Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 8

Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 Innan stofnana Evrópusambands-ins er nú rætt í fullri alvöru um það hvort skylda eigi aðildarríki þess til að setja ESB-fánann á landsliðsbúninga.    Í Bretlandi var tal-að við einn framámann breskra íþrótta og hann ef- aðist ekki um hvaða hvatir byggju að baki: „Þetta gefur manni rétta mynd af hugarheimi ESB og hvernig sambandið vill hafa afskipti af öllum sviðum mannlífs- ins.“    Embættismenn ESB hafa komiðsér upp forseta og þar með dregið úr vægi aðildarríkjanna sem áður skiptu forystuhlutverkinu á milli sín.    Sömu sögu er að segja um utan-ríkismálin, þar sem ESB hefur komið sér upp sérstökum utanrík- isráðherra og þar með dregið úr vægi utanríkisstefnu og utanríkis- ráðherra aðildarríkjanna.    En þetta er ekki nóg. Almenn-ingur verður lítið var við nýja forsetann og utanríkisráðherrann, enn sem komið er, þannig að nú þarf að hraða samrunanum með því að láta öll löndin keppa í íþróttum undir sama fánanum.    Embættismennirnir í Brusselmega ekki til þess hugsa að fólk gæti á íþróttakappleikjum fengið þá tilfinningu að það væri hluti af tiltekinni þjóð og gleymdi um stund að það er í ESB.    En til hvers ættu lönd að keppasín á milli, öll undir sama fán- anum? Og verður svo næsta skref að ESB sendi bara eitt lið á Ólymp- íuleikana? Vinsamlega látið treyjurnar í friði STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skúrir Bolungarvík 15 léttskýjað Akureyri 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 skýjað Vestmannaeyjar 12 léttskýjað Nuuk 15 heiðskírt Þórshöfn 12 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 skúrir Dublin 20 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 21 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 13 skúrir Hamborg 17 skýjað Berlín 21 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 28 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 26 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:41 23:27 ÍSAFJÖRÐUR 3:06 24:12 SIGLUFJÖRÐUR 2:48 23:57 DJÚPIVOGUR 3:02 23:06 og styttist í næsta stórstreymi; „kannski eru göngurnar bara svona seinar í ár,“ sagði bjartsýnn veiði- maður við Hítará en þar höfðu um 70 laxar verið færðir til bókar og silfraðir nýrenningar stukku lát- laust á Breiðinni. Sömu sögu var að segja um Straumfjarðará á Snæ- fellsnesi þegar blaðamaður fór með henni í fyrradag, þar mátti víða sjá nýgengna laxa í hyljum og þeir stukku mikið við Sjávarfoss. Þar veiddist 91 cm hængur í vikunni. Segja lax ganga af krafti Göngurnar kunna að vera minni en laxinn sem veiðist er vel haldinn og hlutfall stórlaxa víða hátt. Þeir sem veitt hafa í Þistilfjarðaránum síðustu daga dásama stærð og styrk fiskanna, en segja einungis stórlax genginn. Á Vesturlandi er góð veiði í Norðurá, þar sem holl fékk 132 laxa og það síðasta var komið með 90 eftir tveggja daga veiði. Þar á bæ sögðu menn lax ganga af krafti. Þá hefur veiðst vel í Straumunum, ár- mótum Norðurár og Hvítár, en þar veiddust 37 á tvær stangir á tveim- ur dögum í vikunni. Veiði undir meðaltali síðustu ára en enginn ætti að örvænta  Laxagöngur seinni en síðustu ár  Góð veiði í Norðurá og Straumunum Ljósmynd/Júlíus Þór Jónsson Vænir í Þistilfirði Agnes Viggósdóttir með nýgenginn tólf punda lax sem hún veiddi í Svalbarðsá. Fín laxveiði er í Þistilfjarðaránum. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Minni veiðimanna er afskaplega lélegt, þeir muna venjulega ekki lengra aftur en eitt sumar,“ sagði laxveiðimaður sem blaðamaður hitti á Mýrunum í vikunni. Hann bætti við að þegar veiðin síðasta sumar hefði verið jafn góð og raun var á, kæmi ekki á óvart að einhverjir börmuðu sér nú þegar göngurnar í árnar væru ekki eins öflugar. „En ef við horfum aftur í tímann sjáum við að laxveiðin gengur alltaf í sveiflum,“ sagði hann. Það sem af er sumri er laxveiði langtum minni en á sama tíma í fyrra, eins og sjá má á meðfylgj- andi tölum. Þær byggjast á nýjum upplýsingum um aflahæstu árnar eins og þær birtast á vef Lands- sambands veiðifélaga, angling.is. Einungis í Breiðdalsá er betri veiði nú en á sama tíma í fyrra, en víðast er veiðin hinsvegar langtum lakari en þá. Stukku við Sjávarfoss Í fyrra var metveiðiár, ef hafbeit- arárnar eru undanskildar, og síð- ustu tvö sumur þar á undan voru einnig góð. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem tekur tölur- nar saman, segir í pistli með töl- unum að enginn skyldi örvænta enn. „Heildarveiðin úr viðmiðunarám LV er komin í 4.965 laxa að kvöldi 13. júlí. Veiði síðustu viku nær þannig 2.260 löxum. Þetta er langt undir meðaltali síðustu þriggja ára, sem er 7.996 fiskar, enn miðað við 13. júlí. Ef við aftur á móti lítum á tvö næstu ár þar á undan, 2006 og 2007, er meðaltalið aðeins 3.475 lax- ar. Það voru ekki slæm veiðisumur. Þannig að enginn skyldi örvænta enn,“ segir Þorsteinn. Laxinn er að ganga þessa dagana Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Norðurá (14) Blanda (16) Þverá og Kjarará (14) Selá í Vopnafirði (5) Elliðaárnar (4) Miðfjarðará (10) Haffjarðará (6) Langá 12) Laxá í Aðaldal (12) Grímsá og Tunguá(8) Breiðdalsá (6) Laxá í Kjós (10) Ytri-Rangá og Hólsá (20) Eystri Rangá (18) Hofsá í Vopnafirði (7) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 1430 1694 1722 400 576 682 743 687 295 776 88 340 526 461 180 Staðan 13. júlí 2011 810 569 466 323 317 285 265 255 213 165 162 155 151 112 102 Lægri tölur í ár » Laxveiðin „langt undir meðaltali síðustu þriggja ára.“ » Engu að síður er mun betri veiði en 2006 og 2007. » Forvitnilegar veiðitölur á vef Landssambands veiðifélaga. » Veiðimenn segja lax ganga nú af krafti í ár á Vesturlandi. » Holl í Norðurá fékk 132 laxa. » Í Straumunum veiddust 37 laxar á tvær stangir á tveimur dögnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.