Morgunblaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 18
bílar18 7. júlí 2011
590 2000 - benni.is
Porsche Cayenne 250 hö
Verð 4.490.000
Nýskráður 17.05.2005 - ekinn 60 þús.
Leðuráaklæði, BI-Xenon ökuljós, Tiptronic S sjálfskipting,
hiti í framsætum, hiti í stýri, rafstýrð sæti með minni fyrir
ökumann o.fl.
Porsche Cayenne S 385 hö
Verð 7.950.000
Nýskráður 06.03.2007 - ekinn 74.þús
Loftpúðafjöðrun, Dökkar hliðarrúður, rafknúin sóllúga,
lyklalaust aðgengi, rafknúinn opnun og lokun á skotti ,
20“ álfelgur, dráttarbeisli, 3ja arma fjölvirkt stýrishjól,
innbygður bílskúrshurðaopnari , Cd-spilari 6 diska, Bose
hljóðkerfi, hraðnæmt aflstýri o.fl.
Porsche Cayenne Turbo 500 hö
Verð 13.900.000
Nýskráður 06.02.2008 - ekinn 44. þús.
Nálgunarvörn að aftan og framan, rafknúin sóllúga, dökkar
hliðarrúður, lyklalaust aðgengi, leiðsögukerfi, 20” álfelgur,
BI-Xenon ökuljós, rafknúin opnun/lokun á skotti, loftpúðafjöðrun
með hleðslujafnara, hraðanæmt aflstýri, hiti í framsætum, hiti í
stýri, Porsche merki í höfuðpúða, Bose digital surround hljóm-
kerfi, áttaviti í mælaborði o.m.fl.
Sérfræðingar í bílum
Það er tákn um nýja tíma, aðframleiddir séu stórir fjöl-skyldubílar með aðeins 1,6lítra sprengirými vélar.
Einn þeirra er þó Peugeot 508 sem
Bernhard hefur nýverið tekið til sölu.
Það vekur einnig nokkra athygli að
umboðið býður aðeins díselútgáfur
Peugeot 508 til sölu, þó svo hann sé
líka framleiddur með bensínvélum.
Díselvélarnar eru fernskonar, allt frá
112 hestöflum til 204 og verðmun-
urinn talsverður á milli útgáfna, eru
frá 4,8 til 7,2 milljóna króna. Þeim afl-
minnsta var reynsluekið á dögunum.
Það er með nokkrum ólíkindum að
þessi litla 1,6 lítra díselvél dugi þess-
um 1,6 tonna bíl og svo var samt
raunin. Hann er ekki sérlega spræk-
ur en svarar samt nægjanlega fyrir
flesta aðra en þá sem setja snerpu
efst á óskalistann við kaup á bílum.
Tog vélarinnar nemur 199 Nm og það
gerir ágæta upptöku bílsins mögu-
lega. Þessi litla vél mengar eðlilega
lítið eða aðeins 115 g af CO2 og því er
frítt fyrir þennan stóra bíl í stæði í
miðbænum í allt að 90 mínútum.
Rafstýrð beinskipting
Reynsluakstursbíllinn var með all-
sérstakri ESG sjálfskiptingu sem
ekki er eiginleg sjálfskipting heldur
skiptir bíllinn sér eins og beinskiptur
væri, en með aðstoð rafstýringar.
Þessi skipting var ekki reynsluakst-
ursmanni að skapi og því frekar hægt
að mæla með beinskiptingunni eða
aflmeiri útgáfunum sem eru með
hefðbundna sjálfskiptingu. Óeðlilega
langan tíma tekur þessa skiptingu að
koma sér í næsta gír við inngjöf og
gríðarlegt hik verður á meðan á því
stendur og algjört aflleysi á meðan. Á
þessu ber því meira sem fastar er
stigið á bensíngjöfina og verður akst-
urinn æði skrykkjóttur fyrir vikið.
Ef rólega er ekið finnst minna fyrir
þessum ókosti og svona útbúinn er
einmitt gert ráð fyrir slíku. Þannig á
hann að vera mjög sparneytinn bíll
umfram allt og alls engin spyrnu-
kerra. Langflestir setja þann kost of-
ar aflinu nú á dögum dýrtíðar elds-
neytis. Með þessari skiptingu eyðir
bíllinn minna og mengar minna en
beinskiptur og er það að einhverju
leyti réttlæting á fyrrnefndum ókosti.
Það er í sjálfu sér dálítil synd að
búa ekki að meira afli í þessari ódýr-
ustu útgáfu af Peugeot 508 því bíllinn
er í raun hannaður fyrir miklu meiri
átök og aksturshæfni en ná má fram
með minnstu vélinni. Sérlega for-
vitnilegt væri því að aka honum í GT-
útgáfu hans með 2,2 lítra og 204 hest-
afla díselvélinni, en sá bíll verður
einnig í boði hjá umboðinu.
Góður akstursbíll
Að öllu öðru leyti en ESG- skipt-
ingunni er 508-bíllinn sérlega vel
heppnaður bíll og mjög fínn í akstri.
Hann er með mjög góða fjöðrun eins
og við má búast frá Peugeot, svínligg-
ur á vegi og líður áfram eins og sann-
ur lúxusbíll. Hljóðeinangrun hans er
eins og allra best gerist. Bíllinn er
með Start/stop-tækni og er hún ein
sú besta og skilvirkasta sem reynslu-
ökumaður hefur kynnst. Með henni
drepur bíllinn á vélinni rétt áður en
bíllinn stöðvast í stað þess að bíða uns
hann er alveg stopp eins og algengast
er. Einnig er hann mjög fljótur að
ræsa þegar sleppt er bremsunni og
ekki þarf að bíða uns stigið er á bens-
íngjöfina eins og í mörgum öðrum bíl-
um.
Peugeot 508 er ári-fallegur bíll að
utan, höfðinglegur og stór. Hann
heldur enn „frönsku“ útlitinu en hef-
ur þó líkst þýskum bílum meira en
forverinn, sem bar töluna 407. Lang-
baksútgáfa Peugeot 508 er eiginlega
fallegri en „sedan“-útgáfan og renni-
legri. Mjög vel fer um 5 farþega og
skottið er mjög stórt svo ekki sé talað
um rýmið í langbaknum. Hann er því
sannarlega vænn fjölskyldubíll fyrir
ríflega vísitölufjölskyldu.
Glerþak
Einn af stærstu kostum bílsins er
glerþak hans og er hann því einkar
bjartur að innan. Innréttingin er lát-
laus og stílhrein, enginn íburður en
öllu vel fyrir komið og greinilega vel
smíðað. Gluggar eru í minna lagi.
Stórir póstar, ekki síst sá á milli
fram- og afturhurðar, skerða útsýni
nokkuð og urðu til þess að ökumaður
varð tíðum að skekja sér í sætinu til
að sannfærast um greiða leið. Sætin
eru mjög góð eins og yfirleitt frá Peu-
geot og veita mikinn stuðning. Peu-
geot 508 er eigulegur bíll og vel smíð-
aður og þéttur í alla staði. Honum er
ætlað stórt hlutverk, þ.e. að leysa af
hólmi bæði 407- og 607-bílana og það
hefur honum tekist með stæl. Með
honum er kominn stór fjölskyldubíll
sem eyðir eins og smábíll. Lágar
eyðslutölur hans voru sannreyndar í
reynsluakstri.
finnurorri@gmail.com
Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Reynsluakstur Peugeot 508 1,6 eHDi
Franskur
og fágaður
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Peugeot 508 1,6 eHDi árg. 2011
• 1,6 l. díselvél/túrbína
• 112 hestöfl/199 Nm
• Rafstýrð beinskipting
• 5 sæti, tau
• Glerþak
•Tölvustýrðmiðstöð
• Eyðsla innanb: 5,3
• Eyðsla utanb: 4,2
• CO2 g/km: 116
• 16” álfelgur
• Eiginþyngd 1.609 kg
• Frítt í stæði
• 0-100: 11,9 sek.
•Hámarkshraði: 196 km
• Framhjóladrif
• Verð: 4.910.000 kr.
• Farangursr. 560 l./1.865 l.
• Umboð: Bernhard