Morgunblaðið - 07.07.2011, Qupperneq 8
8 7. júlí 2011fasteignir
Meðalaldurinn lækkaðiumtalsvert þegar viðfluttum hingað í göt-una fyrir sjö árum.
Hingað komum við ung hjón með tvö
börn sem nú eru raunar orðin þrjú
sem eru fjögurra, sjö og tíu ára. Því
er oft nokkuð líflegt hér í götunni,
þar sem heldri borgarar eru raunar
nokkuð áberandi. Hér búa til dæmis
enn nokkrir af frumbyggjunum, en
húsin hér voru flest reist um og upp
úr 1960,“ segir Geirlaug Jóhanns-
dóttir sem býr við Þórunnargötu í
Borgarnesi.
Á slóðum Eglu
Borgnesingar halda í sagnaarf
sveitar sinnar, enda eru flestar gatn-
anna í neðanverðu kauptúninu
nefndar eftir sögupersónum Eglu.
Göturnar eru kenndar við Skúla, Eg-
il, Þorstein, Helgu, Skallagrím og
Beru. Þau síðastnefndu áttu dæt-
urnar Sæunni og Þórunni, og eftir
þeim eru tvær götur í bænum nefnd-
ar sem eru neðarlega á vestanveru
Borgarnesinu og standa nokkuð
hátt.
„Hér er frábært útsýni, út yfir
Borgarfjörð og til Hafnarfjallsins
sem ég nýt þess að ganga á þegar vel
viðrar. Mér finnst staðsetningin hér
alveg frábær,“ segir Geirlaug sem er
fædd í Borgarnesi þar sem hún ólst
upp til sjö ára aldurs. Flutti þá í bæ-
inn með foreldrum sínum en sneri
aftur á heimaslóðir um tvítugt þegar
hún hóf nám í rekstrarfræði við Há-
skólann á Bifröst. Þar kynntust þau
Stefán Sveinbjörnsson eiginmaður
hennar en þau fluttu í Hafnarfjörð
eftir að háskólanáminu lauk. Þau
bjuggu syðra í nokkur ár en eigi að
síður togaði Borgarfjörðurinn í og
þangað komu þau aftur vorið 2004.
Losnaði við stressið
„Þetta sagði sig sjálft. Stefán vann
í Borgarnesi og ók á milli og tíminn
sem í það fór samsvaraði einni vinnu-
viku á mánuði. Það má nýta tímann í
margt skynsamlegra. Og sjálfri
fannst mér líka fínt að fara aftur í
Borgarfjörðinn og losna við stressið
sem er svo áberandi á Reykjavík-
ursvæðinu, sérstaklega þegar kemur
að umferðinni,“ segir Geirlaug sem
stýrir endurmenntunarstarfi Bif-
rastarháskólans. Inntak þess hefur
meðal annars verið að gefa fólki, sem
fýsir að fara í skóla, en hefur ekki
haft aðstæður til þess á fyrri stigum,
tækifæri til þess t.d. með fjarnámi,
styttri námskeiðum eða öðrum leið-
um. Hefur þetta mælst mjög vel fyr-
ir, ekki síst skemmri námskeið í
rekstrarfræði sem konur hafa mikið
sótt.
„Ég upplifi náttúruna á allan ann-
an og skýrari hátt eftir að við fluttum
í Borgarnes. Í bænum renna árstíð-
irnar nánast saman en hér eru skilin
skarpari og mér finnst oft ævintýri
líkast að keyra til vinnu á morgnana
upp á Bifröst, fylgjast til dæmis með
bragandi norðurljósum á himni og
fylgjast með glímu árstíðanna við
hvor aðra. Þetta er oft ævintýri lík-
ast,“ segir Geirlaug.
Tveir bæjarfulltrúar
En aftur á Þórunnargötuna. Húsin
átta sem þar standa eru flest öll
teiknuð af Kjartani Sveinssyni húsa-
smið og verkfræðingi sem kallaður
hefur verið maður hinna mörgu
húsa. Kjartan hannaði til dæmis vel á
fimmtánda þúsund íbúðir í fjölbýlis-
húsum en best er hann þekktur fyrir
einbýlishúsin. Þau eru í senn vegleg
og glæsileg og eru Borgarneshúsin
þar engin undantekning enda fer stíll
húsameistarans ekki á milli mála.
„Hér við götuna búa margir
þekktir Borgnesingar. Meðal ná-
granna okkar eru hjónin Lilja Ósk
Ólafsdóttir og Guðmundur Arason,
sem í hálfa öld starfaði hjá Vega-
gerðinni hér í Borgarnesi. Þá búa
ekki langt frá okkur hér hjónin Fríða
Arnbergsdóttir og Gísli Sum-
arliðason, sem lengi var versl-
unarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga.
Og svo erum við líka tveir sveit-
arstjórnarfulltrúar hér í húsum hlið
við hlið, ég og Jónína Erna Arn-
ardóttir píanókennari, sem situr í
sveitarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Nei, við ræðum helst ekki um
pólitík yfir garðvegginn eða úti á
götu, fáum nóg af því á öllum fund-
unum sem við sitjum saman. Þar er-
um við stundum á öndverðum meiði
en líka endrum og sinnum sammála –
rétt eins og gengur. Þannig er póli-
tíkin; líka innansveitarkróníkan hér í
Borgarbyggð.“
sbs@mbl.is
Gatan mín Þórunnargata í Borgarnesi
Frumbyggjar
og Kjartanshús
Geirlaug Jóhannsdóttir með Stefáni Stefánssyni eiginmanni sínum á svölunum á húsinum við Þórunnargötuna ásamt börn-
unum Íris Líf og Sveinbirni Arndra ásamt hvolpinum Regínu Logni.
Kja
rta
nsg
ata
Þor
stei
nsg
ata
Skallagrím
sgata
Sæunnargata
Berugata
Þórunnargata
Bö
ðv
ar
sg
at
a
Bj
ar
na
br
au
t
Bo
rga
rb
rau
t
Í útjaðri Varsjár er að finna stór-
kostlegt hús sem sameinar allt sem
góða höll þarf að prýða. Húsið er
hannað af Robert Konieczny og er
567 fermetrar að stærð. Það hefur
hlotið nafnið Skálkaskjól og ber
nafn með rentu. Húsið er nefnilega
þeim einstaka kosti gætt að hægt er
að loka því algjörlega á augabragði.
Að sögn arkítektsins var það ósk
eigendanna að húsið félli vel inn í
landslagið í kring, en nærliggjandi
hús eru upp til hópa gamaldags
pólsk „kubbahús“ frá sjöunda ára-
tugnum og gamlar hlöður. Eigend-
urnir vildu jafnframt að húsið yrði
algjörlega öruggt og það var með
þetta tvennt að leiðarljósi sem ráð-
ist var í hönnun hússins.
Eins og meðfylgjandi myndir
sýna eru flekar utan á húsinu sem
loka því alveg. Ekki er hægt að
hafa hliðið og húsið opið á sama
tíma heldur þarf hliðið fyrst að
lokast áður en hægt er að opna hús-
ið sjálft. Einstaklega vandaða og
veglega hengibrú er að finna milli
bygginga og rennihurð á sundlaug-
arhýsinu sem jafnframt nýtist sem
bíóskjár.
Sjálft húsið er einstaklega opið
og fallegt en innanhússhönnunin
var í höndum Magdalenu Radalo-
wicz-Zadrzynska. Innviðir hússins
eru hlýlegir og fagrir og í hrópandi
mótsögn við virkiskennt ytra byrði
hússins. Að auki er húsið ein-
staklega umhverfisvænt en stórir
gluggarnir gera það að verkum að
sólin hitar húsið upp á daginn en á
næturnar, þegar húsið er kirfilega
lokað, helst hitatapið í lágmarki.
Húsið er eins sjálfbært og kostur er
og eru sólarrafhlöður á þakinu og
annað sniðugt sem gerir eigend-
unum kleift að vera án samskipta
við umheiminn í langan tíma.
Guðdómlegt skálkaskjól fyrir þjófhræddaSANYLÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Sumarbústaður – Hléskógar 12.
Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali
Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali
GARÐATORGI 7
210 GARÐABÆ
Sími 545 0800
gardatorg@gardatorg.is
www.gardatorg.is
Garðatorg sími 545 0800 kynnir:
Mjög gott 74fm heilsárs hús auk 24fm svefnlofts, samtals 98fm. Glæsileg 6.050fm skógi
vaxin endalóð í jaðri sumarhúsabyggðarinnar í landi Svarfhóls í Svínadal rétt hjá Vatnaskógi.
Lýsing: Anddyri, tvö svefnherbergi, gott eldhús með fallegri innréttingu og góðum tækjum
(helluborð, uppþvottavél og ísskáp). Stór björt stofa með gluggum á þrjá vegu og kamínu.
Baðherbergi m/sturtu og geymsla/þvotthús. Stór verönd sem snýr í suður og vestur, heitur
pottur. Heitt vatn/hitaveita. Gott útsýni til vesturs og norðurs. Stutt í margvíslega þjónustu,
golfvöll og sundlaug. Um 50 mín. akstur frá Reykjavík. Verð 18,9 millj.