það má til gamans geta þess að Böðvar var fyrstu tvo iðnskóla- vetur sína í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti. Þar hafði hann að minnsta kosti einn kennara sem einnig hafði kennt föður hans sem útskrifaðist 1922. Þessi kennari var Sigurður Skúlason íslenskukennari, Siggi lærer. Böðvar hefur alla ævi stund- að byggingastörf og er enn að. Hann á því meira en 60 ára starfsævi að baki og um þessar mundir er þrettándi neminn að útskrifast undir handleiðslu Böðvars. Fyrsta verkið sem Böðvar stjórnaði sem bygginga- verkstjóri var bygging Lauga- skóla í Dalasýslu. Þá var hann tæplega tvítugur. Böðvar segist ekki mæla með því að svo ung- um mönnum sé falin slík Böðvar Böðvarsson AFMÆLI 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kverngrjót, landnúmer 137866, Dalabyggð. Þinglýstir eigendur Axel Oddsson og Ásgerður Jónsdóttir, föstudaginn 1. júlí 2011, kl. 14:00, gerðarbeiðendur Bú.is ehf., Fóðurblandan hf., og Vátryggingafélag Íslands. Þverdalur, landnúmer 137896, Dalabyggð, föstudaginn 1. júlí 2011, kl. 14:00. Þinglýstur eigandi Axel Oddsson, gerðarbeiðandi Bú.is ehf. Sýslumaðurinn í Búðardal, 21. júní 2011. Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Uppboð www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fiskakvísl 28, 204-3867, Reykjavík, þingl. eig. þb. Þorlákur Ómar Ein- arsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 27. júní 2011 kl. 13:30. Naustabryggja 18, 226-1755, Reykjavík, þingl. eig. Fróðhús, gerðar- beiðandi Hekla ehf., mánudaginn 27. júní 2011 kl. 14:00. Skipholt 40, 201-2436, Reykjavík, þingl. eig. Sigurbjörg Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Drómi hf. v/SPRON ogTollstjóri, mánudaginn 27. júní 2011 kl. 10:30. Þórðarsveigur 19, 226-5895, Reykjavík, þingl. eig. Nanna Snorradóttir, gerðarbeiðendur Byko ehf. og Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 27. júní 2011 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 22. júní 2011. Raðauglýsingar Við félagar í Lionsklúbbnum Baldri sjáum nú á eftir góðum vini við fráfall Ragnars Borg. Hann kom í þennan klúbb okkar í desember 1954 eða rúmu ári eftir að Bald- ursfélagið var stofnað. Æ síðar starfaði hann sem dyggur fé- lagsmaður, sat í stjórn þess og var formaður eitt árið. Ragnar vann með fé- lagsmönnum að ýmsum mann- úðarmálum og sá um að afla fjár til styrktar bágstöddum. Þá vann hann einnig með öðrum fé- lögum merkt brautryðjenda- starf í umhverfismálum og gróðurvernd. Fyrsta skrefið í uppgræðslustarfi áhugamanna var stigið árið 1965. Síðan þá tók Ragnar og fjölskylda þátt í mörgum ferðum upp að Hvít- árvatni austan við Langjökul. En þar við ósa Svartár hófu Lionsmenn brautryðjendaátak í uppgræðslustarfi. Þarna var reynt að bjarga blómlegu landi við bakka Hvítárvatns frá því að verða örfoka. Þann skika höfum við kallað Baldurshaga. Þarna tókst Ragnari og öðrum fé- lagsmönnum að hefta uppblást- ur rofabarða. Eftir 46 ára friðun hefur nú tekist að auka þar til muna gróður svæðisins. Ragnar var ræðismaður Ítal- íu á Íslandi og kunnur fram- kvæmdastjóri. En hann var einnig í frístundum sínum ötull myntsafnari og hafði mikla þekkingu á því sviði. Flutti hann fróðleg erindi á fundum okkar og fræddi okkur um það efni, enda var hann þá formaður Myntsafnarafélags Íslands. Ragnar var alltaf einstaklega dagfarsprúður félagi og hvers manns hugljúfi. Við fráfall hans er enn hoggið skarð í raðir okk- ar manna í Lionsklúbbnum Baldri. Við kveðjum góðan fé- laga með söknuði og sendum konu hans og fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Baldursfélaga, Sturla Friðriksson. Sviðið er Freyjugatan á milli Mímisvegar og Barónstígs. Leikendur eru við krakkarnir, leikfélagar og vinir Önnubetu, Ellu, Óskars og Palla, foreldrar okkar og afar og ömmur – þrjár kynslóðir í hverju húsi. Freyju- gata 42 er á vesturenda sviðsins og það fór ekki fram hjá neinum að þar bjó Ragnar Borg. Við „krakkarnir“ sem nú erum flest á miðjum aldri og foreldrar okkar sem enn eru á lífi minn- umst Ragnars með hlýju og brosi á vör í hans anda. Ragnar var vanafastur, lagði bílnum yfirleitt í portið neðan við húsið og gekk í gegn um garðinn og kom út um hliðið við tröppurnar þar sem sneri út á Freyjugötuna. Ef einhver var úti við á „sviðinu“ kom hann oft- ar en ekki yfir og heilsaði upp á í stutt spjall sem endaði með hlátri. Sama hvort í hlut átti krakkinn eða afinn í næsta húsi. Kynslóðabil var ekki til trafala hjá Ragnari. Íhaldsmaðurinn Ragnar átti rússneskan jeppa um tíma. Eitt sinn er forstjórinn var að koma heim úr vinnu var krakkaskar- inn sem fyrr að leik í götunni. Ragnar var ekkert að telja inn í bílinn þegar hann bauð öllum í bíltúr og var bara troðið meðan eitthvert pláss var. Svo var far- ið í torfærur á Rússajeppanum Ragnar Borg ✝ Ragnar Borgfæddist á Ísa- firði 4. apríl 1931. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 15. júní 2011. Útför Ragnars fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 22. júní 2011. með dynjandi hlátrasköllum og ópum. Grunnurinn að Templarahöll- inni var góð tor- færugryfja í þá daga. Önnur góð minn- ing af Ragnari, er þegar hann bauð okkur krökkunum í „bíó“ á sunnudög- um kl. 18. Þá var Disney-bíómynd eða teikni- myndir í ameríska sjónvarpinu, en hann var fyrstur í götunni með slíkt tæki. Þá fylltist stofan hjá þeim hjónum af krakkagr- íslingum úr hverfinu og höfðum við krakkarnir mikið gaman af að fá að horfa á sjónvarpið með þeim heiðurshjónum. Eitt sinn keypti Gummi á 49 franskan eðalvagn og brunaði út úr bænum með fjölskylduna í helgarferð á nýja bílnum. Bíll- inn bilaði tvisvar, rann á bíl og annan og þurfti loks start á rauðu ljósi á Miklubraut. Þegar Gummi og fjölskylda skreiddust inn í portið á 49 í fylgd dráttar- bíls kom Ragnar aðvífandi. Gummi sagði honum farir sínar ekki sléttar og spurði Ragnar hvað hann ætti að gera við bíl- inn. „Skjótt’ann,“ sagði Ragnar Borg. Það var ljúft að gera Ragnari greiða enda átti hann það marg- falt inni. Ragnar hafði látið smíða fyrir sig glæsilegan kam- ar vestur í bæ og tókum við að okkur að flytja kamarinn á hertrukk sem við höfðum til umráða. Flutningarnir austur í Þingvallabústaðinn voru ekki samkvæmt reglugerð og hafði bílstjórinn enga möguleika á að fylgjast með umferð til hliðar eða fyrir aftan trukk og kamar. Lögreglumaður á mótorhjóli sá ástæðu til að stöðva tiltækið á Miklubraut. Ragnar kom þar að málum og heilsaði lögreglu- manninum sem reyndist þekkja höfðingjann og ánægður að geta líka gert honum greiða svo kamarinn fékk leyfi til að kom- ast óáreittur á áfangastað mörgum til mikillar ánægju um ókomin ár. Þetta eru aðeins örfá minn- ingabrot sem upp í huga okkar koma á þessari stundu og aug- ljóst að það ríkti gleði í kring um Ragnar Borg. Við nágrann- ar hans í gegn um tíðina send- um Ingu, Önnubetu, Ellu, Ósk- ari, Palla og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. F.h. nágrannahópsins, Einar Hafliði Einarsson. Ragnar Borg hitti ég fyrst á Ítalíu. Hann var á yfirreið um landið langa og mjóa á splunku- nýjum Fiat Uno, sem hann hafði keypt af Fiat-verksmiðj- unum í Tórínó. Það gustaði af honum og hann var hrókur alls fagnaðar. Mér heyrðist hann tala undarlega ítölsku þá. Nei, Ragnar talaði ekki ítölsku, en eins og íslensku prestarnir forð- um brá hann fyrir sig latínu, sem hann hafði allvel á valdi sínu. Það skildu hann allir og hann skildi allt sem þurfti. Lat- ína gagnaðist honum vel í byrj- un ræðismannsferilsins, en eins og Ragnars var von og vísa, varð hann á örskömmum tíma almæltur á ítölsku, enda nauð- synlegt í annasömu starfi. Á þeim árum var fátítt að Ítalir töluðu annað en ítölsku. Ragnar var snöggur að leysa öll vanda- mál og honum vafðist ekki tunga um tönn. Frægar voru heimsóknir ítalska flotans með nemendur liðsforingjaskólans í Livornó og hlaut hann eldskírn sína þegar Caio Duillo kom um miðjan níunda áratuginn til Reykjavíkur. Nokkur eftirmál fylgdu þeirri heimsókn. Ragnar leysti úr öllum vandamálum eins og honum var einum lagið. Þegar þyrlu- og landgöngu- skipið San Marco kom í heim- sókn 1991 óskaði Ragnar eftir aðstoð minni og að ég tæki við ræðismannsstarfinu síðar um haustið. Þetta var afar eftir- minileg heimsókn, sérstaklega fyrir okkur Ragnar, og ekki síð- ur margar konur bæjarins. Orka, útsjónarsemi og víðtæk sambönd og ekki síst góður húmor komu sér vel í þetta sinn. Er Ragnar bjó í Hafn- arfirði gerðist hann ítalskur vararæðismaður 1982 að ósk Thors R. Thors, þáverandi ræð- ismanns. Gegndi hann því starfi fram til 1986 er hann var skip- aður aðalræðismaður. Er hann hætti þjónustu við ítalska ríkið 1991 var hann sæmdur æðsta heiðursmerki Ítalíu er útlendingum hlotnast – Grande Ufficale al Merito della Repubblica Italiana. Ég votta Ingigerði Melsteð og allri fjöl- skyldunni hluttekningu mína. Addio Ragnar. Pétur Björnsson aðalræðismaður. „Mjög erum tregt tungu at hræra“ svo ég vitni nú í sjálft höfuðskáldið. Ástæðan er að sú að mér finnst ljárinn sveiflast býsna hratt nærri mér nú um tíðir. Fyrst fór elskuleg systur- dóttir mín, langt fyrir aldur fram, og nú á níu mánuðum þrír vina minna úr innsta hring. Ættir okkar Ragnars tengd- ust saman fyrir rúmri öld þegar faðir minn og faðir hans bund- ust á unga aldri vináttuböndum, sem aldrei brustu, og það var í gegnum þessa vináttu þeirra sem pabbi minn og mamma kynntust hjá Flygenrings-fólk- inu í Hafnarfirði. Ekki veit ég heldur hvort það tengdi okkur Ragnar frekar saman að við fæddumst í sama rúminu á Ísafirði, að hann kvæntist Ingu frænku minni og að ég var svo lánsamur að kvænast Steffí náfrænku hans, en alla vega áttum við samleið gegnum allt lífið og aldrei fór styggðaryrði millum okkar. Pabbi minntist oft á að þegar Ragnar vann við hvalskurð uppi í Hvalfirði, þá hafi hann lagt sumarhýruna til heimilisins til að greiða hluta kostnaðarins við að leggja hitaveituna í húsið að Laufásvegi 5 og þótti pabba þetta mjög til eftirbreytni. Ragnar var lánsmaður í líf- inu, heilsuhraustur fram á efri ár, átti góða konu og góð börn, tengdabörn og barnabörn og svo var hann með þeirri náð- argáfu fæddur að hafa létta lund, að elska tónlist og að öll börn löðuðust að honum. Ragnar og Inga fóstruðu oft- lega börn okkar þegar við Steffí þurftum að bregða okkur af bæ og undu sér vel í þeirri pössun og er ég á þeirri skoðun að tengja megi fæðingu að minnsta kosti eins barna þeirra Ingu við slíka barnagæslu. Og þegar Gunnar Magnús bróðir minn var í Miðbæjar- barnaskólanum segist hann oft hafa litið inn til Ragnars á Laufásvegi 5 að skóla loknum og þeir hafi síðan skemmt sér við að hlusta á músík, því Ragn- ar átti snemma mikið og gott safn af 78 snúninga plötum. Ragnar var ræðismaður Ítala hérlendis í mörg ár og lagði á sig ómælda sjálfboðaliðavinnu við að efla og auka samskipti landanna. Ítalir kunnu svo sannarlega að meta þessi óeigingjörnu störf hans því þeir sæmdu hann stór- riddarakrossi með stjörnu af fálkaorðu sinni. Megi guð blessa minningu svo góðs drengs þar sem Ragn- ar var og geyma Ingu og alla ættina í hendi sinni. Davíð Scheving Thorsteinsson. Sómamaðurinn Ragnar Borg hefir runnið sitt æviskeið. Með honum er fallið frá fjölhæft prúðmenni, tryggur Reykvík- ingur og góður Íslendingur. Þegar við fréttum lát hans, streymdi fram fjöldi góðra minninga um kynni okkar af Ragnari. Erla, verandi Aust- urbæingur, kynntist honum og Önnu systur hans í barnæsku. Þórir og hann bundust vináttu- böndum eftir að hafa unnið saman nokkur sumur í Hval- veiðistöðinni. Þar gerðist margt skemmtilegt, sem seint gleym- ist. Lífshlaup Ragnars Borg var farsælt og eflaust hefir hann verið hamingjusamur maður. Hann eignaðist góða konu, myndarleg börn og gott heimili. Ævistarf hans var fjölbreytt og endurspeglaði hin mörgu áhugamál, sem hann hafði. Þar sem við höfum ílenzt í útland- inu, höfum við ekki notið sam- vista við Ragnar, nema gegnum síma og tölvu, utan nokkur skipti, þegar við höfum verið í heimsóknum á Fróni. Árið 1989 komum við til Ís- lands með hóp Ameríkana, sem tilheyrðu Phileas Society. Þetta var félagsskapur, sem var að kynna sér allt, er við kom Krist- ófer Kólumbusi, en haldið var upp á 500 ára afmæli landa- funda hans í Ameríku 1992. Það eru kenningar um það, að hann kunni að hafa komið til Íslands frá Bristol um 1490 og fengið upplýsingar um ferðir Leifs Ei- ríkssonar til Vínlands, meðal annars frá prófastinum í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hafði Ragnar rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu, að Kólumbus hefði vissulega komið til Íslands. Fengum við hann til að halda fyrirlestur um málið og urðu Kanarnir mjög hrifnir og sögðu, að niðurstöður rannsókna þessa áhugamanns gæfu ekkert eftir slíkum fyr- irlestrum atvinnu-fræðimanna. Þegar nú við kveðjum prúð- mennið og heiðursmanninn Ragnar Borg og þökkum honum fyrir samfylgdina á lífsins braut, sendum við Ingu, konu hans, og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ragga Borg. Erla Ólafsson og Þórir S. Gröndal. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.