Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
búi að þeirri reynslu. Alls verður
brúin 155 metra löng en verið var að
leggja síðustu gólfflekana í gær.
Jafnframt var unnið að varnar-
görðum og vegtengingum að brúnni.
Í gærkvöldi stóð svo til að leggja
slitgólf og setja upp vegrið. Ef allt
fer að óskum verður hægt að hleypa
ánni undir brúna í nótt og verður þá
hægt að ljúka við síðasta hluta veg-
tengingar að henni.
Minni umferð en í byrjun
Meðan beðið er eftir að bráða-
birgðabrúin rísi er haldið áfram að
flytja fólk og bíla yfir Múlakvísl á
rammgerðum rútum. Minni umferð
var í gær en fyrr í vikunni og mynd-
uðust nær engar biðraðir við ána.
Gengu selflutningarnir eins og
smurt fyrir sig og voru erlendir
ferðamenn hinir ánægðustu með
svaðilförina yfir ána.
Morgunblaðið/Golli
Selflutningar Greiðlega gekk að flytja bíla og fólk yfir Múlakvísl í gær. Minni umferð var yfir ána en fyrr í vikunni og mynduðust nær engar biðraðir eftir að komast yfir. Byrjað var að ferja far-
artæki og fólk á tíunda tímanum í morgun og um miðjan dag þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum, höfðu hundruð manns þegar verið flutt yfir, margir þeirra erlendir ferðamenn.
Brúarsmíð gengur vonum framar
Hugsanlega hægt að opna fyrir umferð yfir Múlakvísl strax um helgina Vegagerðin býr að reynsl-
unni úr Skaftárhlaupi árið 1996 við verkið Selflutningar yfir ána gengu mjög vel í gær
Morgunblaðið/Golli
Brúin Um miðjan dag í gær var þegar búið að leggja gólffleka á yfir hundrað metra brúarinnar. Stóð til að klára
það verk í gærkvöldi en alls verður brúin 155 metra löng. Þá var eftir að leggja slitgólf og vegrið.
VIÐ MÚLAKVÍSL
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Brúarvinnuflokkar Vegagerðar-
innar brugðust skjótt við kallinu
þegar hlaup hreif með sér brúna yfir
Múlakvísl á laugardag og rauf hring-
veginn. Sumir þeirra voru komnir í
langþráð sumarfrí þegar kallið kom
en þeir voru mættir strax á mánu-
dag til að hefja störf við bráða-
birgðabrú til þess að koma sam-
göngum í samt lag. Hefur nótt verið
lögð við nýtan dag við verkið og létu
verkamenn grenjandi regnið ekkert
á sig fá í gær.
Upphaflega var talað um að smíð-
in tæki tvær til þrjár vikur en nú
hvísla menn því að jafnvel verði
hægt að opna fyrir umferð yfir
brúna um helgina. „Það er ekki búið
að tímasetja það alveg en við erum
að vona að það verði eitthvað fyrr en
gert var ráð fyrir,“ segir Reynir
Gunnarsson, rekstrarstjóri Vega-
gerðarinnar á Hornafirði og einn
umsjónarmanna verksins. Hann
þakkar reynslunni úr Skaftárhlaupi
árið 1996 þegar brúin yfir Gígju fór
að svo hratt hefur gengið nú. Menn
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Þeir erlendu ferðamenn sem tóku sér far með
rútunni yfir Múlakvísl í gær voru hæst-
ánægðir með þessa óvæntu svaðilför á ferð
sinni um hringveginn. Höfðu sumir
þeirra á orði að þetta væri hreint
ævintýri.
Bræðurnir Ismail og Moham-
med Qadry frá Kanada voru
að koma að austan en þeir
voru að klára hringinn á bíla-
leigubíl. Lögðu þeir af stað á
föstudag og komust að því
fyrir tilviljun að brúin hefði
farið í sundur. Ætluðu þeir
samt að halda áfram og
snúa við þegar komið væri
að ánni. Afbókuðu þeir gistingu en bókuðu
sums staðar aftur fyrir bakaleiðina. Heyrðu
þeir aðeins af selflutningunum yfir ána í fyrra-
dag. „Við höfðum meiri áhyggjur af því hvaða
áhrif þetta hefði á ferðamennskuna hér en á
okkur sjálfa. Við vorum mjög ánægðir
þegar við heyrðum af flutningum.
Ísland á heiður skilinn fyrir að
setja allt í botn. Þetta hlýtur að
kosta stórfé,“ segir Ismail.
Eins og Disneyland
Hjónin Tomás Navarro
og Pilar Mateo frá Zara-
goza á Spáni voru að hefja
hringferð sína og voru á
leið austur. Bílaleigan
hafði sagt þeim að þjóðveg-
urinn væri farinn í sundur
en að það væru flutningarbílar sem gætu ferj-
að þau yfir ána. Þegar rútan leggur af stað út í
ána standa farþegarnir upp skælbrosandi og
hlæjandi. Pilar segir ekki bóla á hræðslu hjá
fólki. „Fyrir ferðamennina er þetta bara
skemmtilegt. Þetta er bara einn ferðamanna-
staðurinn enn, eins og Disneyland!“ Hún segir
þó að þetta hljóti að vera verra fyrir fólkið
sem býr á svæðinu og þarf að nota brúna dags
daglega.
Ævintýri líkast fyrir
erlendu ferðamennina
Morgunblaðið/Golli
Rútan Ferðamenn stíga um borð í rammgerða rútuna austanmegin Múlakvíslar.
Bræðurnir Ismail og
Mohammed Qadry.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið frá brúnni.