Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is T íðni útkalla björgunar- sveita hér á landi helst nú nokkuð stöðug allan ársins hring. Þetta er breyting frá því sem áð- ur var þegar sumarmánuðir voru áberandi rólegri en aðrir mánuðir. „Þetta hefur verið að breytast dálítið hjá okkur. Strandveiðunum hefur fylgt gríðarlegur fjöldi útkalla sem byrja á vordögum og standa yfir allt sumarið. Svo hafa aðrir þættir jafnframt áhrif; t.d. er nú um stundir mun minna um jeppamennsku uppi á hálendi og þess háttar. Gönguferðir og fjallamennska hafa verið að fær- ast mikið í aukana hjá Íslendingum og það hefur einnig haft áhrif á okk- ar útköll. Við hjálpum fólki t.d. meira og meira í Esjunni,“ segir Friðfinnur Freyr Guðmundsson, sem fer fyrir aðgerðarmálum hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg. Í fyrradag var þyrla Landhelg- isgæslunnar kölluð út til að bjarga tveimur mönnum sem lentu í sjálf- heldu í klettum Esjunnar. Fólk oft illa búið Borgþór Hjörvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Ársæls, tekur í sama streng og segir aukna umferð smábáta hafa haft umtalsverð áhrif á störf sveitarinnar. „Á landi hefur ferðamennskan svo aukist mikið og fólk fer meira á fjöll en áður. Aðalástæðan fyrir því að við erum kölluð út er að fólk er alltof illa búið, oft og tíðum hefði ekki þurft að bjarga fólki ef það hefði útbúið sig rétt. Menn ana of mikið út í hluti sem þeir eru ekki tilbúnir í.“ Að sögn Borgþórs fer sveitin í þrjú útköll á dag þegar mest lætur. „Þetta kemur í bylgjum og getur verið erfitt ef fólk þarf að vera mikið frá vinnu.“ Hann segir jafnframt að sveitin þurfi oft að koma erlendum ferða- mönnum til aðstoðar sem fari á smá- gerðum bifreiðum inn á vegi sem að- eins séu ætlaðir fyrir öflugri jeppa. „Ferðamenn eiga það til að vanmeta þjóðvegi og keyra slóða sem eru ekki ætlaðir þessum litlu bílum. Margir sjá einfaldlega veg teiknaðan á eitt- hvert kort og keyra hann bara.“ Borgþór bætir við að niður- skurður hjá hinu opinbera hafi valdið því að ýmis verkefni hafi færst yfir á björgunarsveitirnar sem áður voru í höndum lögreglunnar. Annasamir vormánuðir Friðfinnur segir að eðli aðgerða björgunarsveitanna hafi breyst mikið á undanförnum árum. „Fjarskipta- tæknin þróaðist svo hratt á síðustu árum og við það fækkaði í raun út- köllum en þau urðu um leið alvar- legri. Fólk á auðveldar með að láta vita af sér en áður. Ef það lætur ekki vita af sér um þessar mundir býr yfir- leitt eitthvað meira að baki en bara seinkun á ferðatíma. Stórum aðgerð- um hefur ennfremur fjölgað hjá okk- ur og við förum í stærri leitir, sem kannski taka nokkra daga, um það bil tvisvar á ári. En 90% af okkar útköll- um er lokið á innan við sólar- hring.“ Friðfinnur segir einnig að flest útköll tengist Esjunni og fjöllunum í kringum Reykja- vík. „Það er stutt að fara fyrir marga til Esjunnar og ann- arra fjalla í kring. Jökl- arnir og hálendið hafa jafnframt reynst mörg- um erfið yfirferðar.“ Flest útköll björg- unarsveita verða á vor- mánuðum. Í apríl árið 2010 voru björgunarsveitir kallaðar út í 91 skipti. Í febrúar sama ár voru 79 útköll, 68 í mars, 66 í maí og 70 í júní. Annríki björgunar- sveita árið um kring Morgunblaðið/hag Á fjallinu Björgunarsveitir eru ítrekað kallaðar út til að aðstoða fólk sem lendir í vandræðum á Esjunni. Réttur útbúnaður skiptir sköpum. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samtök at-vinnulífsinshefðu betur sleppt síðasta kafla samninga- leikritsins. Þau fengu ekkert út úr honum og enn síður áhorf- endur að uppsetningunni. Samtökin settu óvænt á sen- una kafla um að þau væru að hugleiða að hverfa frá þriggja ára samningum vegna alvarlegra brigða rík- isstjórnarinnar á þeim lof- orðum sem hún gaf til að tryggja þá. Svo lyppuðust þau niður án haldbærra skýringa og án þess að fá nokkrar einustu tryggingar á efndum. Ríkisstjórnin gerir ekkert með Samtök atvinnulífsins. Hún telur þau bitlaus og kraftlaus. Það var óþarfi að styrkja þá ímynd. Samningar til lengri tíma eru almennt séð æskilegir, en þegar slíkir samningar eru byggðir á þekktum ófrávíkjanlegum forsendum eru þeir beinlínis skaðlegir án þeirra. Ríkisstjórnin hefur misst öll tök á fjármálum ríkisins. Hún hefur þanið alla skatt- stofna svo út í ystu mörk að tekjugrundvöllurinn undir þeirri skattheimtu er að bresta. Steinar eru settir í sérhverja þá götu sem virðist geta leitt til nýrrar fjárfest- ingar. Gildir það jafnt um fjárfestingu sem á rót innan- lands eða erlendis frá. Gerð er illa grunduð atlaga að einni af undirstöðuatvinnu- greinum landsins, sjávar- útveginum. Sú árás dregur ekki aðeins þrótt úr þeirri atvinnu- grein, hún dregur einnig úr frum- kvæði, uppbygg- ingu og fjárfestingu. Hún smitar út frá sér yfir í aðrar greinar. Sá skaði er ekki að- eins til skamms tíma. Hann er varanlegur. Gjaldeyrishöft, sem fyrir löngu hefði verið bæði rétt, skylt og framkvæmanlegt að hverfa frá, halda landinu í heljargreipum og skekkja þá ímynd sem af því birtist út á við. Efnahagsumgjörð lands- ins er í skötulíki á meðan þetta ástand varir. Verð- bólga virðist vera að fara úr böndum, þótt landsmenn búi í efnahagslegri gerviveröld gjaldeyrishafta. Í upphafi ferils núverandi ríkisstjórnar gengust Sam- tök atvinnulífsins upp í því að skapa henni skjól og afsak- anir til skatthækkana sem tefja munu efnahagslega endurreisn landsins um mörg ár. Aldrei hefur vottað fyrir neinu sem kalla má „at- vinnuleiðina“ hjá ríkisstjórn- inni. Við slíkar aðstæður ork- ar langtímasamningur á launamarkaði sem fyrirfram er viðurkennt að ekki sé inni- stæða fyrir að minnsta kosti tvímælis. Uppsagnarleikrit SA, án upphafs, án miðkafla og án endis flokkast því lík- lega fremur sem furðuverk en leikrit. En hvernig sem það flokkast fær það fall- einkunn. Vangaveltur SA um uppsögn kjarasamn- inga voru ekki trú- verðugar} Lélegt leikrit Ríkisstjórnar-flokkarnir, Samfylking og VG, nutu þeirrar upplausnar sem þeim hafði tekist að skapa fyrir síð- ustu þingkosningar og náðu völdum í landsstjórninni. Þeir hafa ekki staðið undir því trausti sem þeim var sýnt og landsmenn hafa liðið fyrir það æ síðan og munu gera lengi enn. Borgarstjórnarkosning- arnar í fyrra voru einnig lit- aðar af þeim óróa sem hér hafði verið skapaður og þar náði völdum Besti flokkur Jóns Gnarrs Kristinssonar í félagi við tapara kosning- anna, Samfylkingu Dags B. Eggertssonar. Besti flokkur- inn fékk talsvert fylgi en samkvæmt nýrri könnun hefur fylgið nú þegar hrunið um helm- ing. Ekki er síður sláandi að ein- ungis 17% borgarbúa treysta núverandi borgarstjóra best til að gegna því embætti. Þetta er jafnvel enn minna traust en Dagur B. Eggerts- son nýtur og aðeins þriðj- ungur af því trausti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur samkvæmt könnun- inni. Jón Gnarr Kristinsson nýt- ur um þessar mundir sama trausts og einn forveri hans á síðasta kjörtímabili, sem ýmsir sem nú segja fátt töldu að væri ekki sætt sökum óvinsælda. Hvorki forystan í landsstjórn né borgarstjórn nýtur trausts almennings} Traustið er ekki fyrir hendi M argir héldu að þetta fyrir- bæri væri í glænýjum klæð- skerasaumuðum glansbún- ingi, en núna birtist okkur nakinn og ófrýnilegur lík- ami ríkisvaldsins, bólugrafinn og ofvaxinn, þannig að fellingarnar ganga í bylgjum og fæturnir bogna undan riðvöxnum og af- mynduðum kroppnum. Það er langt síðan sum okkar áttuðu sig á eðli ríkisvaldsins. Ríkið tútnar út. Svo einfalt er það. Þeir sem með það vald fara þurfa ekki að bera ábyrgð á því að rekstur- inn gangi vel. Þeir fara með annarra fé. Þeir slá sig til riddara á kostnað annarra. Út á það ganga stjórnmál. Ríkið aflar fjár með skattheimtu. Það sviptir vinnandi fólk sjálfsaflafé sínu. Þegar það nægir ekki lengur fyrir óhagkvæmum ríkis- rekstrinum leitar skrímslið annað. Það tekur lán. Þannig er hallareksturinn falinn og framtíðinni sendur reikningurinn. Á endanum kemur þó að skuldadögum, eins og við höfum fengið forsmekkinn af síðustu mánuði og misseri. Þá grípur ríkisvaldið til þess ráðs að prenta nýja peninga, til að borga skuld- irnar. Afleiðingin er offramboð af peningum. Pen- ingar falla í verði, gagnvart alvöru verðmætum. Þetta er kallað verðbólga. Almenningur ber þann kostnað. Hann verður fátækari, á meðan ríkisbubbar hjá hinu opinbera og í fjármálakerfinu maka krókinn (enda fá þeir nýju peningana fyrstir, á því verðlagi sem gildir við prentun). Í Evrópu gerði ríkisvaldið hins vegar af- drifarík „mistök“. Það aftengdi að hluta vald ríkisins til peningaprentunar og lán- töku. Það þýddi að ríkisvald í löndum á borð við Grikkland, Portúgal, Belgíu, Spán og Írland höfðu ekki tök á því að prenta sig út úr vandræðunum. Þau horfast í augu við greiðsluþrot. Lánin tóku þessi ríki að miklu leyti hjá þýskum bönkum. Því er líklegt að Þjóð- verjar neyðist til þess að bjarga þessum ríkissjóðum, annaðhvort með beinum fjár- framlögum eða með því að leyfa seðla- bankanum að prenta nýjar evrur. Fyrri möguleikinn dæmir gríðarlegar álögur á þýsku þjóðina og sá síðari eyðileggur evr- una sem stöðuga mynt og felur í sér hættu á mikilli verðbólgu. Bandaríkin eru líka gjaldþrota, en þau skulda í eig- in gjaldmiðli og eru þegar byrjuð að prenta sig út úr vandræðunum. Á endanum er þó niðurstaðan ávallt sú sama: Al- menningur, sá sem síst skyldi, þarf að bera kostn- aðinn af óráðsíu við ríkisrekstur um víða veröld. Af- leiðingin er ekki tölur á blaði; hún er alvöru fátækt og þjáning fólks, sem ekkert hefur til saka unnið, – fórnarlamba kerfis sem gengur ekki upp. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Nakið og bólugrafið skrímsli STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Útköllin koma í bylgjum og til dæmis þarf ekki nema hressi- lega vont veður í janúar eða des- ember til þess að sveitir okkar séu í stöðugum útköllum á hverjum einasta degi,“ segir Friðfinnur Freyr Guðmundsson. „Þá eru það sérstaklega bygg- ingarsvæðin sem eru til vand- ræða. Það eru svo mörg hús sem standa ókláruð og enginn sinnir og frá þeim fýkur draslið í vondu veðri. Það eru útköll í sömu húsin aftur og aftur vegna þess að það er engin umsjá með þeim, líklega vegna ástandsins í þjóðfélag- inu. Nú í vetur höfðu sveitir samband við Landsbjörg og spurðu hvað væri hægt að gera við þessu, því þetta gengi ekki svona til lengd- ar.“ haa@mbl.is Enginn sinnir húsunum ÚTKÖLL Í ÓVEÐRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.