Morgunblaðið - 07.07.2011, Side 10
10 7. júlí 2011fasteignir
FYRIRTÆKI og FASTEIGN
Til sölu fyrirtæki i innflutningi og þjónustu á þekktu
vörumerki fyrir byggingariðnað og húsbyggjendur.
Fyrirtækið er í eigin húsnæði ca. 850 fm.+ ca. 150 fm.
milliloft. Fyrirtækið notar rúmlega helming hússins
en leigir hinn hlutann út. Aðkoma að húsinu er góð
og gott útirými. Auglýsingagildi húsnæðisins er góð.
Húsnæðið er staðsett í nálægð við Húsasmiðjuna við
Skútavog og önnur sambærileg fyrirtæki.
Upplýsingar gefur Sverrir Kristjánsson,
löggiltur fasteignasali
sími 896-4489
Sverrir@posthus.is
Honum Ívari Guðmunds-syni er margt til listalagt. Hann er dag-skrárgerðarmaður og
dagskrárstjóri hjá Bylgjunni og und-
irbýr 25 ára afmæli útvarpsstöðv-
arinnar í ágúst. Samhliða því er hann
að leggja lokahönd á nýja línu heilsu-
vara sem hann hefur verið að þróa í
samstarfi við félaga sinn Arnar Grant
og kynnt verður seinna í sumar. Með-
fram öllu þessu passar Ívar vandlega
upp á að halda líkamanum í formi og
er mættur í World Class á slaginu 6
alla virka daga.
Draumastarfið? „Ég verð nú að
viðurkenna að ég er í draumastarfinu
hér á Bylgjunni en þegar ég var yngri
þá sogaði ég í mig kanaútvarpið og
hlustaði þar á kappa eins og Casey
Kasem sem var með American Top
40, Charlie Tuna og Wolfman Jack.
Ég skrifaði upp öll lögin, keypti svo
allar smáskífurnar og æfði mig síðan
að kynna lögin eins og þeir gerðu, tók
við ímynduðum símtölum og óskalög-
um og allt þetta. Það má því segja að
útvarpsbakterían hafi fylgt mér frá
12 ára aldri og hef ég ekki losnað við
hana og geri sennilega aldrei.“
Versta vinnan? „Ég á erfitt með að
nefna eitthvert eitt starf sem leið-
inlegasta djobbið en ég hef unnið sem
sendill, blaðasölustrákur, plötusnúð-
ur, við útkeyrslu, sölumennsku,
markaðsmál og svo náttúrlega út-
varpið. En það sem mér finnst einna
leiðinlegast að gera er að mála íbúð-
ina hjá mér og flytja. Þetta tvennt er
bara ekki í neinu uppáhaldi hjá mér
en geri ef með þarf.“
Draumabíllinn? „Draumabíllinn í
dag er Porche Cayenne Turbo 2011
árgerðin. Ég veit að hann kostar
nánast eins og íbúðin mín og því er
þetta mjög fjarlægur draumur en
þetta er bíll sem sameinar allt sem
mig langar að hafa í einum bíl, nóg
af hestöflum, sportbílaeiginleika,
flott útlit, fjórhjóladrif og pláss
fyrir alla fjölskylduna. Það er
helst verðið og kannski eyðslan
sem gerir það að verkum að þetta
verður bara áfram draumur.“
Hvað vantar á heimilið? „Okkur vant-
ar klárlega fataherbergi og þá fyrst
og fremst þar sem konan er búin að
sprengja skápaplássið. Væri líka til í
að hafa hornbaðkar með nuddi í sem
gott væri að stinga sér í eftir fótbolta-
æfingar, ný uppþvottavél væri alveg
tilvalið að fá því þessi gamla sem við
fengum notaða frá vinum okkar er
eitthvað farin að klikka. Einnig vant-
ar okkur eitthvað á svalagólfin, það
eru tvær svalir á íbúðinni og hafa í
raun aldrei verið kláraðar alveg. Svo
væri flott að fá safapressu til að fá al-
veg nýpressaðan ávaxtasafa á
hverjum degi. Því má bæta við að
mig hefur alltaf langað í svona græju
þar sem sjónvarpið kæmi upp úr fóta-
gaflinum á rúminu en mun sennilega
aldrei gera neitt í því, mér fannst það
bara svo flott í einhverri bíómynd-
inni.“
Hvað langar þig í? „Mig
langar í þrívídd-
arflatskjá með HD-
upplausn af bestu
gerð því ég horfi
slatta á sjónvarpið
þegar ég er heima,
sérstaklega á vet-
urna.
Ég væri alveg til í að eignast iMac-
tölvu enda er ég á leiðinni að verða al-
veg forfallinn Apple-aðdáandi og ekki
seinna vænna. Ég væri líka til í að
eignast aftur svona vinyl-plötuspil-
ara, á nefnilega fjölmargar vin-
ylplötur en get ekki spilað þær á
neinu.“
Hvað er best heima? „Mér
finnst best að geta verið inn í
stofu og flett í gegnum blöðin í
rólegheitunum eða flakkað á
milli allra sjónvarpsstöðvana án
þess að nokkur sé að pirra sig á
því að ég sé að fikta í fjarstýr-
ingunni.“
ai@mbl.is
Óskalisti Ívars Guðmundssonar
Tók við ímynd-
uðum óskalögum
12 ára gamall
Mig hefur alltaf langað í
svona græju þar sem
sjónvarpið kæmi upp úr
fótagaflinum á rúminu
en mun sennilega aldr-
ei gera neitt í því.
Undanfarin ár hefurIKEA boðið við-skiptavinum sínum uppá svo kallaða fyr-
irtækjaþjónustu. Þjónustan er ekki
ný af nálinni og má rekja hana allt
til ársins 1994 þegar verslunin var
opnuð í Holtagörðum. Fyrir fimm
árum tók hún þó á sig þá mynd
sem hún er í dag.
„Við byrjuðum að fá meira úrval
af skrifstofuvörum þegar verslunin
flutti í Holtagarða 1994 og það má
segja að þetta hafi byrjað þá og
hafi verið að vinda upp á sig allar
götur síðan,“ segir Guðrún Hlín
Þórarinsdóttir hjá fyrirtækjaþjón-
ustu IKEA.
Spara tíma og peninga
„Fyrirtækjaþjónustan sparar
fólki og fyrirtækjum bæði tíma og
peninga. Í stað þess að ganga í
gegnum alla búðina í leit að vörum
og verði þá sjáum við um allt sam-
an fyrir fyrirtæki og einstaklinga í
stærri innkaupum,“ segir Guðrún
og bætir því við að oft biður fólk
hana að hafa innkaupin ódýr og þá
er verið að fá góða þjónustu og lágt
verð. Í flestum rekstri er tími pen-
ingar og hver stund sem sparast
við að þurfa ekki að labba um búðir
og velja skrifstofuhúsgögn og inn-
réttingar getur verið dýrmæt.
„Þjónustan er líka fólgin í því að
við ráðleggjum fólki og látum
teikna upp eldhús- og baðinnrétt-
ingar, einnig fataskápa og jafnvel
skrifstofurými. Í dag er fjöldi
verslana og vinnustaða sem leita til
okkar með bæði val á vörum og
uppstillingu. Sjálfa uppsetninguna
sjáum við hins vegar ekki um en
getum bent viðskiptavinum okkar á
fyrirtæki sem sjá um slíkt.“
Allt fyrir heimilið og fyrirtækið
Það hefur verið töluverð aukning
milli ára að fólk leiti í fyr-
irtækjaþjónustu IKEA að sögn
Guðrúnar. Hún telur skýringuna á
því vera fyrst og fremst þægindin
sem fólgin eru í þjónustunni en
ekki síður þá staðreynd að í IKEA
er að finna nærri allt fyrir heimilið.
„Við fáum oft til okkar fólk sem
vill t.d. fá allt í sumarbústaðinn eða
er að byggja og vill fá flest í íbúð-
ina eða eldhúsið. Þá er það allt frá
pottum og pönnum í stærri hús-
gögn eins og rúm og sófa. Síðan
tökum við allar vörur til fyrir fólk
og sendum því,“ segir Guðrún og
bætir því við að hægt sé að fá hús-
gögn samansett og gegn auka-
greiðslu.
Frá hruni hafaÍslendingar leitast
við að gera ódýr en góð innkaup og
telur Guðrún að þjónustan sem þau
veita hjá fyrirtækjaþjónustu IKEA
hjálpi fólki nákvæmlega við það.
„Það hefur aldrei verið meira að
gera hjá okkur og það er að mikl-
um hluta að þakka góðri þjónustu
og sanngjörnu verði.“
vilhjalmur@mbl.is
Þeir sem vilja spara sér tíma og peninga geta leitað til fyrirtækjaþjónustu IKEA um ráðgjöf og þjónustu
Setja saman og
senda heim að dyrum
Morgunblaðið/Eyþór
Verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ er 20.600 fermetrar.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Guðrún Hlín Þórarinsdóttir hjá fyrirtækjaþjónustu IKEA.
Fyrirtækjaþjónustan
sparar fólki og fyr-
irtækjum bæði tíma og
peninga.