Morgunblaðið - 07.07.2011, Page 23
7. júlí 2011 23 bílar
Das Auto.
3.390.000 kr.
Verð á Golf frá:
www.volkswagen.is
Sparnaðarráð
frá Þýskalandi
Volkswagen Golf Trendline TDI
Golf sem eyðir aðeins frá 3.8l
pr. 100 km til afhendingar strax
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
Á
lfe
lg
ur
Komdu og prófaðu betri og sparneytnari bíl!Komdu og prófaðu betri og sparneytnari bíl!
Fyrirtækið Northen LightsEnergy hefur sett sérþað markmið að aukarafbílanotkun á Íslandi.
„Við höfðum hugmyndir um að
koma hlutum í þann farveg að Ís-
land gæti rafbílavæðst. Það ætl-
uðum við að gera með því að byggja
t.d. upp hleðslustöðvar um allt og
þá myndi þetta koma. En svo upp-
götvuðum við að hlutirnir virka ekki
þannig,“ segir Sturla Sighvatsson,
framkvæmdastjóri hjá Northen
Lights Energy. „Framboð í heim-
inum af rafbílum er takmarkað og
eftirspurnin er miklu meiri en fram-
boðið. Menn hafa þurft að fara og
semja um þann hluta rafbíla sem
verið er að framleiða. Í fyrra voru
framleiddir 75 milljón bílar í heim-
inum, en af þeim eru einungis 20
þúsund rafbílar. Á næstu árum mun
þetta vissulega aukast og fara
kannski í hundruð þúsunda rafbíla
en það er samt lítið í samanburði
við framleiðslu bensínbíla. Þess
vegna þurfum við í raun að berjast
fyrir hverju eintaki.“
Hentugur borgarbíll
Bensínbílar hafa enn það forskot
á rafbílinn að komst lengra á einum
tanki en rafbíllinn á hleðslu sinni.
Þá er einfaldara og aðgengilegra að
fylla á bensínbílinn en að hlaða raf-
magnsbíl. „Rafbílar drífa kannski
ekki enn jafn langt og bensínbílar
en ef við tökum dæmigerðan akstur
á höfuðborgarsvæðinu, þá er fólk að
keyra að meðaltali 34 km á dag.
Rafbíllinn ætti því að duga í meira
en 90 prósent ferða fólks yfir árið,“
segir Sturla og bætir við að AMP
Electric Mercedes Benz ML 350
rafbíllinn fari 150 km á einni
hleðslu. Á undanförnum árum hefur
orðið gífurleg þróun í rafhlöðum og
má búast við að á næstu fimm til tíu
árum geti rafbíllinn náð bens-
ínbílum og tekið fram úr honum á
þessu sviði.
Minna viðhald og ódýrari í rekstri
Rafmagnsbílar eru dýrari en
bensínbílar – ennþá, enda fram-
leiddir í miklu minna magni. „Þum-
alputtareglan er sú að viðhald á raf-
bíl sé um þriðjungar af því sem
viðhald á sambærilegum bensínbíl
er. Það er enginn gírkassi, engar
legur eða hvað eina annað sem er í
gangverki bensínbíls. Til að gefa
fólki hugmynd um muninn þá eru í
hefðbundnum dísilbíl kannski um
þúsund íhlutir sem eru á hreyfingu,
eins og stimplar og tannhjól, en í
rafbíl eru kannski tveir til þrír hlut-
ir,“ segir Sturla. Verðmiðinn á raf-
magnsbíl er þó enn töluvert hærri
en á sambærilegum bensínbíl.
„Stjórnvöld eru að fella niður inn-
flutningsgjöld og vörugjöld af þess-
um bílum um allan heim til að færa
þá nær verði bensínbíla. Rafbílar
ættu þá að geta verið á samkeppn-
ishæfu verði. Fólk þarf líka að horfa
á stóru myndina, t.d. getur kostn-
aður við bensínbíl verið allt að
50.000 kr. á mánuði en á rafmagns-
bíl eitthvað nærri 5.000 krónum.“
AMP Electric Mercedes Benz ML
350
„Þetta er nýr rafmagnsjeppi frá
Benz sem við byrjum að selja í
haust,“ segir Sturla. Bílinn er
útbúinn öllum sömu þægindum og
sambærilegur bensínbíll en ætti að
vera töluvert ódýrari í rekstri mið-
að við núverandi eldsneytisverð.
„Ef bílinn er tómur tekur um 4
tíma að hlaða hann. Hann nýtir alla
orku betur, t.d. þegar þú bremsar
kemur inn mótorbremsa sem nýtir
orkuna. Það minnkar líka álag og
viðhald á bremsuborðum bílsins.
Þá er hann kraftmikill og þægileg-
ur í akstri,“ segir Sturla og bætir
því við að bíllinn verði kominn í
sölu í haust en fólk geti komið í
sumar og reynsluekið bílnum og
pantað hann.
vilhjalmur@mbl.is
Fyrirtækið Northen Lights Energy hefur sett sér það markmið að auka rafbílanotkun á Íslandi.
Nýr rafbíll væntanlegur í haust
BMW mun brátt setja á markað mótorhjól
sem eingöngu er drifið áfram með rafmagni.
Hjólið er ætlað mestmegnis til innanbæj-
arnotkunar og er svokallaður „scooter“. Það
hefur drægni upp á ríflega 100 kílómetra og
það tekur innan við 3 klukkutíma að fullhlaða
það á venjulegu heimilisrafmagni. Í stað
venjulegrar hjólagrindar er burðarvirki hjóls-
ins álhylkið utan um batteríið sem knýr hjól-
ið. BMW fullyrðir engu að síður að hjólið
tryggi fyllsta öryggi ökumanns og farþega.
Við hemlun og niður brekkur endurhleður
batteríið orku líkt og í Hybrid-bílum og eykur
drægni þess um 10-20% fyrir vikið.
finnurorri@gmail.com
BMW-rafmagnsmótorhjól