Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Þetta eru miklir fag- menn sem spiluðu inn á plötuna með mér, þeir komu bara inn... 34 » verkun af stað eftir að hún sótti leik- listarhátíð í Lapplandi og kynntist þar einum af mikilvægustu leikhús- mönnum Tyrklands, Semih Celenk leikskáldi og leikstjóra, en hann hafði áhuga á að sýna verk Völu í Tyrklandi og kom því í framkvæmd. Eitt leiddi af öðru og leikhúsbóka- útgáfan Mitos Boyut í Istanbul hef- ur gefið út leikrit Völu og fjögur þeirra verið þýdd á tyrknesku auk eins örsagnasafns. Vala segir að íslenski og tyrkneski leikhúsheimarnir séu ólíkir. Leik- arar séu stundum þjálfaðir á annan hátt en á Íslandi og oft taki leikhúsin að sér leikara og sjái um að þjálfa þá. Einnig segir hún sum leikhús- anna vera nokkuð á eftir því sem verið er að gera á Íslandi þótt það sé auðvitað mismunandi. Vala segir mikla virðingu borna fyrir sér í tyrk- nesku leikhúsi. „Það er skrítið að koma inn í leikhúsheim þar sem allir vita hver ég er, hafa lesið verkin mín og hafa allskyns skoðanir á þeim,“ segir Vala og hlær. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Vala Þórsdóttir leikskáld hefur átt velgengni að fagna í Tyrklandi að undanförnu. Einleikur gerður upp úr tveimur verkum hennar, Háalofti og Eða þannig, er í sýningu í DAO- leikhúsinu í Ankara í leikstjórn Har- uns Guzeloglu og hefur Borgarleik- húsið í Istanbul ákveðið að setja Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllingssögur, eftir Völu á fjalirnar í haust í leikstjórn Yesim Kocak en verkið naut mikilla vinsælda á leik- listarhátíð í borginni. Að sögn Völu fór hálfgerð keðju- Tveir ólíkir leikhúsheimar  Leikverk Völu Þórsdóttur njóta vinsælda í tyrkneskum leikhúsum Virðing Frá uppfærslu á Eldhúsi eftir máli, hversdagslegum hryllings- sögum, eftir Völu Þórsdóttur í Istanbul. Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi, stendur fyrir Jónsmessugleði í Garðabæ í kvöld frá kl. 18:00-22:00. Jóns- messugleðin fer fram við göngu- stíginn Sagnaslóð við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Gleðin er nú haldin í þriðja sinn. Á þriðja tug myndlistarmanna sýnir verk sín þetta kvöld við göngustíginn í Sjálandi, en Jóns- messugleðin er þó ekki eingöngu myndlistarsýning og fjölmargir aðrir listamenn, tónlistarmenn og skapandi hópar og skátar koma að gleðinni. Allir gefa vinnu sína og Garðabær aðstoðar með tæknimál og skipulagningu í samvinnu við Grósku. Einkunnarorð Jóns- messugleðinnar eru „Gefum, gleðj- um og njótum“. Bílastæði eru við Sjálandsskóla og víðar í Sjálandinu. Gróska er ríflega ársgömul sam- tök, stofnuð 1. mars á síðasta ári og skipuð myndlistarmönnum og áhugafólki um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi. Samtökin hafa stað- ið fyrir ýmsum uppákomum, haldið samsýningar og skipulögðu Jóns- messugleðina í Sjálandshverfinu á síðasta ári. Gróska Frá Jónsmessugleði í Sjá- landshverfinu á síðasta ári. Jónsmessu- gleði í Garðabæ  Gróska heldur gleði við göngustíg Guðný Hafsteinsdóttir opnar sýningu á postulínsverkum í Kaolín galleríi í Ingólfsstræti 8 kl. 17:00 í dag. Verkin eru lína af bollum, ílátum ýmiss konar, kertastjökum og vegg- og borðvösum af mismunandi stærðum og gerðum. Guðný lauk prófi frá MHÍ árið 1995 en hefur auk þess stundað nám bæði í Finnlandi og í Danmörku. Hún hefur tek- ið þátt í mörgum sýningum bæði hér heima og er- lendis. Á sýningunni í Kaolín eru verk sem hún sýndi á samsýningu í Kaapeli-verksmiðjunni í Helsinki í Finnlandi í mars. Listhönnun Postulínsverk í Kaolín galleríi Guðný Hafsteinsdóttir Nú stendur yfir sýning á verk- um Guðjóns Bjarnasonar í Blue Star-borgarlistasafninu í San Antonio í Texas. Talvert hefur verið fjallað um sýn- inguna í fjölmiðlum í Texas og pallborðsumræður um verk Guðjóns verða haldnar í safn- inu 28. júlí næstkomandi, skip- aðar þekktum listfræðingum og safnstjórum úr bandarísku listalífi. Rit um sýninguna kemur út í haust á vegum safnsins sem jafnframt lætur nú vinna að gerð heimildarkvikmyndar um tilurð verka hennar. Áformað er að sýning Guð- jóns verði sett upp í Chelsea í New York í haust. Myndlist Guðjón Bjarna- son sýnir í Texas Guðjón Bjarnason Í dag hefst meistaranámskeið í fiðluleik í Selinu á Stokkalæk undir handleiðslu Lilju Hjalta- dóttur. Nemendur verða úr Allegro Suzuki-tónlistarskól- anum og Tónlistarskólanum í Reykjavík, en námskeiðinu lýk- ur með nemendatónleikum á sunnudag kl. 16:00. Aðgangur að þeim tónleikum er ókeypis og öllum heimill. Lilja Hjaltadóttir hefur áður staðið fyrir meistaranámskeiðum í Selinu á Stokka- læk sem lokið hefur með fjölsóttum tónleikum. Veitingar verða á tónleikunum. Miðapantanir eru í síma 864 5870 og 487 5512 Tónlist Meistaranám- skeið í Selinu Lilja Hjaltadóttir Árni Matthíasson arnim@mbl.is Barokkhátíð Barokksmiðju Hóla- stiftis verður haldin á Hólum í Hjaltadal í þriðja sinn í vikunni og hefst á morgun. Á dagskránni er meðal annars tónlist, dans, fræðsla, barokkmessa og hátíðartónleikar. Hátíðin hefst með barokknámskeiði kl. 10:00 á morgun og henni lýkur með tónleikum kl. 14:00 á sunnudag. Á hátíðinni verður m.a. meistara- námskeið í barokksöng undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur, ókeypis barokkdansnámskeið undir leiðsögn Ingibjargar Björnsdóttur, fyrirlestrar og hádegistónleikar. Að- gangur er ókeypis að tónleikum og fyrirlestrum á hátíðinni. Fyrirles- arar eru Eyþór Ingi Jónsson, sem fjallar um það hvernig barokktón- skáld fléttuðu inn í tónlist sína tölur með trúarlegt tákngildi, Hjörleifur Arnar Jónsson flytur erindi með tónlist í um slagverk og slagverks- leik á barokktímanum og Michael Jón Clarke ræðir um tónlistarsög- una og þátt geldinga í þróun söng- tækninnar. Ýmsir tónleikar verða í boði há- tíðardagana. Fyrstu tónleikarnir verða hádegistónleikar í Hóladóm- kirkju á morgun kl. 12:30 til 13:15 í umsjón Daníels Þorsteinssonar org- elleikara sem flytur verk eftir hol- lenska tónskáldið Jan Pieterzoon Sweelinck sem var organisti við Oude Kerk í Amsterdam. Annað kvöld kl. 23:00 flytja Marta G. Hall- dórsdóttir og Örn Magnússon Kvöldsöng úr Oden und Lieder eftir Gabriel Voigtländer frá 1642. Aðrir hádegistónleikar verða í Auð- unarstofu kl. 12:30 til 13:15 á föstu- dag í umsjón Judithar Þorbergsson og þá verður blásturshljóðfærið krumhorn kynnt og leikið á mis- munandi raddir þess. Um kvöldið kl. 20:00 verður kvöldvaka undir stjórn Þóru Krist- jánsdóttur sem ræðir um íslenska myndlist á fyrri öldum með áherslu á barokktímann. Ingibjörg Björns- dóttir verður líka með fróðleik um dans og tónlistarfólk fléttar tónlist inn í dagskrána. Hádegistónleikar verða í Auð- unarstofu á laugardag kl. 12:30 til 13:15 og þá leika Lára Sóley Jó- hannsdóttir fiðluleikari og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari barokk- tónlist á alþýðuvegu undir yfir- skriftinni „Fiðlan og fótstigið“. Barokkmessa verður svo haldin á sunnudag kl. 11:00 í Hóladómkirkju og lokatónleikar Barokkhátíðar- innar verða í kirkjunni kl. 14:00. Efnisskráin er blanda af fyrirfram æfðu efni og afrakstri hátíðarinnar sem hljómsveit leikur undir stjórn Sigurðar Halldórssonar. Flutt verða ýmis verk frá barokktímanum auk þess sem söngnemendur af söng- námskeiðinu koma fram. Barokklistir í hávegum á Hólum í Hjaltadal  Barokktónlist, dans, fræðsla og fleira í boði Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson Hólahátíð Frá síðustu Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal þar sem sumir þátttakenda bjuggu sig á viðeigandi hátt. Nú stendur yfir tónlistarhátíð í Hallgrímskirkju, Alþjóðlegt orgel- sumar, sem List- vinafélag Hall- grímskirkju hefur haldið í nærfellt tvo ára- tugi. Kl. 12:00 á miðvikudögum í sumar heldur Schola cantorum hádegistónleika í kirkjunni þar sem kórinn flytur ís- lensk og skandinavísk kórlög og þekkt verk frá endurreisnartím- anum. Á fimmtudögum eru svo hádeg- istónleikar orgelleikara og í dag verða fyrstu slíku tónleikarnir þegar Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju, leikur á stóra Klais- orgelið kl. 12:00. Orgel- tónleikar Guðný Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.