Morgunblaðið - 07.07.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.07.2011, Qupperneq 6
fasteignir Fyrir 60 og eldri. 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með stæði í bílahúsi. Mikil þjónusta í boði fyrir íbúa. Afnot af heitum potti og gufubaði. Húsvörður í húsinu. Möguleiki fyrir 50 ára og eldri að kaupa eignina. VERÐ 19.600.000 Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali, asdis@fasteignasalinn.is Ásdís s. 863 0402 Halla s. 856 1601 Skúlagata 40b, 101 Reykjavík – Opið hús í dag kl. 19:30-20:00 Tryggvi Ófeigsson byggði fiskvinnslustöð á Kirkjusandi í Reykjavík, sem tók til starfa 1956. Þegar hún hætti var húsið gert að höfuðstöðvum Sambandsins. Síðar flutti Ís- landsbanki í næsta hús við og hafa höfuð- stöðvar hans verið á Kirkjusandi frá 1990. Íslensk hús Kirkjusandur „Við eigum tugi lóða á lausu. Viljum koma þeirri fjárfestingu sveitarfélagsins á hreyfingu og sláum því af gatnagerðargjöldunum,“ seg- ir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Ár- borgar. Ráðið samþykkti á dögunum að lækka gatnagerðargjöld af byggingarhæfum lóðum í sveitarfélaginu um 25% af gjald- skrárverði. Tekur það til lóða á Eyrarbakka, Selfossi og Stokkseyri. Sami afsláttur gildir fyrir viðbyggingar á þeim lóðum sem þegar hefur verið byggt á. Lækkunin tekur til úthlutana frá sl. áramót- um og er afslátturinn því vísitölubundinn en gatnagerðargjöldin hafa hækkað talsvert síð- an þá vegna verðbólgu. Árborg veitir afslátt Morgunblaðið/Sigmundur Fella fjórðung af gatnagerðargjöldum „Þetta er heillandi hús enda hefur Minjavernd staðið mjög vel staðið að endurbyggingu þess,“ segir Sverrir Kristinsson, lögg. fast- eignasali hjá Eignamiðlun. Hann er nú með í sölu Vaktarabæinn svonefnda við Garða- stræti sem byggður var árið 1848 af Guð- mundi Gissurarsyni vaktara, en vaktararnir svonefndu voru lögregluþjónar síns tíma. Húsið er tæpir 43 fermetrar, forstofa, bað, eldhús og eitt herbergi. Í risi er baðstofuloft. Húsið er hið eina sem er eftir af bæjar- húsum hjáleigunnar Grjóta sem Grjótaþorpið heitir eftir. Ásett verð hússins er 35 millj. kr. Gamalt hús í Grjótaþorpi falt Vaktarabær til sölu Þetta kom til í kjölfar þess að Reykja-víkurborg hætti að leigja út þessatvo sali í húsinu sem hafa verið nýttirsem sýningarsalir. Þá hófst vinna með eigendum hússins varðandi hvernig versl- un ætti að rísa hérna og hvernig innrétting- arnar ættu að vera,“ segir Halla Bogadóttir um tilurð nýopnaðrar krambúðar í Aðalstræti 10, þar sem verslunin Kraum er einnig til húsa. „Við höfum tekið eftir því að mjög margir eru að leita eftir vörum úr íslenskri náttúru og hér eru margir hönnuðir að koma með mjög fína matartengda vöru á markað. Listaháskólinn hefur til dæmis verið að vinna með atvinnulífinu og bændum við að búa til vörur af þessu tagi. Við ákváðum því að gera krambúð, í anda þess sem var hér í húsinu í yfir 80 ár. Við leituðum fanga í gömlum ljósmyndum um hvernig innréttingar í krambúðum voru í gamla daga. Minjavernd Reykjavíkur á húsið í dag og þau hafa verið að gera upp gömul hús í miðborginni. Borðplöturnar í nýju krambúð- inni okkar eru til að mynda gólfborð í Siemsen- húsinu, sem ekki nýttust þar.“ Íslensk hönnun og framleiðsla Verslunin var opnuð í síðastliðinni viku og segir Halla vöruúrvalið nú þegar vera orðið talsvert. „Við erum með te og kaffi, súkkulaði, sápur, snyrtivörur og kex. Við erum að versla núna með allt aðrar upphæðir en áður svo verð- breiddin er meiri í versluninni en áður,“ segir Halla. Auk matvæla eru einnig seldar í krambúð- inni ýmsar matartengdar vörur sem áður feng- ust hjá Kraumi, vörur á borð við kaffibolla, viskastykki, uppskriftabækur og annað slíkt. Íslensk framleiðsla og íslensk hönnun verður áfram aðalsmerki verslunarrekstursins í Að- alstræti 10. „Á meðan við erum að þróa þetta buðum við útskriftarnemum í leirlistarmótun í Myndlist- arskólanum í Reykjavík að vera með sýningu hér í suðursalnum. Þetta er mjög falleg sýning sem var unnin í samstarfi við postulínsfyrir- tæki í Þýskalandi. Hugmyndin er svo að fá hönnuði til að hanna fyrir okkur viðeigandi vörur í krambúðina.“ Fæðingarafmæli Skúla fógeta Í versluninni stendur 100 ára gamall búð- arkassi, sem reyndar er meira upp á punt. „Hann virkar en skattayfirvöld samþykkja hann ekki sam gjaldgengan peningakassa. Hann kemur frá Danmörku sem og falleg kaffikvörn sem við erum einnig með hér hjá okkur. Hafliði Ragnarsson, súkku- laðihönnuður, á veg og vanda af innflutningi þess- ara flottu gripa til landsins.“ Halla tekur undir það að ekki sé sama hvers konar rekstur fari fram í fornfrægu húsi af þessu tagi. „Okkur fannst vöruvalið og innréttingarnar þurfa að þjóna húsinu.“ Aðalstræti 10 var reist árið 1762 og er elsta hús í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var byggt sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar Halla segist vilja leggja meiri áherslu á per- sónu Skúla fógeta og framlag hans til húsa- gerðarlistar. Hann fæddist árið 1711 og því eru 300 ár frá fæðingu hans nú í desember. „Margir segja hann föður Reykjavíkur, hann var mjög stórhuga og kom ýmsu í framkvæmd hér í borginni. Hér í Aðalstræti 10 hófst í raun íslensk hönnun, hér var tóvinna og klæðagerð og segja má að Skúli sé upphafsmaður þess.“ Halla segir að lokum að til standi að lyfta minningu Skúla meira til vegs og virðingar nú á fæðingarafmælisárinu. birta@mbl.is Breytingar í Aðalstræti 10, elsta húsi Reykjavíkur Ný krambúð í miðbænum „Okkur fannst vöruvalið og innréttingarnar þurfa að þjóna húsinu.“ Borðplöturnar í nýju krambúðinni okkar eru til að mynda gólf- borð í Siemsen- húsinu, sem ekki nýtt- ust þar. Halla Bogadóttir Hótel Klettur, sem er nýr gististaður við Mjöln-ishótel í Reykjavík, var opnað í síðustu viku.Útlit og innviðir hótelsins fá innblástur frá ís-lenskri náttúru og sérstaklega frá íslenskum bergtegundum. Þannig er nafn hótelsins dregið af kletti sem hefur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn. Álfaþema er á fyrstu hæð hótelsins og fékk fundarsal- urinn þar nafnið Álfahellirinn. Á fyrstu hæðinni er einnig bar og morgunverðarsalur sem einnig er kenndur við álfa. Á hótelinu, sem er örstutt frá Hlemmi, eru alls 86 fyrsta flokks herbergi. Þar af eru tuttugu lúxusherbergi sem eru á fimmtu og sjöttu hæð hótelsins. Þau eru annaðhvort með einkasvölum sem snúa í suður eða frábæru útsýni yfir Sundin og í átt að Esjunni. Hefðbundin herbergi eru 66 að tölu og eru þau björt og vel búin. Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp með tæplega 50 rásum, ísskápur, sími, strauborð og straujárn, öryggishólf og nettenging. Á fyrstu hæð hótelsins er einnig bar sem státar af einu mesta mögulega úrvali af íslenskum bjór. sbs@mbl.is Hótel Klettur við Mjölnisholt tekið í notkun Álfar og úrval af íslenskum bjór Morgunblaðið / Jón Svavarsson Hótelið er á besta stað í bænum og í þægilegu göngufæri frá Hlemmtorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.