Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 34
AF LISTUM Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í spjalli við félaga minn sem býr í Hannover sagði hann mér í framhjáhlaupi að hann hefði verið á tónleikum hjá Hjaltalín í Amster- dam, Seabear í Hannover og Diktu í Hamborg og aldrei verið meira en 50 manns á neinum þessara tón- leika. Það fyrsta sem kemur í huga manns þegar maður heyrir svona er hvort útrás íslenskrar tónlistar sé orðum aukin og hversu miklu máli hún skipti. Í spjalli við Dóra í Seabear sagði hann að það væri rétt að aðeins um 50 manns hefðu mætt á tónleikana í Hannover en þeir hefðu verið sáttir með þá tónleika. „Þetta fer svolítið eftir því hvort þú ert í stórborgum eins og London og New York, þar mæta yfirleitt mörg hundruð manns á tónleikana en þegar maður er á minni tónleikum getur áhorf- endafjöldinn farið niður í 50 manns,“ segir Dóri. Seabear hélt einmitt um nokkur hundruð tón- leika erlendis á síðasta ári og að- spurður segir Dóri að hvað varðar tekjur séu þær orðnar miklu meiri að utan en það sem þeir fá innan- lands. Tekjurnar að utan skipta miklu Anna Hildur Hildibrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Útflutnings- skrifstofu íslenskrar tónlistar, segir að sú sé raunin með ýmis íslensk bönd að tekjurnar að utan séu farn- ar að skipta mun meira máli en bæt- ir einnig við að sala á diskum á tón- leikum og tónleikahald almennt sé farið að skipta meira máli því almenn plötusala í heiminum hefur hrunið. Að fá borgað fyrir giggin Anna Hildur segir líka að þetta sé fjárhagslega erfitt þegar hljóm- sveitir eru að byrja að kynna sig er- lendis. Innkoman sé lítil og víða ekki greitt fyrir giggin. Það kemur ein- mitt fram þegar spjallað er við Hauk Heiðar Hauksson í Diktu. En hann segir að innkoman heima á Íslandi sé enn miklu mikilvægari fyrir þá en tekjurnar að utan. „Jú, það voru ekki margir sem mættu í Hamborg, ábyggilega um 50 manns. Það er misjafnt hvað það mæta margir á tónleikana okkar erlendis, það hefur aldrei verið vandræðalega tómt, en verið svona frá 50 manns og upp í svona 200-300 áhorfendur. En við er- um komnir á það stig að við fáum alls staðar borgað fyrir giggið okkar,“ segir Haukur. En einmitt þessi síð- asti punktur Hauks er hreint ekki sjálfsagður. Víðast hvar er ekki borgað fyrir giggin og er London sérstaklega erfið með það. Bönd geta orðið fræg innan sinna landamæra en til að ná heimsfrægð þurfa þau oftar en ekki að verða fræg í Banda- ríkjunum eða London. Þess vegna geta tónleikahaldarar í London verið sérdeilis erfiðir með greiðslur. Áhuginn vaxandi Anna Hildur segir að áhug- inn á íslenskum sveitum sé vaxandi og nefnir sem dæmi að á undanförnum árum hafi verið um átta íslensk bönd á öllum þessum helstu show- case-hátíðum þar sem bókun fer fram fyrir tónleika- hald og mæta þangað allir helstu tónleika- haldarar heimsins. En tónleikahald er einmitt farið að skipta meira og meira máli með minnkandi plötusölu. Aðspurð sagði hún að það væri kom- inn tími til að rannsaka hversu mikl- ar tekjurnar væru af þessu og hvern- ig þær skiluðu sér heim. Tekjur af tónlistinni rannsakaðar Í samtali við Tómas Young sem gerði rannsókn á arðsemi listgreina sem kom út í fyrra sagði hann að tekjurnar af tónlistinni væru þó- nokkrar þótt hann þyrði ekki að segja til um það nákvæmlega þar sem ekki hefði verið greint á milli listgreina í rannsókninni. En hann minnti á að stærstu tónlistarmenn- irnir kæmu ekki með tekjurnar heim. Risar eins og Björk, Emilíana, Sigur Rós og fleiri væru með höf- uðstöðvar annars staðar. En það væri hluti af næstu rannsókn hans að athuga með stuðningsumhverfi lista- manna hér á landi og hvers vegna þeir framúrskarandi góðu fara með höfuðstöðvar sínar annað. Hljómsveitirnar síspilandi Þótt tekjur innanlands og áheyr- endur innanlands séu það sem skipt- ir meirihluta íslenskra hljómsveita máli er áhugi á útlöndum hjá þeim flestum. Í öllu falli er gríðarleg aukn- ing á því að hljómsveitir spili erlend- is og ef skoðuð er netsíðan ice- landmusic.is þá má sjá lista yfir það hvar, hvaða íslensku hljómsveitir eru að spila á hverjum degi. Áhugaverð- ast við listann er hversu víða og oft þær spila. Einhvers staðar í heim- inum, utan landsteinana, er íslensk hljómsveit að spila nánast á hverjum einasta degi, 365 daga ársins. Að sjálfsögðu er það ekki alltaf í ein- hverjum risahöllum, heldur oft minni tónleikar sem eru hluti af einhverju tónleikaprógrammi. Engu að síður er magnið það mikið að eftir er tekið. Hvað sem líður tekjum af þessari út- rás má ekki gleyma því sem Haukur í Diktu segir að það sé ekki endilega draumurinn að slá í gegn í útlöndum. „Okkur finnst gaman að spila en það er takmarkað hvað maður getur ver- ið mikið í eyrunum á fólki hér á Ís- landi. Þannig að það er gaman að spila fyrir aðra áheyrendur,“ segir Haukur. Útrás Seabear er ein þeirra íslensku hljómsveita sem hefur haldið fjölda tónleika erlendis enda koma tekjur þeirra mest að utan. Tónleikaútrásin  Íslensk hljómsveit spilar utan landsteinanna á hverjum degi, 365 daga ársins  Hjá sumum þessara hljómsveita skipta tekjurnar að utan mestu máli 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Sögumaðurinn Siggi Lauf gefur út plötu Hallur Már hallurmar@mbl.is Á dögunum gaf Sigurður Laufdal, lík- lega betur þekktur sem Siggi Lauf, út sína fyrstu plötu. Hún hefur hlotið titilinn Barn síns tíma og innheldur 11 lög, en Sigurður stendur sjálfur að útgáfunni. Áður hafði hann gert úti- legu-slagarann Í frelsarans nafni sem fékk töluverða spilun í útvarpinu á síðasta ári. Stungið í samband Sigurður er vanur að koma fram einn með kassagítarinn en í þetta skipti hefur hann fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarmanna. Nú er stungið í samband og rokkað af krafti en tónlistin á plötunni er rokk af gamla skólanum. „Það eru miklir fagmenn sem spiluðu inn á plötuna með mér, þeir komu bara inn og þurftu lítið að hafa fyrir hlutunum,“ segir Sigurður sem segir mikil forréttindi að hafa fengið þá til að leggja sér lið á skífunni. Auk Sigga koma fram Franz úr Ensími og Dr. Spock sem leikur á gítar, Hjörtur Howser úr Grafík spilar á hljómborð, Brynjar Páll Björnsson úr Múgsefjun á bassa en Egill Rafnsson úr Sign og Noise sló taktinn og stýrði upptökum. Sögumaður Platan var u.þ.b. mánuð í upp- tökum en Sigurður segir heildarferlið ná langt aftur í tímann. Hann segir elstu lögin hafi verið að gerjast með sér í allt að tíu ár en hið yngsta sé hins vegar ársgamalt. Innblásturinn að lögum sínum sækir hann í ævi sína. Á bak við hvert lag liggur saga sem byggist á atburðum sem Sig- urður hefur sjálfur upplifað eða per- sónum sem hafa orðið á vegi hans. Lagatitlarnir Fangelsisblús, Blek- svört augu og Aftur og aftur benda til þess að líf Sigurðar hafi verið æði við- burðaríkt og efniviður í safaríka plötu. Stefnir á tónleikahald í vetur Siggi er fjölskyldumaður, hann á ársgamlan son og á von á sínu öðru barni í september. Því segist hann ekki hafa getað fylgt plötunni eins vel eftir og hann hefði viljað en hann stefnir þó ótrauður á tónleikahald þegar líða taki á veturinn. Þá muni hann koma tvíefldur til leiks og tilbú- inn að hella sér í harkið. Hann kemur þó einn fram með kassagítarinn öðru hverju og spilar lög af plötunni.  Fylgir eftir laginu Í frelsarans nafni  Einvalalið tónlistarmanna spilar Sögumaður Siggi Lauf semur lög um atburði og persónur úr eigin lífi. Nú styttist í komu Kanadasveitar- innar Caribou en hún kemur fram á tónleikum á Nasa næsta þriðju- dagskvöld, 28. júní. Caribou átti að spila hér á landi 22. maí síðastliðinn en vegna eldgossins í Grímsvötnum komst sveitin ekki til landsins og tónleikunum því frestað. Nú er komið að tilraun tvö og eru aðeins um 100 miðar eftir í forsölu en tak- markað miðamagn verður selt við hurð. Fyrir þá sem höfðu tryggt sér miða á fyrri tónleikana, geta þeir nýtt hann 28. júní. Síðasta plata Ca- ribou, Swim, hefur fengið mikla at- hygli en platan er undir sterkum áhrifum klúbbatónlistar. Sérstakir gestir á tónleikunum verða með- limir Sin Fang sem gaf nýlega út plötuna Summer Echoes sem kom út á heimsvísu. Danstónlist Caribou spilar senn á Nasa. Caribou gerir aðra tilraun til tónleikahalds Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan halda áfram tónleikaferð sinni um landið í sumar en þeir ætla að heim- sækja 25 kaupstaði. Þá munu þeir syngja íslensk og færeysk dægur- lög af plötunni Vinalög og leika á hljóðfæri ásamt því að spjalla við gesti. Vinalög komu út árið 2009 og fengu góð viðbrögð hér á landi og í Færeyjum. Í kvöld syngja þeir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri en á morgun í Húsavíkurkirkju. 26. júní renna þeir við í Egilsstaða- kirkju og gleðja gesti, 27. júní í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði, Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað þann 28. júní og loks í Þórshafnar- kirkju þann 29. júní. Morgunblaðið/Eggert Vinir Félagarnir syngja saman dægurlög. Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan á ferðalagi Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir að hér áður fyrr hafi allar íslenskar hljómsveitir byrjað út- rás á því að fara til London, en í dag sé uppgangur í Þýskalandi og í Benelúx-löndunum, en þar hafa útgáfufyrirtæki tekið nokkur íslensk bönd á herðar sér áður en þær hafa verið bún- ar að slá í gegn í London. Hún nefnir sem dæmi að Seabear, Pascal Pinon, Mugison, Helgi Hrafn Jónsson, Hjaltalín og fleiri hafa ýmist fengið útgáfu- fyrirtæki þar eða bókunaraðila sem hafa sinnt kynningu þeirra vel. Hún segir þetta jákvætt og það sé mikilvægt að íslenskar hljómsveitir haldi tónleika erlendis enda sé live-geirinn farinn að skipta miklu meira máli í dag. Þýskaland og Benelúx-löndin TÓNLISTARÚTRÁS Anna Hildibrandsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.