Morgunblaðið - 15.07.2011, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Enginn verður svikinn af ferð í Morsárdal,
enda fegurð hans nánast óviðjafnanleg.
Nýlega var fjallað um hæsta foss landsins,
sem þar er að finna, en þess utan er þar
margt að sjá. Bæjarstaðaskógur er einn
hávaxnasti birkiskógur landsins, en þang-
að er um klukkustundarganga frá Skafta-
felli. Í Réttargili er tilvalinn nestisstaður
við læk sem fossar út um þrönga glufu á
milli kletta og í Vestragili er fallegur foss.
Morsárjökull fellur ofan af 1.000 metra
hárri fjallsbrún innst í dalnum en við
sporð hans er stórt lón þar sem ísjakar
fljóta að ósi. Innst er hægt að beygja til
vesturs og halda inn í Kjósina, þröngan og
brattan dal á milli 1.200 til 1.400 metra
hárra fjalla með mikilli litadýrð. Margt er
einnig um fallega steina í lækjum Morsár-
dals.
Enga stund tekur að komast út úr
mannmergð Skaftafells eftir skýrt af-
mörkuðum slóða yfir heiðina, um kjarr og
skóglendi. Fremst í dalnum er göngubrú
yfir Morsá og tölt vestur yfir dalinn í Bæj-
arstaðaskóg. Gangan inn dalinn er þó
drjúg og nauðsynlegt að hafa gott nesti.
Kalt Í Réttargili í Bæjarstaðaskógi kemur lækur út um glufu
milli tveggja stórra steina. Forvitnir reyna að kanna málið.
Morgunblaðið/Una Sighvatsdóttir
Lón Jökullinn hefur hopað og skilið eftir sig lón. Á virkum dögum er dalurinn fáfarinn og göngumenn nánast einir í heiminum.
Að gleyma sér í Morsárdal
Birki Í Bæjarstaðaskógi er fallegt.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Um 1.200 manns hafa farið í göngu-
ferðir um Fjörður á Gjögraskaga síð-
an 1996, með Fjörðungum. Fjörð-
ungar eru leiðsögumenn sem fara
með hópa þar um á sumrin. Grenvík-
ingurinn Björn Ingólfsson er einn
þeirra, en hann segir hina mannlausu
víðáttu heilla fólk í Fjörðum og svo
hið fjölbreytta og fallega landslag.
„Svo er bara einhver endi þarna sem
togar alltaf í mann. Menn vilja alltaf
fara aftur og aftur í Fjörður,“ segir
Björn. „Þetta er ekki eins og á
Laugaveginum, þar sem er mýgrútur
af fólki alla daga. Hérna getur maður
gengið um í fjóra daga án þess að
mæta nokkrum manni,“ bætir hann
við.
Þægilegar dagleiðir
Lagt er upp frá Grenivík og keyrt
að Gili í Hvalvatnsfirði, þaðan sem
gengið er að gömlum kirkjustað,
Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Þangað
er um 10 kílómetra ganga. Þeir sem
fara á eigin vegum geta hins vegar
keyrt á jeppa alveg út eftir, þaðan
sem um klukkustundarganga er að
kirkjustaðnum. Í Þönglabakkasókn
voru eitt sinn um það bil hundrað
manns, seint á 19. öld, en byggðin fór
öll í eyði á þeirri tuttugustu. Önnur
og þriðja dagleið, fyrst til Keflavíkur
en svo í Látur, eru svipaðar og sú
fyrsta að lengd. Síðasta dagleiðin, eft-
ir Látraströnd suður í Svínárnes er
hins vegar um 15 kílómetrar. Einnig
er jeppafært áleiðis norður Látra-
ströndina, út að Grímsnesi. Björn
segir gönguna vel færa langflestum,
dagleiðirnar stuttar og hægt að leyfa
sér að fara hægt yfir ef fólk vill. Hæst
er farið um 500 metra yfir sjávarmál í
Uxaskarði en þeir sem vilja geta farið
hærra upp á Gjögur í tæplega 700
metra hæð. „Þar sér maður mjög vel
yfir allan Eyjafjörðinn, alveg gríðar-
lega flott útsýni,“ segir Björn.
Ljósmynd/Björn Ingólfsson
Víðerni Göngufólk drekkur í sig útsýnið uppi á Messukletti, yst á Hnjáfjalli austan við Keflavík. Skálinn í Keflavík stendur á bakkanum við ána fyrir neðan.
Í Fjörðum
Þorge
irsfjö
rður
Grunnkort: LMÍ
Grenivík
Grímsnes
Svínárnes
Látur
Gjögurtá
Keflavík
Látraströn
d
Þönglabakki
Gil
Í Fjörðum
Ey
ja
fj
ö
rð
u
r
Ba
kk
ad
al
ur
Þv
er
ár
da
lu
r
Hvalv
atns-
fjörðu
r
„Endi sem togar alltaf í mann“
Í Fjörðum eru eyðibyggðir og íðilfögur náttúra fjarri amstri hversdagsins Ferðafélagið Fjörðungur, sem er
annað félag en Fjörðungur, á
skálana á leiðinni og geta einka-
hópar tekið þá á leigu þegar
þeir eru lausir. Árið 2007 var
gert nýtt hús á Látrum, bjálka-
hús. Þar fer vel um tuttugu
manns, með kojum og eldunar-
aðstöðu.
Sömuleiðis er gott hús á
Þönglabakka og var það nýlega
tekið í gegn. Þar er svefnpláss
fyrir sextán manns. Ekki þarf
því að væsa um göngufólk þótt
það sé fjarri mannabyggðum á
ferð sinni um Fjörður.
Góðir skálar
GISTING Á LEIÐINNI
Helgarferðin – áhugaverðir áfangastaðir
Skannaðu kóðann
til að skoða vef
þeirra Fjörðunga