Morgunblaðið - 15.07.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.07.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 30.09.2011 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. HEILSU- OG DEKURFERÐ Á LÚXUSHÓTEL Í LITHÁEN Innifalið í 15 daga dvöl er: • Flugferðir og ferðir milli flugvalla og hótels • Gisting í tveggja manna herbergjum með öllum þægindum • Morgun-, hádegis- og kvöldverðahlaðborð • Viðtal við lækni staðarins sem gefur hverjum gesti læknisskoðun og ráð • Mismunandi meðferðir, svo sem leirböð, míneralvatns-heilsuböð, jurta-freyðiböð, ýmis konar sýruböð og sundleikfimi MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Fullt verð er 286.000 kr. Moggaklúbbsverð 236.000 kr. Brottför 18. september 2011. Upplýsingar og bókanir á www.sunnuferdir.is eða í síma 555 4700. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 • Ein lækningameðferð samkvæmt læknis- ráði, gæti til dæmis verið nudd í vatni, sitjandi bað eða kalt bað • Allir sem þess óska fá svo daglega klassískt nudd í 10 mínútur, „kinesitherapy“ (hópmeðferð), læknandi sturtumeðferð og „physiotherapy“ • Aðgangur að interneti Ólafur Bernódusson Skagaströnd | „Ég veit ekki hvernig í andskotanum mér tókst að ná inn fallhlífinni (rekakkerinu). Ég var hangandi í henni þegar þetta helltist yfir mig enda var haugabræla eins og búið er að vera í allt sumar,“ sagði Árni Þor- gilsson eða Árni „Ekkert mál“ eins og hann er oft kallaður manna á milli. Þessi 72 ára gamli maður varð aflahæstur allra strandveiði- manna á síðasta sumri og hefur ró- ið ótrauður í sumar á Nonna sín- um. Yfirleitt er það ekki í frásögur færandi að Árni nái inn fallhlífinni sinni en í þetta sinn var hann í miðju hjartaáfalli þegar hann þurfti að ná henni. Aleinn á Nonna vestur við Strandir og tveggja tíma stím heim til Skagastrandar. „Ég var ekki alveg kominn með skammtinn þegar ég fékk allt í einu svakalegan verk í brjóstið og fram í vinstri handlegginn. Ég hélt nú fyrst að ég væri að dræpist bara á staðnum en svo bráði örlítið af mér og ég hringdi í lækninn. Hann vildi endilega senda ein- hverja til að ná í mig en ég kærði mig ekkert um það. Ég sagði hon- um að ég gæti alveg eins drepist þarna sem ég var eins og í ein- hverju sjúkrarúmi hjá honum. Svo stillti ég bara sjálfstýringuna og setti allt í botn heim. Skreið sjálf- ur fram í og hringaði mig niður á bekkinn. En það er alveg satt, ég man ekki hvernig í fjandanum mér tókst að ná fallhlífinni inn fyrir.“ - Þér hefur ekki dottið í hug að skera hana bara frá þér? „Nei, þetta er nýleg fallhlíf og virkar svo helvíti vel. Ég held að það hafi bjargað mér að geta bara hringað mig niður og að þurfa ekki að sitja uppréttur í stólnum. Það voru soddan helvítis högg og læti á leiðinni heim. Það fór allt á hvolf hérna fram í hjá mér. Ég var um tíma drulluhræddur um að brjóta hann í verstu látunum.“ Læknirinn hringdi á björgunar- sveitina Strönd á Skagaströnd og bað þá um að vera klára á björg- unarskipinu Húnabjörg ef á þyrfti að halda. Sagði hann björgunar- sveitarmönnunum að ekkert annað væri hægt að gera þar sem Árni neitaði allri hjálp. Aðalkransæðin 90% stífluð Árni komst síðan í höfn þar sem hann var studdur í sjúkrabíl og fluttur með blikkandi ljósum á Sjúkrahúsið á Akureyri. Við hjartaþræðingu kom svo í ljós að aðalkransæðin var 90% stífluð og var hún fóðruð ásamt öðrum minni. Tíu dögum eftir aðgerðina var Árni aftur mættur á bryggjuna til að laga til í bátnum eftir heimferð- ina og taka sér ís. Fréttaritari spurði Árna hvort sumarið væri ekki búið hjá honum, hvort hann mætti nokkuð gera á næstunni? „Nei, þeir létu mig lofa að fara varlega. Ég ætla kannski að leika mér eitthvað hérna norður með landinu ef það gefur – bara svona eitthvað létt,“ sagði Árni og hló. Heldur áfram að róa Segja má að Árni fari ekki ná- kvæmlega eftir fyrirmælum læknanna því hann hefur haldið áfram að róa einn á Nonna sínum og náð í skammtinn sinn þrátt fyr- ir endalausar norðanbrælur. Þegar fréttaritari minnti Árna á fyrir- mæli læknisins sagði hann glott- andi: „Þetta er allt í lagi það er búið að laga dæluna og það hlýtur að endast eitthvað. Annars finnst mér það svo sem ekki merkileg ending að vera að bila eftir 72 ár.“ Árni viðurkennir þó að hann sé ekki orðinn samur og áður. „Mað- ur er alveg þreklaus. Ég er að reyna að hvíla mig svolítið inn á milli en það er bara þessi enda- lausi veltingur sem er verstur.“ Árni „Ekkert mál“ hefur verið á sjó frá því hann var 14 ára gamall. Hann var m.a. frumkvöðull í út- hafsrækjuveiðum á bát sínum Sig- rúnu ÍS 113 árið 1974. „Við vorum tveir sem byrjuðum á úthafsrækj- unni; ég og Ragnar á Dalborginni. Þú sérð að maður er búinn að vera á sjó alla sína hundstíð og kann andskotann ekkert annað. Ætli sé ekki best að maður endi þar þá líka?“ spyr þessi kappsama aflakló án þess að fá svar. Fékk hjartaáfall einn á strandveiðibát  Árni Þorgilsson hætt kominn á bát sínum, Nonna, í haugabrælu  Sigldi sjálfur bát sínum til Skagastrandar Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Sjómaður Árni Þorgilsson var kominn heim til Skagastrandar tíu dögum eftir hjartaaðgerð á Akureyri. Hér er hann á leið í einn stuttan róður. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Engir púlsar og litlar jarðhræringar mældust í vestanverðum Vatnajökli í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, og ró hefur færst yfir svæðið – að sinni. Í fyrradag var flogið yfir Lokahrygg og þess freist- að að staðsetja upptök hlaupsins sem varð aðfaranótt miðvikudags. Í flug- inu varð tveggja sigkatla vart rétt austur af Hamrinum, sem sjálfur er vestast í Vatnajökli, á milli Köldu- kvíslarjökuls og Jökulkambs. Annar ketillinn er töluvert stærri en hinn. Ólíklegt að um gos sé að ræða Að sögn Hjörleifs Sveinbjörnsson- ar, sérfræðings á jarðvársviði Veð- urstofunnar, verða katlarnir til þegar vatnið tæmist undan þeim og þeir falla inn í sig. Hjörleifur segir ólík- legt að eldgos hafi orsakað hlaupið. „Ef það hefur verið hefur það verið mjög lítið,“ segir hann. Bíða þurfi niðurstöðu mælinga á efnainnihaldi hlaupvatnsins áður en hægt sé að skera úr um það. Efnagreining vatns úr Múlakvíslarhlaupinu leiddi það í ljós um að hveravatn hefði verið að ræða. „Mér finnst það líklegast að þetta sé mjög svipað,“ segir Hjörleif- ur. Hvað tilurð sigkatlanna nú varðar segir Hjörleifur þá sambærilega við Skaftárkatlana sem eru skömmu austar, ekki þurfi eldgos til að koma þeim af stað. „Það væri ekkert óeðli- legt að það væri innskot einhvers staðar djúpt, sem kemur ekki upp á yfirborðið. Þá er það kannski nóg til þess að hita vatnið og búa til jarð- hitasvæði.“ Óróa fór að verða vart á jarð- skjálftamælum Veðurstofunnar á þriðjudag, annars vegar á Grímsfjalli en hins vegar á Skrokköldu. Óróinn var meiri á síðarnefnda mælinum, en Skrokkalda er vestur af Köldukvísl- arjökli, rétt við Hágöngulón. Lónið fylltist í hlaupinu undan jöklinum í fyrradag. Í tilkynningu frá Veður- stofu kom fram að óróinn líktist þeim sem mældist vegna vatnsflóða undan jökli og það því ekki alveg óvænt þó hlaup á þessu svæði séu ekki algeng. Hlaupið kom niður í Hágöngulón og rann yfirfallið áfram niður Köldu- kvísl og í Þórisvatn. Gríðarlegt vatns- magn braust fram í hlaupinu, en talið er að 26 gígalítrar, 26 milljarðar lítra, hafi bæst í Hágöngulón á örfáum klukkustundum aðfaranótt miðviku- dags. Ró færist yfir vestanverðan Vatnajökul  Katlarnir tilkomnir vegna innskots Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Vatnajökull Stærri sigketillinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.