Morgunblaðið - 07.07.2011, Side 2
2 7. júlí 2011finnur.is
Axel Axelsson
löggiltur fasteignasali
Seldu eignina þína innan 60 daga
Ef eignin selst ekki innan 60 daga
þá færð þú 50% afslátt af sölulaunum
Nánari upplýsingar veitir Lárus
í síma 823-5050
HAFÐU SAMBAND STRAX!
Lárus Óskarsson
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
HRINGDU NÚNA
Bær820 8081
Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080
Rúnar S. Gíslason
Lögg. fasteignasali.
PANTAU FRÍTT
SÖLUVERMAT!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Umsjón Birta Björnsdóttir bir-
ta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius, Elín Albertsdóttir, Vilhjálmur
Andri Kjartansson. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf.
1637 – Hornsteinn var lagður að Sívalaturni í
Kaupmannahöfn.
1874 – Á Akureyri var vígður Gudmannsspítali,
sem var til húsa í Aðalstræti 14, en það er elsta
tvílyfta íbúðarhús á Íslandi, reist 1836.
1915 – Konur fögnuðu nýfengnum kosningarétti
sínum með hátíðarfundi á Austurvelli. Sama dag
stofnuðu þær Landspítalasjóð Íslands.
1922 – Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð upp
úr lúðrafélögunum Hörpu og Gígju og er hún
elsta starfandi lúðrasveit á Íslandi.
1941 – Bandaríkjaher kom til landsins og tók við
vörnum þess af Bretum. Síðustu hermennirnir fóru héðan í apríl
1947. Komu svo aftur 1951 og eftir það var Varnarliðið hér til 2006.
7. júlí
Sumum finnst hann brjál-æðislega fyndinn. Öðrum ergróflega misboðið þegarhann fer að gera grín að
mönnum og málefnum eða semur
ótrúlega klúra söngtexta.
Rökkvi Vésteinsson er uppistand-
ari og segist hafa byrjað að fíflast
strax þegar hann var lítill strákur.
„Ef ég á að fara langt, langt aftur þá
held ég að þetta hafi byrjað með því
að ég á systur sem er tveimur árum
yngri en ég. Ég vildi ekki leika mér í
Barbí við hana, og hún gat ekki leikið
í stríðsdrápsleikjum við mig þannig
að leikirnir okkar urðu furðulegar
senur þar sem við bjuggum til per-
sónur og sögur. Ég held að þá fyrst
hafi ég komist inn í þennan grín-
hugsunarhátt.“
Í grunnskóla setti Rökkvi á svið
leikrit og eftir að hafa verið „félags-
fælið lítið kvikindi“ í gagnfræðaskóla,
eins og hann orðar það sjálfur, lét
hann að sér kveða þegar hann mætti í
Menntaskólann í Hamrahlíð, skráði
sig í leikfélagið og skemmti sjálfum
sér og öðrum með því að setja á svið
fjölbragðaglímu á bandaríska vísu.
Eftir stúdentspróf setti Rökkvi,
ásamt félögum sínum, á laggirnar
vefinn Lágmenning.is, sem hann seg-
ir að hafi staðið undir nafni. „Þar
stunduðum við það okkur til gamans
að koma með fáránleg sjónarhorn á
ýmsa hluti, vorum grófir og krass-
andi og espuðum oft upp heilu
bloggstríðin.“
Mun aldrei upplifa annað eins
Rökkvi var þá kominn í tölvunar-
fræðinám og hafði kvisast út við
deildina að hann væri húmoristi. Það
var þá sem Rökkvi var fyrst beðinn
um að vera með uppistand, á sameig-
inlegri árshátíð tölvunar- og verk-
fræðinema. „Ég held ég muni aldrei
upplifa aðra eins tilfinningu aftur.
Mér var mjög vel tekið og ég held að í
mörg skiptin sem ég kom fram þar á
eftir hafi ég verið að leita eftir þessari
sömu spennu. Ég varð spennufíkill.“
Eftir frekar dapran árangur í
keppninni Fyndnasti maður Íslands
hélt Rökkvi til Montreal þar sem
hans beið forritunarstarf. Þar segist
hann hafa komist í tæri við alvöru
uppistand og öðlast allt aðra sýn á
þessa nýfundnu köllun sína í lífinu.
„Það er svo auðvelt að vanmeta uppi-
standið, og ég gerði það sjálfur í byrj-
un og var hreint út sagt mjög lélegur.
Eins og með svo margt annað í lífinu
þá sér maður hvað maður veit lítið
eftir því sem maður lærir meira um
uppistandið. Fyrir áhorfandann úti í
sal eða heima í stofu virðist þetta
skítlétt, en það er vegna þess að uppi-
standarinn lætur það líta út fyrir að
vera skítlétt. Minnstu smáatriði geta
skipt sköpum: raddblær, líkamsbeit-
ing, tímasetning, fyrir utan að þarf
alltaf að vinna nýtt og nýtt efni,“ seg-
ir hann „Eftir að hafa kynnst því úti í
Kanada er ég farinn að líta á uppi-
standið umfram allt sem listform sem
ég vil reyna að fullkomna með tíð og
tíma.“
Íslendinga þyrstir í grín
Frægðarstjarna Rökkva fór aftur
að rísa eftir að hann sigraði forkeppni
vinsællar kanadískrar uppistands-
keppni. Síðan þá hefur hann, með
nokkrum stuttum hléum, verið eft-
irsóttur skemmtikraftur, komið fram
á skemmtunum og troðið upp hér og
þar. Núna er Rökkvi aftur kominn á
fulla siglingu með uppistands-
hringferð um landið. Verkefnið hefur
fengið yfirskriftina „Innrásarvíking-
arnir sigra Ísland af því að hálfvitar
eiga að vera heima hjá sér“, og fær
Rökkvi með sér í för góðvini sína
Begga Blinda (Bergvin Oddsson) og
Óskarp (Óskar Pétur Sævarsson).
Þeir hófu ferðalagið með fimm
uppistandskvöldum á suðvestur-
horninu og þegar sumri lýkur verða
viðkomustaðirnir sennilega orðnir yf-
ir tuttugu talsins. Það er því ljóst að
landinn hefur mikinn áhuga á grín-
inu.
En hvað veldur því að íslenskt grín
og uppistand virðist blómstra sem
aldrei fyrr? Á skömmum tíma hafa
sprottið upp grín- og uppistands-
hópar eins og Mið-Ísland, Uppi-
standsstelpurnar, Steindi Jr. og fé-
lagar, Punkturinn og Baggalútur.
Rökkvi hefur þá kenningu að grínið
sé kannski svar ungu kynslóðarinnar
við niðurdrepandi stjórnmála-
umræðu síðustu ára. Netið er síðan
greinilega að leika stórt hlutverk.
„Sjáum t.d. Baggalút, sem byrjaði
sem vefsíða en er núna orðið að stóru
menningarfyrirbæri, eða Steinda Jr.
sem var í fleiri ár að grínast á netinu
áður en hann fór í sjónvarpið,“ segir
hann.
Uppistandið er um leið að verða
sýnilegra í sjónvarpinu. „Ég held t.d.
það hafi gert mikið til að opna augu
fólks þegar Ari Eldjárn var með sín
innskot í Hringekjunni. Þá held ég að
eldri aldurshóparnir hafi svolítið
kveikt á perunni að þetta væri eitt-
hvað sem gæti höfðað til þeirra. Og
kannski var það til að gera sam-
anburðinn enn hagstæðari hvað
Hringekjan var hörmulegur þáttur
og nánast hvert einasta atriði svo pín-
legt að maður engdist um heima í
stofu,“ bætir Rökkvi við og hlær.
ai@mbl.is
Þrír uppistandarar fara í hringferð um landið í sumar með Rökkva Vésteinssyni
Morgunblaðið/Ernir
Rökkvi segir íslenskt grín í miklum blóma og kannski svar ungu kynslóðarinnar við leiðinlegri stjórnmálaumræðu. Með á
myndinni er Laufey sem Rökkvi eignaðist með konu sinni Anne. Þau eiga svo von á öðrum erfingja um miðjan október.
„Það er svo auðvelt að
vanmeta uppistandið“
Mér var mjög vel tekið og
ég held að í mörg skiptin
sem ég kom fram þar á
eftir hafi ég verið að leita
eftir þessari sömu
spennu. Ég varð spennufí-
kill.
Hver kannast ekki við þá reglu að borða
morgunmat eins og kóngur, hádegisverð eins
og prins, og kvöldverð eins og betlari? Megr-
unarsérfræðingar hafa margir viljað ráða fólki
frá því að innbyrða mikið hitaeiningamagn á
kvöldin þar sem maturinn sem snæddur er á
þeim tíma dags sé einhverra hluta vegna
meira „fitandi“. Sitt hefur þó hverjum sýnst um þetta ráð og sumir hafa vilj-
að skýra það með því að snarl seint um kvöld sé hreinlega viðbót við hita-
einingaskammt dagsins og þar af leiðandi fitandi að láta snarlið eftir sér.
Nú hafa fræðimenn við Northwestern University í Chicago fundið áhuga-
verð tengsl sem kunna að renna stoðum undir að vissara sé að forðast ka-
loríurnar að kvöldi til. Fylgst var með svefn- og matarvenjum 52 sjálf-
boðaliða yfir vikutíma. Helmingur þátttakenda var „seinsofandi“, með
miðpunkt svefnmynsturs eftir 5.30 að morgni en hinn helmingurinn með
miðpunktinn fyrr um nótt. Rannsakendur komust að því að þeir sem sváfu
seinna voru með hærri líkamsþyngdarstuðul, innbyrtu fleiri hitaeiningar að
kvöldi og borðuðu minna af ávöxtum og grænmeti, auk þess að sofa færri
stundir á viku. Eftir að hafa leiðrétt fyrir þessar breytur komust rannsak-
endurnir einnig að því að orsakatengsl eru á milli þess að snæða eftir kl. 8 á
kvöldin og að vera með hærri líkamsþyngdarstuðul. Eitthvað virðist því
vera til í því að hitaeiningar síðla kvölds séu meira fitandi. ai@mbl.is
Heilsuráð
Snarl seint um kvöld
stækkar mittið