Morgunblaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 4
4 7. júlí 2011finnur.is
Fjarðarkaup
Gildir 7.-9. júlí verð nú áður mælie. verð
svínakótilettur úr kjötborði .......... 998 1.498 998 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.098 1.498 kr. kg
Lambalærisn., I. fl. úr kjötborði ... 1.598 1.898 1.598 kr. kg
Hamborgarar 2x115g m/brauði .. 396 480 396 kr. pk.
Grillaður kjúklingur + 2 ltr. Coke .. 1.198 1.565 1.198 kr. stk.
Fk lambalærisneiðar grill ............ 1.745 2045 1.745 kr. kg
Nicky 9 wc rúllur ........................ 698 898 78 kr. kg
Egils appelsín 2 ltr. .................... 198 248 99 kr. ltr.
Emmess topp 5 íspinnar 20 í pk . 1.998 2.398 1.998 kr. pk.
Coke 4x2 ltr. + Coke-grillbók ....... 798 998 199 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 7.-10. júlí verð nú áður mælie. verð
Lambagrillsneiðar – Íslandslamb. 998 1.398 998 kr. kg
Kryddlegnar grísahnakkasneiðar . 1.098 1.598 1.098 kr. kg
Holta Royal kjúklingabringur ....... 1.698 2.398 1.698 kr. kg
Lambatvírifjur, Cajp’s hvítlauks .... 2.061 2.748 2.061 kr. kg
Grísa grillsíða, kryddlegin ........... 979 1.298 979 kr. kg
Nýbakað tómatbrauð ................. 279 649 279 kr. stk.
Nýbakað baguette-brauð, 400 g . 199 339 199 kr. stk.
Nýbökuð vínarbrauðslengja ........ 399 699 399 kr. stk.
Egils mix, 2 ltr............................ 249 329 249 kr. stk.
Kostur
Gildir 7.-10. júlí verð nú áður mælie. verð
Goði lambalærisn. kryddaðar...... 2.199 2.998 2.199 kr. kg
Kostur lambal., ferskt ókryddað .. 1.099 1.198 1.099 kr. kg
Goði baconbúðingur .................. 259 369 259 kr. stk.
Kostur túnfiskur í vatni, 170 g ..... 129 149 129 kr. stk.
Kostur túnfiskur í olíu, 170 g....... 129 149 129 kr. stk.
Kostur ananas í dós, 3x227 g ..... 229 269 229 kr. stk.
Best Yet maísbaunir, 432 g......... 109 139 109 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 7.-10. júlí verð nú áður mælie. verð
Kindafille úr kjötborði ................. 2.798 3.298 2.798 kr. kg
Svínahnakki, úrbeinaður ............. 1.198 1.854 1.198 kr. kg
Egils Tuborg, 0,5 ltr. ................... 110 139 220 kr. ltr.
Sprite, 2 ltr................................ 265 310 133 kr. ltr.
Trópí, appelsínu ......................... 269 329 269 kr. ltr.
Remi Nougat kex, 100 g............. 249 298 2.490 kr. kg
Capri Sonne eplasafi, 330 ml ..... 185 299 561 kr. ltr.
Pataks Tandoori Paste, 312 g...... 398 485 1.276 kr. kg
Blue Dragon Thai-sósa, 340 g .... 385 459 1.132 kr. kg
Toblerone, hvítt, 100 g ............... 289 369 2.890 kr. kg
Morgunblaðið/Golli
Helgartilboðin
Alþingi er komið í sumarfríen ýmis verkefni loðaengu að síður við þing-mennina. Siv er nýkomin
heim frá Danmörku og Svíþjóð þar
sem hún skoðaði svokölluð gettó en
það eru hverfi þar sem eru talsverð
félagsleg vandamál. Verkefnið var á
vegum velferðarnefndar Norð-
urlandaráðs. Auk þess var hún í við-
tali við The Guardian vegna tillögu
sinnar um að færa sölu á tóbaki yfir í
apótek. BBC hafði einnig óskað eftir
viðtali um sama mál. Tóbaksmálið
sem var umdeilt manna á meðal hér-
lendis er því farið að vekja athygli út
fyrir landsteinana.
„Þegar þingið stendur yfir er oft
lítill tími til að elda heima. Á sumrin
hef ég meiri tíma og nýti mér hann,“
segir Siv þegar hún er spurð hvort
hún sé dugleg í eldamennskunni.
Hún á tvo syni, 18 og 26 ára, og sá
yngri býr heima. „Ég er með létt
heimili en reyni að elda fyrir synina,
sérstaklega þann yngri. Sá eldri kem-
ur stundum í mat með kærustuna.
Þegar ég hef tíma finnst mér gaman
að fá nánustu fjölskyldu í matarboð.
Ég er frekar upptekin af hollum mat
og reyni að velja góðan fisk eða kjöt
og mikið af grænmeti. Ég er mjög oft
með fisk og fæ ágætis einkunn fyrir
eldamennskuna,“ segir Siv þegar hún
er spurð hvort henni takist vel upp í
matargerðinni.
Kökur frá Sólheimum
Siv segist oftast gera innkaup í
Krónunni úti á Granda. Hún býr í
Vesturbænum og segist kunna vel við
þá verslun. „Hún er rúmgóð og þægi-
legt að versla þar. Ég er nýbúin að
uppgötva Kost og líkar vel. Þar kaupi
ég möndlur og þess háttar í stærri
einingum. Ég fer stundum í aðrar
verslanir einnig svo sem Bónus og
Melabúðina, þar sem besti ananasinn
fæst og mjög góðar flatkökur frá
Sveitabakaríinu. Einnig kemur fyrir
að ég fari í Kjöthöllina á Háaleit-
isbraut til að kaupa kjöt. Svo er það
gimsteinninn Frú Lauga við Lauga-
læk. Þar er hægt að kaupa hollar og
góðar vörur beint frá bændum. Þar
hef ég fengið frábærar kökur frá Sól-
heimum, eplaböku og hjónabands-
sælu.“
Siv segist ekki hlaupa eftir til-
boðum sem auglýst eru í blöðum.
„Það er frekar ef ég rekst á þau í
verslunum að ég notfæri mér þau.“
Hún ræktar sjálf kryddjurtir og
grænmeti. „Það sést varla út um
gluggana hjá mér fyrir basilplöntum
og ég geri því stundum heimagert
pestó,“ segir hún. „Ég rækta einnig
kóríander og nokkrar gerðir af salati
og sellerí úti. Besta vinkona mín,
Heiður Björnsdóttir, kennir ræktun
krydd- og matjurta og ég fór á nám-
skeið hjá henni í fyrra. Síðan hef ég
verið forfallin í ræktuninni en hún fer
þó einungis fram í pottum.“
Hreinn matur
Þar sem Siv er meðlimur í Slow
Food Reykjavík aðhyllist hún hefð-
bundna og holla matargerð sem er án
aukefna. „Ég fór á veitingahús á Ítal-
íu sem gaf sig út fyrir að vera Slow
Food og þar var boðið upp á hefð-
bundinn mat úr héraðinu sem gjarn-
an er árstíðabundinn. Þessi hug-
myndafræði gengur líka út á að
viðhalda þekkingu í gamalli mat-
argerð. Hér á landi þurfum við t.d. að
gæta þess að viðhalda geitastofninum
svo ekki tapist þekkingin á geita-
mjólk og -ostum.“
Þegar Siv er spurð hvort hún noti
útigrillið á þessum árstíma segist hún
ekki eiga grill en það sé tímabundið.
Til standi að bæta úr því. Þessa dag-
ana hugsar hún mest um hollustuna.
„Ég fékk vonda, langvinna flensu í
vor og hef verið að byggja mig upp
með því að fá mér heilsudrykki og hef
verið dugleg að taka vítamín. Þorska-
lýsi tek ég á hverjum morgni, eina
litla matskeið, því mér var sagt að
stór skeið væri of mikið magn. Einnig
tek ég Omega 3, D-vítamín, acidophi-
lus og fjölvítamín. Mér tókst sem bet-
ur fer að rífa úr mér flensuna,“ segir
Siv sem auk þess er dugleg að stunda
sjósund, ganga og trimma. Mót-
orhjólið hefur hins vegar staðið
óhreyft.
Þegar sumarfríið gefst loks ætlar
Siv að ferðast um Ísland og dvelja í
sumarhúsum sem tengjast fjölskyld-
unni. Hún ætlar að gefa lesendum
uppskrift af guacamole sem er í
uppáhaldi hjá syninum með vefjum.
„Ég nota spelt-tortillur og tel að
þessi réttur sé góð leið til að koma
grænmeti ofan í mannskapinn. Það er
ágætt að nota kjúklingalundir, nauta-
hakk eða skinku í vefjuna og mikið af
grænmeti. Ég get nefnt tómata, ag-
úrku, papriku eða bara hvaða græn-
meti sem er eftir hugmyndaflugi
hvers og eins. Síðan er sýrður rjómi
og rifinn ostur,“ segir Siv Friðleifs-
dóttir að lokum.
Guacamole (lárperumauk)
2 avocado (lárperur)
2 hvítlauksrif
1 dl laukur, smátt saxaður
1 meðalstór tómatur
2 msk. chili-pipar
3 msk. límónu- eða sítrónusafi
¼ tsk. salt
½ tsk. pipar
Allt maukað saman.
elal@simnet.is
Sif Friðleifsdóttir nýtir sér sumartímann til að láta til sín taka í eldhúsinu
Hugsa mikið um hollustuna í matargerðinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sif í versluninni Frú Laugu við Laugalæk sem hún heldur mikið upp á. „Þar er hægt að kaupa hollar og góðar vörur beint frá bændum. Þar hef ég fengið frábærar kök-
ur frá Sólheimum, eplaböku og hjónabandssælu.“
Þótt oft sé annasamt hjá
þingkonunni Siv Friðleifs-
dóttur reynir hún að gefa
sér tíma til að elda, enda
þykir henni það skemmti-
legt. Hún aðhyllist hollan
mat og er meðlimur í Slow
Food Reykjavík sem eru
samtök til mótvægis við
Fast Food eða skyndibita.
Mjólk
Egg
Ostur
Flatkökur
Hrökkbrauð
Ávextir
Grænmeti
Innkaupakarfan