Morgunblaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 17
bílar Rafmagns-mótorhjólið 2011 Zero S hefur gengið í gegnummiklar breytingar og nærri hver einasti hlutur hefur veriðuppfærður. Búið að er að stytta hleðslutímann um helmingmeð nýrri rafhleðslu, setja nýnan bremsubúnað á hjólið oggera fjöðrunina betri. Zero S mætti lýsa sem hljóðlátu mót- orhjóli framtíðarinnar. vilhjalmur@mbl.is 2011 Zero S Mótorhjól framtíðar Hekla er komin upp fyrir Toyota á Íslandi í sölu nýrra fólksbifreiða það sem af er ári, miðað við tölur Umferðarstofu um nýskráningar bif- reiða. Hekla er með umboð fyrir Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi og seldi 650 slíka bíla á fyrri hluta ársins borið saman við 336 nýskráningar á sama tímaskeiði í fyrra. Toyota er þó mest selda bíltegundin skv. þessum töl- um. Alls seldust 446 Toyota-bifreiðar á fyrri helmingi ársins en næst á eftir eru Suzuki- bifreiðar, en af þeim seldust 438 eintök. Öll bílaumboðin seldu á fyrri helmingi ársins fleiri bíla en í fyrra að Bernhard undanskildu. Sala þess umboðs á Honda og Peugot stend- ur á pari við fyrra ár. Almennt er salan að mestu leyti til bílaleiga, einstaklingar kaupa aðeins 25% þeirra nýju bíla sem fara á göt- urnar. Breytingar á bílamarkaði Morgunblaðið/Árni Sæberg Hekla toppar Toyota í sölu nýrra bíla Suzuki hefur styrkt samstarf sitt við Fiat og ætlar að kaupa 30 þúsund dísilvélar af ítalska framleiðandanum. Vélar þessar eru ætlaðar í Suzuki SX4. Sá bíll er bæði í boði undir merkjum Suzuki og Fiat. Samstarf Suzuki og Fiat um framleiðslu véla og bíla hófst árið 2005. Díselvél þessi er 1,6 lítra og uppfyllir þegar mengunarstaðla. Þessi tilhögun sparar því Suzuki umtalsverðar upphæðir sem ann- ars hefðu runnið til þróunar eigin vélar af þessari stærð. finnur.orri@gmail.com Suzuki kaupir vélar af Fiat Morgunblaðið/Sigurgeir Kaupir 30 þúsund ítalskar dísilvélar Vélhjól eyða minna eldsneyti en fólks-bílar og því hefur sala t.d. á vespumaukist eftir hrun því þar sjá menntækifæri á að spara. Þú getur feng- ið vespu fyrir brot af því sem nýr fólksbíll kostar og hún eyðir aðeins tveimur til þremur lítrum á hundrað kílómetrum. Vespukaup eru því ansi fljót að borga sig eins og eldsneyt- isverð er í dag,“ segir Ragnar Ingi Stefáns- son, verslunarstjóri Nítró á Bíldshöfða í Reykjavík. Þrátt fyrir aukna sölu á vespum segir Ragnar samdrátt vera í sölu nýrra vélhjóla. „Við sjáum að fólk ekur lengri leiðir á hjól- unum og heldur þeim betur við. Það sjáum við bæði á verkstæðinu okkar og í sölu vara- og slithluta.“ Mikill áhugi en minna á milli handanna Mótokross hefst á Íslandi upp úr 1970 en það er ekki fyrr en um aldamótin að spreng- ing varð í sportinu. Á þeim tíma voru vöru- gjöld á hjólum lækkuð niður í sama flokk og fólksbílar. Ragnar segir að frá þeim tíma og alveg fram á mitt ár 2008 hafi sala á nýjum hjólum verið gífurlega mikil og hlaupið á hundruðum hjóla á hverju ári. Áhuginn á mótorsproti almennt hefur jafn- framt aukist til muna meðal almennings und- anfarin tíu til fimmtán ár. Má segja að sprenging hafi verið í sportinu undanfarinn áratug. „Mótokrossið er fjölmennast þó svo það hafi verið fækkun eftir hrun. Ekki er selt jafn mik- ið af nýjum hjólum og er allt að 25% fækkun í mörgum keppnunum. Þrátt fyrir það er gíf- urlegur áhugi á sportinu og listi þátttakenda í Klausturskeppninni, sem er stærsta einstaka mót ársins, fylltist á fimm klukkutímum, mörgum mánuðum fyrir mót,“ segir Ragnar sem telur skýringuna á fækkun almennt í keppnum í ár sé helst að finna í því að menn hafi minna á milli handanna í dag og geti ekki verið að taka þátt í keppnum aðra hverja helgi allt sumarið. „Við erum að glíma við hærra hrávöruverð í heiminum, lækkun á krónunni og hækkun á eldsneytisverði. Á einni æfingu eru menn kannski að eyða 10 lítrum af bensíni og það er tvöfalt dýrara í dag en fyrir nokkrum árum. Þetta hefur allt saman áhrif á sportið.“ Nýir tímar – ný tækifæri „Það eru alltaf breytingar á þessum mark- aði og við sjáum t.d. fjórhjólin vera að leysa vélsleðana af hólmi á Suðurlandi. Snjóleysi hefur verið að plaga vélsleðamenn hér fyrir sunnan og hafa margir þeirra farið yfir í fjór- hjólin,“ segir Ragnar og bætir við að breytt fjórhjól komist sömu leiðir og vélsleðarnir. „Margir eru að útbúa fjórhjólin til vetrarakst- urs. Þá setja menn undir þau stærri dekk og negld, hituð handföng og hlífar og þá komast þeir á svipaðar eða sömu slóðir og vélsleð- arnir.“ Jeppafólk hefur í auknum mæli verið að skipta yfir í fjórhjól, enda eru þau ódýrari í rekstri og fólk kemst á aðrar og erfiðari slóðir á þeim en á flestum jeppum. „Það eru hvoru tveggja jeppamenn og vélsleðafólk sem eru að fara yfir í fjórhjólin en svo er líka nýtt fólk að uppgötva þau og gildi þeirra.“ Öryggisbúnaður og tískan Í Nítró er að finna flestar vörur fyrir mót- orhjólið og segir Ragnar að verslunin sé ekki bara sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi heldur sé hún stór á alþjóðlegan mælikvarða. „Þetta er mjög stór og myndarleg verslun á alþjóðlegan mælikvarða í mótorhjólum. Við notum sölunet N1 og erum með 12 útibú um allt land. Ef varan er ekki til úti á landi þá getur fólk pantað hana og fær hana senda næsta dag og við erum auðvitað með sama verð um allt land.“ Öryggisbúnaður og klæðnaður er stór þátt- ur í öllu sem tengist mótorhjólum og mót- orsporti. Hjá Nítró er að finna mikið úrval af hjálmum, leðurgöllum og goretex-fatnaði. Þeim sem vilja ekki fórna tískuútlitinu býðst nú að kaupa sérhannaðar gallabuxur frá Nítró. „Við erum með gallabuxur úr keflar- efni. Þær líta út eins og venjulegar gallabuxur og kosta svipað og þekktar merkjavörur hjá tískuvöruverslunum. Margir vilja fara stuttar ferðir um bæinn og þá vilja menn ekki vera í öllum leðurgallanum og líta út eins og geim- farar. Þannig að þeir sem vilja vera í léttum leðurjakka og gallabuxum ættu að líta við hjá okkur og skoða það sem er á boðstólum.“ vilhjalmur@mbl.is Mótorhjól Víða samdráttur eftir hrun en önnur tækifæri hafa opnast Morgunblaðið/Árni Sæberg „Myndarleg verslun í mótorhjólum,“ segir Ragnar Ingi Ingi Stefánsson hjá Nítró á Bíldshöfðanum. Ódýrara að vera vélhjóli „Við sjáum að fólk ekur lengri leiðir á hjólunum og heldur þeim betur við. Það sjáum við bæði á verkstæðinu okkar og í sölu vara- og slithluta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.