Morgunblaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 20
bílar20 7. júlí 2011
FYRIRFERÐALÍTIÐ. UMHVERFISVÆNT. NÝTÍSKULEGT.
PCX
VERÐ KR. 629.000
KOMDU Í HEIMSÓKN OG SKOÐAÐU ÚRVAL AUKAHLUTA, KYNNTU ÞÉR LÁNAKJÖR
OG SÉRKJÖR Í ÖKUKENNSLU FYRIR NÝJA EIGENDUR HONDA PCX.
Úr hljóðlátari og umhverfisvænni virkni vélarinnar til laufléttrar meðhöndlunar
og nútíma ímynd hjólsins, þá er PCX bæði hagnýtt, snöggt og skemmtilegt
að aka, með mjúkri og hljóðlátri 125 rúmsentimetra vél. Létt og lipurt en
samt furðulega aflmikið, skilar hjólið góðri hröðun – alveg fullkomið til að
halda í við mikla umferð. Eldsneytiseyðslan kemur einnig á óvart
– aðeins 2,2L/100km, þökk sé nýjum hægagangsrofa með Start/Stop
tækni sem drepur sjálfkrafa á vélinni eftir þrjár sekúndur í lausagangi.
Um leið og hjólinu er gefið inn, fer það síðan sjálfkrafa í gang aftur. Allt er
þetta til viðbótar við mjúka virkni hjólsins sem og örugga og afslappaða
setu, þökk sé lítilli sætishæð og langri og rúmgóðri fóthvílu.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Vél: Vatnskæld fjórgengisvél, 2ja ventla SOHC
Slagrými: 124.9 cm3
Hámarks kraftur: 11.33 hö / 8.000 mín-1
Eldsneytiseyðsla: 2,2L/100km
Eigin þyngd: 124.4 kg (F: 52.2 kg; A: 72.2 kg) CBS EURO 3
V-MATICPGM FI
Pearl Himalayas WhiteAsteroid Black Metallic Seal Silver
Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is
2,2 L /100
k
m
Blandaður akstur
„Dauður“ Opel
Spurt: Ég þurfti að stöðva á Kefla-
víkurveginum til að svara far-
símanum. Þegar ég ætlaði af stað
aftur fór vélin ekki í gang – tók ekki
við sér svo mikið sem eitt púst.
Þetta er 7 ára gamall Opel Astra og
var í góðu lagi fram að þessu. Ég
skildi bílinn eftir og sendi þér fyr-
irspurn með netbréfi. Þú sagðir að
þar sem þessi bilun hefði ekki haft
neinn aðdraganda né bilunarljós
kviknað gæti líkleg orsök verið bilun
í bensíndælu sem er í bensíngeym-
inum. Að þínu ráði tók ég með mér
góðan hamar og eftir að hafa gefið
bensíngeyminum gott drag (undir
hægra aftursætinu) datt vélin í gang
og ég ók heim án vandræða. En til
að eiga þetta ekki á hættu á ný fór
ég einnig að þínum ráðum og fjár-
festi í nýrri bensíndælu og end-
urnýjaði samkvæmt leiðbeiningum.
En þá bregður svo við að vélin er
„steindauð“ þótt greinilega heyrist í
nýju dælunni. Hvað er nú til ráða?
Getur verið að nýja dælan sé biluð?
Svar: Þú hefur sjálfsagt tæmt
gömlu bensíndæluna eins og vera
ber. Þér hefur hins vegar láðst að
fylla þá nýju („præma“ á vondu
máli). Hvíti plasthólkurinn á dæl-
unni, sá hluti sem gengur niður í
geyminn, rúmar um 1 lítra af bens-
íni sem ekki lekur niður af. Það er
aukaforði sem girðir fyrir að hreyf-
ingar bílsins valdi því að dælan
„grípi í tómt“. Sé hann tómur nær
dælan ekki upp þrýstingi. Þú þarft
ekki að taka dæluna aftur úr. Taktu
aftursætið úr og aftengdu grennri
lögnina á dælunni. Útbúðu slöngu
sem passar upp á stútinn og settu
netta trekt á hinn enda slöngunnar.
Helltu 1 lítra af bensíni í dæluna,
tengdu lögnina á ný og vélin mun
fara í gang.
Daewoo Nubira: Stirðar þurrkur
Spurt: Ég er með árg. 02 af Nubira.
Undanfarið hafa þurrkurnar verið
leiðinlegar, hnökra með tilheyrandi
óhljóðum. Þær eiga það til að stöðv-
ast á miðri rúðunni en fara oftast
aftur af stað ýti maður við þeim. Ég
lét skipta um þurrkublöð og bera á
þau efni sem á að gera þau hál en
það breytti engu. Á smurstöð var
mér sagt að líklega væri þurrkumót-
orinn ónýtur. Mér skilst að hann
geti kostað talsvert svo öll góð ráð
væru vel þegin.
Svar: Þurrkumótorar í þessum bíl-
um eru gríðarlega sterkir og bila
sjaldan. Í langflestum tilfellum eins
og þú lýsir stafar vandinn af
stirðum spindlum, en það eru öxl-
arnir sem snúa þurrkuörmunum.
Þeir eru í hólkum sem í eru stálfóðr-
ingar. Í þær sest ryk og óhreinindi
þar til spindlarnir festast. Viðgerð
er ekki flókin. Merktu með tússi
hvar þurrkublöðin setjast á rúðuna.
Losaðu rærnar af þurrkuörmunum
og þrýstu niður á þá ofan við spin-
dilinn en við það losna þeir af. Fjar-
lægðu plasthlífina sem er fyrir neð-
an framrúðuna. Skrúfurnar á
endum hlífarinnar skrúfast niður í
nælonklossa og oftast þarf að
höggva þær sundur með beittum
meitli. Losaðu arm mótorsins af
spindildrifi hægri þurrkunnar
(slærð hann niður af kúlunni með
hamarsskafti) en láttu arminn vera
kyrran á mótornum. Losaðu boltana
sem halda spindlunum (3 hvorum
megin) og farðu með drifbúnaðinn á
renniverkstæði og fáðu spindlana
losaða úr. Þeir geta verið mjög fast-
ir í og hætt við að spindilhólkarnir
brotni sé ekki beitt réttum verkfær-
um. Yfirleitt þarf ekki viðgerð, ein-
ungis að losa spindlana, þrífa þá og
fóðringarnar, smyrja og endurnýja
o-hring sem er í stútnum undir skífu
og splitti. Ísetningin er auðveld og
þurrkurnar munu verða eins og nýj-
ar.
Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál
Ónýt bensíndæla – draugslegar þurrkur
Morgunblaðið/Þorkell
Útbúðu slöngu og settu trekt endann. Helltu bensíni í dæluna og þá fer allt í gang, segir í bílapistli vikunnar.
Leó M. Jónsson véltæknifræðingur
leoemm@simnet.is
(Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og
ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com)
Til að öryggisbúnaður (ABS,
stöðugleikakerfi og fleira )
skili bestum árangri þurfa
dekk að hafa réttan og jafnan
þrýsting. Belgur, sóli og
munstur fólksbíladekkja eru
frábrugðin því sem var fyrir
25 árum; mörg dekk eru með
stefnuvirkt munstur og því
ekki sama hvorum megin þau
eru undir bíl (merkt með pílu).
Hámarksöryggi og sparneytni
fólksbíls næst þegar þrýst-
ingur í dekkjum er 32 psi (2
kp/fsm). Munsturdýpt getur
sýnt hvort þrýstingur sé sá
rétti: Slitni sóli meira á miðj-
unni er þrýstingur of mikill.
Slitni munstrið meira á báð-
um jöðrum sólans en á miðj-
unni er þrýstingurinn of lítill.
Ábending
Jafn þrýst-
ingur í dekkj-
um mikilvægur